Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund ?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund ?

Pósturaf MrSparklez » Fim 18. Sep 2014 00:00

Fjölskylduni vantar bíl, verður að eyða litlu, helst að vera undir 1300 þúsund en ef um gott tilboð er að ræða þá er 1500 þúsund möguleiki.

Vinsamlegast ekki breyta þessu í svona reynslusögu þráð þar sem allir eru að segja frá hversu lélegur polo-inn var sem þú áttir fyrir tíu árum. :fly

Ef þú hefur eitthvað slæmt að segja um ákveðna bíltegund endilega komdu þá með góð rök bakvið það.

:baby



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf rapport » Fim 18. Sep 2014 00:04

Mamma átti einusinni Polo sem entist vel...

En að gera 1050þ. tilboð í þennan ?

p.s. tengist þessum ekkert, bara lítill kósí dísill...



Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Baraoli » Fim 18. Sep 2014 00:07

þetta bílatengunda dæmi er ekkert annað en trúarbrögð.
Besti bíllinn fyrir peninginn: bíll sem þú hefur prófað og fýlar. eyðir eins miklu og þú ert tilbúinn að eyða í hann. á góðu verði miða við aðra í sömu tengund/ástandi/árg.
þetta bilar allt hvort sem er á endanum.
Just saying :happy


MacTastic!

Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf tanketom » Fim 18. Sep 2014 00:37

rapport skrifaði:Mamma átti einusinni Polo sem entist vel...

En að gera 1050þ. tilboð í þennan ?

p.s. tengist þessum ekkert, bara lítill kósí dísill...


WN er bara því miður með allt of háabilunar tíðni eftir 97 árg, þegar þeir fóru að fylla þessa bíla af helvítis skynjörum! já ef þú kaupir nýlegan 2009+ þá ættiru að vera nokkuð save en svo byrjar þetta allt að bila! Svo kostar annan handlegginn að láta laga þetta hjá HEKLU eða svipuðm verkstæðum sem sérhæfir sig í WN, Ég hef átt nokkra WV einungis vegna þess að þeir eru skemmtilegir í akstri en það kostar!


Baraoli skrifaði:þetta bílatengunda dæmi er ekkert annað en trúarbrögð.
Besti bíllinn fyrir peninginn: bíll sem þú hefur prófað og fýlar. eyðir eins miklu og þú ert tilbúinn að eyða í hann. á góðu verði miða við aðra í sömu tengund/ástandi/árg.
þetta bilar allt hvort sem er á endanum.
Just saying :happy


Það er bara ekki rétt. Mikill munur á bílategundum, Renult - peugeot eru tildæmis bílar með mjög háá bilunartíðni, svo fer rosalega eftir árgerðum frá bílaframleiðendum og verst sést þessir gallar ekki fyrr en bíll er kominn úr ábyrð, Toyota eru mjög traustir bílar sem endast! EN mér finnst þeir hundleiðinlegir, flatir, ekkert spennandi, lítið um lúxus.. En ef þér er alveg sama með þessa hluti og vilt bíl sem er ódýrt að reka og endist þá er Toyota málið

Er búið að keyra Toyota Yaris 1.3 2006 árg ALLA daga ársins 5-7 klukkutíma á dag (100km~) Yfirleitt alltaf í gangi á þessum tímum í 2 og hálft ár og eina sem við höfum þurft að skipta er möörg dekk, bremsuborða og einu sinni bremsudiska og trúið mér þetta er ekki rólegur akstur. Þetta er semsagt vinnubíll, er reyndar kominn á nýjan núna eftir að rúta fór í hliðiná á honum
Síðast breytt af tanketom á Fim 18. Sep 2014 00:45, breytt samtals 1 sinni.


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf rapport » Fim 18. Sep 2014 00:42

Ég var að vísa á disiel Peugeot, en ekki VW,,,



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf tanketom » Fim 18. Sep 2014 00:46

rapport skrifaði:Ég var að vísa á disiel Peugeot, en ekki VW,,,


Annar bíll sem er verri, franskir bílar eru bara hræðilegir


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fim 18. Sep 2014 09:15

Ég veit nú ekki einu sinni hvernig er hægt að mæla með nokkrum bíl nema vita nokkra hluti. Hvernig standard ertu að leita að? Hvernig aukabúnað/staðalbúnað? SSK/BSK? Hámarksakstur/aldur? Station, sedan eða hatchback? FWD eða 4WD? Þarftu Stórt skott? Viltu frekar "lélegan" nýlegan lítið ekinn bíl eða midrange bíl meira ekinn og eldri en betur búinn fyrir vikið?

Fílaru þýska, bandaríska, asíska eða franska bíla?



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Nitruz » Fim 18. Sep 2014 11:29

Octavia dísel combi



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf FriðrikH » Fim 18. Sep 2014 12:30

Honda Jazz er frábær. Hef verið að skoða marga slíka undanfarið. Nokkrir á þessu verðbili sem þú talar um en flestir fyrrverandi bílaleigubílar, sem þarf svosem ekki að vera slæmt.
Þessi er á nokkuð góðum díl, http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=34&cid=372090&sid=403577&schid=8baf38b3-f2ab-4642-a678-a7c0bcf1627e&schpage=1



Skjámynd

Höfundur
MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf MrSparklez » Fim 18. Sep 2014 13:01

AntiTrust skrifaði:Ég veit nú ekki einu sinni hvernig er hægt að mæla með nokkrum bíl nema vita nokkra hluti. Hvernig standard ertu að leita að? Hvernig aukabúnað/staðalbúnað? SSK/BSK? Hámarksakstur/aldur? Station, sedan eða hatchback? FWD eða 4WD? Þarftu Stórt skott? Viltu frekar "lélegan" nýlegan lítið ekinn bíl eða midrange bíl meira ekinn og eldri en betur búinn fyrir vikið?

Fílaru þýska, bandaríska, asíska eða franska bíla?

Afsakaðu þetta, hann verður að vera beinskiptur, verður að vera fimm sæti sem hægt er að sitja í, má vera station eða sedan, FWD eða 4WD skiptir littlu bara að hann eyðir littlu, vill reyna að forðast corolla dollur en ef annað er ekki í boði fyrir þennan pening þá verður bara corolla dolla að vera fyrir valinu, helst að vera keyrður undir 150 þúsund, þarf ekkert að vera neitt rosa fancy, væri fínt að hafa hituð sæti og leður en það er alls ekki must.

Takk fyrir hjálpina allir, hef lítið vit á bílum svo að ég veit ekki hvað ég myndi gera án ykkar.



Skjámynd

Höfundur
MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf MrSparklez » Fim 18. Sep 2014 13:02

FriðrikH skrifaði:Honda Jazz er frábær. Hef verið að skoða marga slíka undanfarið. Nokkrir á þessu verðbili sem þú talar um en flestir fyrrverandi bílaleigubílar, sem þarf svosem ekki að vera slæmt.
Þessi er á nokkuð góðum díl, http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=34&cid=372090&sid=403577&schid=8baf38b3-f2ab-4642-a678-a7c0bcf1627e&schpage=1

Skoða þennann :happy



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf SolidFeather » Fim 18. Sep 2014 13:03

Hvað með Hyundai i20/i30?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Viktor » Fim 18. Sep 2014 13:11

Ég myndi skoða Toyota, Mazda og Hondu í þessum verðflokki.

Þú segir samt ekkert hvernig bíl þið eruð að leita að. Þetta er svipað og að spyrja "hvernig tölvu er best að kaupa sér?".

Yaris:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Corolla:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Avensis:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Mazda3:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Mazda6 Station:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Honda Accord:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Honda CRV:
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf FriðrikH » Fim 18. Sep 2014 13:21

Hr. Sparkles
Ef þú hefur mikinn áhuga áþessum bíl þá máttu alveg hafa samband við mig. Ég skoðaði hann nokkuð vel um daginn og fór m.a. með hann í söluskoðun, gæti látið þig fá afrit af skýrslunni.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fim 18. Sep 2014 13:27

Þetta eru bílarnir sem ég myndi skoða persónulega, ekki akkúrat þessir bílar kannski en ca þessi módel.

Mazda 3 Sport - 2006 / ek. 90þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Volvo S40 - 2005 / ek. 99þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=3

Peugeot 207 - 2007 / ek. 110þ (Já, þetta er franskt, en þetta lúkkar vel, eyðir litlu og fantagott að keyra)
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=7

Volvo V50 - 2005 / ek 135þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=7

Ford Focus Trend Station - 2008 / ek. 123þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... schpage=15

VW Golf Comfortline - 2006 / Ek. 91þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=9

Skoda Octavia Ambiente - 2005 / ek 121þ
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

Persónulega myndi ég alltaf fara í eins dýran bíl og ég gæti án þess að fara í lántöku etc, reynslan mín er amk sú að maður sparar yfirleitt á því að fjárfesta í nýrri bíl með minna viðhaldi. Ath ég slepptí því alfarið að skoða Corollur og Avensis þar sem það er síðasta resort - og ég er á þeirri skoðun að menn eigi að keyra um á bíl sem þeir eru stoltir af ;)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Viktor » Fim 18. Sep 2014 13:47

AntiTrust skrifaði:Ath ég slepptí því alfarið að skoða Corollur og Avensis þar sem það er síðasta resort - og ég er á þeirri skoðun að menn eigi að keyra um á bíl sem þeir eru stoltir af ;)


*kjánahrollur*

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fim 18. Sep 2014 13:53

Sallarólegur skrifaði:*kjánahrollur*


Hann sagðist ekki vilja Corollu, og ég veit fátt leiðinlegra en að fara útúr húsi og "ohh.. þett'er bíllinn minn.."



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Viktor » Fim 18. Sep 2014 13:55

AntiTrust skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:*kjánahrollur*


Hann sagðist ekki vilja Corollu, og ég veit fátt leiðinlegra en að fara útúr húsi og "ohh.. þett'er bíllinn minn.."


Nú jæja. Þetta er smekksatriði, en mér finnst bæði Avensins og Corolla fallegri en Peugeot 207 allan daginn, alla daga. Hvað þá Ford Focus station... fyrir utan það að þeir Toyotueigendur sem ég þekki kaupa svo aldrei neitt annað vegna þess hve ánægðir þeir eru með kaupin í hvert skipti.

Efast um að það sé tilviljun hversu mikla markaðshlutdeild Toyota hefur hér á landi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fim 18. Sep 2014 13:58

Sallarólegur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:*kjánahrollur*


Hann sagðist ekki vilja Corollu, og ég veit fátt leiðinlegra en að fara útúr húsi og "ohh.. þett'er bíllinn minn.."


Nú jæja. Þetta er smekksatriði, en mér finnst bæði Avensins og Corolla fallegri en Peugeot 207 allan daginn, alla daga. Hvað þá Ford Focus station... fyrir utan það að þeir Toyotueigendur sem ég þekki kaupa svo aldrei neitt annað vegna þess hve ánægðir þeir eru með kaupin í hvert skipti.


Ég er ekkert svo ósammála. Avensis station finnst mér fínn, og Corollan er ekkert ljót heldur, bara dull. Sama má segja um Focusinn, en hann er bara svo ótrúlega góður drivers-car.

En ég myndi seint mæla gegn Toyotu, myndi bara aldrei nokkurntímann kaupa mér svoleiðis sjálfur.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf stefhauk » Fim 18. Sep 2014 17:17

Alveg sammála að þú kaupir þér ekki bíl sem þú ert ekki stoltur af að eiga og keyra. Fyrir mína parta myndi ég velja Focusinn fram yfir avensis eða corollu.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Xovius » Fös 19. Sep 2014 03:08

Ef þú vilt þægilegann fjöskyldubíl sem endist og virkar vel og eyðir litlu þá mæli ég með Toyota Avensis. Einn svoleiðis á heimilinu sem ég keyri oft og mæli pottþétt með honum. 2006 árgerð get ég komið undir 5.5l/100km ef ég keyri eins og maður.
Annars er ég að selja 2006 Imprezu GX station ef þig langar í svoleiðis. Hann hinsvegar eyðir 8-10l/100km þó það sé skemmtilegra að keyra hann :/



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf audiophile » Fös 19. Sep 2014 09:59

Það er hægt að fá fína Ford Focus station í þessum verðflokki. Mjög þægilegir og góðir akstursbílar með fínt pláss. Held að þeir komi bara þokkalega út hvað varðar bilanatíðni.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

KrissiP
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf KrissiP » Fös 19. Sep 2014 10:43

Ég á 2004 Subaru legacy, 4wd og eyðir í kringum 7 í langkeyrslu. Finnst fínt að keyra þetta og Subaru eru með gott orðspor um að endast lengi :happy


I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690


Jss
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig fólksbíl er best að kaupa fyrir 800-1500 þúsund

Pósturaf Jss » Fim 25. Sep 2014 18:56

Ég get alveg mælt með Skoda Octavia tdi, er reyndar að selja minn, 2006 árgerð, en bara út af því að ég er að yngja upp hjá mér bílinn. Hefur reynst mér mjög vel, mjög rúmgóður og þægilegur bíll sem eyðir litlu.

Sendi þér skilaboð með nánari upplýsingum ef þú hefur áhuga.