Hvaða linux os eru menn að nota


Höfundur
Haddi87
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 16:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða linux os eru menn að nota

Pósturaf Haddi87 » Þri 13. Jan 2015 23:05

Hvað eru menn að nota af þessi linux os fyrir leiki eða hljóð vinnslu og mynd vinnslu




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða linux os eru menn að nota

Pósturaf Gislinn » Þri 13. Jan 2015 23:48

Hvaða forrit ertu líklegur að nota fyrir hljóð- og myndvinnsluna?

Fyrir leikina þá er sennilegast best að skoða SteamOS.


common sense is not so common.


Höfundur
Haddi87
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 16:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða linux os eru menn að nota

Pósturaf Haddi87 » Þri 13. Jan 2015 23:52

Cubase í hljóð og sony vegas eða adobe prem ég er að leita af svona svipað desktop eins og windows




Rabcor
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Lau 20. Feb 2010 19:07
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða linux os eru menn að nota

Pósturaf Rabcor » Þri 21. Júl 2015 19:09

Nota Arch, hentar í allt ef þú veist hvað þú vilt, maður byrjar bara með console og setur upp restina einsog maður vill, Gentoo er líka gott ef maður veit nákvæmlega hvað maður vill uppá hvert einasta compilation flag...

Ef þú villt gera hljóðvinnslu villtu annaðhvort hrátt ALSA eða ALSA með JACK (ekki Pulseaudio, það er drasl). Myndvinnslu er hægt að gera á hvaða distro sem er, maður þarf bara að finna réttu forritin og læra á þau (einsog ffmpeg, pitivi, openshot og cinelarra) ffmpeg er náttúrulega standardinn fyrir allt encoding alveg sama hvaða fjalli þú kemur af, flestallur encoding kóði er byggður á ffmpeg, og ffmpeg er líka oftast fyrst til að styðja nýja encoding tækni þegar hún kemur á markaðinn. Það á meiraðsegja ekki langt í land að styðja shadowplay (nvidia hardware encoding) á linux; en það er lengra í það á windows.

Þetta eru í rauninni aðal punktarnir, distroið skiptir ekki miklu máli en það væri ábyggilega best fyrir þig að finna distro sem kemur ekki með pulseaudio, villt ábyggilega hafa jack. Hljóðvinnsluforrit væri aðallega gamla góða audacity.

Og fyrir leiki ef þú ert að nota steam skiptir mestu máli hvaða window manager og compositor þú notar (LXDE og Compton spila vel með þessu, geri líka ráð fyrir að Gnome og Unity virki mjög vel þar sem steamOS kemur með gnome og þeir hafa alltaf officially stutt ubuntu sem notar unity) en það eru alltaf til leiðir til að láta það virka, þó að í sumum desktop environments þarf að slökkva á compositing fyrir suma leiki.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða linux os eru menn að nota

Pósturaf SteiniP » Þri 21. Júl 2015 20:17

Þú ert bara að búa til vandamál fyrir sjálfann þig. Mikið betur settur á Windows eða Mac með það sem þú ert að gera.
Hljóð í Linux er martröð, þú munt væntanlega þurfa að einhverja klukkutímum í að fikta í ALSA og JACK stillingum til að fá allt til að virka fyrir hljóðvinnsluna (geri ráð fyrir að þú sért að taka upp/monitora) og það er EF að það er fullur ALSA stuðningur fyrir hljóðkortið þitt, þú færð engin hljóðvinnslu eða klippiforrit á þeim kaliber sem þú ert vanur, ef þú vilt spila leiki þá ertu með val um fullt af litlum indie leikjum og nokkra stærri titla, getur spilað marga eldri leiki í gegnum Wine en þetta er í flestum tilvikum meira vesen en á Windows.
Ég elska samt Linux, en þetta er spurning um að velja rétta verkfærið í hverju tilfelli fyrir sig.
Annars skiptir ekkert öllu hvaða distro þú velur, fínt að byrja á einhverju tiltölulega einföldu í uppsetningu. Ég nota Linux Mint mikið og fíla flest öll Debian/Ubuntu based distro. En þú getur sérsniðið hvaða distro sem er að þínum þörfum.