Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 39
- Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 02:45
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Ég geri ráð fyrir að einhver hefur spurt um þetta áður. Hver er reynsla fólks hérna á að versla tölvuíhluti frá AliExpress? ? ?
CPU: AMD FX-8320 8 Core 3.5 GHz | MB: Gigabyte 970A-DS3P | GPU: AMD Radeon R9 380
Case: Fractal Define R5 | PSU: Gigabyte G750H | RAM: ADATA XPG V1.0 DDR3 1600 Mhz
HDD: SSD Plextor PX-250, SSD Samsung 850 EVO 250GB, 4TB Toshiba X300, 1 TB SAMSUNG HD & 500GB WD Caviar.
Case: Fractal Define R5 | PSU: Gigabyte G750H | RAM: ADATA XPG V1.0 DDR3 1600 Mhz
HDD: SSD Plextor PX-250, SSD Samsung 850 EVO 250GB, 4TB Toshiba X300, 1 TB SAMSUNG HD & 500GB WD Caviar.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 384
- Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
- Reputation: 49
- Staða: Ótengdur
Re: AliExpress ? ? ?
er að bíða eftir sendingu frá þeim sem ég pantaði fyrir nokkrum dögum svo að það er mín eina reynsla
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
-
- Fiktari
- Póstar: 81
- Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: AliExpress ? ? ?
Veit ekki með tölvuíhluti, en mín fyrsta sending er pending shipment. Eini tölvuíhluturinn er Macbook Air SD Card adapter á $2.76. Svo pantaði ég forláta bluetooth heyrnatól á $16. Mágur minn hefur pantað heilmikið þarna, ekki tölvudót, en er mjög hrifinn af þessu.
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: AliExpress ? ? ?
Afar fátt sem væri ekki external component sem ég myndi þora að kaupa af þeim ef eitthvað. Þess vegna hef ég enga reynslu af því - ég einfaldlega þori því ekki.
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Hef keypt hleðslutæki og rafhlöðu fyrir gamla LG X120 vél, netkort (AC/BT4) í Thinkpad og USB-/hleðslutengi í Galaxy Note síma. Allt virkað sem skyldi og einu óþægindin voru langur sendingartími á rafhlöðunni (tók einhverjar vikur að skila sér alla leið til Íslands).
Hef verið að spá í LSI SAS kort sem eru á ágætu verði þar fyrir Unraid server, en hef heyrt orðróm um að þau séu ódýrar kópíur. Held ég láti samt vaða næst þegar ég á einhverja þúsundkalla afgangs um mánaðamót.
Hef verið að spá í LSI SAS kort sem eru á ágætu verði þar fyrir Unraid server, en hef heyrt orðróm um að þau séu ódýrar kópíur. Held ég láti samt vaða næst þegar ég á einhverja þúsundkalla afgangs um mánaðamót.
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
frúin er búin að panta alveg helling þarna. þetta skilar sér nú alltaf fyrir rest en getur tekið nokkrar vikur. 3-6.. ef ég man rétt. höfum amk aldrei lent í neinu veseni.
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Hef pantað föt, USB kubba, varahluti í Logitec mús, rafhlöðu í síma og viftur í skjákort.
Allt komið heilt og skilað sér innan 5 vikna. Aldrei neitt skemmt eða bilað.
Á núna 2 hluti í pöntun.
Allt komið heilt og skilað sér innan 5 vikna. Aldrei neitt skemmt eða bilað.
Á núna 2 hluti í pöntun.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
hef pantað slatta þaðan, allt frá fötum uppí einfalda auka og varahluti í bíla, tekur smástund að skila sér sem er eðlilegt miðað við hvað shipping er oftast ódýrt, en þetta hefur allt skilað sér og gæðin komu mér á óvart m.v. verð
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Geek
- Póstar: 802
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Reputation: 65
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Ég hef keypt ýmislegt þarna með mimsunandi árangri, ég mundi samt aldrei kaupa rafhlöður þaðan.
Maður þarf bara að passa að skoða lýsingarnar vel, þær geta verið villandi eða rangar.
Athugið líka að nota china mail. Ef sendingin kemur frá Hong Kong þá þarftu að borga toll (Hong Kong er semsagt ekkí í fríverslunarsamningnum).
Maður þarf bara að passa að skoða lýsingarnar vel, þær geta verið villandi eða rangar.
Athugið líka að nota china mail. Ef sendingin kemur frá Hong Kong þá þarftu að borga toll (Hong Kong er semsagt ekkí í fríverslunarsamningnum).
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Ég hef pantað slatta, bara vita að það getur tekið tíma. Allt nema eitt verið í lagi. Pantaði usb64gíg minnislykil, var 8 gíg, seljandinn reyndi að röfla og neita að endurgreiða, (stóð á honum 64g) ég lét Ali Express vita, fékk allt endurgreitt. Alltaf einhverjir sem svindla þarna. En allt annað stóðst. Skoða vel athugasemdir við seljanda og hve margir gefa honum toppmeðmæli.
Re: Hver er þín reynsla af AliExpress ? ? ?
Ég er búinn að versla þarna tölvert mikið í að verða 3 ár, allavega svo lengi að Tollurinn þurfti að fá Screen Shot af síðunni og url til að trúa verðinu sem ég var að gefa upp á þá þegar ég byrjaði að versla þarna.
Ég get alveg mælt með þessu ef þú nennir að býða, gerðu bara ráð fyrir því að þetta sé ekki top of the line dót þegar þú pantar.
Eitt skipti var ég of fljótur á mér og pantaði spjaldtölvu sem var ekki CE merk heldur eittha CCC sem ég hélt að væri það sama, ég lét tollinn endursenda hana og opnaði dispute á síðunni, gaurinn reyndi að vera með eitthað vesen og senda mér falsaða CE pappíra, (vörunúmeri bætt við í öðru letri fyrir aftan fullt af öðrum núnmerum) en ég stóð fastur á mínu og fékk endurgreitt þegar hann fékk vélina til sína, tók reyndar einhverja 2-3 mánuði þetta ferli.
En ég er líka með aðra síðu sem ég versla mikið við, www.sunsky-online.com
Þetta er einn aðili og því hægt að setja saman í körfu og taka allt í einni sendingu, taka paypal og senda til Íslands. Kosturinn þarna er að DHL er yfirleitt bara einhverjum 10-20 $ meira en að senda með pósti, og þá er maður bara að tala um einhverja 10 daga max.
Hef fengið svaka góða þjónustu þarna, t.d tvíbókaði ég eina pöntun, bara ekki sama sendingarleið. Ég fékk e-mail frá þeim um það hvort ég ætlaði örugglea að kaupa þetta tvisvar eða hvort ég hefði gert mistök. Sama þegar eitthvað var ekki til þá fékk ég e-mail og boðið að fá endurgreitt eða eiga inneign.
Ég get alveg mælt með þessu ef þú nennir að býða, gerðu bara ráð fyrir því að þetta sé ekki top of the line dót þegar þú pantar.
Eitt skipti var ég of fljótur á mér og pantaði spjaldtölvu sem var ekki CE merk heldur eittha CCC sem ég hélt að væri það sama, ég lét tollinn endursenda hana og opnaði dispute á síðunni, gaurinn reyndi að vera með eitthað vesen og senda mér falsaða CE pappíra, (vörunúmeri bætt við í öðru letri fyrir aftan fullt af öðrum núnmerum) en ég stóð fastur á mínu og fékk endurgreitt þegar hann fékk vélina til sína, tók reyndar einhverja 2-3 mánuði þetta ferli.
En ég er líka með aðra síðu sem ég versla mikið við, www.sunsky-online.com
Þetta er einn aðili og því hægt að setja saman í körfu og taka allt í einni sendingu, taka paypal og senda til Íslands. Kosturinn þarna er að DHL er yfirleitt bara einhverjum 10-20 $ meira en að senda með pósti, og þá er maður bara að tala um einhverja 10 daga max.
Hef fengið svaka góða þjónustu þarna, t.d tvíbókaði ég eina pöntun, bara ekki sama sendingarleið. Ég fékk e-mail frá þeim um það hvort ég ætlaði örugglea að kaupa þetta tvisvar eða hvort ég hefði gert mistök. Sama þegar eitthvað var ekki til þá fékk ég e-mail og boðið að fá endurgreitt eða eiga inneign.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.