Instant shutdown á fartölvu


Höfundur
tkp12
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2014 13:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf tkp12 » Fös 07. Nóv 2014 14:03

Ég er með Toshiba Satellite L755-1DR og hún er að slökkva á sér instantly án þess að gefa mér neinn fyrirvara. Það deyr á henni samstundis og ekki einusinni blue screen eða neitt. Þetta gerist yfirleitt þegar ég er að vinna með 3d módel í 3dsmax og öðrum svoleiðis forritum þar sem krefst fullt afl frá tövunni en SpeedFan segir ekki mikið meira en 82°C gráður en svo stuttu seinna bara deyr hún. Ég hef reyndar ekki þrifið viftuna í langan tíma(lengra en 6 mánuði síðan) þannig það gæti verið það. Batteríið afturá móti er orðið mjög lélegt en það endist ekki mikið lengur en kannski 5-10 mín á engri hleðslu. fartölvan er kannski 2 ára en ég man ekki nákvæmlega árið sem ég keypti hana en það er kringum 2 ár síðan. Ég var reyndar að update Nvidia skjákort driverinn í 344.60 um daginn þannig það gæti verið glitch í driver. Annars er batteríið líklegast en svo á eftir því kemur ofhitnun en er 82 celsíus heitt meðan maður er að vinna mikið með 3d model?

Ég er mikið með tölvuna í tösku og hún er á mikilli hreyfingu og hitabreytingar líka með að fara út í kuldann og svo inní hitann. Og ég er oft að taka batterí úr hleðslu og setja í og kveikja úr standby og setja á sleep.

Ég veit að ég ætti að vera að nota leikjaturn fyrir svona 3d vinnslu en þar sem ég vil reyna að laga þetta fyrst og sjá hvort það lagast þá sé ekki tilganginn því einusinni virkaði fartölvan fínt fyrir allt sem ég er að gera núna.

Mynd

Specs á tölvunni:
Processor Intel(R) Core(TM) i7-2670QM CPU @ 2.20GHz
Video Card NVIDIA GeForce GT 525M
Memory 4.1 GB
Operating System Microsoft Windows 7 Home Premium Edition Service Pack 1 (build 7601), 64-bit

Eru þið með fleiri hugmyndir hvað gæti verið að tölvunni?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 07. Nóv 2014 14:19

Búinn að skoða reliability monitor á tölvunni?




Höfundur
tkp12
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2014 13:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf tkp12 » Fös 07. Nóv 2014 14:29

KermitTheFrog skrifaði:Búinn að skoða reliability monitor á tölvunni?


Ég tjékkaði á þessu og það segir lítið annað en ég vissi fyrir ; "Windows did not shut down properly" og "Shutdown was unexpected"




Höfundur
tkp12
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2014 13:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf tkp12 » Fös 07. Nóv 2014 14:31

KermitTheFrog skrifaði:Búinn að skoða reliability monitor á tölvunni?


Ég held mig grunar að batteríið sé bara orðið það lélegt að það er farið að hafa áhrif á tölvuna meira en það ætti að gera þar sem margir eru í leikjum með hita milli 80-90°C




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf AntiTrust » Fös 07. Nóv 2014 14:37

Eftir minni reynslu er þetta nær án vafa hitavandamál.




Höfundur
tkp12
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2014 13:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf tkp12 » Fös 07. Nóv 2014 14:39

AntiTrust skrifaði:Eftir minni reynslu er þetta nær án vafa hitavandamál.


hvernig er best að þrífa innvolsið í tölvunni?

er ryksuga sniðugt?



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf Hannesinn » Fös 07. Nóv 2014 14:44

Ef þú hefur aðgang að loftpressu og mjóan enda, þá er það best. Líka hægt að kaupa þrýstiloft í brúsa í flestum tölvubúðum. Það er ekki jafn öflugt, en gæti dugað.

Prufaðu svo bara að taka batteríið úr, keyra hana á rafmagni og þá veistu hvort batteríið er að hafa áhrif.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Höfundur
tkp12
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2014 13:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf tkp12 » Fös 07. Nóv 2014 15:03

Hannesinn skrifaði:Ef þú hefur aðgang að loftpressu og mjóan enda, þá er það best. Líka hægt að kaupa þrýstiloft í brúsa í flestum tölvubúðum. Það er ekki jafn öflugt, en gæti dugað.

Prufaðu svo bara að taka batteríið úr, keyra hana á rafmagni og þá veistu hvort batteríið er að hafa áhrif.


takk



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Instant shutdown á fartölvu

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 07. Nóv 2014 23:47

tkp12 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eftir minni reynslu er þetta nær án vafa hitavandamál.


hvernig er best að þrífa innvolsið í tölvunni?

er ryksuga sniðugt?


Nope ekki sniðugt að ryksuga tölvur

Muna að halda við viftur ef þú þrífur vélina með háþrýstilofti.


Just do IT
  √