Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf Sidious » Mán 18. Ágú 2014 22:54

Sælir\ar

Ég er í einhverjum leiðinda vandræðum með fartölvuna hjá mér sem orðin aðeins meira en þriggja ára gömul. Málið er það að alltaf þegar ég kveiki á henni þá heyrast svona fimm eða sex smellir þegar bios skjárinn er á henni, tick tick tick og svo frýs hún á þeim stað... Þegar þetta gerðist fyrst þá heyrðust þá heyrðist hljóðið sjaldnar en tölvan fór samt í gang. Það fyrsta sem ég hugsaði var að harði diskurinn væri við það að gefa sig. Tók því afrit af öllu þessu mikilvægasta. En allavega nú er þetta orðið þannig að hljóðið heyrist alltaf þegar ég kveikji á tölvunni. EN ég get samt náð að koma henni í gang og notað "nánast" eins og ekkert er að.

Það eina sem ég þarf að gera til þess að láta hana ekki tikka þegar ég kveikji á henni er frekar fáránlegt. Ég kveiki á henni og læt hana frjósa á boot skjánum, síðan vef ég t.d. ullarpeysu utam um tölvuna og læt hana hitna verlulega mikið. Þegar hún er orðin góð og fun heit þá slekk ég á henni og kveiki strax aftur. Nú heyrist tikkið einu sinni en tölvan ræsir sig. Svo verð ég samt að passa mig á því að tölvan kólni ekki of mikið meðan ég er í henni, ég get til dæmis ekki lagt hana á kalt borð því þá fer hún bara að tikka og frýs svo. Svo virðist eins og hún sé að versa, eða þurfi á meiri hita. Nú er það þannig að ég er alltaf með 7-zip í gangi að þjappa einhverjar risa skrár svo að hitinn á tölvunni haldist þannig að hún frýs ekki.

SMART test segir mér að harði diskurinn sé gamall en OK. Ég hefði getað svarið að þessi vandæði væri útaf harða diskinum en þetta hita dæmi finnst mér ekki stemma við það, allavega hef ég ekki heyrt af því áður. Eru einvhverjir sem hafa einhver ráð. Er kannski besta lausnin að redda mér einhverjum öðrum hdd til að prófa eða er þetta kannski eitthvað annað?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf rapport » Mán 18. Ágú 2014 23:26

Þetta er diskurinn sem er þá líklega bara búinn að fá að snúast smá og gera legurnar heitar eða eitthvað...



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf kizi86 » Þri 19. Ágú 2014 00:02

gæti verið farin einhver lóðning or sum á móðurborðinu / lélegur þéttir eða eitthvað svipað, jafnvel skemmd straumrás á prentplötunni, þegar hún hitnar þá þenst borðið út smá og hleypir straumnum í gegn, en svo þegar kólnar þá blokkast straumrásin? bara getgátur hérna en gæti alveg verið möguleiki.. til að vera alveg viss um að þetta sé ekki diskurinn, prufa að aftengja hann og boota upp af usb lykli t.d ubuntu live-cd og sjá hvernig hún fer þá?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf Sidious » Þri 19. Ágú 2014 00:28

Takk fyrir svörin, ég prófa að boota hana af usb lykli á morgun og athuga hvað gerist.




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf sigurdur » Þri 19. Ágú 2014 13:49

Þetta hljómar mjög líkt því þegar gamla ThinkPad T61 vélin mín var að gefa sig. Það voru lóðningar á skjákortinu (þekktur galli). Hvaða tegund er þetta?



Skjámynd

billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf billythemule » Þri 19. Ágú 2014 15:36

Það er búið að fjalla svolítið um Mac fartölvur á reddit frá árinu 2011 sem eru með vandamál tengt lóðningunni milli móðurborðsins og skjákortsins og eru byrjaðar að hrynja akkurat núna. Þetta var líka stórt vandamál á xbox 360. Trikkið var að baka tölvurnar þangað til lóðningin bráðnaði og harðnaði svo á nýjan leik. Mig grunar að þú hafir fengið þessa hugmynd útfrá þessu ''towel trick''. Það þarf frekar mikinn hita til þess að þetta virki og sumir hafa einfaldlega skutlað móðurborðinu inn í bakaraofn í smástund eða miðað hitablásara beint á skjákortið. Að hafa tölvuna heita í keyrslu gæti verið tímabundin lausn þar sem móðurborðið getur svignað og leitt strauminn rétta leið.

http://makestuffdostuff.blogspot.com/20 ... k-pro.html

Ég get samt ekki verið 100% viss um að þetta sé vandamálið og í ofanálagað þá er þetta eins mikil redding og hægt er að hugsa sér. Það er góður séns að eyðileggja tölvuna eða að þessi lausn virki bara í nokkra mánuði.



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með fartölvu. Hún vill vera heit.

Pósturaf Sidious » Mið 27. Ágú 2014 02:37

Sælir,

Heyrðu mér tókst að laga þetta og sökudólgur tengdist að öllu leyti harða drifinu. Eftir allt of mikið vesen tókst mér að komast að harða drifinu og skipta um drif, en ég þurfti að taka móðurborðið úr tölvunni til að geta það, Dell wtf?. Eftir það kveikti hún á sér no problem. Helvíti ánægður með þetta, get eytt peningunum í eitthvað annað en nýja tövlu\viðgerð :D