Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Allt utan efnis

Höfundur
Lezer
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 17. Maí 2009 02:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Lezer » Sun 01. Jún 2014 21:07

Sælir vaktarar.

Vona að það sé ekki þegar umræða um þetta, amk sá ég ekki neina slíka.

Er búinn að vera að skoða á netinu ýmsa forums og einnig reiknivélar frá coinwarz, til að skoða hversu viable það er að búa til farm rig og fá einhverjar tekjur af því. Eins og komið er hef ég einungis séð að maður er amk eitt ár að enda í brake even.
Ef það er raunveruleikinn, er eitthvað vit í þessu? Erfiðleikastigið hækkar jafn óðum, auk þess sem búnaðurinn úreldist og allt það fram eftir götunum. Eru einhverjir hérna inni sem hafa einhverja reynslu af þessu, þ.e. eru komnir út í þetta sjálfir, og gætu kanski komið með einhverjar reynslusögur? [-o<

Ég ætla að taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í þessu, en hef kanski einhverja grunnþekkingu þar sem ég er búinn að vera að kynna mér þetta í lengri tíma.

Aðal spurningin er þá væntanlega, er hægt að setja upp svona farming rig og láta það borga sig upp á þokkalegum tima, og láta það rig halda áfram að skila einhverjum arði? Kanski ágætt að taka það fram að ég er ekki að reikna með einhverjum risa upphæðum, heldur meira forvitni hvort að þetta geti skilað net gróða. :-k



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf tdog » Sun 01. Jún 2014 23:33

Þetta borgar sig ekki nema þú kaupir þér gagnaver.




HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf HarriOrri » Lau 07. Jún 2014 16:44

Græðir alltaf meira á því að kaupa rafmyntina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í miner



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Oak » Lau 07. Jún 2014 17:47

HarriOrri skrifaði:Græðir alltaf meira á því að kaupa rafmyntina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í miner


Hvernig er maður að græða meira þannig? Ef þú færð tölvu sem vinnur á 1-2 TH/z t.d. þá ertu alveg í ágætis málum en þeir eru held ég að kaupa allan þann búnað og setja það í gagnaver hérna á Íslandi.

Það eru menn hérna heima að versla miner græjur fyrir milljónir hérna heima...ætla nú að vona að þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð :)


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf HarriOrri » Mán 16. Jún 2014 20:01

Oak skrifaði:
HarriOrri skrifaði:Græðir alltaf meira á því að kaupa rafmyntina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í miner


Hvernig er maður að græða meira þannig? Ef þú færð tölvu sem vinnur á 1-2 TH/z t.d. þá ertu alveg í ágætis málum en þeir eru held ég að kaupa allan þann búnað og setja það í gagnaver hérna á Íslandi.

Það eru menn hérna heima að versla miner græjur fyrir milljónir hérna heima...ætla nú að vona að þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð :)


Segjum að þú eyðir 1 BTC eða 60 þúsund~~ í ASIC tölvu. Þú munt ALDREI ná ROI á hana, þ.e. fá 1 bitcoin úr henni. Þetta miðast við alla minera sem eru til sölu nú til dags og hækkun á difficulty. Betra væri að eiga þennan eina BTC og geyma. Græðir meira á því



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf GullMoli » Mán 16. Jún 2014 21:21

Ef þú mine'ar mint sem síðan hækkar allsvakalega í verði þá geturðu grætt miklar fjárhæðir. Getur borgað sig að fylgjast með nýjum rafmyntum og mine'a þær sem líta vel út í einhvern tíma.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf HarriOrri » Þri 17. Jún 2014 19:35

GullMoli skrifaði:Ef þú mine'ar mint sem síðan hækkar allsvakalega í verði þá geturðu grætt miklar fjárhæðir. Getur borgað sig að fylgjast með nýjum rafmyntum og mine'a þær sem líta vel út í einhvern tíma.


Svo gætir þú sömuleiðis keypt mintina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í mining rig og grætt enn meira. Maður nær einfaldlega aldrei ROI



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Oak » Þri 17. Jún 2014 19:42

Þú vilt semsagt meina að þeir sem er að setja upp gagnaverin hérna séu bara í ruglinu?


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf dori » Þri 17. Jún 2014 21:49

Oak skrifaði:Þú vilt semsagt meina að þeir sem er að setja upp gagnaverin hérna séu bara í ruglinu?

Þeir eru hugsanlega með betri díla við framleiðendur (ódýrari eða styttri lead time) eða eru sjálfir að framleiða búnaðinn. Svo er náttúrulega ódýrara rafmagn fyrir gagna er en heimili sem skiptir máli þegar þú ert kominn á skala.

Annars held ég að allavega einhver þessara fyrirtækja hafi ekki verið að mína fyrir sjálfa sig heldur að selja reiknigetuna til annarra sem fá svo "gróðann".



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf GullMoli » Þri 17. Jún 2014 22:14

HarriOrri skrifaði:
GullMoli skrifaði:Ef þú mine'ar mint sem síðan hækkar allsvakalega í verði þá geturðu grætt miklar fjárhæðir. Getur borgað sig að fylgjast með nýjum rafmyntum og mine'a þær sem líta vel út í einhvern tíma.


Svo gætir þú sömuleiðis keypt mintina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í mining rig og grætt enn meira. Maður nær einfaldlega aldrei ROI


Nei, þú getur ekkert einfaldlega keypt mint sem er nýkomin á markað, nema að treysta einhverju fólki út í bæ sem getur þessvegna sett hvaða verð sem er á þetta. Ef þú mine'ar mint sem er nýkomin á markað þá er difficulty'ið svo lágt að þú færð mjög mikið magn af henni. Svo kannski eftir nokkra daga/vikur byrjar fólk að selja, eða heldur þeim ef verðið skyldi hækka.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf HarriOrri » Mán 23. Jún 2014 21:37

GullMoli skrifaði:
HarriOrri skrifaði:
GullMoli skrifaði:Ef þú mine'ar mint sem síðan hækkar allsvakalega í verði þá geturðu grætt miklar fjárhæðir. Getur borgað sig að fylgjast með nýjum rafmyntum og mine'a þær sem líta vel út í einhvern tíma.


Svo gætir þú sömuleiðis keypt mintina fyrir þann pening sem þú ætlaðir að eyða í mining rig og grætt enn meira. Maður nær einfaldlega aldrei ROI


Nei, þú getur ekkert einfaldlega keypt mint sem er nýkomin á markað, nema að treysta einhverju fólki út í bæ sem getur þessvegna sett hvaða verð sem er á þetta. Ef þú mine'ar mint sem er nýkomin á markað þá er difficulty'ið svo lágt að þú færð mjög mikið magn af henni. Svo kannski eftir nokkra daga/vikur byrjar fólk að selja, eða heldur þeim ef verðið skyldi hækka.


Eiginlega öll altcoin faila, og þau sem komast áfram koma á Crypto-to-crypto exchanges eiginlegas strax




HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf HarriOrri » Mán 23. Jún 2014 21:41

Oak skrifaði:Þú vilt semsagt meina að þeir sem er að setja upp gagnaverin hérna séu bara í ruglinu?


Þeir sem eru með heil gagnaver geta grætt á því, ódýara rafmagn og magnafsláttur af græjum
Fólk sem kaupir sem rig til að hafa heima hjá sér mun nánast alltaf tapa á því




kfc
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Fös 18. Mar 2011 23:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf kfc » Mán 23. Jún 2014 22:31

Veit um gangaver hér heima sem er með 2880 svona vélar

http://www.bitfury.org/

vélin kostar um 8000 evrur...



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Hargo » Þri 24. Jún 2014 00:37

Þessir gaurar eru með ansi myndarlegan fjölda af minerum í gagnaverum á Íslandi. Held þeir séu dreifðir á milli Thor Data Center í Hfj og svo Verne Global á Reykjanesi.

https://cloudhashing.com/



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Squinchy » Þri 24. Jún 2014 00:41

kfc skrifaði:Veit um gangaver hér heima sem er með 2880 svona vélar

http://www.bitfury.org/

vélin kostar um 8000 evrur...


Það að einhver sé með 3500 milljónir til að leika sér með sé að fara henda pening í þetta eru sirka 0% líkur. Pics or it din't happen


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf GullMoli » Þri 24. Jún 2014 08:21

Squinchy skrifaði:
kfc skrifaði:Veit um gangaver hér heima sem er með 2880 svona vélar

http://www.bitfury.org/

vélin kostar um 8000 evrur...


Það að einhver sé með 3500 milljónir til að leika sér með sé að fara henda pening í þetta eru sirka 0% líkur. Pics or it din't happen


Ég hef einnig heyrt um þetta, starfsmenn ákveðins tæknifyrirtækis hérna heima voru fegnir til þess að setja þetta upp. Hef það eftir traustum heimildum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 24. Jún 2014 10:10

GullMoli skrifaði:
Squinchy skrifaði:
kfc skrifaði:Veit um gangaver hér heima sem er með 2880 svona vélar

http://www.bitfury.org/

vélin kostar um 8000 evrur...


Það að einhver sé með 3500 milljónir til að leika sér með sé að fara henda pening í þetta eru sirka 0% líkur. Pics or it din't happen


Ég hef einnig heyrt um þetta, starfsmenn ákveðins tæknifyrirtækis hérna heima voru fegnir til þess að setja þetta upp. Hef það eftir traustum heimildum.



BusinessWire.com skrifaði:BitFury is the world’s leader in producing ASICs for the mining of Bitcoin and other cryptocurrencies. It sells ASICs, complete servers, as well as fully hosted and managed solutions to professional cryptocurrency mining companies. In addition to selling hardware and mining solutions, BitFury also operates one of the largest bitcoin mining operations with top-end datacenters in Finland, Iceland and, most recently, the Republic of Georgia.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Hargo » Þri 24. Jún 2014 10:18

Squinchy skrifaði:
Það að einhver sé með 3500 milljónir til að leika sér með sé að fara henda pening í þetta eru sirka 0% líkur. Pics or it din't happen


Það er stranglega bannað að taka myndir inn í gagnaverunum án sérstak leyfis. Þannig að ef þú ætlar að biðja starfsmann tæknifyrirtækis eða gagnaversins um að henda inn myndum af þessu þá mun hann brjóta starfsreglur í leiðinni, þeir taka hart á þessu.

GullMoli skrifaði:Ég hef einnig heyrt um þetta, starfsmenn ákveðins tæknifyrirtækis hérna heima voru fegnir til þess að setja þetta upp. Hef það eftir traustum heimildum.


Get tekið undir þetta.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf Oak » Lau 28. Jún 2014 01:14

Hvað haldiði t.d. að sé verið að græja í nýja Advania gagnaverinu á suðurnesjunum? Allt verður að vera tilbúið helst fyrir mánuði síðan. Einungis Miner vélar.

Þar sem ég er að vinna er þó nokkrir gangar af þessu en ekki má ég taka mynd til að sýna ykkur :klessa


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf cure » Mið 04. Mar 2015 21:53

Minar einhverjar coins sem þú hefur trú á.. ert búinn að safna upp í 0.2 - 03 BTC og þá geturu farið að trate-a "daytrate" svo dýrt að kaupa búnað, skjákort, ASIC minera til að koma út í einhverjum hagnaði.. og svo er þetta allt áhætta.. en þetta er samt basic ef þú ert að trate-a.. selja HÁTT kaupa LÁGT :D bara gaman en tekur mikinn tíma.. var gaman þegar allt þetta: mintpalpumps og altcoinpumps voru í gangi á twitter þá gat maður stundum grætt 0.2 - 0.3 BTC bara með því að bíða ekki nokkurn skapaðann hlut heldur bara kaupa og um leið og þeir nefndu coinið og að gera sellnote um leið sem maður var búinn að taka áhvörðun um hver væri áður en maður keypti.. jááá þetta er skemmtilegt :D



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gróði við að 'mina' rafmynt - Fiction eða fact?

Pósturaf hagur » Mið 04. Mar 2015 22:46

Nýju gagnaver Advania á suðurnesjum eru smekkfull af crypto-coin minerum, það get ég staðfest.

Þessi gagnaver voru beinlínis hönnuð með þá notkun í huga. Gríðarlegt reikniafl, en ekki eins mikið lagt uppúr uppitíma, bandvídd, o.sv.frv.