Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf Heliowin » Fös 06. Feb 2015 16:36

Hef ekki horft á sjónvarp mjög lengi og er ábyggilega nokkrum áratugum á eftir þegar kemur að almennri þekkingu á möguleikum sjónvarps og vantar því smá upplýsingar um þetta atriði áður en ég fer að kaupa eitthvað af áskriftum.

Hef samt ekki í hyggju að horfa mikið á sjónvarpið nema þá að ég hafi gott efni. Hef einungis áhuga á Bíórásinni eins og er og var að velta fyrir mér að kaupa áskrift að henni.

Er með ljósnet hjá Tal og sé að Tal er að bjóða upp á sjónvarpstengingu yfir netið og þarf ég eflaust að fá mér það.

Semsagt þá hef ég áhuga á
Bíórásinni eða og öðrum kvikmynda rásum
Helst ekki neinum af þessum auglýstu pökkum nema þá enska boltanum eins og Sport 2.

Hámark eyðslu í áskrift eða afþreyingarefni á mánuði verður 6.000 kr. en get farið hærra ef ég tæki enska boltann seinna meir eða annað álíka sem gæti nýst mér.

Get ég fengið gagnlegar athugasemdir eða meðmæli?
Er eitthvað annað sem hægt er að mæla með, eða er þetta of óljóst hjá mér?

Nokkur atriði yfir möguleika sjónvarpstækis sem ég er með
Stafrænn móttakari
Gervihnattamóttakari
WiFi innbyggt
USB upptökumöguleiki
LAN tengi
Netvafri innbyggður



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf depill » Fös 06. Feb 2015 18:12

Hvernig sjónavrp ertu með. Gæti verið að þú eigir möguleika á Netflix. Ég allavega er með Sjónvarp Símans og SkjárEinn ásamt Netflix sem innbyggt í sjónvarpinu. Finnst það fínt value í þeirri lausn.

Getur prófað það combo og athugað hvort að þér finnst eithvað varið í SkjárEinn frítt út Feb ( http://skiptu.skjarinn.is ). Ég allavega hef aðgang að alltof miklu sjónvarpsefni og horfi mest á SkjárEinn ( en er ekki hlutlaus ).



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf appel » Fös 06. Feb 2015 19:22

Þú gætir skoðað Sjónvarp Símans auðvitað, bara í næstu símabúð, og séð hvort það er eitthvað sem þér finnst vera fyrir þig.


*-*

Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf Akumo » Fös 06. Feb 2015 20:03

Goodluck á þennan 6þús kall, bara enski er í kringum 14þús kall og guð má vita hvað stöð 2 kostar þar sem bíórásin fylgir því.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf Heliowin » Fös 06. Feb 2015 22:02

Sælir!

Svara depli og appel hér fyrir neðan og Akumo eftir á.

ég er með Samsung smart TV seríu 6 og er með netvafra (get gefið upp módelið ef þarf á að halda).

Ég get ómögulega fengið upplýsingar um Netflix á síðunni hjá þeim en ætla að reyna seinna annarsstaðar um helgina.

Mér sýnist að grunn grunnáskriftin hjá Tal sé það sama og Síminn er með nema þetta hafi breyst eftir sameininguna. Í grunnpakkanum er aðgangur að SkjáBíó og gæti ég nýtt mér það inn á milli þegar mig langar til að horfa á eitthvað ákveðið og tími að leigja efni.

En hitt efnið er ekki af áhuga hvorki hjá Símanum né 365 nema Bíóstöðin og Sportpakkinn ef ég tími.

Akumo skrifaði:Goodluck á þennan 6þús kall, bara enski er í kringum 14þús kall og guð má vita hvað stöð 2 kostar þar sem bíórásin fylgir því.

Já en ég meinti Enskapakkann hjá 365 á rúmar 10 þúsund og er með Sport 2 og öðrum rásum og hafði hugsað mér seinna og þannig þurft að fara mun hærra en 6 þúsundin eins og ég nefndi. En mér sýnist að sportpakkinn hjá 365 sé mun meira spennandi og held að þú hafir í huga.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf AntiTrust » Lau 07. Feb 2015 10:37

Fyrir mér er þetta algjör nobrainer, Netflix + DNS á undir 2þús kr á mánuði framyfir 6-15þúsund fyrir innlendar þjónustur, ekki spurning, svo lengi sem þú ert ekki allra minnsta gagnamagnspakkanum.

Og jú, ef þú ert með Samsung Smart TV þá geturu sett upp Netflix og flr.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf Heliowin » Lau 07. Feb 2015 17:47

AntiTrust skrifaði:Fyrir mér er þetta algjör nobrainer, Netflix + DNS á undir 2þús kr á mánuði framyfir 6-15þúsund fyrir innlendar þjónustur, ekki spurning, svo lengi sem þú ert ekki allra minnsta gagnamagnspakkanum.

Og jú, ef þú ert með Samsung Smart TV þá geturu sett upp Netflix og flr.


Netflix gæti verið af áhuga en get ómögulega séð hvað er í boði. Þyrfti þá væntanlega að kaupa mér smá aðgang til að geta séð það.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vantar meðmæli vegna afþreyingarefnis fyrir sjónvarp

Pósturaf depill » Lau 07. Feb 2015 19:23

Heliowin skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Fyrir mér er þetta algjör nobrainer, Netflix + DNS á undir 2þús kr á mánuði framyfir 6-15þúsund fyrir innlendar þjónustur, ekki spurning, svo lengi sem þú ert ekki allra minnsta gagnamagnspakkanum.

Og jú, ef þú ert með Samsung Smart TV þá geturu sett upp Netflix og flr.


Netflix gæti verið af áhuga en get ómögulega séð hvað er í boði. Þyrfti þá væntanlega að kaupa mér smá aðgang til að geta séð það.


Það er einhver haugur af drasli. Þú færð eithvað smá trial til að byrja með og getur fengið líka prufu af playmo.tv, þannig að þetta ætti að vera frekar risk free hjá þér. Getur líka sótt þér í myndlykil frá Tal og prófað það hvort það sé nóg fyrir þig. Verandi með bíóstöðina, þá er hún not what it used to be og bíómyndaúrvalið ekki uppá margafiska þrátt fyrir tímaflakk.