Ég er með ljósleiðara frá Mílu (áður Gagnaveita Skagafjarðar) og þjónustu hjá Vodafone.
Ljósleiðarinn kemur inn í bílskúr og er tengdur við Telsey ljósleiðarabox. Ég er síðan með 3 Cat snúrur upp í Síma, Sjónvarp og Router (Bewan frá Vodafone).
Nú var ég að spá í að fá mér annan router sem ég ætlaði að hafa niðri í bílskúr og vera þar með NAS boxið mitt og wifi punkt fyrir nepri hæðina.
Nú er bara spurning hvað ég fæ mér og hvernig ég tengi þetta. Það er tvö port á Telsey boxinu þannig ég gæti tengt beint í það en verða þá routerarnir á sitt hvoru local netinu? Á ég frekar að tengja í router og frá honum svo upp í hinn?
Hvað þarf ég að hafa í huga? Hinn routerinn uppi þarf alla vega að tengjast NAS boxinu svo ég geti streamað af því.
Hvernig router mæliði með og hvernig ætti ég að ganga frá þessu?
Ljósleiðari og tveir routerar
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
Notaðu bara annað portið á telsey boxinu - ég held ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að annars munu þeir ekki lenda á sama "local" neti. Tengir semsagt úr telsey í WAN portið á router 1 og svo bara úr einu LAN portinu á honum yfir í LAN port á hinum routernum.
Þú ættir að geta notað hvaða router sem er, sem secondary router í bílskúrnum. En þú þarft í raun ekki router, bara switch og access point. En þar sem flestir routerar eru með innbyggðan switch og wireless AP, þá hentar það reyndar bara vel í þetta. Bottom line-ið er samt að þú ert ekki að fara að nota routing fídusinn úr secondary routernum.
Þú ættir að geta notað hvaða router sem er, sem secondary router í bílskúrnum. En þú þarft í raun ekki router, bara switch og access point. En þar sem flestir routerar eru með innbyggðan switch og wireless AP, þá hentar það reyndar bara vel í þetta. Bottom line-ið er samt að þú ert ekki að fara að nota routing fídusinn úr secondary routernum.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 20
- Skráði sig: Þri 02. Des 2014 17:32
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
Takk fyrir góð svör.
Fær maður ekkert betri stjórn á traffic í einhverjum high end router eða er vodafone routerinn bara fínn í það? Er nokkuð mál fyrir mig að setja upp þennan nýja fyrir routing og nota bara Bewan frá Vodafone sem switch og access point?
Fær maður ekkert betri stjórn á traffic í einhverjum high end router eða er vodafone routerinn bara fínn í það? Er nokkuð mál fyrir mig að setja upp þennan nýja fyrir routing og nota bara Bewan frá Vodafone sem switch og access point?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
High end routerarnir bjóða auðvitað uppá fleiri fídusa en þessir standard gæjar sem ISP-arnir úthluta. Bjútí-ið við ljósleiðarann er að það þarf ekkert config í routernum. Þú getur því auðveldlega bara keypt hvaða WAN router sem er og svo er þetta nánast plug and play. Semsagt, jú, það er ekkert mál fyrir þig að kaupa fínan router og nota á WAN-ið og nota Bewan gaurinn bara sem switch og AP.
Ég er sjálfur með Cisco E4200 router á ljósleiðara og hann er búinn að virka nánast alveg flawlessly í þessi c.a 2 ár sem ég er búinn að eiga hann. Hann kostaði að vísu á milli 30-40 þús. Þú getur fengið mjög góða Asus routera á c.a 30k hjá t.d computer.is og svo skilst mér að TP Link routerarnir hjá start.is séu mjög góðir miðað við verð.
T.d þessi: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=493
Ég er sjálfur með Cisco E4200 router á ljósleiðara og hann er búinn að virka nánast alveg flawlessly í þessi c.a 2 ár sem ég er búinn að eiga hann. Hann kostaði að vísu á milli 30-40 þús. Þú getur fengið mjög góða Asus routera á c.a 30k hjá t.d computer.is og svo skilst mér að TP Link routerarnir hjá start.is séu mjög góðir miðað við verð.
T.d þessi: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=493
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
Þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta er fyrir norðan, en farðu varlega með ljósleiðarana frá Mílu.
GPON kerfið á höfuðborgarsvæðinu og svo ljósleiðarinn hjá Tengir eru allir að trunka merkin yfir mismunandi VLAN og er þetta mun leiðinlegra allt í meðhöndlun heldur en t.d. ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur.
GPON kerfið á höfuðborgarsvæðinu og svo ljósleiðarinn hjá Tengir eru allir að trunka merkin yfir mismunandi VLAN og er þetta mun leiðinlegra allt í meðhöndlun heldur en t.d. ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur.
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
bewan routerinn er mesta sorp sem ég hef þúrft að kljást við. fór í gegnum amk 3 þegar ég var með ljós hjá vodafone. endaði með að kaupa mér asus router.
-
- Fiktari
- Póstar: 66
- Skráði sig: Mán 13. Okt 2014 18:45
- Reputation: 0
- Staðsetning: Suður
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
mercury skrifaði:bewan routerinn er mesta sorp sem ég hef þúrft að kljást við. fór í gegnum amk 3 þegar ég var með ljós hjá vodafone. endaði með að kaupa mér asus router.
sama hér,asus eru góðar routerar
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
IngoVals skrifaði:Takk fyrir góð svör.
Fær maður ekkert betri stjórn á traffic í einhverjum high end router eða er vodafone routerinn bara fínn í það? Er nokkuð mál fyrir mig að setja upp þennan nýja fyrir routing og nota bara Bewan frá Vodafone sem switch og access point?
ef þú hefur áhuga á traffikstjórn etc ættiru að skoða pfsense
það er líka ódýr lausn ef þú átt (ekki of) gamla borðtölvu í geymslunni
-
- Fiktari
- Póstar: 66
- Skráði sig: Mán 13. Okt 2014 18:45
- Reputation: 0
- Staðsetning: Suður
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
er með lúðaspurningu hérna myndi það skaða eitthvað er maður er með 2 routera beintengdan við telsey boxið? er hjá gagnaveitunni og
þessi secondary router sem er í þvottahúsinu sambandið á wireless-inum nær góða samband fram í stofunna en þessi sem er inni í herbergi hjá "næ ekki góða samband framm"
svo ég tengdi routernum sem er inni herbergi hjá mér gegnum vegginna "þannig að spurning er sú myndi það skaða eitthvað?
þessi secondary router sem er í þvottahúsinu sambandið á wireless-inum nær góða samband fram í stofunna en þessi sem er inni í herbergi hjá "næ ekki góða samband framm"
svo ég tengdi routernum sem er inni herbergi hjá mér gegnum vegginna "þannig að spurning er sú myndi það skaða eitthvað?
-
- Græningi
- Póstar: 31
- Skráði sig: Fim 23. Okt 2008 21:32
- Reputation: 0
- Staðsetning: Ísland
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
IngoVals skrifaði:Er nokkuð mál fyrir mig að setja upp þennan nýja fyrir routing og nota bara Bewan frá Vodafone sem switch og access point?
Það ætti ekki að vera neitt mál að nota Bewan router-inn sem Switch/AP. Hef set upp einn þannig sem Switch og það virkaði fínt eftir að var búið að stilla allt rétt.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 20
- Skráði sig: Þri 02. Des 2014 17:32
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðari og tveir routerar
Fékk mér nýjan router, ASUS RT-N56u.
Næ alveg að tengjast netinu. Fann custom firmware en ætla ekkert að fara út í neitt svoleiðis meðan ég veit ekkert hvað það gerir fyrir mig.
Ég prófaði að plögga í LAN port á BEWAN, það sem er tengt honum í lan kemur á network listan, einnig ef ég tengist hans SSID þá ná ég netsambandi. Eina vandamálið er að tæki sem eru plögguð í ASUS birtast allt í einu tvisvar á listanum fyir network græjur.
Ég er ekki búin að breyta neinum stillingum á BEWAN enda veit ég ekki hvort hann fær einhverja IP tölu úthlutaða og veti því ekki hvernig ég plugga inná hann.
Næ alveg að tengjast netinu. Fann custom firmware en ætla ekkert að fara út í neitt svoleiðis meðan ég veit ekkert hvað það gerir fyrir mig.
Ég prófaði að plögga í LAN port á BEWAN, það sem er tengt honum í lan kemur á network listan, einnig ef ég tengist hans SSID þá ná ég netsambandi. Eina vandamálið er að tæki sem eru plögguð í ASUS birtast allt í einu tvisvar á listanum fyir network græjur.
Ég er ekki búin að breyta neinum stillingum á BEWAN enda veit ég ekki hvort hann fær einhverja IP tölu úthlutaða og veti því ekki hvernig ég plugga inná hann.