Ég er algjör byrjandi í hardware málum.
Ég er með:
Pentium III 800 mhz örgjörva.
256 SDRAM
Geforce 2 MX
Ég hef ekki hugmynd hvernig móðurborð ég er með
og nú finnst mér kominn tími til að uppfæra tölvuna.
Ég er búinn að ákveða hvaða örgjörva ég ætla að kaupa mér og það er
P4 2.4GHz (478/533) RETAIL.
Er ekki alveg nóg að hafa MX útgáfu af Geforce 4 ef ég ætla að spila venjulega leiki sem eru á markaðnum í dag?
Ég er að spá í
GF4MX440-8X 64MB eða GF4MX440 64MB.
Fyrir hvað stendur 8X á fyrra kortinu? Er einhver munur?
Ég hef ekki hugmynd um hvaða móðurborð ég ætti velja en það verður að hafa stuðning fyrir örgjörvann, skjákortið, DDR, USB 2 og hafa að minnsta kosti 3 PCI raufar. Verðið mætti helst ekki fara yfir 15 þús kr.
Ein spurning varðandi móðurborð, hvað er ATX eru það sérstök kort sem passa í sérstaka kassa?
Ég þarf líklega að kaupa nýjann kassa undir þetta. Miðast það ekki við fjölda HDD, CD, floppy og gerð móðurborðs?
Uppfærsla
Ég skoðaði þetta móðurborð GIGABYTE GA-8PE667 PRO
og er að spá í það.
En ég rakst á þenna texta:
Expansion Slots
- 1 x AGP 4x, supports 1.5v display card only
passar GeForce 4 MX í þetta? Væri það þá 8x útgáfan eða hin?
og er að spá í það.
En ég rakst á þenna texta:
Expansion Slots
- 1 x AGP 4x, supports 1.5v display card only
passar GeForce 4 MX í þetta? Væri það þá 8x útgáfan eða hin?
þá tekur þetta bara 4x AGP kort(það eru bæði til 4x og 8x útgáfur af Gf4 MX). Öll nýrri kort í dag eru 8x AGP og framtíðin verður bara 8x AGP(held ég) þannig að ef að þú ætlar þér að uppfæra skjákortið í framtíðinni, þá ættirðu að fá þér 8x AGP móðurborð. Annars þykir mér þú vera að eyða litlu í móðurborð og skjákort m.v. þennan örgjörva.
ATX, AT, microATX, miniATX, flex-ATX, o.s.frv. eru staðlar yfir stærðir kassa, móðurborða og aflgjafa.
ATX, AT, microATX, miniATX, flex-ATX, o.s.frv. eru staðlar yfir stærðir kassa, móðurborða og aflgjafa.