Ég er sjálfur í höttunum eftir nýju sjónvarpi, allavega 50", helst 55-65"+. 4K er krafa, ég geri ráð fyrir að endurnýja ekki fyrr en eftir allavega 5-8 ár, og þá er möst að future-proofa sig.
Kröfur eru að það styðji HDMI 2.0 fyrir 4K efni, og helst HEVC(h.265), því það er búið að ákveða að það verði standardinn fyrir 4K encoding og decoding. Einnig að það sé með góðum upscaler í 4K og 2K res. Sumir framleiðendur eru bara með ömurlegt upscaling á SD efni, svo slæmt að maður gæti
![Gubb :pjuke](./images/smilies/icon_pjuke.gif)
Þau sjónvörp sem ég er með í sigtinu eru eftirfarandi:
Samsung UE55HU7505
LG LG-55UB820V
Philips PHS-55PUS7909
Ég er soldið svag fyrir LG, þetta er frábær panell, allavega það sem ég hef séð, IPS, mjög skarpur. Þeir eru líka alveg að vinna með þetta WebOS based UI, afskaplega fallegt. Samsung koma þar á eftir með þennan góða panel, og góðu support við allann fjandann. Ég er ekki eins hrifinn af UI-inu þeirra, og Philips er ekki sérlega flott heldur, þó þeir séu komnir í Android. En þeir hafa þó Ambilight, sem er kúl tech, og þægilegt ef þú ert með vegghengt, sem akkúrat sem ég ætla að gera. Asnalegt samt hvað það er mikið auka premium að fá það með í sjónvörpin (alveg ca 50þús extra miðað við non-Ambilight TV).
Ég er líka að spá - hvenær er von á '15 línunni í verslanir? Ég vill helst ekki stökkva á last year's tech þegar það er tv eitthvað næs á leiðinni sem getur nýst mér.