Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Allt utan efnis
Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf jericho » Fös 28. Nóv 2014 11:52

Skil ég þetta rétt? Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru með reiðufé, þá er það á hans eigin ábyrgð að varan sé skráð á kennitöluna hans? Það eitt og sér finnst mér mjög furðulegir viðskiptahættir.

En ef svo er, þá þarf verslunin að upplýsa viðskiptavininn að ef varan er ekki skráð, þá fellur hún strax úr ábyrgð. Skv. OP, þá virðist sem svo hafi ekki verið gert (án þess að hægt sé að fullyrða neitt út frá gefnum upplýsingum).

Mín skoðun.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Nóv 2014 12:43

jericho skrifaði:Skil ég þetta rétt? Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru með reiðufé, þá er það á hans eigin ábyrgð að varan sé skráð á kennitöluna hans? Það eitt og sér finnst mér mjög furðulegir viðskiptahættir.

En ef svo er, þá þarf verslunin að upplýsa viðskiptavininn að ef varan er ekki skráð, þá fellur hún strax úr ábyrgð. Skv. OP, þá virðist sem svo hafi ekki verið gert (án þess að hægt sé að fullyrða neitt út frá gefnum upplýsingum).

Mín skoðun.
Ég kem þessu ekkert nálægt sá þetta bara á facebook þegar maður var að stunda sitt daglega scroll. :megasmile



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf mind » Fös 28. Nóv 2014 14:24

jericho skrifaði:Skil ég þetta rétt? Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru með reiðufé, þá er það á hans eigin ábyrgð að varan sé skráð á kennitöluna hans? Það eitt og sér finnst mér mjög furðulegir viðskiptahættir.

En ef svo er, þá þarf verslunin að upplýsa viðskiptavininn að ef varan er ekki skráð, þá fellur hún strax úr ábyrgð. Skv. OP, þá virðist sem svo hafi ekki verið gert (án þess að hægt sé að fullyrða neitt út frá gefnum upplýsingum).

Mín skoðun.

Fyrirtæki geta ekki krafist þess að viðskiptavinur skrái kennitölu sína á reikning til að fá ábyrgð, það er ólöglegt, og því órökrétt að ætlast til þess að fyrirtækin beri ábyrgð á því að sanna ábyrgð fyrir hönd viðskiptavinar.

Endanlega er það alltaf á ábyrgð viðskiptavinar að geta sýnt frammá vörukaup, sama hver greiðsluhátturinn er. T.d. vegna þess að hann ræður á hvern nótan skráist. Þetta eru mjög eðlilegir viðskiptahættir.
Þegar upp er staðið þá er það kaupnóta sem er ábyrgðarskirteini, hvern sem hún er stíluð á. Svo lengi sem viðskiptavinur getur framvísað henni er ábyrgðin gild, geti hann það ekki þá tæknilega séð er ábyrgðin fyrnd.

Flest fyrirtæki eru þó tilbúin að fletta upp í tölvukerfi sínu kt eða sn til að reyna aðstoða viðskiptavini sína, en það er aukaleg þjónusta og ber þeim engin skylda til þess, ekki af því sem ég hef lesið allavega.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Gúrú » Fös 28. Nóv 2014 17:26

jericho skrifaði:Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru með reiðufé, þá er það á hans eigin ábyrgð að varan sé skráð á kennitöluna hans?


Er kennitalan þín skráð á brjóstkassann á þér?

Hvernig er það ekki augljóst mál að ef þú segir t.d. "Nei takk" við kennitöluskráningu að hún verður það ekki? Jafnvel augljósara að hún er það ekki ef þú ert ekki spurður?


Modus ponens


tolvuvirkni_
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Þri 18. Sep 2007 17:22
Reputation: 0
Staðsetning: Holtasmári 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf tolvuvirkni_ » Fös 28. Nóv 2014 18:22

Verð að svara þessu:

Viðskiptavinur kemur í búðina og biður um að fletta upp kaupnótu.
Það er gert en ekkert finnst hvorki á kennitölu eða uppgefnu nafni.
Viðskiptavinur er ekki með disk með sér svo hægt sé að leita eftir serial númeri.
Þegar viðskiptavinur var orðin verulega leiðinlegur var honum vísað út úr búðinni.
Viðskiptavinur slær vörur í reiði sinni í gólfið á leiðinni út.

Kveðja,

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri / Eigandi



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf lukkuláki » Fös 28. Nóv 2014 19:51

tolvuvirkni skrifaði:Verð að svara þessu:

Viðskiptavinur kemur í búðina og biður um að fletta upp kaupnótu.
Það er gert en ekkert finnst hvorki á kennitölu eða uppgefnu nafni.
Viðskiptavinur er ekki með disk með sér svo hægt sé að leita eftir serial númeri.
Þegar viðskiptavinur var orðin verulega leiðinlegur var honum vísað út úr búðinni.
Viðskiptavinur slær vörur í reiði sinni í gólfið á leiðinni út.

Kveðja,

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri / Eigandi



Já ég vissi að það vær eitthhvað loðið við þetta hjá honum og nú er búið að eyða þessarri umræðu af FB.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf appel » Fös 28. Nóv 2014 19:59

tolvuvirkni skrifaði:Verð að svara þessu:

Viðskiptavinur kemur í búðina og biður um að fletta upp kaupnótu.
Það er gert en ekkert finnst hvorki á kennitölu eða uppgefnu nafni.
Viðskiptavinur er ekki með disk með sér svo hægt sé að leita eftir serial númeri.
Þegar viðskiptavinur var orðin verulega leiðinlegur var honum vísað út úr búðinni.
Viðskiptavinur slær vörur í reiði sinni í gólfið á leiðinni út.

Kveðja,

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri / Eigandi


Hvað er þetta lið að reykja eiginlega? :face


*-*

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf kiddi » Fös 28. Nóv 2014 20:17

Legg til að þráðatitli verði breytt svo hann hafi ekki svona neikvæð (óréttlát) smitandi áhrif út frá sér, þar sem kúnninn var/er augljóslega fífl af verstu gerð, ef marka má frásögn Björgvins. Reyndar fann ég óþef af þessu strax við fyrsta innlegg, það er eitthvað við það hvernig strákurinn skrifar sem kemur upp um hans þankagang og manngerð.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Nóv 2014 20:44

kiddi skrifaði:Legg til að þráðatitli verði breytt svo hann hafi ekki svona neikvæð (óréttlát) smitandi áhrif út frá sér, þar sem kúnninn var/er augljóslega fífl af verstu gerð, ef marka má frásögn Björgvins. Reyndar fann ég óþef af þessu strax við fyrsta innlegg, það er eitthvað við það hvernig strákurinn skrifar sem kemur upp um hans þankagang og manngerð.

Var að laggfæra þetta, mjög flott af björgvinni að svara fyrir sér og verslun sinni. Gott að fá báðar hliðar af máli.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf kiddi » Fös 28. Nóv 2014 21:03

Dúlli skrifaði:Var að laggfæra þetta, mjög flott af björgvinni að svara fyrir sér og verslun sinni. Gott að fá báðar hliðar af máli.


Góður! Mér finnst samt "Tölvuvirkni.is að skíta á sig" vera ferlega ljótur titill og eiginlega ósanngjarnt í ljósi mála (jafnvel þó "sökin" væri Tölvuvirknismegin!), væri hægt að ganga enn lengra og gera þetta aðeins kurteisara? Allavega væri geðveikt ef "skíta á sig" væri eitthvað annað en það er akkurat núna :woozy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf GuðjónR » Fös 28. Nóv 2014 21:08

kiddi skrifaði:
Dúlli skrifaði:Var að laggfæra þetta, mjög flott af björgvinni að svara fyrir sér og verslun sinni. Gott að fá báðar hliðar af máli.


Góður! Mér finnst samt "Tölvuvirkni.is að skíta á sig" vera ferlega ljótur titill og eiginlega ósanngjarnt í ljósi mála (jafnvel þó "sökin" væri Tölvuvirknismegin!), væri hægt að ganga enn lengra og gera þetta aðeins kurteisara? Allavega væri geðveikt ef "skíta á sig" væri eitthvað annað en það er akkurat núna :woozy


Algjörlega sammála.
Breytti titli í;
Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]




ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf ASUSit » Fös 28. Nóv 2014 22:39

tolvuvirkni skrifaði:Verð að svara þessu:

Viðskiptavinur kemur í búðina og biður um að fletta upp kaupnótu.
Það er gert en ekkert finnst hvorki á kennitölu eða uppgefnu nafni.
Viðskiptavinur er ekki með disk með sér svo hægt sé að leita eftir serial númeri.

Þegar viðskiptavinur var orðin verulega leiðinlegur var honum vísað út úr búðinni.
Viðskiptavinur slær vörur í reiði sinni í gólfið á leiðinni út.


Kveðja,

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri / Eigandi


Hér þykir mér stofnandi þráðarins sjálfur hafa farið heldur illa að ráði sínu, og leyfi ég mér að nota hans eigið orðalag og segja að hann hafi frekar sk**ið upp á bak hér. Það sem ég hef fyrir mér í því er eftirfarandi:

1. Viðsk. vinur óskar eftir að kaupnótu sé flett upp, en hún finnst ekki á kennitölu hans né nafni. Því til viðbótar er viðsk. vinur ekki með umræddan disk með sér og hefur því alls ekkert í höndunum til að sýna fram á að hann kafi keypt umræddan disk. Diskurinn bilar og viðkomandi mætir í verslunina og ætlar að fá nýjan disk og er ekki einu sinni með bilaða hlutinn með sér: í þessari stöðu á viðskiptavinurinn enga heimtu á því að fara fram á það að fá nýjan disk, burtséð frá því hver staða ábyrgðar eða nokkurs annars yfir höfuð er. Fannst viðkomandi virkilega einhver furða að sölumaður/eigandi haldi því til streitu að hann eigi ekki rétt á nýjum diski? ](*,)

Þetta er samt bara byrjunin, og smávægilegt miðað við það sem næst gerist:
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort viðskiptavinurinn hafi verið orðinn "verulega leiðinlegur" eða ekki. Og þá kemur að því síðara sem viðsk. vinur sýnir af sér:

2. Ef viðskiptavinur hefur slegið vörur í gólfið á leið sinni út úr versluninni að þá er hann bæði að sýna af sér ógnandi hegðun sem og að hann gat vel átt von á því að tjón hlytist af þessari háttsemi. Þetta er bæði gjörsamlega óviðeigandi hegðun og einnig myndi þetta að mínu viti teljast ógnandi hegðun.

Mér þætti það lágmark eftir að hafa skrifað þráð af þessu tagi á almennum vettvangi þar sem skrifin eru aðgengileg nánast hverjum þeim sem internet aðgang hafa - að hann sæi, eins og málum virðist vera háttað, sóma sinn í því og myndi skrifa afsökunarbeiðni til þeirra sem þráðurinn beindist að. Hér var klárlega um að ræða skrif sem eru til þess fallin að varpa rýrð á traust umræddrar verslunar og getur því klárlega leitt til þess að hún verði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tapaðra viðskipta (er ekki að alhæfa um neinar afleiðingar samt sem áður!).

Ef öryggismyndavélar eru í versluninni og umrædd háttsemi viðskiptavinar náðist á myndband, að þá myndi ég klárlega í sporum eiganda verslunarinnar tilkynna atvikið til lögreglu ásamt því að tilkynna einnig skrif hans á þeim nótum sem þau eru og hann birti hér á spjallborðinu - enda klárlega ekki sagt rétt frá af hans hálfu miðað við síðari skrif hans í þræðinum.

Afsakið annars þessa "langloku" mína hér, en þetta fer bara alveg innilega í taugarnar á mér að fólk skuli leyfa sér að haga sér með þessum hætti - fullorðið fólk!

En nóg um þetta frá mér, gat einfaldlega ekki setið á mér og sleppt því að bæta þessu innleggi og minni skoðun við.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf daremo » Fös 28. Nóv 2014 22:51

Ég trúði ekki orði af þessum facebook pósti.
En að heyra að uppáhalds tölvubúðin mín Tölvuvirkni, sé orðin hluti af Tölvutek, er mjög sorglegt.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Glazier » Fös 28. Nóv 2014 22:55

ASUSit skrifaði:*Mikill texti sem á rétt á sér*

Þú ert held ég aðeins að misskilja, sá sem stofnaði þráðinn hér er ekki sami maður og fór í verslunina...
Sá sem bjó til þráðinn sá bara póst á facebook og tók print screen af honum og deildi með okkur hér :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Nóv 2014 23:02

kiddi skrifaði:
Dúlli skrifaði:Var að laggfæra þetta, mjög flott af björgvinni að svara fyrir sér og verslun sinni. Gott að fá báðar hliðar af máli.


Góður! Mér finnst samt "Tölvuvirkni.is að skíta á sig" vera ferlega ljótur titill og eiginlega ósanngjarnt í ljósi mála (jafnvel þó "sökin" væri Tölvuvirknismegin!), væri hægt að ganga enn lengra og gera þetta aðeins kurteisara? Allavega væri geðveikt ef "skíta á sig" væri eitthvað annað en það er akkurat núna :woozy
Ah afsakið þetta las ekki einu sinni allan titilinn og var búin að gleyma hvað ég skýrði þráðinn. Afsakið þetta og guðjón var fljóttur að kippa þessu í lag :happy

ASUSit skrifaði:
tolvuvirkni skrifaði:Verð að svara þessu:

Viðskiptavinur kemur í búðina og biður um að fletta upp kaupnótu.
Það er gert en ekkert finnst hvorki á kennitölu eða uppgefnu nafni.
Viðskiptavinur er ekki með disk með sér svo hægt sé að leita eftir serial númeri.

Þegar viðskiptavinur var orðin verulega leiðinlegur var honum vísað út úr búðinni.
Viðskiptavinur slær vörur í reiði sinni í gólfið á leiðinni út.


Kveðja,

Björgvin Þór Hólm
Framkvæmdastjóri / Eigandi


Hér þykir mér stofnandi þráðarins sjálfur hafa farið heldur illa að ráði sínu, og leyfi ég mér að nota hans eigið orðalag og segja að hann hafi frekar sk**ið upp á bak hér. Það sem ég hef fyrir mér í því er eftirfarandi:

1. Viðsk. vinur óskar eftir að kaupnótu sé flett upp, en hún finnst ekki á kennitölu hans né nafni. Því til viðbótar er viðsk. vinur ekki með umræddan disk með sér og hefur því alls ekkert í höndunum til að sýna fram á að hann kafi keypt umræddan disk. Diskurinn bilar og viðkomandi mætir í verslunina og ætlar að fá nýjan disk og er ekki einu sinni með bilaða hlutinn með sér: í þessari stöðu á viðskiptavinurinn enga heimtu á því að fara fram á það að fá nýjan disk, burtséð frá því hver staða ábyrgðar eða nokkurs annars yfir höfuð er. Fannst viðkomandi virkilega einhver furða að sölumaður/eigandi haldi því til streitu að hann eigi ekki rétt á nýjum diski? ](*,)

Þetta er samt bara byrjunin, og smávægilegt miðað við það sem næst gerist:
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort viðskiptavinurinn hafi verið orðinn "verulega leiðinlegur" eða ekki. Og þá kemur að því síðara sem viðsk. vinur sýnir af sér:

2. Ef viðskiptavinur hefur slegið vörur í gólfið á leið sinni út úr versluninni að þá er hann bæði að sýna af sér ógnandi hegðun sem og að hann gat vel átt von á því að tjón hlytist af þessari háttsemi. Þetta er bæði gjörsamlega óviðeigandi hegðun og einnig myndi þetta að mínu viti teljast ógnandi hegðun.

Mér þætti það lágmark eftir að hafa skrifað þráð af þessu tagi á almennum vettvangi þar sem skrifin eru aðgengileg nánast hverjum þeim sem internet aðgang hafa - að hann sæi, eins og málum virðist vera háttað, sóma sinn í því og myndi skrifa afsökunarbeiðni til þeirra sem þráðurinn beindist að. Hér var klárlega um að ræða skrif sem eru til þess fallin að varpa rýrð á traust umræddrar verslunar og getur því klárlega leitt til þess að hún verði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tapaðra viðskipta (er ekki að alhæfa um neinar afleiðingar samt sem áður!).

Ef öryggismyndavélar eru í versluninni og umrædd háttsemi viðskiptavinar náðist á myndband, að þá myndi ég klárlega í sporum eiganda verslunarinnar tilkynna atvikið til lögreglu ásamt því að tilkynna einnig skrif hans á þeim nótum sem þau eru og hann birti hér á spjallborðinu - enda klárlega ekki sagt rétt frá af hans hálfu miðað við síðari skrif hans í þræðinum.

Afsakið annars þessa "langloku" mína hér, en þetta fer bara alveg innilega í taugarnar á mér að fólk skuli leyfa sér að haga sér með þessum hætti - fullorðið fólk!

En nóg um þetta frá mér, gat einfaldlega ekki setið á mér og sleppt því að bæta þessu innleggi og minni skoðun við.


Skil þig mjög vel. Ég er því miður ekki höfundurinn, sá bara eithver raga á fésinu og ákvað að henda þessu inn þar sem tölvuvirkni var ekki að segja frá sinni hlið þar, ég benti þeim samt á þetta með einkaskilaboðum en ekkert var gert. Eina sem ég vildi var að fá báðar hliðar af málinum áður en ÉG sjálfur færi að gagnrýna verslunnina. Það kom heldur aldrei upp á fésinu að VV tók ekki diskinn með sér ég skildi það þannig að hann var með diskinn og Björgvinn neitaði að scanna hann.

Annars eins og ég segi mjög flott að Björgvinn kom og svaraði fyrir sér. :happy Og þetta er sanarlega óviðeigandi hegðun að henda niður vörum :face




ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf ASUSit » Fös 28. Nóv 2014 23:19

Glazier skrifaði:
ASUSit skrifaði:*Mikill texti sem á rétt á sér*

Þú ert held ég aðeins að misskilja, sá sem stofnaði þráðinn hér er ekki sami maður og fór í verslunina...
Sá sem bjó til þráðinn sá bara póst á facebook og tók print screen af honum og deildi með okkur hér :)


Sæll og takk kærlega fyrir að benda mér strax á þetta! Já ég sko klárlega misskildi þetta þannig! En ég myndi samt sem áður nokkurn veginn stíga sömu skref og ég nefndi upphaflega því að þessi skrif hérna eiga heldur með engu móti rétt á sér eins og að þeim var staðið. Mér finnst að stofnandi þráðarins mætti samt sem áður alveg sjá það í hjarta sínu að biðjast afsökunar á því hversu ógætilega hann skrifar. Hver einstaklingur er að lögum ábyrgur orða sinna og verður ef að út í það fer að svara fyrir þau á einn eða annan hátt ef þau verða metin sem slík að þau séu þess eðlis að geta fallið undir lög þau sem fela í sér takmarkanir á tjáningarfrelsi.

Ef út í það er farið er það vissulega rétt að tjáningarfrelsið er tryggt í 1. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar, en í sama ákvæði er þess getið að hver einstaklingur verði að ábyrgjast orð sín fyrir dómi. Í 2. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að tjáningarfrelsi megi skerða með lögum og er það gert í almennum hegninarlögum, en skrif sem þessi gætu að mínu mati vel fallið þar undir.

EEEN ég ætla engan að drepa úr leiðindum, svo ég hef þetta ekki lengra en orðið er - en ég vil aftur þakka Glazier fyrir að leiðrétta þann misskilning minn að sá sem skrifaði þráðinn væri sá sami og fór í áðurgreindum tilgangi í Tölvuvirkni. Ég bið viðkomandi innilegrar afsökunar á að hafa skrifað sem að svo væri! :face




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Nóv 2014 23:24

ASUSit skrifaði:
Glazier skrifaði:
ASUSit skrifaði:*Mikill texti sem á rétt á sér*

Þú ert held ég aðeins að misskilja, sá sem stofnaði þráðinn hér er ekki sami maður og fór í verslunina...
Sá sem bjó til þráðinn sá bara póst á facebook og tók print screen af honum og deildi með okkur hér :)


Sæll og takk kærlega fyrir að benda mér strax á þetta! Já ég sko klárlega misskildi þetta þannig! En ég myndi samt sem áður nokkurn veginn stíga sömu skref og ég nefndi upphaflega því að þessi skrif hérna eiga heldur með engu móti rétt á sér eins og að þeim var staðið. Mér finnst að stofnandi þráðarins mætti samt sem áður alveg sjá það í hjarta sínu að biðjast afsökunar á því hversu ógætilega hann skrifar. Hver einstaklingur er að lögum ábyrgur orða sinna og verður ef að út í það fer að svara fyrir þau á einn eða annan hátt ef þau verða metin sem slík að þau séu þess eðlis að geta fallið undir lög þau sem fela í sér takmarkanir á tjáningarfrelsi.

Ef út í það er farið er það vissulega rétt að tjáningarfrelsið er tryggt í 1. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar, en í sama ákvæði er þess getið að hver einstaklingur verði að ábyrgjast orð sín fyrir dómi. Í 2. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að tjáningarfrelsi megi skerða með lögum og er það gert í almennum hegninarlögum, en skrif sem þessi gætu að mínu mati vel fallið þar undir.

EEEN ég ætla engan að drepa úr leiðindum, svo ég hef þetta ekki lengra en orðið er - en ég vil aftur þakka Glazier fyrir að leiðrétta þann misskilning minn að sá sem skrifaði þráðinn væri sá sami og fór í áðurgreindum tilgangi í Tölvuvirkni. Ég bið viðkomandi innilegrar afsökunar á að hafa skrifað sem að svo væri! :face


Ekkert mál á því :happy ég varð að henda þessu inn þar sem ég hef fengið svona framkomu í tölvuverslun á íslandi ekki Tölvuvirkni, hún er með eithverjar "lista" og "tölvu" hóst hóst, var með allar kvittanir, ábyrgð á vöru allt til staðar upp á 100% og mér var neitað útskiptingu. Ætla ekki að fara meira út í það.




ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf ASUSit » Fös 28. Nóv 2014 23:32

Skil þig mjög vel. Ég er því miður ekki höfundurinn, sá bara eithver raga á fésinu og ákvað að henda þessu inn þar sem tölvuvirkni var ekki að segja frá sinni hlið þar, ég benti þeim samt á þetta með einkaskilaboðum en ekkert var gert. Eina sem ég vildi var að fá báðar hliðar af málinum áður en ÉG sjálfur færi að gagnrýna verslunnina. Það kom heldur aldrei upp á fésinu að VV tók ekki diskinn með sér ég skildi það þannig að hann var með diskinn og Björgvinn neitaði að scanna hann.

Annars eins og ég segi mjög flott að Björgvinn kom og svaraði fyrir sér. :happy Og þetta er sanarlega óviðeigandi hegðun að henda niður vörum :face


Blessaður Dulli! Eins og Glazier benti mér sem betur fer snarlega á að þá var ég búinn að sjá að ég hafði misskilið þetta svona. Ég baðst að sjálfsögðu strax afsökunar á að hafa skrifað sem að þessu væri svona háttað og bið þig hér með aftur afsökunar á því!

Eins og pósturinn var uppsettur fannst mér mega af honum ráða að þú værir að pósta þínum eigin ummælum hér á spjallið - en í Guðana bænum gættu að því hvað þú lætur frá þér inn á spjall eins og þetta, jafnvel þó svo að það séu ekki þín orð sem um er að ræða. Réttarkerfið hér á landi er einfaldlega því miður þannig gert að það gætir orðið þú sem lendir einnig í vandræðum. Það eru mýmörg dæmin um það.

Það er mikið gott að hafa fengið þetta á hreint strax, enda á engan hátt ætlunin að bendla þig við eitthvað sem ekki er rétt (það eitt og sér gæti einnig varðað við lög;-))!

Bestu kveðjur!




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Nóv 2014 23:34

ASUSit skrifaði:
Skil þig mjög vel. Ég er því miður ekki höfundurinn, sá bara eithver raga á fésinu og ákvað að henda þessu inn þar sem tölvuvirkni var ekki að segja frá sinni hlið þar, ég benti þeim samt á þetta með einkaskilaboðum en ekkert var gert. Eina sem ég vildi var að fá báðar hliðar af málinum áður en ÉG sjálfur færi að gagnrýna verslunnina. Það kom heldur aldrei upp á fésinu að VV tók ekki diskinn með sér ég skildi það þannig að hann var með diskinn og Björgvinn neitaði að scanna hann.

Annars eins og ég segi mjög flott að Björgvinn kom og svaraði fyrir sér. :happy Og þetta er sanarlega óviðeigandi hegðun að henda niður vörum :face


Blessaður Dulli! Eins og Glazier benti mér sem betur fer snarlega á að þá var ég búinn að sjá að ég hafði misskilið þetta svona. Ég baðst að sjálfsögðu strax afsökunar á að hafa skrifað sem að þessu væri svona háttað og bið þig hér með aftur afsökunar á því!

Eins og pósturinn var uppsettur fannst mér mega af honum ráða að þú værir að pósta þínum eigin ummælum hér á spjallið - en í Guðana bænum gættu að því hvað þú lætur frá þér inn á spjall eins og þetta, jafnvel þó svo að það séu ekki þín orð sem um er að ræða. Réttarkerfið hér á landi er einfaldlega því miður þannig gert að það gætir orðið þú sem lendir einnig í vandræðum. Það eru mýmörg dæmin um það.

Það er mikið gott að hafa fengið þetta á hreint strax, enda á engan hátt ætlunin að bendla þig við eitthvað sem ekki er rétt (það eitt og sér gæti einnig varðað við lög;-))!

Bestu kveðjur!

Akkurat ísland er orðið að rugluðu landi, hefði átt að taka skýrar fram að ég væri ekki höfundur.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is að skíta á sig ?

Pósturaf einarhr » Lau 29. Nóv 2014 00:10

Dúlli skrifaði:
ASUSit skrifaði:
Skil þig mjög vel. Ég er því miður ekki höfundurinn, sá bara eithver raga á fésinu og ákvað að henda þessu inn þar sem tölvuvirkni var ekki að segja frá sinni hlið þar, ég benti þeim samt á þetta með einkaskilaboðum en ekkert var gert. Eina sem ég vildi var að fá báðar hliðar af málinum áður en ÉG sjálfur færi að gagnrýna verslunnina. Það kom heldur aldrei upp á fésinu að VV tók ekki diskinn með sér ég skildi það þannig að hann var með diskinn og Björgvinn neitaði að scanna hann.

Annars eins og ég segi mjög flott að Björgvinn kom og svaraði fyrir sér. :happy Og þetta er sanarlega óviðeigandi hegðun að henda niður vörum :face


Blessaður Dulli! Eins og Glazier benti mér sem betur fer snarlega á að þá var ég búinn að sjá að ég hafði misskilið þetta svona. Ég baðst að sjálfsögðu strax afsökunar á að hafa skrifað sem að þessu væri svona háttað og bið þig hér með aftur afsökunar á því!

Eins og pósturinn var uppsettur fannst mér mega af honum ráða að þú værir að pósta þínum eigin ummælum hér á spjallið - en í Guðana bænum gættu að því hvað þú lætur frá þér inn á spjall eins og þetta, jafnvel þó svo að það séu ekki þín orð sem um er að ræða. Réttarkerfið hér á landi er einfaldlega því miður þannig gert að það gætir orðið þú sem lendir einnig í vandræðum. Það eru mýmörg dæmin um það.

Það er mikið gott að hafa fengið þetta á hreint strax, enda á engan hátt ætlunin að bendla þig við eitthvað sem ekki er rétt (það eitt og sér gæti einnig varðað við lög;-))!

Bestu kveðjur!

Akkurat ísland er orðið að rugluðu landi, hefði átt að taka skýrar fram að ég væri ekki höfundur.



Já eða að þetta væri jafnvel ekki satt og jafnvel slúður, en samt sem áður póstaðir þú þessu á vaktinni.... :face


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf Gúrú » Lau 29. Nóv 2014 00:24

Skil ekki hvað ykkur finnst að þessu.

Hann póstaði hvar hann fann þetta. Hann póstaði umræðu um tölvufyrirtæki. Það gat hver sem er séð að þetta væri fáránleg kvörtun en kannski átti hún rétt á sér.

Eftir að hann póstaði þessum þræði höfum við fundið út það rétta í málinu og erum allir minntir á að sumir viðskiptavinir eru klikkaðir.

Finnst allir svissa frekar hratt hérna á milli þess að vilja vera VAKT og að það eigi ekki að pósta svona hlutum hérna.


Modus ponens


ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf ASUSit » Lau 29. Nóv 2014 00:46

Gúrú skrifaði:Skil ekki hvað ykkur finnst að þessu.

Hann póstaði hvar hann fann þetta. Hann póstaði umræðu um tölvufyrirtæki. Það gat hver sem er séð að þetta væri fáránleg kvörtun en kannski átti hún rétt á sér.

Eftir að hann póstaði þessum þræði höfum við fundið út það rétta í málinu og erum allir minntir á að sumir viðskiptavinir eru klikkaðir.

Finnst allir svissa frekar hratt hérna á milli þess að vilja vera VAKT og að það eigi ekki að pósta svona hlutum hérna.


Ég veit ekki hversu vel þú hefur nennt að lesa í gegnum svörin sem hafa verið skrifuð hérna í þræðinum, allavega ekki mjög vel ef dæmt er út frá þessu svari þínu. Ég ritaði mín svör eftir að ég vissi hver málsatvikin voru og mitt svar GENGUR ÚT FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG VEIT HIÐ RÉTTA. Þegar að þessi einstaklingur ritaði þessa kvörtun eða einfaldlega rógburð að þá vissi hann nákvæmlega hvað hann var að gera og að þetta átti engan rétt á sér, og ég er að segja mitt álit hér út frá því að ég veit hvernig málum var háttað en að hann leyfði sér samt að skrifa ummæli sem þessi - þá nokkuð örugglega í þeim tilgangi að koma óorði á Tölvuvirkni nema að hann einfaldlega sé ekki meðvitaðri um mögulegar afleiðingar skrifa sem þessara - en ég stórlega efa að svo sé. Ég hugsa að þér þætti þetta ekki jafn ómerkilegt og lítilfjörlegt ef að þetta hefði beinst að þér og þínum hagsmunum að minnsta kosti.

Eitt þykir mér þú þú segja réttilega að kvörtunin var fáránleg, en það er bara alls ekkert þar með sagt að hver sem er hefði áttað sig á því og þar með er þetta til þess fallið að skaða umrætt fyrirtæki. Þú ættir ekki að alhæfa alveg svona um það að hver sem er hefði mátt átta sig á að þetta var 'kvörtun' sem engin rök væru fyrir.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf appel » Lau 29. Nóv 2014 01:20

Fyrirtæki standa ætíð verr að vígi þegar kemur að svona skítaáróðri, þau geta ekki svarað nema með því að fara á sama plan.


*-*


ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf ASUSit » Lau 29. Nóv 2014 01:31

appel skrifaði:Fyrirtæki standa ætíð verr að vígi þegar kemur að svona skítaáróðri, þau geta ekki svarað nema með því að fara á sama plan.

Þessu er ég algjörlega sammála. Mér sýnist hins vegar að Gúrúrinn sjálfur telji að ekkert sé athugavert við það að einstaklingar skrifi hluti sem þessa um fyrirtæki þó að það sé klárt mál að ummælin geti valdið fyrirtækinu skaða. Er ég kannski að misskilja þig eitthvað Gúrú?
Ef ekki: ](*,)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvirkni.is - [Komin leiðrétting]

Pósturaf Gúrú » Lau 29. Nóv 2014 01:48

ASUSit skrifaði:
Gúrú skrifaði:Finnst allir svissa frekar hratt hérna á milli þess að vilja vera VAKT og að það eigi ekki að pósta svona hlutum hérna.


Ég veit ekki hversu vel þú hefur nennt að lesa í gegnum svörin sem hafa verið skrifuð hérna í þræðinum, allavega ekki mjög vel ef dæmt er út frá þessu svari þínu.


Þessi hlutur innleggsins míns gildir bara almennt hérna á Vaktinni enda margir með mismunandi skoðanir.

Hugaðu líka að þessu:

Ef hann hefði ekki vakið athygli á þessu væri þetta ennþá þarna og enginn vissi sannleikann í málinu.


Modus ponens