Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 614
- Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
- Reputation: 27
- Staða: Ótengdur
Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Hvernig er það eru einhverjar lausnir til þess að senda þráðlaust merki úr porti á ljósleiðara yfir í port nettengdum afruglara ?
Er í þeirri stöðu að ég get ömulega lagt kapal að því sjónvarpi svo ég hugsa að það eina í stöðunni sé að finna einhvern wifi sendi og svo wifi reciever og vona að merkið sé nógu gott á milli.
Hef enga reynslu af neti yfir rafmagn en er það eitthvað sem er vert að skoða?
Þetta er að vísu ekki á sömu grein og frekar stórt raflagnakerfi (stórt einbýli).
Er í þeirri stöðu að ég get ömulega lagt kapal að því sjónvarpi svo ég hugsa að það eina í stöðunni sé að finna einhvern wifi sendi og svo wifi reciever og vona að merkið sé nógu gott á milli.
Hef enga reynslu af neti yfir rafmagn en er það eitthvað sem er vert að skoða?
Þetta er að vísu ekki á sömu grein og frekar stórt raflagnakerfi (stórt einbýli).
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Net yfir rafmagn er málð.
Powerline er mikið notað og er mælt með 500 mbps ef þú notar HD stöðvar.
http://www.computer.is/vorur/8091/
Powerline er mikið notað og er mælt með 500 mbps ef þú notar HD stöðvar.
http://www.computer.is/vorur/8091/
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 614
- Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
- Reputation: 27
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Glæsilegt ég skelli mér á þetta og vona það besta!
Man eftir því að heyra slæmar sögur af þessu þegar þetta kom fyrst á markað en eflaust orðið mikil þróun í þessu síðan.
Man eftir því að heyra slæmar sögur af þessu þegar þetta kom fyrst á markað en eflaust orðið mikil þróun í þessu síðan.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Ég er að nota powerline heima með góðum árangri og það ræður vel við þetta takmarkaða HD merki sem er á sjónvarps kerfinu hjá Vodafone.
Ég myndi forðast fjöltengi og tengja beint í vegg báðum megin. Hins vegar veit ég ekki hvort það virkar vel ef tenglar eru á sitt hvorri greininni þyrftir að prófa það held ég.
Wifi er líklegt til að lagga meira og vera að vera meira vensen sérstaklega ef það er mikið af steyptum veggjum oþh. á milli. Best auðvitað væri að leggja net kappla fyrir þessu:)
Ég myndi forðast fjöltengi og tengja beint í vegg báðum megin. Hins vegar veit ég ekki hvort það virkar vel ef tenglar eru á sitt hvorri greininni þyrftir að prófa það held ég.
Wifi er líklegt til að lagga meira og vera að vera meira vensen sérstaklega ef það er mikið af steyptum veggjum oþh. á milli. Best auðvitað væri að leggja net kappla fyrir þessu:)
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
codec skrifaði:Ég er að nota powerline heima með góðum árangri og það ræður vel við þetta takmarkaða HD merki sem er á sjónvarps kerfinu hjá Vodafone.
Ég myndi forðast fjöltengi og tengja beint í vegg báðum megin. Hins vegar veit ég ekki hvort það virkar vel ef tenglar eru á sitt hvorri greininni þyrftir að prófa það held ég.
Wifi er líklegt til að lagga meira og vera að vera meira vensen sérstaklega ef það er mikið af steyptum veggjum oþh. á milli. Best auðvitað væri að leggja net kappla fyrir þessu:)
Hægt að fá svona passthrough gaura frá Zyxel svo þú eyðir ekki innstungunni eða fórnir gæðum
http://tl.is/product/zyxel-pla-5215-600mbs-wallmount
Starfsmaður @ IOD
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 957
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Myndi fá að prufa powerline adapterinn. Happ og glapp hvort þetta virki og þetta er mjög dýr fjárfesting ef þetta svo virkar ekki. Gamlir og eða slitnir rafmagnstenglar eða léleg fjöltengi eru algjört eitur þegar kemur að svona dóti. Einnig geta komið truflanir frá öðru.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Reputation: 14
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
það á ekki að skipta neinu máli hvort að þetta er inn á sömu grein.. svo lengi sem að þetta er inn á sama fasanum.
Og ef að þetta hittir ekki saman á fasa þá er rafvirki 3mín að græja það fyrir þig.
Og ef að þetta hittir ekki saman á fasa þá er rafvirki 3mín að græja það fyrir þig.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Afhverju geturðu ómögulega lagt kapal? Eru meira en 100m á milli?
Ef það er erfitt að leggja kapal þá er enn erfiðara að nota Powerline. Ekki nota powerline. Leggðu kapal
Ef það er erfitt að leggja kapal þá er enn erfiðara að nota Powerline. Ekki nota powerline. Leggðu kapal
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 614
- Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
- Reputation: 27
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Vandinn er sá að það er aðeins rafmagnstengi þarna á svæðinu og ekki hægt að draga í neinar lagnir að þessu nema rafmagnslögn.
Loftnetssnúran sem er þarna til staðar er boruð í gegnum loftið og límd á bakvið innréttingar og skápa og fleira sem gerir nánast ómögulegt að leggja netsnúru án þess að fara í meiriháttar framkvæmdir.
Ef að einhver möguleiki er á því að powerline virki þá er það augljóslega besta lausnin.
Loftnetssnúran sem er þarna til staðar er boruð í gegnum loftið og límd á bakvið innréttingar og skápa og fleira sem gerir nánast ómögulegt að leggja netsnúru án þess að fara í meiriháttar framkvæmdir.
Ef að einhver möguleiki er á því að powerline virki þá er það augljóslega besta lausnin.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
snaeji skrifaði:Ef að einhver möguleiki er á því að powerline virki þá er það augljóslega besta lausnin.
Þangað til það klikkar
KermitTheFrog skrifaði:Powerline getur virkað. Það er engin leið að staðfesta það nema prófa það. Svo getur þetta virkað fínt í viku og svo fer allt að lagga.
Nákvæmlega. Svo hringir fólk í fjarskiptafyrirtækið og skilur ekki neitt í neinu.
Var að vinna við support á svona myndlyklum, hef tekið á móti ófáum símtölum þar sem fólk lendir annað hvort allt í einu í miklu hiksti, eða miklum truflunum á ákveðnum tímum dags. Oftar en ekki var það vegna powerline búnaðar.
Ef það er svona rosalega langt á milli þá eru góðar líkur á því að Powerline nái ekki að bera merkið þegar t.d. brauðrist er sett í gang á sömu grein.
Þú munt ekki sjá eftir því að leggja cat þarna á milli
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Ég er að nota svona http://gismo.is/products/12677-airwire- ... t-netkerfi
Virkar fínt. Hef reyndar þurft að "endurræsa" það tvisvar sinnum (á nokkrum mánuðum) en tel það ekki eftir mér til að losna við helv... cat5 kapalinn sem lá yfir íbúðina.
Til þeirra sem segja bara "draga cat5, ekkert mál fyrir Jón Pál"...stundum er það bara mikið mál, td hjá mér fer ekkert meira í rafmagnsrörin vegna þrengsla á köflum
Og ekki er það nú lekkert að leggja stokka út um allt
Virkar fínt. Hef reyndar þurft að "endurræsa" það tvisvar sinnum (á nokkrum mánuðum) en tel það ekki eftir mér til að losna við helv... cat5 kapalinn sem lá yfir íbúðina.
Til þeirra sem segja bara "draga cat5, ekkert mál fyrir Jón Pál"...stundum er það bara mikið mál, td hjá mér fer ekkert meira í rafmagnsrörin vegna þrengsla á köflum
Og ekki er það nú lekkert að leggja stokka út um allt
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Flott að geta keypt svona aukatæki til að senda ennþá meira af bylgjum í gegnum hausinn á sér
Og fyrst það er hvort sem er búið að bora allt og leggja kapal utan með öllu er þá ekki fínt að bæta einum cat5 með.
Og fyrst það er hvort sem er búið að bora allt og leggja kapal utan með öllu er þá ekki fínt að bæta einum cat5 með.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
nidur skrifaði:Flott að geta keypt svona aukatæki til að senda ennþá meira af bylgjum í gegnum hausinn á sér
Og fyrst það er hvort sem er búið að bora allt og leggja kapal utan með öllu er þá ekki fínt að bæta einum cat5 með.
Alltaf gott að hafa svona lausnamiðað fólk með staðreyndirnar á hreinu!
Það eru engin göt boruð og engir kaplar lagðir, enda er það það sem lagt var upp með af höfundi þessar þráðar.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Er ekki niðurstaðan að augljóslega er cat5 eða 6 best en powerline gæti virkað. Það fer allt eftir aðstæðum, ástandi lagna, truflunum vegalengd oþh. Ómögulegt að segja til um það fyrirfram.
Því betri tæki sem þú kaupir því meiri líkur á árangri. Athugaðu samt að það sem er uppgefið sem hraði (t.d., 300 Mbps eða 500) er fræðilega mesti hraði sem svona dót ræður við og nánast alveg öruggt að þú nærð ekki þeim hraða. Kannski c.a. 200 Mbps gefi 40 Mbps og 500 mbs gefi 80 í raun.
Powerline 200 er því á mörkunum fyrir alvöru blu-ray gæða HD en Vodafone IPTV sleppur það er bara 720p.
Því betri tæki sem þú kaupir því meiri líkur á árangri. Athugaðu samt að það sem er uppgefið sem hraði (t.d., 300 Mbps eða 500) er fræðilega mesti hraði sem svona dót ræður við og nánast alveg öruggt að þú nærð ekki þeim hraða. Kannski c.a. 200 Mbps gefi 40 Mbps og 500 mbs gefi 80 í raun.
Powerline 200 er því á mörkunum fyrir alvöru blu-ray gæða HD en Vodafone IPTV sleppur það er bara 720p.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
toybonzi skrifaði:
Hehe, sorry græjan þín er örugglega mjög góð.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
nidur skrifaði:toybonzi skrifaði:
Hehe, sorry græjan þín er örugglega mjög góð.
Ég veit að hún er góð, og gæti hentað OP, ef hann tímir að klínka út fyrir einni.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 614
- Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
- Reputation: 27
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Sallarólegur skrifaði:
Nákvæmlega. Svo hringir fólk í fjarskiptafyrirtækið og skilur ekki neitt í neinu.
Var að vinna við support á svona myndlyklum, hef tekið á móti ófáum símtölum þar sem fólk lendir annað hvort allt í einu í miklu hiksti, eða miklum truflunum á ákveðnum tímum dags. Oftar en ekki var það vegna powerline búnaðar.
Ef það er svona rosalega langt á milli þá eru góðar líkur á því að Powerline nái ekki að bera merkið þegar t.d. brauðrist er sett í gang á sömu grein.
Þú munt ekki sjá eftir því að leggja cat þarna á milli
Og auðvitað virkaði powerline ekki hjá mér þegar að bakaraofninn er í sambandi þó hann sé á annari grein.
200mbps þráðlaust mun eflaust verða of lítið til framtíðar svo ég sé ekkert annað í stöðunni en að leggja þessa bölvuðu snúru.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 614
- Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
- Reputation: 27
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður milli ljósl.box og afruglara ?
Svona bara ef einhver vill fá lok í þetta þá tók þetta daginn og allskonar verkfæri en snúran er komin
Ef einhver vill prufa powerline þá getur sá hinn sami fengið það lánað hjá mér.
Verð að segja að ég sé ekkert eftir því að fara út í þessa vinnu og leggja þennan kapal og hafa þetta pottþétt.
Ef einhver vill prufa powerline þá getur sá hinn sami fengið það lánað hjá mér.
Verð að segja að ég sé ekkert eftir því að fara út í þessa vinnu og leggja þennan kapal og hafa þetta pottþétt.