Plan B - pb.is


Höfundur
thiwas
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Plan B - pb.is

Pósturaf thiwas » Sun 28. Des 2014 13:17

Sælir,

Vitiði eitthvað um þetta síðu - pb.is, hvort að þetta sé eitthvað af viti ?

Ég er ekki að leita að fyrir mig, en var að fá fyrirspurn um þessa síðu, hvort að þetta væri eitthvað sniðugt.

Finnst þetta eitthvað vafasamt svona við fyrstu skoðun.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf fannar82 » Sun 28. Des 2014 13:29

Veit ekkert um þá en þetta er gert af http://www.verksmidjan.is/ sé að þeir eru til húsa í Hverafold 1-3 sem er verslunarmiðstöðin í Grafarvogi ef ég man rétt, getur smellt þér þangað og checkað bara :)


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!


fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf fedora1 » Sun 28. Des 2014 13:40

"VISSIR ÞÚ AÐ ÁR HVERT ERU YFIR 52% FÓLKS SEM TÝNIR ÓBÆTANLEGUM LJÓSMYNDUM, TÓNLIST EÐA MYNDBÖNDUM?"

Er einhver hér sem týnir óbætanlegum ljósmyndum/tónlist eða myndböndum annað hvert ár ? :-"



Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf oskar9 » Sun 28. Des 2014 13:56

Núna spyr ég sem leikmaður... af hverju er alltaf verið að predika um að þessi cloud storage séu svo örugg, er ekki verið að hakka svona ský á hverjum degi sbr. apple skýið núna í haust, og þú ert að setja gögnin á netið í hendurnar á einhverjum öðrum til að gæta þeirra ?

Persónulega keypti ég mér 256gb intel disk sem ég geymi ofan í skúffu, svo tengi ég hann við vélina þegar ég vil færa myndir á hann, svo set ég hann aftur í skúffuna, annað er ég svo með í tvíriti á USB lykli....


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Plan B - pb.is

Pósturaf Demon » Sun 28. Des 2014 14:02

oskar9 skrifaði:Núna spyr ég sem leikmaður... af hverju er alltaf verið að predika um að þessi cloud storage séu svo örugg, er ekki verið að hakka svona ský á hverjum degi sbr. apple skýið núna í haust, og þú ert að setja gögnin á netið í hendurnar á einhverjum öðrum til að gæta þeirra ?

Persónulega keypti ég mér 256gb intel disk sem ég geymi ofan í skúffu, svo tengi ég hann við vélina þegar ég vil færa myndir á hann, svo set ég hann aftur í skúffuna, annað er ég svo með í tvíriti á USB lykli....


Hvað ef húsið þitt brennur og þarmeð backup-diskurinn sem þú geymir í skúffu?



Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf oskar9 » Sun 28. Des 2014 14:08

ég vil frekar lifa með þeim líkum frekar en að setja þau í hendurnar á einhverjum sem geymir þau á netinu, eldurinn getur þó ekki notað þessu gögn gegn mér þó hann eyðileggi þau


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf hagur » Sun 28. Des 2014 14:13

Mehh. Ég kýs að treysta cloud lausnum. Er sjálfur með account hjá Crashplan sem ég tel að séu traustsins verðir. Það er ákveðið comfort fólgið í því að vera með offsite backup. Að auki er ég með allt tvöfalt hérna heima, bæði á RAID5 stæðu sem veitir ákveðið redundancy fyrir gögn sem mega svosem glatast (en væri aðallega vesen að tapa) og svo er ég með sérstakan backup disk fyrir það sem ég vil síður missa. Allt draslið svo speglað upp í Crashplan ský.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Revenant » Sun 28. Des 2014 14:20

pb.is er hýst hjá greenqloud þ.a það er líklegt að þeir séu að nota þá sem bakenda.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Tiger » Sun 28. Des 2014 14:55

oskar9 skrifaði:Núna spyr ég sem leikmaður... af hverju er alltaf verið að predika um að þessi cloud storage séu svo örugg, er ekki verið að hakka svona ský á hverjum degi sbr. apple skýið núna í haust, og þú ert að setja gögnin á netið í hendurnar á einhverjum öðrum til að gæta þeirra ?


Það er nú reyndar búið að upplýsa að það var aldrei brotist inní skýið þeirra, heldur lykilorð notenda hökkuð og því engum nema notendum með lykilorðið "password" eða álíka að kenna.


oskar9 skrifaði:ég vil frekar lifa með þeim líkum frekar en að setja þau í hendurnar á einhverjum sem geymir þau á netinu, eldurinn getur þó ekki notað þessu gögn gegn mér þó hann eyðileggi þau


Þá gerir þú það bara. Það eru aðrir sem hafa aðra skoðun á þessu eins og ég t.d. Með meira en 1TB af ljósmyndum hjá Crashplan, og í raun þótt einhver myndi hacka þá, þá bara ná þeir í RAW skrárnar mínar af hinum og þessum íþróttamyndum (ekki allir sem setja bara nektamyndir af sér á netið) and no harm done.

En að vita af margar ára sögu af íþróttaviðburðum með 3falt backup veitir mér ákveðna friðþægingu (Drobo raid heima, Crashplan fyrir allar skrár, og svo smugmug fyrir allar puplished myndir).



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Hannesinn » Sun 28. Des 2014 15:20

Mælikvarðinn hvort maður treysti "cloud þjónustum", eða bara á fallegri íslensku "bandarískum stórfyrirtækjum", er akkurat sá hvort maður myndi setja nektarmyndir af sér eða af viðskiptalausnum eða kóða eða öðru sem gæti skapað þér mikla peninga þangað. Fyrir mitt leiti er og verður svarið nei.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf slapi » Sun 28. Des 2014 17:41

Ég skil alveg að menn vilja ekki komast yfir allar myndir manns , ég er með hluta á crashplan í encryptuðu container þannig að ég tel það vera öruggt hjá þeim.
Þessi þjónusta hjá Plan B virðist vera ágætis lausn fyrir íslendinga , væri gaman að fá update frá einhverjum sem hefur prófað þessa þjónustu



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Tiger » Sun 28. Des 2014 18:00

Þetta lítur nokkuð vel út þarna hjá PlanB allavegana, reyndar minnir öll uppsettning og fleirra verulega á Crashplan, bæði síðan og forritið sjálft.

Þar sem ég græði ekkert á að hafa þetta innlengt DL (er hjá símanum), og Crashplan er enn ódýrara þá held ég mig bara þar enda allt virkað 110% þar þessi 4 ár sem ég hef verið þar.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Gúrú » Sun 28. Des 2014 22:29

Tiger skrifaði:
oskar9 skrifaði:Núna spyr ég sem leikmaður... af hverju er alltaf verið að predika um að þessi cloud storage séu svo örugg, er ekki verið að hakka svona ský á hverjum degi sbr. apple skýið núna í haust, og þú ert að setja gögnin á netið í hendurnar á einhverjum öðrum til að gæta þeirra ?


Það er nú reyndar búið að upplýsa að það var aldrei brotist inní skýið þeirra, heldur lykilorð notenda hökkuð og því engum nema notendum með lykilorðið "password" eða álíka að kenna.


Ekki rétt. Ef ég man rétt þá var engin hömlun á gisk/tímaeiningu á ákveðnum stöðum í kerfinu og því frelsi til að bruteforcea.

Hvað heldurðu t.d. að mörg prósent af notendum hérna séu að nota <10 stafa lykilorð? Ég myndi giska á 88-99%.

@oskar9 Þú dulkóðar bara gögnin með TrueCrypt og >16 stafa lykilorði áður en þú lætur þau á skýið eða harða diskinn þinn og þá þarftu ekki einu sinni að spá í þessu.


Modus ponens

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf HalistaX » Sun 28. Des 2014 22:53

Plan B hljómar eins og eitthvað fóstureyðinga dót.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Plan B - pb.is

Pósturaf Framed » Sun 28. Des 2014 23:34

Demon skrifaði:
oskar9 skrifaði:Núna spyr ég sem leikmaður... af hverju er alltaf verið að predika um að þessi cloud storage séu svo örugg, er ekki verið að hakka svona ský á hverjum degi sbr. apple skýið núna í haust, og þú ert að setja gögnin á netið í hendurnar á einhverjum öðrum til að gæta þeirra ?

Persónulega keypti ég mér 256gb intel disk sem ég geymi ofan í skúffu, svo tengi ég hann við vélina þegar ég vil færa myndir á hann, svo set ég hann aftur í skúffuna, annað er ég svo með í tvíriti á USB lykli....


Hvað ef húsið þitt brennur og þarmeð backup-diskurinn sem þú geymir í skúffu?


Hafi maður áhyggjur af privacy en vill samt vera (nokkuð) öruggur fyrir eldsvoða þá eru tveir möguleikar; Encyrpted cloud storage eða bruna- og vatnsheldur NAS.

Persónulega myndi ég fjárfesta í ioSafe ef ég hefði efni á því. Þangað til verða mín mikilvægu gögn geymd í margföldu backup-i bæði í encrypted cloud lausnum og mismunandi formum öðrum.