Hávaði í tölvu

Skjámynd

Höfundur
Ýmir
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fös 16. Júl 2010 01:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hávaði í tölvu

Pósturaf Ýmir » Sun 22. Jún 2014 18:10

Sælir

Ég er að leita ráðlegginga varðandi hávaða í tölvunni minni, ég er var að spá í að fá mér vatnskæling en ég veit ekki hvort það myndi minnka hávaðann.

Er ekkert mál að installa vatnskælingu? Hversu oft þarf ég að skipta um vökva í henni?

Kveðja Ýmir




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hávaði í tölvu

Pósturaf Klemmi » Sun 22. Jún 2014 18:32

Myndi nú byrja á því að finna út hvað það er sem er að mynda mesta hávaðan. Það þarf ekki að vera nema ein hávær vifta, en hvað sem það er, þá er bezt að finna út úr því fyrst áður en þú ferð að plana einhverjar róttækar aðgerðir :fly

Það er almennt óþarfi að fara í vatnskælingu ef þú ert bara að leitast eftir hljóðlátu og ekki að fara út í neina öfga yfirklukkun.



Skjámynd

Höfundur
Ýmir
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fös 16. Júl 2010 01:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hávaði í tölvu

Pósturaf Ýmir » Sun 22. Jún 2014 19:50

Já langmesti hávaðinn er í örgjörvakælingunni. Ég er nýbúinn að þrífa tölvuna, en ég hef samt ekki hreyft neitt við örgjörvanum eða kælingunni síðan ég fékk tölvuna fyrir u.þ.b tveimur árum.
Örgjörvinn er samt ekkert of heitur eða neitt þannig hann er í steady 44 °C. Þarf ég að kaupa nýja kælingu eða?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hávaði í tölvu

Pósturaf Klemmi » Sun 22. Jún 2014 20:52

Ef þetta er bara stock kælingin sem fylgir AMD örgjörvunum, þá er já ráðlegt að skipta um kælingu. Annars fer þetta líka eftir því hvernig móðurborðið er að stýra kælingunni og þú getur skoðað hvort að þú getir valið hraðastillingu sem leyfir hærri hita, þ.e. keyrir á lægri snúningi.

Ég hef góða reynslu af Xigmatek Prime, öflug og hljóðlát kæling með stórri viftu, en annars er Coolermaster Hyper 212 einnig vinsæll kostur.



Skjámynd

Höfundur
Ýmir
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fös 16. Júl 2010 01:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hávaði í tölvu

Pósturaf Ýmir » Fös 11. Júl 2014 20:50

Endaði með að ég keypti hyper 212 og það lagaði hávaðann, takk fyrir hjálpina!