Apple Watch, Macbook

Allt utan efnis

Höfundur
slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Apple Watch, Macbook

Pósturaf slapi » Þri 10. Mar 2015 16:27

Jæja hverjir horfðu á kynninguna í gær á Apple Watch, HBO, Macbook grautnum.

Ég er allavega verulega skotinn í nýja Macbookinum en ýmislegt sem maður hefði getað séð fyrir kannski fyrir utan USB-C sem eina tengið á tölvunni fyrir utan jack

Mynd
http://www.macrumors.com/2015/03/09/fir ... h-macbook/



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Frost » Þri 10. Mar 2015 16:47

Mér finnst nýja Macbook tölvan vera algjört feil. Verður rosa erfitt að vera bara með eitt port, hefði verið til í að sjá fleiri...


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf machinefart » Þri 10. Mar 2015 17:52

Algjört feil er grófur dómur. Þessi tölva er rosalega sexy útlítandi amk - maður notar þessi port nú ekki á hverjum degi (amk ekki allir). Ég er samt ekki alveg viss um að það henti mér að vera án HDMI tengis




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf codec » Þri 10. Mar 2015 18:27

Flott vél en meh mjög meh specs. Eitt port er svo alveg vonlaust, fyrir mig allavega.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Frost » Þri 10. Mar 2015 18:28

codec skrifaði:Flott vél en meh mjög meh specs. Eitt port er svo alveg vonlaust, fyrir mig allavega.


Speccarnir eru líka rosalega slakir. Var orðinn spenntur að sjá eitthvað refresh á fartölvunum þeirra en ef þetta er stefnan þeirra þá minnkar áhuginn mikið.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Tesy » Þri 10. Mar 2015 19:18

Horfði á eventið live já.
Það sem ég var mest spenntur fyrir er að force touch trackpadið kemur líka á Macbook Pro 13 Retina, hefði viljað sjá líka á 15 þar sem ég er að plana í að kaupa svoleiðis í sumar, vonandi kemur það þegar broadwell Macbook Pro 15 Retina kemur út sem er akkúrat í sumar. Space gray Macbook Pro væri klikkað :P

Nýji Macbook er flott en þetta er ekki fartölva fyrir mig þar sem ég þarf öflugari tölvu með fleiri ports :P Ef hún hefði kostað $799-999 þá væri þetta success þar sem þetta lookar eins og fullkomin glósu/skólatölva. Sé það ekki fyrir mér að margir séu að fara að kaupa Macbook í stað Macbook Pro 13 Retina fyrir sama verð, en hvað veit ég miðað við marketing geniuses hjá Apple.
Annars var þetta mjög meh event, úrið var ekkert spes að mínu mati.




Höfundur
slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf slapi » Þri 10. Mar 2015 19:32

Já get verið sammála með prísinn, frekar í hærri kantinum.
Annað gott múv hjá þeim að lækka Apple tv í 69$



Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf zaiLex » Þri 10. Mar 2015 19:40

Mjög spenntur fyrir Macbook, mun örugglega kaupa mér þetta sem skóla/couch potato tölvu.


Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3848
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Tiger » Þri 10. Mar 2015 20:10

Þetta er MacBook, ekki MacBook Pro þannig að specernar eiga bara að vera mehhh eins og einhver sagði.

13,1mm gullituð mun alveg 100% rata í mínar hendur á næstu mánuðum....



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2015 20:15

Tiger skrifaði:Þetta er MacBook, ekki MacBook Pro þannig að specernar eiga bara að vera mehhh eins og einhver sagði.

13,1mm gullituð mun alveg 100% rata í mínar hendur á næstu mánuðum....


Þetta eru 12" vélar.

Annars þá vissi ég ekki af þessari kynningu fyrr en eftir á, var virkilega verið að kynna úrið aftur? Var það ekki kynnt síðasta haust?
Þessi árátta hjá Apple að gera allt þynnra og þynnra ... til hvers? 13mm tölva? Brotnar hún nokkuð ef maður hnerrar á hana? :D
Ég er miklu spenntari fyrir Yoga3 en þessari MacBook. Það væri rosagaman að sjá eitthvað nýtt og frumlegt frá Apple, ekki út"þynnt" stöff frá Steve Jobs.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf hagur » Þri 10. Mar 2015 20:49

Getur maður semsagt ekki haft hana í hleðslu og tengda við skjá á sama tíma?

Rakið dæmi um look/design over functionality ef svo er.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf chaplin » Þri 10. Mar 2015 20:50

codec skrifaði:Flott vél en meh mjög meh specs. Eitt port er svo alveg vonlaust, fyrir mig allavega.

Hugsa að vélin sé ætluð til að nota með þráðlausum lausunum (þráðlausum heyrnatólum, þráðlaus mús, þráðlaust speglun á mynd os.frv. Meira að segja hægt að nota þráðlausa gagnageymslu). Mér finnst þetta alveg mjög sniðugt enda myndi ég persónulega vilja vera alveg laus við allar snúru ef það væri í boði.

Frost skrifaði:Speccarnir eru líka rosalega slakir. Var orðinn spenntur að sjá eitthvað refresh á fartölvunum þeirra en ef þetta er stefnan þeirra þá minnkar áhuginn mikið.

Þetta er auðvita ekki vinnuhestur. Þetta er í besta falli vél til að surfa á vefnum eða vinna basic office skjöl (+90% af notendum?) og er hún miklu meira en nógu öflug fyrir slíka vinnslu. :happy

hagur skrifaði:Getur maður semsagt ekki haft hana í hleðslu og tengda við skjá á sama tíma?

Rakið dæmi um look/design over functionality ef svo er.

Þráðlaus speglun? Það sem kemur mér mest á óvart er að Apple hafa ekki tilkynnt neina lausn sambærilega og Chromecast sem væri þá rúmlega helmingi ódýrari en Apple TV en væri hugsuð sem lausn til þess að gefa monitorum þráðlausa speglunarmöguleika..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 930
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Orri » Þri 10. Mar 2015 23:01

Er þessi nýja Macbook ekki bara spjaldtölva í formi fartölvu, mínus snertiskjárinn?
Allaveganna finnst mér innviðirnir minna helst til spjaldtölvu, og speccarnir þá sömuleiðis.

Held að Surface Pro 3 (sem kom út í fyrra) sé betri kostur á nánast alla vegu.
Þynnri, léttari, öflugri, með fleiri tengimöguleika og með snertiskjá (og penna). Og ódýrari (nema hugsanlega dýrasta útfærslan).

En djöfull er hún samt sexy. Sérstaklega þessi gulllitaða (er það bara ég? :oops: ).
Og það kom mér verulega á óvart að hún sé með USB-C tengi.. Hefði samt mátt vera með tvö svoleiðis :)



Skjámynd

jonolafur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 14:56
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf jonolafur » Þri 10. Mar 2015 23:20

GuðjónR skrifaði:
Tiger skrifaði:Þetta er MacBook, ekki MacBook Pro þannig að specernar eiga bara að vera mehhh eins og einhver sagði.

13,1mm gullituð mun alveg 100% rata í mínar hendur á næstu mánuðum....


Þetta eru 12" vélar.

Annars þá vissi ég ekki af þessari kynningu fyrr en eftir á, var virkilega verið að kynna úrið aftur? Var það ekki kynnt síðasta haust?
Þessi árátta hjá Apple að gera allt þynnra og þynnra ... til hvers? 13mm tölva? Brotnar hún nokkuð ef maður hnerrar á hana? :D
Ég er miklu spenntari fyrir Yoga3 en þessari MacBook. Það væri rosagaman að sjá eitthvað nýtt og frumlegt frá Apple, ekki út"þynnt" stöff frá Steve Jobs.


12" - 13mm... :japsmile

En já, mér þykir Macbook vera ansi áhugaverð tölva og mikið svakalega er hún sexy. En gallinn er bæði hvað tölvan sjálf er verðlögð hátt miðað við Macbook Pro og ég er ansi hræddur um að öll breytistykkin fyrir USB-C portið verði ansi dýr, ég keypti t.d. thunderbolt í ethernet um daginn á 7.495 og fannst ég vera búinn að punga út nóg eftir 350.000 fyrir Macbook Pro Retina... :oops:
En þetta kýs maður og ég hef ekkert séð eftir því. :megasmile
Once you go Mac you never go back,-


Hmm...

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 10. Mar 2015 23:42

jonolafur skrifaði: Once you go Mac you never go back,-


Spurðu Guðjón



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf stefhauk » Mið 11. Mar 2015 07:01

Hún er rosalega flott enn eitt port er algjörlega útí hött getur ekki haft usb tengt ef þú vilt hafa hana í hleðslu á meðan, ekkert hdmi tengi ekki einusinni hægt að tengja netið með snúru wtf ?




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf akarnid » Mið 11. Mar 2015 08:24

Apple got ya covered með það: http://store.apple.com/us/product/MJ1K2 ... r?fnode=51

Þetta finnst mér að ætti í raun að fylgja í kassanum, en þetta eru Apple þekktir fyrir.

Stór kostur við þetta er samt að núna LOKSINS er Apple að nota viðurkenndan staðal sem þeir hönnuðu ekki sjálfir ásamt Intel (eins og Thunderbolt), sem þýðir að hver sem er getur framleitt ódýra fylgihluti og adaptera. Og ég á von að bransinn sé að fara að keyra hart á þetta USB Type C tengi því þetta er mun söluvænna en eldri tengi. Og bandvíddin á USB 3.1 er náttúrulega svakaleg.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf AntiTrust » Mið 11. Mar 2015 09:48

Ég held að fólk sé akkúrat að gleyma að horfa pínu á það að núna er komin vél með 3rd party tengi sem hver sem er getur gert aukahluti fyrir, en ég hefði samt viljað sjá Apple bara koma með sína eigin docku í 1-2 mismunandi útgáfum. Það eru kannski ekki allir að tengja aukaskjái við vélarnar sínar en allflestir er nú oftast með 1-2 USB tæki tengd og hleðslusnúruna á sama tíma, kjánalegt að vera tilneyddur í adapter fyrir það.

Geðveik hönnun annars, þótt ég fengist líklega aldrei til með að láta sjá mig með svona gullitaða. Sammála öðrum með verðið, þessi vél virkar á mig sem vara sem átti að verða rosalega premium en er bara ekki með spekkana til þess að réttlæta taggið.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf codec » Mið 11. Mar 2015 09:52

akarnid skrifaði:Apple got ya covered með það: http://store.apple.com/us/product/MJ1K2 ... r?fnode=51

Þetta finnst mér að ætti í raun að fylgja í kassanum, en þetta eru Apple þekktir fyrir.

Stór kostur við þetta er samt að núna LOKSINS er Apple að nota viðurkenndan staðal sem þeir hönnuðu ekki sjálfir ásamt Intel (eins og Thunderbolt), sem þýðir að hver sem er getur framleitt ódýra fylgihluti og adaptera. Og ég á von að bransinn sé að fara að keyra hart á þetta USB Type C tengi því þetta er mun söluvænna en eldri tengi. Og bandvíddin á USB 3.1 er náttúrulega svakaleg.


Eitthvað finnst mér vont við það að vera með þessa flottu vél þar sem útlitið er klárlega helsti sölupunkturinn og þurfa svo að hengja svo við hana risa stóran forljótan adaptor til að geta tengt hana við eitthvað. Og það bara til þess að geta gert vélina með aðeins eitt tengi.
En jú þessi vél er bara gífurlega þunn og flott netbook.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 11. Mar 2015 10:13

Ég held að menn séu ekki alveg að átta sig á markhópnum fyrir þessa vél.

Ef þú ert að nota tölvuna þína mikið á skrifborðinu með auka skjá, USB hluti og annað, þá færðu þér Macbook Pro.
Ef þú ert mikið á ferðinni, notar cloud þjónustur og þráðlaus tæki, þá færðu þér þessa Macbook. Og svo geturðu haft þennan adapter í töskunni og notað hann þegar þú þarft á honum að halda. En ég er alveg sammála að hann mætti fylgja með í kassanum.

Hvort meikar meiri sens, að bulka tölvuna með auka tengjum sem þú notar kannski 10% af þeim tíma sem þú notar tölvuna, eða sleppa þessum tengjum og vera með adapter tengdan í þennan 10% tíma?

Og nú er ekki eins og þessi tölva þurfi að vera í hleðslu constantly.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf chaplin » Mið 11. Mar 2015 13:21

KermitTheFrog skrifaði:Hvort meikar meiri sens, að bulka tölvuna með auka tengjum sem þú notar kannski 10% af þeim tíma sem þú notar tölvuna, eða sleppa þessum tengjum og vera með adapter tengdan í þennan 10% tíma?

Og nú er ekki eins og þessi tölva þurfi að vera í hleðslu constantly.

Nákvæmlega. Þetta er ekki tölva fyrir harðkjarnavinnslu, þetta á að vera mobile og var það nákvæmlega það sem Apple gerði. Það eru ekki "lélegir" speccar á vélinni, heldur fullnægjandi og gott betur en það fyrir vinnsluna sem hún er hönnuð fyrir, sem er netvafr og ritvinnsla.

Til að gera hana þynnri er fórnað portum sem eru sjaldan notuð og að vera ósátt við fá port er fráleitt því það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri port. Ég á svo ekkert erfitt að sjá það fyrir á næstu 2-3 árum að þráðlausar lausnir verði mun vinsælari.

Þótt ég muni aldrei kaupa þessa vél, að þá finnst mér þetta var brilliant hugmynd og mjög vel útfærð.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Gunnar Andri
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 17:59
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Gunnar Andri » Mið 11. Mar 2015 13:37

Skil þetta bara eftir hér :)
Mynd


Leikjavél W10 Pro
| i7 10700k | | Corsair 32GB 4x8GB 3600MHz | MSI GeForce GTX 2080ti | Asus Z490-Prime-A| Corsair RM 750| 2x Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD |Corsair 570x| ]Custom Vatnskæling EK|
Server
| i5 10600k |Artic freezer | Corsair 2*8GB |Asus Z490 |Corsair RM 850 |Samsung 500gb 980 Pro NVMe/M.2 SSD | HDD: 48Tb | Corsair 400d|

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf GuðjónR » Mið 11. Mar 2015 15:09

jonolafur skrifaði:12" - 13mm... :japsmile

Kominn tími á gleraugu, svei mér þá! :face

KermitTheFrog skrifaði:
jonolafur skrifaði: Once you go Mac you never go back,-


Spurðu Guðjón


Ég heyrði eitt sinn kellingu segja "Once you go BLACK you never go back" ...
Veit nú ekki hvað er til í því en hvað mig varðar þá verður næsta uppfærsla PC en ekki Mac.
Gamla HP fartölvan sem ég keypti 2008 er í dauðateygjunum og af öllu því sem ég hef skoðað þá finnst mér Yoga3 það langflottasta.
Viðurkenni samt að gulllitaða Macbook er falleg en mig langar samt ekkert í hana.

Gunnar Andri skrifaði:Skil þetta bara eftir hér :)
Mynd

BUSTED! :megasmile



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf Squinchy » Fim 12. Mar 2015 09:45



Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


BO55
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch, Macbook

Pósturaf BO55 » Fim 12. Mar 2015 09:55

Þessi tölva er náttúrulega hugsuð fyrir allt annan markað en t.d. Macbook Pro. Frekar sem smá stökk uppávið frá t.d. iPad.
Það sem er sniðugt við þetta einmanna USB-C port er að þú getur haft t.d. skjá tengdan við tölvuna og skjárinn sér um að hlaða tölvuna á meðan. Þessi skjár er þá væntanlega með USB port fyrir mús, lyklaborð og fl.