WiFi framlenging, hugleiðingar

Skjámynd

Höfundur
jonolafur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 14:56
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

WiFi framlenging, hugleiðingar

Pósturaf jonolafur » Fim 26. Feb 2015 23:38

Góða kvöldið
Ég bý við þann vanda að mér vantar framlengingu á Wifi dræfni routersins míns. Þ.e.a.s er þetta bakhús með íbúð þar sem eru um 20 metrar inn í hús þar sem routerinn er staðsettur. Hins vegar liggur "jarðstrengur" út með netsnúru og hef ég notast við það undanfarin ár en nú vantar mér að hafa Wifi þarna, það er ekki símalína þangað inn þannig að það er ekki inní dæminu að hafa annan router á annari áskrift.

Ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu máli þannig að ég spyr; Hvert er besta ráðið og hver eru bestu kaupin á aukatækjum? Það væri ekki verra ef að það væri innbygður Switch því að sá gamli er orðinn dálítið lúinn.

Takk fyrir
Jón


Hmm...

Skjámynd

Freysism
Fiktari
Póstar: 94
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: WiFi framlenging, hugleiðingar

Pósturaf Freysism » Fim 26. Feb 2015 23:45



_______________________________________________________________________________
Do what you love and you'll never work a day in your live !


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: WiFi framlenging, hugleiðingar

Pósturaf arons4 » Fös 27. Feb 2015 00:26

Kaupir access punkt, stillir hann alveg eins og wifið í húsinu(ss sama ssid og lykilorð ásamt stöðlum) og símar og tölvur sem eru tengdar öðrumeginn tengjast sjálfkrafa hinumegin. Þetta powerline dót er algert rugl þar sem þú ert nú þegar með kapal yfir sem er miklu betri lausn á alla vegu.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: WiFi framlenging, hugleiðingar

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 27. Feb 2015 09:31

Það er alveg nokkuð í stöðunni

- Kaupa access punkt: http://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-63 ... cess-point
- Kaupa access punkt með switch: http://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-63 ... cess-point
- Kaupa WAN router: http://tolvutek.is/vara/trendnet-gigabi ... n-router-2
- Nota gamlan (ef þú átt) ADSL/VDSL router og taka DHCP af. Virkar sem switch og þú ættir að geta notað wifi líka.



Skjámynd

Höfundur
jonolafur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 14:56
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: WiFi framlenging, hugleiðingar

Pósturaf jonolafur » Fös 27. Feb 2015 13:09

Já, ég sé ekki alveg hvað ég ætti að gera með þetta powerline kerfi... En já auðvitað er þetta ekkert mál, þetta flæktist bara í hausnum á mér þegar að ég fór í tölvutek um daginn þar sem að einhver strákur ætlaði að selja mér ehv apparat sem á að taka wifi signal og boosta það... og hann vildi líka hafa það á sömu grein í rafmagnstöflunni :face Held að hann hafi ekki alveg fattað að þetta væri annað hús, önnur tafla og ekki vottur af wifi signali sama hvað ég sagði það oft :megasmile hann vildi meina að það væri það eina í stöðunni og annað væri ómögulegt :fly

En takk fyrir að leiðrétta þetta, skoða þessa kosti :japsmile


Hmm...