Eins og margir muna þá stefndi Friðjón @buy.is Sigurði @istore.is fyrir rúmum tveimur árum fyrir meiðyrði hér á Vaktinni, hann lét sér það ekki duga heldur stefndi mér líka og bar fyrir sig Fjölmiðlalögum og ég væri því ábyrgur fyrir öllu sem skrifað er á vefinn.
Í kjölfarið úrskurðaði Fjölmiðlanefnd að Vaktin væri ekki fjölmiðill heldur samfélagsmiðill. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar lægju fyrir þá kaus Friðjón að halda kærunni til streitu. En nú í haust dró til tíðinda þegar Friðjón og Sigurður gera dómssátt í málinu. Sáttin hljóðaði þannig að Sigurður á að greiða Friðjóni 500.000.- í lögmannskostnað og Friðjón á að greiða mér 700.000.- í lögmannskostnað.
Núna tveim mánuðum eftir úrskurð þá segist Friðjón ekki vera borgunarmaður fyrir eigin dómssátt.
Staðan er því þannig að þrátt fyrir sýknu og dómssátt þá sit ég uppi með 700.000.- kr. kostnað vegna umræðu sem ég átti raunverulega ekki þátt í fyrir utan þá staðreynd að hún átti sér stað á vefnum okkar.
Þetta er allt saman mjög óréttlátt og ég ligg því miður ekki á 700.000.- króna varasjóði. Þess vegna leita ég til ykkar kæru Vaktarar. Samfélagðið okkar hérna á Vaktinni er stórt og sterkt og ef allir leggjast á eitt og standa saman þá gæti það munað ótrúlega miklu, restina yrði ég svo að greiða sjálfur. Til þess að sýna þakklæti fyrir öll hugsanleg framlög bæði smá og stór hef ég ákveðið að útúa örlítið umbunarkerfi, en það mun líta svona út:
Þetta mun gilda til 01.01.2016 eða í rúmt ár.
Allir sem styrkja fá titilinn „Verndari“
Þeir sem styrkja fá einnig stjörnu undir prófílinn sinn, þetta er eitthvað sem við höfum ekki gert áður.
Nýr hópur „Verndarar“ verður útbúinn og allir sem styrkja fara í þann hóp og verður nafnið þeirra Vaktar-appelsínugult.
- Fyrir 500-2499 kr. færðu eina stjörnu
- Fyrir 2.500-4999 kr. færðu þrjár stjörnur
- Fyrir 5000+ færðu fimm stjörnur
Reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja hjálpa:
Kennitala:
Reikningur: söfnun lokið!!!
Sendið mér svo pm eða póst á gudjonr@vaktin.is og gefið upp notendanafn og upphæð svo ég geti sett ykkur í réttan hóp og gefið ykkur viðeigandi titil og stjörnu.
Ég yrði afar þakklátur fyrir allan stuðning sem ég kann að fá, engin upphæð er of lág, því eins og máltækið segir gerir margt smátt eitt stórt.
Og síðast en ekki síst, ef sú staða kemur upp að Friðjón greiði skuld sína eftir að söfnun lýkur og ég hef gert upp við lögmaninn þá mun ég endurgreiða ykkur söfnunarféð, enda er eini tilgangurinn með þessari söfnun að fá sem mest upp í það fjárhagstjón sem maðurinn olli.
Lengi lifi Vaktin !!!