Setja saman fyrstu tölvu


Höfundur
RanzaR
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 25. Mar 2011 12:19
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf RanzaR » Fös 02. Jan 2015 12:40

Hæ,

Ég er að pæla í að fara setja saman tölvu í fyrsta skiptið og vantar smá ráðgjöf

Turn: NZXT H440W - http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=2860
Móðurborð: MSI X99S SLI PLUS 2011 ATX 8x DDR4, 4x PCIe 2/3, 10x SATA3, USB3 - http://tl.is/product/x99s-sli-plus-2011-atx-8xddr4-4x-pcie-2-3-10x-sata3-usb3
Örgjörfi: Intel Core i7-4790K 4.0GHz, LGA1150, Quad-Core - http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2746
Skjá kort: PNY NVIDIA GeForce GTX970 4GB - http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2824
Minni: DDR3 16GB Kingston HyperX Predator 2133MHz (2x8GB) - http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_29_67&product_id=589
Harður Diskur: 120GB Samsung 840 EVO 540MBs/410MBs - http://www.start.is/index.php?route=product/product&product_id=64
Aflgjafi: Corsair CX750M 750W - http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_71&product_id=85

Pælingin er hvort að þetta muni allt virka saman?
Er með TB disk sem ég bæti í þetta, væri sniðugara að fá sér frekar 1 TB hybrid disk?
Þarf ég öflugari eða minna öflugan aflgjafa?
Og er eitthvað sem ég er að gleyma í þessu?

Eina sem ég er ákveðinn á að kaupa er móðurborðið, þar sem ég vill geta bætt í það á næstu árum í staðinn fyrir að þurfa að kaupa allt nýtt.


Tower: Corsair Carbide 100R
Motherboard: Asus Prime B760-PLUS DDR4 1700 ATX
CPU: Intel Core i5 13500 2.5GHz S1700 7nm 24M
GPU: NVIDIA GeForce RTX 2060 6GB
RAM: Corsair 16GB DDR4 2x8GB 3200 MHz Vengeance CL14
RAM: Corsair 32GB DDR4 2x16GB 3600 MHz Vengeance CL16
SSD: Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD
HDD: Seagate 4TB 3.5" SATA3 5400RPM 256MB
PSU: Corsair RM650x Modular Power Supply 80P Gold

Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf BjarkiB » Fös 02. Jan 2015 12:51

Þú ert með 1150 örgjörva í 2011 móðurborð sem myndi ekki ganga upp saman. Gætir farið í i7-5820k en þá ertu kominn með heldur dýrari örgjörva.

Edit. þyrftir líka DDR4 minni. Ég myndi persónulegu velja annað móðurborð í LGA1150. DDR4 mun lækka í verði með tímanum en það er rándýrt núna.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf Xovius » Fös 02. Jan 2015 15:39

Ég var í mjög svipuðum hugsunum þegar ég keypti mína fyrstu. Hvað ertu að fara að nota hana í?
Fer svoldið eftir því en annars myndi ég segja ódýrara móðurborð, þú ert ekki að fá margt út úr dýrari týpunum nema þú sért í einhverju svaka yfirklukki. Dugar fyrir næstum alla að vera bara með i5 örgjörva og setja frekar meira í skjákort og allt hitt. Eftir að hafa sjálfur neyðst til að uppfæra úr 120GB SSD í 240GB og vera samt ekki með neitt of mikið pláss myndi ég segja að 240GB sé lágmark enda ekkert svakalegur verðmunur þar. Þú átt ekki eftir að sjá mun á þessu rándýra fína 2133MHz minni og ódýru og góðu 1600MHz minni.
Allt með fyrirvara þar sem þetta fer eftir því í hvað þú ætlar að nota hana.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf rapport » Fös 02. Jan 2015 15:58





slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf slapi » Fös 02. Jan 2015 16:21

Ótrúlega lítill munur að finna á 1600mhz og 2133 mhz minnum (reyndar verðmunurinn minni en mig óraði þannig að það er allt í lagi að fara í 2133)
Eins og aðrir hafa bent á þá passa þetta móðurborð , vinnsluminni og örgjörvi ekki saman.
Ég myndi fara í I5 örgjörva (4690k), 1150 móðurborð og þá geturðu bætt mismuninum uppí GTX 980(nánast en ekki alveg). Þá ertu helvíti bulletproof á framtíðina.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvu

Pósturaf Xovius » Fös 02. Jan 2015 16:31

Sjálfur var ég nýlega að upgrade'a í 2x970 í SLI sem étur allt. En já, ég fór á sínum tíma í 95 þúsund króna móðurborð og 100 þúsund króna örgjörva og sé alltaf eftir því.