Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Kannski er ég svona bitur gamall kall en ég get ekki skilið hvað það er sem fær líkamsræktarstöðvarnar ntoa augnskanna til að auðkenna viðskiptavini sína. Maður veit aldrei hvaða auðkenningaleiðir verða notaðar í framtíðinni (öryggiskerfi fyrirtækja, banki, skattur) og ég myndi ekki vilja að eitthvað einkafyrirtæki útíbæ væri þá með fullkomna mynd af auganu í mér.
Konan var að skrá sig í Sporthúsinu í gær og hún neitaði að leyfa þeim að taka mynd af auganu sínu, kom svaka fát á starfsmanninn sem var greinilega ekki vanur þessum viðbrögðum.
Finnst ykkur eðlilegt að líkamsræktarstöðvar noti augnskanna til að hleypa fólki inn í stöðvarnar sínar?
Konan var að skrá sig í Sporthúsinu í gær og hún neitaði að leyfa þeim að taka mynd af auganu sínu, kom svaka fát á starfsmanninn sem var greinilega ekki vanur þessum viðbrögðum.
Finnst ykkur eðlilegt að líkamsræktarstöðvar noti augnskanna til að hleypa fólki inn í stöðvarnar sínar?
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Hvað er svona slæmt við það?
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Nei mér finnst það ekki eðlilegt, eitt dæmið einn þar sem tæknin er á undan persónuverndarsjónarmiðum.
þar að auki myndi ég ekki vilja láta geisla í mér augun með þessum hætti.
þar að auki myndi ég ekki vilja láta geisla í mér augun með þessum hætti.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Mér langar eiginlega meira að vita hversu nákvæmt þetta er.
Er þetta að logga það að ég persónulega hafi verið að mæta?
Hvað er það í augunum á mér sem getur ekki verið eins og í öðru auga?
Æðarnar??
En já veit ekki alveg hvað þeir ættu að geta gert við þessar upplýsingar nema að bera það saman við augun á mér svo ég skil ekki hræðsluna við að gefa þeim myndina.
Er þetta að logga það að ég persónulega hafi verið að mæta?
Hvað er það í augunum á mér sem getur ekki verið eins og í öðru auga?
Æðarnar??
En já veit ekki alveg hvað þeir ættu að geta gert við þessar upplýsingar nema að bera það saman við augun á mér svo ég skil ekki hræðsluna við að gefa þeim myndina.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Hvað viltu að sé í gangi? Fingraför? Pappaspjöld?
Mér finnst sjálfsagt að þeim bjóðist að gera þetta til að verja sig frá svindli.
Ef eitthvað fyrirtæki eða ríkisstofnun tekur upp á því að nota biometrics sem eitthvað annað en útskiptingu á notendanöfnum hins vegar, þá er það vandamál þess tíma því það væri óásættanlegt.
Geisla? Er ellin að fara með þig Guðjón?
Mér finnst sjálfsagt að þeim bjóðist að gera þetta til að verja sig frá svindli.
Ef eitthvað fyrirtæki eða ríkisstofnun tekur upp á því að nota biometrics sem eitthvað annað en útskiptingu á notendanöfnum hins vegar, þá er það vandamál þess tíma því það væri óásættanlegt.
GuðjónR skrifaði:Nei mér finnst það ekki eðlilegt, eitt dæmið einn þar sem tæknin er á undan persónuverndarsjónarmiðum.
þar að auki myndi ég ekki vilja láta geisla í mér augun með þessum hætti.
Geisla? Er ellin að fara með þig Guðjón?
Modus ponens
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
veit ekki hvaða leiðir eru skilvirkar og eru kostnaðarlitlar til langframa fyrir stöðvarnar til að hindra að fólk sem er ekki að greiða fyrir þjónustuna vaði inn. hvort sem þú stimplar pin inn eða ert með flögu/kort/dropa/augu til að opna, fer það væntanlega inn í tölvukerfið og hvað er gert við það er annað mál. Fólk hefur notað þetta til að taka bensín árum saman án þess að pæla hvort það er að logga eða ekki.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Já, mér finnst það fullkomlega eðlilegt og ótrúlega þægilegt, alveg sama hvort það væri augn- eða fingraskanni. Ekkert kort, ekkert pin, ekkert vesen. Já, þú ert bitur gamall karl ef þú sérð ekki hvað þægindin við þetta fer langtum framúr e-rri að mér óskiljanlegri hræðslu á misnotkun
@Frantic, þetta er ekki til að logga eitt eða neitt, heldur bara til að hleypa þér inn. Örugglega loggar á bakvið það en ekki tilgangurinn með þessu. Augnskannar eru margfalt nákvæmari en fingrafaraskan t.d., og er síðast þegar ég vissi talin ein nákvæmasta biometric leiðin til að auðkenna sig.
Það eru til tvær tegundir af augnskönnum, Retina skan og Iris skan. Retina er mjög high-end og nær eingöngu notað í herstöðvum og þvíumlíku, og þar er ljósi beint inn í augað til að greina æðarnar á bakveggnum í auganu. Það sem WC, Hress og fleiri nota er Iris/lithimnuskan, ekki eins nákvæmt en þó nákvæmara en fingrafarið.
@Frantic, þetta er ekki til að logga eitt eða neitt, heldur bara til að hleypa þér inn. Örugglega loggar á bakvið það en ekki tilgangurinn með þessu. Augnskannar eru margfalt nákvæmari en fingrafaraskan t.d., og er síðast þegar ég vissi talin ein nákvæmasta biometric leiðin til að auðkenna sig.
Það eru til tvær tegundir af augnskönnum, Retina skan og Iris skan. Retina er mjög high-end og nær eingöngu notað í herstöðvum og þvíumlíku, og þar er ljósi beint inn í augað til að greina æðarnar á bakveggnum í auganu. Það sem WC, Hress og fleiri nota er Iris/lithimnuskan, ekki eins nákvæmt en þó nákvæmara en fingrafarið.
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Segjum að þú opnir líkamsræktarstöð sem kostar 6.800 kr á mánuði að nýta sér.
Hvaða leið ætlarðu að nota til að sjá til þess að aðeins meðlimir stöðvarinnar fái aðgang án þess að það þurfi að bíða í röð eða gefa upp kennitölu. Augnskanninn gengur mjög hratt fyrir sig, hef varla þurft að bíða í neinni stöð t.d. hjá World Class. Ef að það væri t.d. pin númer væri strax komin röð. Einhver stimplaði rangt pin númer, aðgangurinn læstist, man ekki númerið o.s.frv.
Hvaða leið ætlarðu að nota til að sjá til þess að aðeins meðlimir stöðvarinnar fái aðgang án þess að það þurfi að bíða í röð eða gefa upp kennitölu. Augnskanninn gengur mjög hratt fyrir sig, hef varla þurft að bíða í neinni stöð t.d. hjá World Class. Ef að það væri t.d. pin númer væri strax komin röð. Einhver stimplaði rangt pin númer, aðgangurinn læstist, man ekki númerið o.s.frv.
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Afhverju þarf samt svona auðkenni á líkamsræktarstöð?
Hví er ekki bara einhverskonar posa system, slærð inn kóða ásamt því að singa líkamsræktarkortinu í posann og þá ertu góður. Mér þykir augnskanninn vera frekar excessive.
Hví er ekki bara einhverskonar posa system, slærð inn kóða ásamt því að singa líkamsræktarkortinu í posann og þá ertu góður. Mér þykir augnskanninn vera frekar excessive.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
HalistaX skrifaði:Afhverju þarf samt svona auðkenni á líkamsræktarstöð?
Hví er ekki bara einhverskonar posa system, slærð inn kóða ásamt því að singa líkamsræktarkortinu í posann og þá ertu góður. Mér þykir augnskanninn vera frekar excessive.
Tekur of langan tíma að slá inn kóða og renna korti í gegnum posa. Augnskanninn er fljótlegri og einfaldari.
Þú getur gleymt pin númeri eða gleymt auðkenniskortinu heima þá ertu farin fýluferð. Þú gleymir aldrei augunum heima t.d.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1744
- Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Reebok loggar mætingar, get farið inná mínar síður og séð hversu oft ég er búinn að mæta í ræktina síðan ég byrjaði.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
rattlehead skrifaði: Fólk hefur notað þetta til að taka bensín árum saman án þess að pæla hvort það er að logga eða ekki.
Nú er ég reyndar ekki búin að eiga sjálfur bíl í mörg ár en samt sem áður tekið bensín og eldsneyti reglulega.
Hvar í ósköpunum tekur maður bensín og notar svona tækni ?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Hvað er að því að nota dropa eða dropa + pin.
Misnotkun er varla svo alvarleg að það réttlæti þetta aukna öryggi.
Misnotkun er varla svo alvarleg að það réttlæti þetta aukna öryggi.
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Ég hef aldrei séð þessa augnskanna in action. En ekki er þetta fljótlegra en að vera með dropa eða kort?
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
urban skrifaði:rattlehead skrifaði: Fólk hefur notað þetta til að taka bensín árum saman án þess að pæla hvort það er að logga eða ekki.
Nú er ég reyndar ekki búin að eiga sjálfur bíl í mörg ár en samt sem áður tekið bensín og eldsneyti reglulega.
Hvar í ósköpunum tekur maður bensín og notar svona tækni ?
Hann er að bera saman litlu lyklakippunar sem maður getur fengið frá bensínstöðvunum við augnskanna.
Ég sé ekki hvaða máli það myndi skipta ef þessar kippur myndu logga niður hvar og hvenær maður tekur bensín og hve há upphæðin væri, mér myndi frekar finnast það vera kostur ef ég væri með minn lykil skráð á reikning og það væri misnotað t.d.
algjörlega off-topic hinsvegar.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Icarus skrifaði:Hvað er að því að nota dropa eða dropa + pin.
Misnotkun er varla svo alvarleg að það réttlæti þetta aukna öryggi.
Hvað er "dropi"?
Allir fylgihlutir sem eiga að þjóna þeim tilgangi að auðkenna þig sem virkan, greiðandi áskrifanda að stöðvunum
eru auðveldlega sigraðir með því að... rétta einhverjum þá.
Þú segir "ókei höfum líka PIN" og ekkert við kerfið stoppar fimm manns frá því að nota sömu áskrift.
Xovius skrifaði:Ég hef aldrei séð þessa augnskanna in action. En ekki er þetta fljótlegra en að vera með dropa eða kort?
Þetta er bara svakalega fljótlegt.
Modus ponens
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Gúrú skrifaði:Icarus skrifaði:Hvað er að því að nota dropa eða dropa + pin.
Misnotkun er varla svo alvarleg að það réttlæti þetta aukna öryggi.
Hvað er "dropi"?
Allir fylgihlutir sem eiga að þjóna þeim tilgangi að auðkenna þig sem virkan, greiðandi áskrifanda að stöðvunum
eru auðveldlega sigraðir með því að... rétta einhverjum þá.
Þú segir "ókei höfum líka PIN" og ekkert við kerfið stoppar fimm manns frá því að nota sömu áskrift.Xovius skrifaði:Ég hef aldrei séð þessa augnskanna in action. En ekki er þetta fljótlegra en að vera með dropa eða kort?
Þetta er bara svakalega fljótlegt.
Dropi er til dæmis bensínstöðvalyklarnir.
Varðandi misnotkun þá er hægt að gera stikkprufur, jafnvel taka mynd af þeim sem upprunalega skráði sig. Ég held samt að misnotkun sé ekki það alvarlegt mál að það réttlæti þetta, jafnvel þó hún sé tæknilega séð auðveld.
Dropi án PIN er eflaust skilvirkasta kerfið sem hægt er að taka í notkun.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Icarus skrifaði:Varðandi misnotkun þá er hægt að gera stikkprufur,
Gerðu það í þinni eigin líkamsræktarstöð ef þú vilt.
Icarus skrifaði:jafnvel taka mynd af þeim sem upprunalega skráði sig.
Hvaða upplausn mega stöðvarnar taka þessa mynd í? Má sjást í augun á fólki?
Icarus skrifaði:Ég held samt að misnotkun sé ekki það alvarlegt mál að það réttlæti þetta,
Þetta er ekki eitthvað sem krefst réttlætingar.
Icarus skrifaði:jafnvel þó hún sé tæknilega séð auðveld.
Dropi án PIN er eflaust skilvirkasta kerfið sem hægt er að taka í notkun.
Farðu í samkeppni með þessari svaka skilvirkni. Ég ætla ekki að skrá mig hjá þér samt því það tekur mig eina sekúndu að ganga inn í World Class.
Það munu samt án vafa fleiri nota stöðina þína heldur en eru greiðandi áskrifendur. Það kallast sko skilvirkni.
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Icarus skrifaði:
Dropi er til dæmis bensínstöðvalyklarnir.
Varðandi misnotkun þá er hægt að gera stikkprufur, jafnvel taka mynd af þeim sem upprunalega skráði sig. Ég held samt að misnotkun sé ekki það alvarlegt mál að það réttlæti þetta, jafnvel þó hún sé tæknilega séð auðveld.
Dropi án PIN er eflaust skilvirkasta kerfið sem hægt er að taka í notkun.
Æi það var svona Dropa system einhvern tímanum í Sporthúsinu. Svo gleymdi maður þessu og þurfti að muna eftir öðru. Það fína með augun er maður gleymir þeim ekki. Og við erum löngu búin að fórna privacy út af svo mörgu öðru þessir augnskannar bögga mig allavega ekki.
Lyklar, Dropar og annað drasl sem ég þarf að vera með á mér gerir það.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Er í World Class og nota augnskannann, finnst þetta algjör snilld, þæginlegt, fljótlegt. Óþarfa paranoia í gangi með þetta.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
depill skrifaði:Það fína með augun er maður gleymir þeim ekki.
hahahaha góður! ...
depill skrifaði:Og við erum löngu búin að fórna privacy út af svo mörgu öðru þessir augnskannar bögga mig allavega ekki.
Það er eiginlega rétt hjá þér...
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Svona í tengslum við líkamsræktarstöðvar og það að afsala sér réttindum þá má benda á það að í Noregi áskilja líkamsræktarstöðvar sér réttinn til þess að skikka þig í lyfjaprufu.
-
- Geek
- Póstar: 800
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
sé ekkert að þessu.. búið að vera hérna í átak á akureyri síðan 2006 ef ekki fyrr.
þægilegt.
þægilegt.
I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Bendi líka á að augnskönnun er hrikalega lélegt auðkenni þar sem þú getur ekki breytt því.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Augnskannar og líkamsræktarstöðvar
Þetta er bara langbesta leiðin til þess að gera þetta.
Pin er ekki hægt, þá kaupir bara einn aðgang og allir nota pinnið.
Kort/RF hefur nákvæmlega sama vandamál, einn fjölskildumeðlimur kaupir kort og hver sem er getur notað það.
Fingraför væru önnur leið, hún væri verri, upp á persónuvernd og hreinlæti að gera - held ég.
Hvað leggur þú til?
Frekar kjánalegt að kvarta yfir einhverju kerfi, hvað þá að verða fúll út í starfsmann sem hefur ekkert með þetta að gera - og koma svo ekki einu sinni með hugmynd að betri lausn.
Pin er ekki hægt, þá kaupir bara einn aðgang og allir nota pinnið.
Kort/RF hefur nákvæmlega sama vandamál, einn fjölskildumeðlimur kaupir kort og hver sem er getur notað það.
Fingraför væru önnur leið, hún væri verri, upp á persónuvernd og hreinlæti að gera - held ég.
Hvað leggur þú til?
Frekar kjánalegt að kvarta yfir einhverju kerfi, hvað þá að verða fúll út í starfsmann sem hefur ekkert með þetta að gera - og koma svo ekki einu sinni með hugmynd að betri lausn.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB