Hitarar í bíla - reynslusögur?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Feb 2015 19:33

Hefur einhver reynslu af svona græjum? Mér sýnist vera til tvær týpur, ein sem tengist við rafmang (230V) og svo sjálfstætt kerfi sem notar eldsneyti bílsins. Það væri gaman að fá reynslusögur, hvað er best og hvar er hægstæðast að versla þetta og svo framvegis.
Þar sem ísöld virðist skollin á þá held ég að maður verið að skoða þetta alvarlega næst þegar bíllinn verður endurnýjaður.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1395369/
http://www.mbl.is/bill/frettir/2012/10/ ... ldu_taeki/




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf slapi » Mán 23. Feb 2015 19:51

Þetta er nú staðalbúnaður í flestum þýskum dísel bílum frá 2000 en er að fade- aðeins út vegna annara lausna. En þá helst til þess að í raun að halda hita í díselbílunum því í miklum frosthörkum halda þeir oft ekki á sér hita nema með smá hjálp. Þá er oft hægt að panta sem aukahlut fjarstýringu eða GSM module til að geta ræst þetta fjarvirkt og fer þá miðstöðin í bílnum líka í gang.

Bílasmiðurinn er með þetta frá Webasto og eru með áratuga reynslu í þessum málum á Íslandi og eru með sérhæft verkstæði til ísetninga eftirá og mæli með þeim í alla staði.

Er aðeins búinn að kynnast Eberspächer undanfarið og verð að segja að þeir eru ekki hálfkvist við Webasto í gæðum




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf IL2 » Mán 23. Feb 2015 22:27

Þetta er snilld. Bróðir minn var með svona í CRV frá Webasto. Þarft aðeins að læra á þetta, þ.e.a.s hraðan á mistöðinni og stillingar á túðum og að muna eftir að hafa þetta rétt þegar var farið inn á kvöldin. Konan hjá honum var mest með bílinn, hún vaknaði og sá hvort það var hélað/snjór á bílnum, kveikti á fjarstýringunni og gerði sig til.

Kom út og ekkert mál að skafa af bílnum, allt meira og minna laust. Miðað við þeirra stillingu var svo sem ekki funhiti í bílnum en hann hitnaði mjög fljótt. Síðan er náttúrulega snild að geta sett þetta á þegar er verið að versla eða farið í bíó (var tímarofi í fjarstýringunni) eða áður en varið er heim úr vinnu. Þetta kostar en er algör lúxus að hafa.

p.s Gleymdi að þetta hefði þurft að vera tengt við sætishitaran. Það voru leðursæti og þau voru helv. lengi að hitna.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf littli-Jake » Mán 23. Feb 2015 22:30

Þetta er mjöööög sniðugt dót. Fyrir utan luxusinn að koma alltaf í volgan bíl þá minkar þetta slitið á vélinni rosalega. Slítur þeim min meira að fara í gang í miklum kulda.

En þetta er dýrt. Mjög dýrt. Einhvertíman var ég að spá í svona olíumiðstöð og þá var þetta á um 200-250K komið ofan í húdd.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 02:07

Ég hef átt tvo bensín bíla með svona búnaði frá framleiðanda. Báðir 1999 árgerðir af BMW. Þetta var algjör snilld þegar maður notaði þetta, en á endanum týmdi ég aldrei að nota þetta þar sem þetta notaði töluvert meira eldsneyti en að setja bílinn í gang kaldan og keyra hann upp í hita.

Og ég er mega nýskur gaur þegar það kemur að eldsneyti.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf g0tlife » Þri 24. Feb 2015 07:19

Hvað er þetta að kosta í komið ?


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


Pascal
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Fös 30. Júl 2010 22:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Pascal » Þri 24. Feb 2015 08:25

Er með þetta svona í '91 Benz hjá mér. Algjör snilld. Tekur enga stund að hitna og fátt betra en að fara í hlýjan bíl á morgnanna.
Annars er viðmiðunarverð 250 - 300 þúsund komið í



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 10:45

Hmmm...
Spáum aðeins í þetta, ef svona stykki kostar 300k komið í bílinn þá jafngildir það 1500 lítrum af eldsneyti miðað við að líterinn sé á 200 kr.
Ef maður fer út á morgnana og lætur bílinn ganga í 15-20mín til að hitna hvað ætli hann eyði? segjum 0.75 lítrum í hvert skipti.
Það þýðir að hægt er að hita bílinn í 2000 skipti. Og þá teljum við ekki með eldsneytið sem miðstöðin sjálf eyðir.
Það væri sem sagt hægt að starta bílnum alla morgna í 5 ár og 175 daga fyrir peninginn. Auðvitað slitnar vélin við það en skiptir það einhverju máli ef þú ætlar ekki að eiga bílinn þangað til hann fer í sorpu?

Þetta má eiginlega ekki kosta meira en 100k íkomið svo það réttlæti kaupin að mínu mati.
Er bara að meta kosti og galla :)




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf IL2 » Þri 24. Feb 2015 11:12

Þetta hefur oft verið réttlæt með því að það sé hægt að taka þetta úr og setja í næsta bíl, sem kostar eitthvað.

Annars er mín skoðun á þessu að þetta er hlutur sem þú gleymir verðinu á, þegar þú ferð að nota þetta.

Hinsvegar gerðu þau sem keyptu síðan CRV mjög góð kaup þar sem þetta var ekki metið til hækkunar, heldur bara að hann væri söluvænlegri.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 11:28

Danni V8 skrifaði:Þetta var algjör snilld þegar maður notaði þetta, en á endanum týmdi ég aldrei að nota þetta þar sem þetta notaði töluvert meira eldsneyti en að setja bílinn í gang kaldan og keyra hann upp í hita.
Really?
Eyðir þetta svona miklu eldsneyti?
Þá er kannski sniðugra að fá sér "fjarstart" í bílinn og láta vélina sjá um þetta bara?



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Lexxinn » Þri 24. Feb 2015 12:04

GuðjónR skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Þetta var algjör snilld þegar maður notaði þetta, en á endanum týmdi ég aldrei að nota þetta þar sem þetta notaði töluvert meira eldsneyti en að setja bílinn í gang kaldan og keyra hann upp í hita.
Really?
Eyðir þetta svona miklu eldsneyti?
Þá er kannski sniðugra að fá sér "fjarstart" í bílinn og láta vélina sjá um þetta bara?


Samkvæmt heimasíðu Webasto fæst;

Of course, the fuel consumption is strongly depending on the needed heating power and type of heater. As very rough and noncommittal proportion a heater needs 100ml diesel per hour and kW. For further details, please see the heater’s technical specifications.

Evidently, the heater is only using fuel when combustion is in process.

Heimild



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Feb 2015 12:20

Þannig að 1 líter af disel endist í 10 tíma.
Það eru svona 20 - 30 kaldir morgnar.
Ekki mikil eyðsla ef rétt reynist.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Lexxinn » Þri 24. Feb 2015 12:36

GuðjónR skrifaði:Þannig að 1 líter af disel endist í 10 tíma.
Það eru svona 20 - 30 kaldir morgnar.
Ekki mikil eyðsla ef rétt reynist.


Ég mundi gera ráð fyrir því að þessir 100ml séu ekki alveg í takt við íslenskar vetraraðstæður þó ég viti ekkert um það. Íslendingar eru líka mikil hitadýr og keyra tækið þá á meiri hita heldur en í þessu testi. Maður er samt virkilega hrifinn af þessari hugmynd...

Með smá meira googli fann ég þetta;
Very quick at heating up. About 1/2 litre a day in winter. The only downside is the battery consumption, it is best of course to have a separate battery so that you can always start the engine . We normally move on each day which charges the battery back up. If in doubt we run the engine to put some charge back into the battery.
Heimild


Svo er hérna önnur heimild frá framleiðandi sem segir til um 0,17l fyrir 20mín upphitun. Jafn erfitt að ætla taka mark á þessum eyðslutölum frá framleiðendum og bílaumboðum á Íslandi.

FIB
mbl.is
Hef heyrt um tilvik þar sem eyðslutölur eru svo vitlausar á bíl að kaupandinn heimtaði fulla endurgreiðslu og skilaði bílnum.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Frantic » Þri 24. Feb 2015 12:44

Fékk mér græju sem startar bara bílnum mínum á ca 60.000 kr hjá NesRadio.
Hef ekki séð eftir þessari fjárfestingu.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 13:27

Ég þurftinað hita bílinn í klukkutíma með webasto til að fá hita inní bíl og auðar rúður. Ég fann fyrir þessu í eldsneytisnotkun, komst ekki eins langt á tanknum en ég man ekki lengur hversu mikill munurinn var. En þetta var auðvitað í gömlum bíl. Þetta er eflaust orðið hagstæðara í dag.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf IL2 » Þri 24. Feb 2015 14:48

Þetta er kanski líka spurning um hversu lengi þetta er í gangi. Bróðir minn keyrði þetta í ca. 30-40 mín. og rúðurnar voru ekki auðar þannig að það þyrfti ekkert að skafa. Þetta var svona meira spurning um að það var ekkert mál að skafa þær.

Hann keypti hinsvegar stærri geymi, enda var hinn alveg fáranlega lítill (35amper ef ég man rétt) í bíll með rafmagni i öllu.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf slapi » Þri 24. Feb 2015 17:21

Síðan er góð þumalputta regla að það þarf jafn margar mínutur og græjan gengur til að vinna upp rafmagnstap.
Þ.e ef hún gengur í klukkutíma þarftu að keyra í klukkutíma (minnst 30 mín) til að koma geymirnum á saman stað og áður.
Dæmið gengur ekki upp ef þú setur græjuna í gang og keyrir síðan 10 min í vinnuna , setur græjuna í gang og keyrir 10 mín á leiðinni heim.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hitarar í bíla - reynslusögur?

Pósturaf littli-Jake » Þri 24. Feb 2015 17:50

slapi skrifaði:Síðan er góð þumalputta regla að það þarf jafn margar mínutur og græjan gengur til að vinna upp rafmagnstap.
Þ.e ef hún gengur í klukkutíma þarftu að keyra í klukkutíma (minnst 30 mín) til að koma geymirnum á saman stað og áður.
Dæmið gengur ekki upp ef þú setur græjuna í gang og keyrir síðan 10 min í vinnuna , setur græjuna í gang og keyrir 10 mín á leiðinni heim.



Þetta er mjög góður punktur í umræðuna


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180