Nú vantar ykkar aðstoð

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf roadwarrior » Mán 08. Des 2014 12:54

GuðjónR skrifaði:Þetta er magnaður dagur!

Fyrir 24 dögum síðan sat ég hér og skrifaði fyrsta innleggið á þessum þræði þar sem ég bað ykkur um hjálp.
Í sannleika sagt þá var þetta erfiðasti póstur sem ég hef skrifað frá því að vefurinn opnaði fyrir rúmum 12 árum síðan.
Mér fannst erfitt að biðja um hjálp en tilhugsunin um að standa aleinn í þessu var þó erfiðari og því fór þráðurinn upp.

Núna 24 dögum síðar er takmarkinu náð! Hverjum hefði dottið það í hug í upphafi? Ekki mér svo mikið er víst.
Hvað segir þessi árangur mér? Þetta segir mér að ég er partur af einhverju sem er miklu, miklu stærra og miklu merkilegra en mér hafði nokkurn tíman grunað.
Samhugurinn og samstaðan er það sem gerir okkur að samfélagi, vefur er bara vefur en fólkið sem tekur þátt gerir vefinn að samfélagi.

Ég er óendanlega þakklátur og stoltur af því að hafa verið partur af Vaktinni frá upphafi, alveg frá því að vefurinn var bara vefur og þangað til hann breyttist í samfélag.
Við munum halda ótrauð áfram inn í framtíðina, Facebook, Twitter, SnapChat og fleiri góðir vefir munu bætast við en það mun ekki breyta því að þetta er „samfélagið okkar“.
Ný og flottari uppfærsla er rétt handan við hornið, sú stærsta síðan 2007 en ég er að íslenska og litaleiðrétta uppfærsluna og mun skella henni upp fyrir jól.
Það verður mín jólagjöf til ykkar!

Ég er er svo hrærður yfir þessu öllu að stafirnir eru í móðu á skjánum, líklegast þar sem ég skrifa þetta með tárin í augunum af þakklæti.
Innilegar þakkir fyrir allt saman kæru vinir.


Njóttu vel :sleezyjoe



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf kiddi » Mán 08. Des 2014 13:11

Þetta er sannkallað jólakraftaverk :) Til hamingju Guðjón, og Vaktarar allir fyrir að standa að svona flottu samfélagi.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf vesi » Mán 08. Des 2014 13:19

Til lukku með þetta Guðjón. Til lukku Vaktarar fyrir þetta afrek.

Takk fyrir tækifærið að getað verið þátttakandi í þessu afreki.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

SIKk
Geek
Póstar: 870
Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
Reputation: 7
Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf SIKk » Mán 08. Des 2014 16:25

rapport skrifaði:Mér þykir bara virkilega gott að vita að þetta mál þurfi ekki að hanga yfir Guðjóni yfir jólin og er smá stoltur af minni þáttöku.


Svo er líka nokkuð ljóst að 5þ. er ekki hátt kommission fyrir að skapa vettvang fyrir þá verslun sem ég hef átt í gegnum Vaktina eða hjálpina, hugmyndirnar og húmorinn...

Guðjón. Takk fyrir mig og það var mín ánægja að fá að leggja eitthvað af mörkum til að losa þig við þennan höfuðverk sem þetta skíta mál hefur verið.

Eins og út úr mínum eigin munni mælt! Til hamingju Guðjón og allir vaktarar! :japsmile


Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf HalistaX » Mán 08. Des 2014 16:54

Og ég sem var að fara að styrkja, oh well....


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Bjosep » Mán 08. Des 2014 17:21

HalistaX skrifaði:Og ég sem var að fara að styrkja, oh well....


Ef bara ónefndur lögfræðingur hefði farið fram á hærri upphæð .. o jæja. :fly



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf mercury » Mán 08. Des 2014 17:23

Vel gert allir ;) og til lukku Guðjón.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf appel » Mán 08. Des 2014 17:55

Mynd


Víííííí :D


*-*

Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Tengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Steini B » Mán 08. Des 2014 18:33

HalistaX skrifaði:Og ég sem var að fara að styrkja, oh well....

Hehe, ég líka...
First world problem :)



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Nariur » Mán 08. Des 2014 18:57

HalistaX skrifaði:Og ég sem var að fara að styrkja, oh well....


Ég líka... :(
Til hamingu, annars, Guðjón og allir vaktarar.

P.s.: Hvað varð um VIP titlana? Ég spyr hér af því að ég hef á tilfinningunni að það tengist þessu eitthvað.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf rango » Mán 08. Des 2014 19:05

Steini B skrifaði:
HalistaX skrifaði:Og ég sem var að fara að styrkja, oh well....

Hehe, ég líka...
First world problem :)


Flottur. :happy



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Hnykill » Mán 08. Des 2014 20:48

Við erum Íslenskt samfélag af hátæknivæddum andskotum

Ég veit ekki hvernig Vaktin.is kom til að vera.. en við söfnuðum 700.00 þús kalli því okkur langaði til á 20 dögum eða svo.. !

Heyður til ykkar strákar ! .. svona eiga hlutirnir að virka á Íslandi ! djöfull er ég stoltur af okkur :happy :klessa


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Tengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Hrotti » Mán 08. Des 2014 20:52

GuðjónR skrifaði:Þetta er magnaður dagur!

Fyrir 24 dögum síðan sat ég hér og skrifaði fyrsta innleggið á þessum þræði þar sem ég bað ykkur um hjálp.
Í sannleika sagt þá var þetta erfiðasti póstur sem ég hef skrifað frá því að vefurinn opnaði fyrir rúmum 12 árum síðan.
Mér fannst erfitt að biðja um hjálp en tilhugsunin um að standa aleinn í þessu var þó erfiðari og því fór þráðurinn upp.

Núna 24 dögum síðar er takmarkinu náð! Hverjum hefði dottið það í hug í upphafi? Ekki mér svo mikið er víst.
Hvað segir þessi árangur mér? Þetta segir mér að ég er partur af einhverju sem er miklu, miklu stærra og miklu merkilegra en mér hafði nokkurn tíman grunað.
Samhugurinn og samstaðan er það sem gerir okkur að samfélagi, vefur er bara vefur en fólkið sem tekur þátt gerir vefinn að samfélagi.

Ég er óendanlega þakklátur og stoltur af því að hafa verið partur af Vaktinni frá upphafi, alveg frá því að vefurinn var bara vefur og þangað til hann breyttist í samfélag.
Við munum halda ótrauð áfram inn í framtíðina, Facebook, Twitter, SnapChat og fleiri góðir vefir munu bætast við en það mun ekki breyta því að þetta er „samfélagið okkar“.
Ný og flottari uppfærsla er rétt handan við hornið, sú stærsta síðan 2007 en ég er að íslenska og litaleiðrétta uppfærsluna og mun skella henni upp fyrir jól.
Það verður mín jólagjöf til ykkar!

Ég er er svo hrærður yfir þessu öllu að stafirnir eru í móðu á skjánum, líklegast þar sem ég skrifa þetta með tárin í augunum af þakklæti.
Innilegar þakkir fyrir allt saman kæru vinir.




=D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Lunesta » Mán 08. Des 2014 21:15

Ég ætlaði að reyna að vera síðastur.. Var í prófi í morgun svo ég missti af sénsinum :/

En til hamingju! þetta er frábært!



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1067
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Nördaklessa » Mán 08. Des 2014 23:48

Ég er ánægður að hafa getað hjálpað, lengi lifi vaktin!


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf CendenZ » Þri 09. Des 2014 14:07

Við sigruðum og hann tapaði.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 09. Des 2014 14:15

CendenZ skrifaði:Við sigruðum og hann tapaði.


Hver tapaði? Friðjón? Ef maður lítur þannig á þetta að hann komist upp með að borga ekki þá sé ég ekki hvernig hann er að tapa.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf CendenZ » Þri 09. Des 2014 14:21

Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 09. Des 2014 14:44

CendenZ skrifaði:Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.


Jájá, það er alveg satt. Mjög flott fyrir Guðjón og Vaktina sem samfélag.

En best væri samt að Friðjón borgaði og þessi peningur sem safnaðist gæti farið í eitthvað skemmtilegra. Menn eiga ekkert að komast upp með að stefna hægri vinstri og sitja svo stikkfrí þegar þeir tapa því þeir eiga ekki aur.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf CendenZ » Þri 09. Des 2014 15:55

KermitTheFrog skrifaði:
CendenZ skrifaði:Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.


Jájá, það er alveg satt. Mjög flott fyrir Guðjón og Vaktina sem samfélag.

En best væri samt að Friðjón borgaði og þessi peningur sem safnaðist gæti farið í eitthvað skemmtilegra. Menn eiga ekkert að komast upp með að stefna hægri vinstri og sitja svo stikkfrí þegar þeir tapa því þeir eiga ekki aur.


Guðjón borgar strax en á kröfu á viðkomandi. Hún ætti ekki að fyrnast auðveldlega ;)




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf biturk » Þri 09. Des 2014 18:19

Þetta er ósanngjarnt, hvernig á ég að leggja inna þig pening ef reikningsnumerið er horfið guðjón?


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf Frost » Þri 09. Des 2014 18:24

biturk skrifaði:Þetta er ósanngjarnt, hvernig á ég að leggja inna þig pening ef reikningsnumerið er horfið guðjón?


Skal láta þig fá reikningsnúmer sem er totally númerið hans Guðjóns.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf biturk » Þri 09. Des 2014 19:06

Ég treisti þessu álíka vel og samfylkingunni :)


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

missranny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 22. Júl 2013 08:23
Reputation: 0
Staðsetning: Svalbarði, Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf missranny » Þri 09. Des 2014 23:25

Hnykill skrifaði:Við erum Íslenskt samfélag af hátæknivæddum andskotum

Ég veit ekki hvernig Vaktin.is kom til að vera.. en við söfnuðum 700.00 þús kalli því okkur langaði til á 20 dögum eða svo.. !

Heyður til ykkar strákar ! .. svona eiga hlutirnir að virka á Íslandi ! djöfull er ég stoltur af okkur :happy :klessa


Er ég orðinn Missranny the boy ekki það að það breytir engu fyrir mig að vera talinn til KK,mitt framlag var ekki stórt en jíbbí hvað ég er ánægð með okkur ég vissi að þetta hefðist. Besta samfélag sem ég hef kynnst og greinilega fer lítið fyrir mér.Ég er bara haldinn mikilli tölvuást og einn daginn kemst ég í mitt draumatölvunám.Hélt ég gæti ekki lært neitt tölvutengt en á son með dæmigerða einhverfu og fyrir sirka 2 árum uppgvötvaði ég að með því að laga reglulega hans tölvu þá er þetta minn heimur í dag. Er þó mest heilluð af network security management,og geymi með mér uppgvötvanir á þeim vulnarbilitis sem ég hef fundið t.d. hjá google en kann svo ekkert inná feisinu sem allir aðrir kunna. Og ég er stolt af strákunum hér fyrir alla sína óeigingjörnu vinnu í öll þessi ár.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Pósturaf urban » Mið 10. Des 2014 12:49

missranny skrifaði:
Hnykill skrifaði:Við erum Íslenskt samfélag af hátæknivæddum andskotum

Ég veit ekki hvernig Vaktin.is kom til að vera.. en við söfnuðum 700.00 þús kalli því okkur langaði til á 20 dögum eða svo.. !

Heyður til ykkar strákar ! .. svona eiga hlutirnir að virka á Íslandi ! djöfull er ég stoltur af okkur :happy :klessa


Er ég orðinn Missranny the boy ekki það að það breytir engu fyrir mig að vera talinn til KK,mitt framlag var ekki stórt en jíbbí hvað ég er ánægð með okkur ég vissi að þetta hefðist. Besta samfélag sem ég hef kynnst og greinilega fer lítið fyrir mér.Ég er bara haldinn mikilli tölvuást og einn daginn kemst ég í mitt draumatölvunám.Hélt ég gæti ekki lært neitt tölvutengt en á son með dæmigerða einhverfu og fyrir sirka 2 árum uppgvötvaði ég að með því að laga reglulega hans tölvu þá er þetta minn heimur í dag. Er þó mest heilluð af network security management,og geymi með mér uppgvötvanir á þeim vulnarbilitis sem ég hef fundið t.d. hjá google en kann svo ekkert inná feisinu sem allir aðrir kunna. Og ég er stolt af strákunum hér fyrir alla sína óeigingjörnu vinnu í öll þessi ár.


Internetið.
þar sem að strákarnir eru strákar
þar sem að stelpurnar eru strákar
og þar sem að 12 ára smástelpur eru FBI kallar

Það eru engar stelpur á internetinu :)

Nei reyndar verð ég að játa það að ég hafði ekkert tekið eftir því að það væri stelpa hérna, það gerist nú alltaf reglulega en það er orðið svolítið síðan að það var aktív stelpa hérna.
Endilega láttu fara meira fyrir þér :) þá tökum við eftir þér


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !