Klemmi skrifaði:hakkarin skrifaði:Hún er allavega ekki orðin betri heldur en áður þá, að því að viskí heldur ekki áfram að "eldast" eftir að það er komið í flöskur. Ég held að það sé bara vín sem að geri það.
Get ég þá látið skella mér í flösku og verið eilífur?
Það sem ég átti við er að viskíð heldur ekki áfram að verða betra. Viskí er geymt í tunnum og það er tunnan sem að gefur viskínu bragðið. Því lengur sem að viskíð er geymt í tunnunni að því meira bragð tekur það til sín úr henni. Það er líka tunnan sem að gefur viskínu sinn dökka lit. Ef að þú tekur viskíð úr tunninni og lætur í flöskur að þá hættir viskíð að verða betra að því að þá hefur það ekkert lengur til þess að taka bragð úr. Ég viðurkenni að ég veit ekki af hverju vín heldur áfram að þróast eftir að það er komið í flöskur en ég er allavega 90% viss um að viskí verður ekkert betra með aldrinum eftir að það er komið í flöskur.