Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Hef verið að lenda í því undanfarið að rafhlaðan tæmist fyrirvaralaust í 9 mánaða gömlum Samsung Galaxy S4. Ég er til að mynda að vafra á netinu og rafhlöðuhleðslan stendur í 60% en síðan er síminn skyndilega dauður. Í gær var ég í miðjum klíðum að panta í Dominos appinu með rafhlöðuna yfir 50% og síðan bara allt blankó. Getur verið að rafhlaðan hafi ekki lengri líftíma en 9 mánuði? Hvernig er með ábyrgð á svona hlutum? Hvert get ég farið til að láta mæla rafhlöðuna og láta dæma um hvort hún sá orðin svona slöpp? Ég var líka að spá í hvort síðasta uppfærsla í Android stýrikerfinu væri að valda þessu "böggi" en mér fannst ekki fara að bera á þessu fyrr en eftir síðustu uppfærslu Vonandi getur einhver hér ráðlagt mér hvað best sé að gera
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Er rafhlaðan farin að bólgna eitthvað hjá þér?
Taktu hana úr og skoðaðu hana vel. Hún bólgnar í miðjunni. Gerðist hjá mér og hegðaði sér eitthvað svipað.
Taktu hana úr og skoðaðu hana vel. Hún bólgnar í miðjunni. Gerðist hjá mér og hegðaði sér eitthvað svipað.
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
- Reputation: 54
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Ef þú tekur rafhlöðuna úr símanum og skoðar serial nr-ið á henni og það byrjar á RF1D - þá er það sending sem var gölluð.
Ferð þangað sem þú keyptir símann og færð nýja endurgjaldslaust.
Ferð þangað sem þú keyptir símann og færð nýja endurgjaldslaust.
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
brynjarbergs skrifar;
Þakka þér kærlega fyrir að benda mér á þetta en S/N hjá mér er RF1D+++++++. Það væri frábært ef að þú gætir bent mér á grein, innköllun eða eitthvað annað varðandi þessar gölluðu rafhlöður þannig að ég hafi eitthvað haldbært þegar ég fer og kref söluaðilann um nýja rafhlöðu
Ef þú tekur rafhlöðuna úr símanum og skoðar serial nr-ið á henni og það byrjar á RF1D - þá er það sending sem var gölluð.
Þakka þér kærlega fyrir að benda mér á þetta en S/N hjá mér er RF1D+++++++. Það væri frábært ef að þú gætir bent mér á grein, innköllun eða eitthvað annað varðandi þessar gölluðu rafhlöður þannig að ég hafi eitthvað haldbært þegar ég fer og kref söluaðilann um nýja rafhlöðu
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 278
- Skráði sig: Fös 25. Sep 2009 19:01
- Reputation: 1
- Staðsetning: Glued To My Chair!
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Átt ekki að þurfa að hafa neitt með þér.
Var það stórt vandamál að Samsung gaf það út að allir ættu að skipta þessum rafhlöðum út.
Öll símafyrirtæki á Íslandi fara eftir því
Var það stórt vandamál að Samsung gaf það út að allir ættu að skipta þessum rafhlöðum út.
Öll símafyrirtæki á Íslandi fara eftir því
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Keypti minn reyndar ekki hjá símafyrirtæki heldur hjá BestBuy.is en þeir hljóta að falla undir sömu skilmála um skipti á gallaðri vöru í ábyrgð
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
- Reputation: 54
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Ég er að bíða eftir svari frá BestBuy.is, þar sem ég keypti símann, en ég hef þegar fyllt út þjónustubeiðni með bilanalýsingu hjá þeim sem er hugsanlega fyrsta skrefið í að fá rafhlöðunni skipt út fyrir ógallaða
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
karvel skrifaði:Ég er að bíða eftir svari frá BestBuy.is, þar sem ég keypti símann, en ég hef þegar fyllt út þjónustubeiðni með bilanalýsingu hjá þeim sem er hugsanlega fyrsta skrefið í að fá rafhlöðunni skipt út fyrir ógallaða
Held að ég hafi skipt minni út án þess að framvísa kvittun í elko.
Ath. hvað þeir segja hérna á íslandi áður en þú ferð að eltast við BNA.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Minuz1 skrifaði:karvel skrifaði:Ég er að bíða eftir svari frá BestBuy.is, þar sem ég keypti símann, en ég hef þegar fyllt út þjónustubeiðni með bilanalýsingu hjá þeim sem er hugsanlega fyrsta skrefið í að fá rafhlöðunni skipt út fyrir ógallaða
Held að ég hafi skipt minni út án þess að framvísa kvittun í elko.
Ath. hvað þeir segja hérna á íslandi áður en þú ferð að eltast við BNA.
Ef síminn er keyptur utan Norðurlandanna þá er Samsung á Íslandi skítsama um þig.
Re: Rafhlöðuvandamál í Samsung S4
Ég hef nú ekki leitað annara leiða m.a. vegna þess sem kemur fram hér á undan
Þetta er nú ekki skilvirkasta kerfið til að fá gallaðri vöru skipt út en vonandi virkar það á endanum. Hinsvegar er mjög bagalegt að vera með nánast ónothæfan síma ef að biðin eftir lagfæringu fer að hlaupa á vikum
Es. Til að klára málið vil ég greina frá því að söluaðili hefur þegar skipt út rafhlöðunni fyrir nýja og get ég ekki annað en verið hæstánægður með þau málalok.
Vil ég að lokum sérstaklega þakka brynjarbergs fyrir að upplýsa mig um rafhlöðugallann
Einnig hef ég viljað gefa BestBuy.is tækifæri á að efna þá 2 ára ábyrgð, sem er á tækinu, áður en ég leita réttar míns eftir öðrum leiðum. Ég er búinn að senda inn þjónustbeiðni á Tölvuland.is á Skeljagranda 1, sem sér um viðgerðir/þjónustu fyrir BestBuy, og bíð eftir að fá sent númer frá þeim áður en eitthvað meira fer að gerast.Ef síminn er keyptur utan Norðurlandanna þá er Samsung á Íslandi skítsama um þig
Þetta er nú ekki skilvirkasta kerfið til að fá gallaðri vöru skipt út en vonandi virkar það á endanum. Hinsvegar er mjög bagalegt að vera með nánast ónothæfan síma ef að biðin eftir lagfæringu fer að hlaupa á vikum
Es. Til að klára málið vil ég greina frá því að söluaðili hefur þegar skipt út rafhlöðunni fyrir nýja og get ég ekki annað en verið hæstánægður með þau málalok.
Vil ég að lokum sérstaklega þakka brynjarbergs fyrir að upplýsa mig um rafhlöðugallann
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5