GuðjónR skrifaði:siminn skrifaði:Auðvitað, gerum massaleiðréttingu á alla sem hafa fengið stækkun á sig útaf þessari bilun.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Sæll Guðmundur, og takk fyrir svörin að ofan.
Það væri gaman að fá svör við eftirfarandi spurningum ef þú mættir vera að:
1.) Í ljósi þess að bæði Vodafone og Síminn hafa lent í "bilunum" þar sem augljóslega allt of mikið gagnamagn er talið, hvernig geta viðskiptavinir ykkar verið öruggir um að gagnamagnið sé alltaf 100% rétt talið?
2.) Núna fór ekki á milli mála að rangt væri talið þar sem skekkjan var það stór, hvað ef það væri alltaf "örlítil skekkja" segjum 10%-15%? eru mæliaðferðirnar (mælitækin) löggild? þ.e. er einhver annar en þið sjálf sem fylgist með því að allt sé rétt og heiðarlegt?
Sæll Guðjón.
1. Bilanir geta alltaf komið upp í öllum kerfum, tækjum og tólum sem eru í rekstri hjá okkur og bara auðvitað almennt. En það er þá okkar að ganga þannig frá að þær komi upp sem sjaldnast og hafi sem minnst möguleg áhrif á notendur. Við leggjum mikið kapp á að mælingar séu alltaf réttar og höfum alltaf gert. Bæði í talningu á gagnamagni, tali, skilaboðum og öllu því sem þarf að telja. Þetta er eitthvað sem við höfum staðið lengi í og fylgjum við alltaf þeim „best practices" sem fyrir eru hverju sinni í þessum geira um hvernig skuli staðið að slíkum talningum.Hingað til hefur mjög sjaldan komið upp að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í slíkum talningum, hvort sem það er gagnamagn, tal eða skilaboð.
2. Held að ekkert sé í lögum um að talning á gagnamagni sé löggild eins og t.d. bensíndælur og vigtar (eitthvað sem löggjafinn ætti etv. að skoða) en við sannreynum mælingar til að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Við erum með virkt reikningaeftirlit sem flaggar strax ef eitthvað afbrigðilegt kemur upp. Ef upp kemur skekkja að þá eru mælingar skoðaðar handvirkt og þær lagfærðar sé þess þörf og þá málin skoðuð hvert fyrir sig.
Vona að þetta svari spurningum þínum.
Kveðja,
Guðmundur hjá Símanum