Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?


Höfundur
cc151
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 04. Nóv 2010 22:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf cc151 » Mið 03. Sep 2014 13:13

Ég var að horfa á sims 4 stream og svo bara allt í einu verður skjárinn hjá mér svartur, ég prufaði að skipta um tengi á milli skjákorts og skjá: ekkert , ég prufaði að tengja skjáinn við aðra tölvu: ekkert, ég prufaði eiginlega allt, eina sem skeður er að hann sýnir mynd í svona 3 sec eftir að ég slekk og kveiki aftur á honum. Svo ég þarf að fara með hann í viðgerð. mæliði með einhverju fyrirtæki sem eru góðir í skjáviðgerðum?
Síðast breytt af cc151 á Mið 03. Sep 2014 14:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með venjulegan flatskjá í viðger

Pósturaf Frantic » Mið 03. Sep 2014 13:54

cc151 skrifaði:Ég var að horfa á sims 4 stream............

:roll:



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með venjulegan flatskjá í viðger

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 03. Sep 2014 14:02

Ef þú lýsir á hann me0 vasaljósi, sérðu þá mynd á skjánum?

En annars ef þetta er gamall eða ódýr skjár þá borgar sig sjaldnast að gera við þá. Nema þetta séu stakir íhlutir eins og þéttar sem þarf að skipta um.




Höfundur
cc151
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 04. Nóv 2010 22:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með venjulegan flatskjá í viðger

Pósturaf cc151 » Mið 03. Sep 2014 14:19

KermitTheFrog skrifaði:Ef þú lýsir á hann me0 vasaljósi, sérðu þá mynd á skjánum?


Já reyndar :o ég sé mjög daufa mynd af ég bendi vasaljósi á skjáinn



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með venjulegan flatskjá í viðger

Pósturaf dori » Mið 03. Sep 2014 14:30

Þá er baklýsingin ónýt. Hvaða tegund af skjá er þetta (helst týpunúmer líka)?




Höfundur
cc151
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 04. Nóv 2010 22:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með venjulegan flatskjá í viðger

Pósturaf cc151 » Mið 03. Sep 2014 14:36

dori skrifaði:Þá er baklýsingin ónýt. Hvaða tegund af skjá er þetta (helst týpunúmer líka)?


Þetta er acer það stendur aftan á Model No: X222W ég tók mynd, http://imgur.com/a76PaC1

Ég fékk þennan skjá bara lánaðan veit ekki hversu margar tommur hann er, en giska frá stærð svona í kringum 20"



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf dori » Mið 03. Sep 2014 15:02

Acer 22" X222W

Ég veit ekki hverjir selja Acer skjái á Íslandi, Tölvutek? Myndi bara hringja í eitthvað "nörda verkstæði" og spurja hvað kostar að skipta um backlight fyrir "Acer X222W".




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf TraustiSig » Mið 03. Sep 2014 15:09

Stórefa að það borgi sig að láta verkstæði gera við hann vs nýjan skjá.

Hinsvegar gætir þú sjálfur með smá lægni gert við hann. Þarft að opna hann, taka upp báðar prentplöturnar sem eru inn í honum og skoða hvort að einn eða fleiri þéttar séu bólgnir. Ef svo geturu tekið þá úr, farið í t.d. Miðbæjarradíó, keypt eins þétta í staðinn og lóðað í.

Hef gert þetta við skjái sem eru með þeirri lýsingu að "skjárinn deyr eftir smástund" og virkað (svo lengi sem það séu þéttarnir).


Now look at the location


Höfundur
cc151
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 04. Nóv 2010 22:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf cc151 » Mið 03. Sep 2014 15:33

Ok takk fyrir hjálpina og upplýsingarnar :)




enypha
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf enypha » Mið 03. Sep 2014 17:53

Ég held að Litsýn í Síðumúla sé eina fyrirtækið sem geri við sjónvörp þessa dagana. Það má vel vera að þeir geti gert þetta fyrir minni pening en að kaupa nýjan. Sakar ekki að hringja og spyrja.


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár


B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er sniðugt að fara með tölvu flatskjá í viðgerð?

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 04. Sep 2014 08:56

Ég fór með Samsung sjónvarp til þeirra í Litsýn um daginn og það kostaði mig rúmlega 20þúsund að láta þá skipta um 5 þétta. Þetta kannski borgar sig með sjónvarp en efast um það með tölvuskjá.