Vantar ráðleggingar f. ódýra leikjatölvu

Skjámynd

Höfundur
Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingar f. ódýra leikjatölvu

Pósturaf Risaeðla » Mán 09. Mar 2015 10:47

Er gerlegt að kaupa góða leikjatölvu fyrir 150.000 kr?

Ég er með gamla vél með fínu DVD drifi, Asus 7750 skjákort (sem er orðið ca 3ja ára) og ágætan harðan disk. Er eitthvað varið í þetta skjákort í dag? Annað þarf ég að uppfæra. Með hverju mæla vaktverjar? Á ég að bíða og safna upp í 200.000 kr eða get ég pússlað saman í leikjatölvu fyrir tops 150 kallinn? Allar ráðleggingar vel þegnar.

Skjár og aukahlutir eru ekki inní þessari upphæð. Tek það fram að tölvan er ekki ætluð hardcore gamer, en vill leikjatövu sem myndi endast nokkur ár.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1322
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar f. ódýra leikjatölvu

Pósturaf Klemmi » Mán 09. Mar 2015 11:22

Ef þú ætlar að setja 150þús í leikjatölvu, þá er ekkert vit í að halda sig við þetta skjákort...

Hér er hugmynd að uppfærslu, og þar er einmitt nýtt skjákort stór hluti af budgetinu. Ég geri ráð fyrir að þú sért með kassa og aflgjafa sem þú getur nýtt áfram. Ef ekki, þá má sleppa SSD disknum og nýta þann pening til kaupa á kassa/aflgjafa.
hugmynd.PNG
hugmynd.PNG (178.85 KiB) Skoðað 650 sinnum




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar f. ódýra leikjatölvu

Pósturaf Tesy » Mán 09. Mar 2015 14:42

Ég myndi persónulega finna eitthvað notað :P Getur sparað helling!
viewtopic.php?f=11&t=64605
Hérna er til dæmis ein mjög fín.