jardel skrifaði:Ég vona að ég nái að gera mig nógu skiljalegan.
Get ég t.d kveikt á tölvuni minni látið hana sækja myndir frá símanum mínum sjálfkrafa t.d bara með auto styllingu þegar ég ræsi tölvuna
Án þess að gagnamagn tapist þá.
Já, eins og ég var búinn að segja þér þá geturðu gert það með Google+ appinu (eða Dropbox ef þú notar það, og örugglega flestöllum cloud backup forritum). Þú þarft ekkert að nota Google+ til þess, þarft bara Google account (sem þú ert með hvort eð er ef þú notar Android síma) og ég veit ekki betur en að G+ appið fylgi með öllum Android dreifingum. Það eina sem þú þarft að gera er að opna appið, fara í settings > auto backup og velja þar "back up photos only when there is a wi-fi connection available". Komið. Lokar G+ appinu og þarft aldrei að spá í þessu aftur. Myndir uploadast sjálfkrafa en bara þegar þú ert með wifi-samband og fara því ekki af gagnamagninu þínu, og fara beint inná Google Drive hólfið þitt. Það er nákvæmlega eins stilling til fyrir Dropbox líka, ef þú vilt frekar nota það.