Að vera atvinnulaus í 30+ mánuði finnst mér ansi mikið. Jújú skil þetta með 50+ fólk sem hefur enga menntun á bakvið sig sé erfitt að finna vinnu.
En ef þú ert búinn að vera atvinnulaus í 30 mánuði og ert ekki að fá neina vinnu er þá ekki bara kominn tími til að koma sér í burtu af þessu landi?
Það er engum gott að vera atvinnulaus svona lengi. Hugsa að ég yrði geðveikur á að hanga heima alla daga og hafa ekkert að gera.
Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Eru þetta uppsöfnuð réttindi? Ef ekki, af hverju ekki?
Þætti lang eðlilegast að fólk sem er 60 ára og eldri, en hafa unnið allt sitt líf, fái lengri atvinnuleysisbætur heldur en einhver sem er 18 ára og hefur ekki áhuga á að afla sér menntunar og finnur ekkert starf við sitt hæfi (eða einfaldlega nennir ekki að finna sér starf). Í kringum 18-25 ára þætti mér ekkert óeðlilegt við að þetta væru 6-12 mánuðir max. Ef þú finnur ekki vinnu á þeim tíma, þá þarftu einfaldlega að afla þér frekari menntunar eða annarar reynslu (sjálfboðavinna, eigin rekstur etc) til að hafa forskot á aðra umsækjendur.
Þætti lang eðlilegast að fólk sem er 60 ára og eldri, en hafa unnið allt sitt líf, fái lengri atvinnuleysisbætur heldur en einhver sem er 18 ára og hefur ekki áhuga á að afla sér menntunar og finnur ekkert starf við sitt hæfi (eða einfaldlega nennir ekki að finna sér starf). Í kringum 18-25 ára þætti mér ekkert óeðlilegt við að þetta væru 6-12 mánuðir max. Ef þú finnur ekki vinnu á þeim tíma, þá þarftu einfaldlega að afla þér frekari menntunar eða annarar reynslu (sjálfboðavinna, eigin rekstur etc) til að hafa forskot á aðra umsækjendur.
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Klemmi skrifaði:Eru þetta uppsöfnuð réttindi? Ef ekki, af hverju ekki?
Þætti lang eðlilegast að fólk sem er 60 ára og eldri, en hafa unnið allt sitt líf, fái lengri atvinnuleysisbætur heldur en einhver sem er 18 ára og hefur ekki áhuga á að afla sér menntunar og finnur ekkert starf við sitt hæfi (eða einfaldlega nennir ekki að finna sér starf). Í kringum 18-25 ára þætti mér ekkert óeðlilegt við að þetta væru 6-12 mánuðir max. Ef þú finnur ekki vinnu á þeim tíma, þá þarftu einfaldlega að afla þér frekari menntunar eða annarar reynslu (sjálfboðavinna, eigin rekstur etc) til að hafa forskot á aðra umsækjendur.
http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnul ... leysisbota
Réttindin eru áunnin en hraðar en þér kann að líka. Tii að vinna sér inn full réttindi þarftu að hafa verið í 100% vinnu síðustu 12 mánuði áður en þú sækir um.
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Bjosep skrifaði:http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleysisbaetur/rettur-til-atvinnuleysisbota
Réttindin eru áunnin en hraðar en þér kann að líka. Tii að vinna sér inn full réttindi þarftu að hafa verið í 100% vinnu síðustu 12 mánuði áður en þú sækir um.
Takk fyrir þetta, og já, mér finnst skrítið að setja þá sem hafa nokkura áratuga starf að baki undir sama hatt og þá sem hafa unnið í 12 mánuði
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Þetta kerfi er brotið að mörgu leyti, ég t.d. er í sjálfstæðum rekstri og borga mitt tryggingagjald en á sama tíma hef ég ekki nein réttindi að sækja ef að verkefnin hverfa og ég stend uppi atvinnulaus.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 397
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 21:14
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
DabbiGj skrifaði:Þetta kerfi er brotið að mörgu leyti, ég t.d. er í sjálfstæðum rekstri og borga mitt tryggingagjald en á sama tíma hef ég ekki nein réttindi að sækja ef að verkefnin hverfa og ég stend uppi atvinnulaus.
ef þú ert með þetta á aðskildri kennitölu frá þinni þá jú áttu rétt á bótum ef fyrirtækið fer á hausinn.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6795
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
DabbiGj skrifaði:Þetta kerfi er brotið að mörgu leyti, ég t.d. er í sjálfstæðum rekstri og borga mitt tryggingagjald en á sama tíma hef ég ekki nein réttindi að sækja ef að verkefnin hverfa og ég stend uppi atvinnulaus.
Ég nenni nú ekki að lesa þetta, en þetta er það þriðja sem kom upp þegar ég skrifaði "Sjálfstæður rekstur" á Google, hefurðu kynnt þér þetta?
REGLUGERÐ um rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Rétt til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt reglugerð þessari eiga sjálfstætt starfandi einstaklingar sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Eru orðnir 16 ára að aldri en yngri en 70 ára.
2. Hafa stöðvað rekstur, sbr. IV. kafla.
3. Hafa óbundna heimild til að ráða sig til vinnu hér á landi.
4. Eru búsettir hér á landi eða hafa fengið leyfi til atvinnuleitar í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
5. Hafa á síðustu tólf mánuðum áður en þeir stöðvuðu rekstur eða urðu atvinnulausir staðið mánaðarlega í skilum með greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi í a.m.k. þrjá mánuði áður en rekstur stöðvaðist, en hlutfallslega lengur hafi tekjur af rekstri verið lægri en viðmiðun reiknaðs endurgjalds í hlutaðeigandi starfsgrein samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra.
6. Hafa í upphafi tímabils sem þeir eru án atvinnu verið skráðir atvinnulausir í þrjá daga samfellt.
7. Eru reiðubúnir að ráða sig til allra almennra starfa eða hefja sjálfstæðan rekstur.
8. Hafa ekki tekjur eða tekjuígildi af rekstri, sbr. þó 14. gr.
9. Hafa ekki hafið störf sem launamenn.
Hafi sjálfstætt starfandi einstaklingur fengið samþykki ríkisskattstjóra fyrir því að greiða tryggingagjald vegna reiknaðs endurgjalds einu sinni á ári (ársmaður), skal hann hafa greitt tryggingagjaldið vegna rekstrarársins á undan áður en umsókn hans um greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði er afgreidd hjá úthlutunarnefnd.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
Annað sem er frekar fáránlegt er að fólk þarf aldrei að mæta niður í vinnumálastofnun eins og var hér áður, þar sem fólk þurfti að mæta og stimpla sig. Þar var það spurt út í hverngi gengi osfrv. En núna er þetta bara gert á netinu, þú nánast hakar bara við að þú hafir reynt að sækja um vinnu og allt er bara í góðu.
Mér persónulega finnst að það ætti að ráða eitthvað af þessu fólki sem er á bótum og vill vinna og að opna miðstöð fyrir atvinnulausa og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum þurfi að mæta á hverjum degi eins og um vinnu sé að ræaða, þá það sé ekki nema part úr degi, ca. 08:30 - 14. Ef fólk er veikt - koma með vottorð, ef það mætir ekki - launalaus dagur.
Í þessari miðstöð er hægt að halda námskeið, sem annars er verið að borga fyrir annarstaðar, þeim sem vantar fólk í vinnu gætu mætt og tekið heilu hópana í atvinnuviðtöl osfrv.
Þessi lausn held ég að myndi verða til þess að enginn myndi nenna að hanga á bótum bara því það nennir ekki að vinna. Þarna væri líka virk endurhæfing og reynt að kveikja áhugan hjá fólki á nýjum hlutum og það sem mikilvægast er að fólk er ekki að einangrast.
Bætt við.
Þegar ég pældi meira í þessu þá væri t.d sniðugt að þetta ætti ekki við firstu 3 mánuðina á bótum, þann tíma hefði fólk til að leyta og koma sér í vinnu, en eftir það þá myndi fólk detta inn í þessa lausn.
Mér persónulega finnst að það ætti að ráða eitthvað af þessu fólki sem er á bótum og vill vinna og að opna miðstöð fyrir atvinnulausa og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum þurfi að mæta á hverjum degi eins og um vinnu sé að ræaða, þá það sé ekki nema part úr degi, ca. 08:30 - 14. Ef fólk er veikt - koma með vottorð, ef það mætir ekki - launalaus dagur.
Í þessari miðstöð er hægt að halda námskeið, sem annars er verið að borga fyrir annarstaðar, þeim sem vantar fólk í vinnu gætu mætt og tekið heilu hópana í atvinnuviðtöl osfrv.
Þessi lausn held ég að myndi verða til þess að enginn myndi nenna að hanga á bótum bara því það nennir ekki að vinna. Þarna væri líka virk endurhæfing og reynt að kveikja áhugan hjá fólki á nýjum hlutum og það sem mikilvægast er að fólk er ekki að einangrast.
Bætt við.
Þegar ég pældi meira í þessu þá væri t.d sniðugt að þetta ætti ekki við firstu 3 mánuðina á bótum, þann tíma hefði fólk til að leyta og koma sér í vinnu, en eftir það þá myndi fólk detta inn í þessa lausn.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur
asgeireg skrifaði:Annað sem er frekar fáránlegt er að fólk þarf aldrei að mæta niður í vinnumálastofnun eins og var hér áður, þar sem fólk þurfti að mæta og stimpla sig. Þar var það spurt út í hverngi gengi osfrv. En núna er þetta bara gert á netinu, þú nánast hakar bara við að þú hafir reynt að sækja um vinnu og allt er bara í góðu.
Mér persónulega finnst að það ætti að ráða eitthvað af þessu fólki sem er á bótum og vill vinna og að opna miðstöð fyrir atvinnulausa og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum þurfi að mæta á hverjum degi eins og um vinnu sé að ræaða, þá það sé ekki nema part úr degi, ca. 08:30 - 14. Ef fólk er veikt - koma með vottorð, ef það mætir ekki - launalaus dagur.
Í þessari miðstöð er hægt að halda námskeið, sem annars er verið að borga fyrir annarstaðar, þeim sem vantar fólk í vinnu gætu mætt og tekið heilu hópana í atvinnuviðtöl osfrv.
Þessi lausn held ég að myndi verða til þess að enginn myndi nenna að hanga á bótum bara því það nennir ekki að vinna. Þarna væri líka virk endurhæfing og reynt að kveikja áhugan hjá fólki á nýjum hlutum og það sem mikilvægast er að fólk er ekki að einangrast.
Bætt við.
Þegar ég pældi meira í þessu þá væri t.d sniðugt að þetta ætti ekki við firstu 3 mánuðina á bótum, þann tíma hefði fólk til að leyta og koma sér í vinnu, en eftir það þá myndi fólk detta inn í þessa lausn.
Þetta er svona + ef fólk fer erlendis, þá er það ekki á bótum á meðan.
Ef maki þinn er í vinnu og þið farið í helgarferð = þú missir kannski bæturnar ef þú lætur ekki vita og ef þú lætur vita, þá missir þú bæturnar yfir helgina sem þú ert "ekki í virkri atvinnuleit"
Þetta er hellings strangt og fólk þarf að mæta í öll viðtöl sem það er boðað í, öll námskeið o.þ.h. þetta er ekki sældarlíf að vera að bótum...