Hefur einhver tekið test á því hvaða 4G farsímanet mælist hraðast hér á landi.
Nú þegar þetta er skrifað eru þrjú félög komin af stað með 4G kerfi, Nova, Vodafone og Síminn.
Hvaða kerfi mælist stabílast og hvaða kerfi skilar sem jafnasta og hæsta upp og niður ratei ?
Væri gaman ef einhver hefði mælingu eða reynslusögur af þessu.
4G netkerfi
Re: 4G netkerfi
Ég hef verið að nota 4G frá NOVA. Virkar vel. Ég fékk mest 100mb up og niður þegar ég bjó í Norðlingaholti. Svíður rosalega að þurfa að borga fyrir allt niðurhal up og niður.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: 4G netkerfi
Hef ekki gert neina vísindalega ransókn á þessu, en á þeim stöðum sem 4G er hjá Símanum svín virkar það og geðveikur hraði.. þó ekkert rosalega margir staðir en 3G hjá þeim er MJÖG gott.
Nýlega farinn frá Nova, er að borga um 8.000 kr. meira á mánuði í símreikning heldur en hjá Nova en mér er alveg sama, því hjá Símanum fæ ég það sem ég borga fyrir, ekki hjá Nova.
3G hjá Nova var alltaf að detta út og lítill hraði, ef maður síðan fór á útihátíð eða á stað þar sem margir voru saman á sama stað þá var símkerfið ónothæft vegna álags, ALDREI lennt í veseni síðan ég færði mig yfir.
Nýlega farinn frá Nova, er að borga um 8.000 kr. meira á mánuði í símreikning heldur en hjá Nova en mér er alveg sama, því hjá Símanum fæ ég það sem ég borga fyrir, ekki hjá Nova.
3G hjá Nova var alltaf að detta út og lítill hraði, ef maður síðan fór á útihátíð eða á stað þar sem margir voru saman á sama stað þá var símkerfið ónothæft vegna álags, ALDREI lennt í veseni síðan ég færði mig yfir.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: 4G netkerfi
Ég hef smá reynslu frá sumarbústaðabyggðinni á Grímsnesi.
Foreldrar mínir eru með 4g frá Nova og fá ca 24mbit/s þar. Þau geta horft á Netflix og allt það. Ekkert að þeirri áskrift nema að um háannatíma frá 19-22 á föstudögum og laugardögum. Þá stoppar Netflix stundum hjá þeim.
Þegar ég kem í heimsókn með 4g hnetuna mína frá Símanum fæ ég 100mbit/s stöðugt. Alveg ótrúlegur hraði og 70ms ping í leikjum. Miklu meiri hraði en en á ljósnetinu heima hjá mér í bænum, en aðeins meira ping. Hef ekki tekið eftir neinu flökti á pingi eða dl hraða.
Þau eru hinsvegar með 250gb download á mánuði, en hámarkið hjá Símanum er 100gb. Þetta kostar ca jafn mikið.
Edit: Og já.. Hérna í bænum. Prófaði Nova 4g á Álftanesi, þar sem ég átti heima þar til fyrir uþb 4 mánuðum síðan. Virkaði bara alls ekki. Hef prófað 4g frá Símanum hérna í Vatnsendanum í Kópavogi þar sem ég bý núna, og það er bara allt í lagi. Fæ ca 20-30mb/s.
Foreldrar mínir eru með 4g frá Nova og fá ca 24mbit/s þar. Þau geta horft á Netflix og allt það. Ekkert að þeirri áskrift nema að um háannatíma frá 19-22 á föstudögum og laugardögum. Þá stoppar Netflix stundum hjá þeim.
Þegar ég kem í heimsókn með 4g hnetuna mína frá Símanum fæ ég 100mbit/s stöðugt. Alveg ótrúlegur hraði og 70ms ping í leikjum. Miklu meiri hraði en en á ljósnetinu heima hjá mér í bænum, en aðeins meira ping. Hef ekki tekið eftir neinu flökti á pingi eða dl hraða.
Þau eru hinsvegar með 250gb download á mánuði, en hámarkið hjá Símanum er 100gb. Þetta kostar ca jafn mikið.
Edit: Og já.. Hérna í bænum. Prófaði Nova 4g á Álftanesi, þar sem ég átti heima þar til fyrir uþb 4 mánuðum síðan. Virkaði bara alls ekki. Hef prófað 4g frá Símanum hérna í Vatnsendanum í Kópavogi þar sem ég bý núna, og það er bara allt í lagi. Fæ ca 20-30mb/s.