tanketom skrifaði:Ég gefst upp.. Ég er hættur að kaupa vörur af netinu
Ég reiknaði á tollur.is /síma aukahlutir að þegar ég pantaði eitt skitið símahulstur á 3.4xx kr að ég þyrfti að borga 9xx kr þegar hún væri heim kominn en nei auðvitað bætist alltaf eitthvað við og þarf ég að borga 1.938 kr af 3400 kr = 5400 kr! fyri hulstur! hvaða RUGL er þetta?!
Það er alveg í vel hærra lagi (m.v. að þetta séu réttar upphæðir varstu rukkaður fyrir ~40% gjöld og svo tollmeðferðargjaldið). En ekki koma bara með svona tölur, sýndu okkur sundurliðun á gjöldunum, annars er ekkert að marka þetta.
brain skrifaði:Minni á að staftsmenn tollsins eru bara að sinna sínu starfi og fara eftir lögum og reglum reglum sem Evrópusamband setur og Alþingi.
Endilega sendið þingmönnum línu um svona, en ekki vera með skít og skömm á fólk sem bara að vinna vinnuna sína !
Þeir eru vissulega að fara eftir lögum og reglugerðum sem segja m.a. að þeim ber að finna hæstu upphæð sem er möguleg (s.s. ef þú ert ekki með reikning fyrir vörunni er ekki gert ráð fyrir að þú hafir keypt hana á afslætti heldur er farið eftir fullu útsöluverði, RRP).
Að því sögðu er oft djöfulsins vesen á fólkinu þarna í Tollmiðlun Póstsins (sama hvort það vinni hjá Póstinum eða Tollinum), flokka vörur rangt jafnvel þó að þú hafir sagt þeim nákvæmlega hvaða hlutur þetta er eða nákvæmlega hvaða tollflokki hann tilheyrir. Svo þessi vinnuregla (ekki eitthvað sett af Alþingi eða ráðherra) um að áætla 10% flutningskostnað ef hann er ekki tekinn fram. Að henda einhverju smotteríi bara í "Bómull" af því að það er fyrsti flokkurinn með "venjulegan" 10% toll af því að það er vesen að gera þetta rétt. Og fullt annað minna dót.
biturk skrifaði:Nei, þeir fara eftir eigin geðþótta og heimsku virðist vera
Þetta á varla skilið svar. En nei.