Síminn telur allt gagnamagn


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Cikster » Mið 04. Jún 2014 23:08

Þetta útspil símans er eflaust gert til að bæði koma fólki frá VPN tengingum þar sem þú borgar 1500-2000 kall fyrir 1 tb af downloadi í staðinn fyrir það litla sem maður hefur getað fengið frá símanum í auka gagnamagn fyrir sama pening. Einnig til höfuðs OZ sjónvarpsappsins og annara sem eru að plana svoleiðis innlenda sjónvarpsdreifingu en skjóta sjálfa sig jafnframt í fótinn þar sem þeir eru líka að selja svoleiðis aðgang sem borgar sig eftir breytinguna alls ekki (nema kannski stöku sinnum ef maður fer uppí bústað og nær nógu góðri tengingu þar).

Allavegana hér er einn viðskiptavinur sem hefur verið í viðskiptum við þá í einhver 15 ár og er búinn að vera mana sig upp í að færa sig til annars þjónustuaðila loksins kominn með þetta push sem þurfti til að ákveða það. 3x200 kr hækkun á mánuði + það að þurfa eflaust að hækka sig í stærri pakka sem er 1500 kr á mánuði í viðbót gerir sennilega 15-20% hækkun á símreikning.

Og til hvers sem það var sem talaði um notendur sem nota 6 tb á mánuði (miðað við nýju týpuna af útreikningum) ... hvernig færðu þá tölu út eiginlega ... ljósnetið er einfaldlega allt of hægvirkt til að geta það að mínu mati ... algjört max yfir 30 daga væri sirka 15 tb download og 7.5 tb upload miðað við 100% notkun sem þú munt aldrei ná þar sem routerinn chokar við svona allt of margar tengingar sem þyrfti til að ná því.



Skjámynd

AlexJones
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf AlexJones » Mið 04. Jún 2014 23:17

http://www.siminn.is/siminn/i-fjolmidlu ... 1/item5457

Miðað við þessa frétt, þá er verðið óbreytt fyrir þessi 98% og gagnapakkinn þeirra búinn að stækka margfalt. Til lengri tíma séð er Síminn búinn að losna við kostnaðarsama bandvíddarháka, lækka álag á netkerfið, einfalda rekstur sem þýðir að hægt er að bjóða samkeppnishæfari verð í framtíðinni. Ef þessi 2% hætta, þá fellur álag niður um þessi 25% sem auðvitað kemur sér vel fyrir hin 98%, í formi stærri gagnapakka, meiri hraða og betri þjónustu.

Ég er ekki að sjá að önnur fjarskiptafyrirtæki séu spennt fyrir viðskiptum við þessi 2% miðað við þær áskriftarleiðir sem þau bjóða upp á (enn). Álag á kerfið hjá þeim stóreykst, á þann veg að venjulegir viðskiptavinir finna fyrir því. Spái ég því að innan árs verði öll önnur fjarskiptafyrirtæki búin að skipta yfir í samskonar módel og Síminn.

Það sem er að gerast minnir doldið á Hive. Hive byrjaði nefnilega þannig að allt download var ókeypis. Þangað fóru allir bandvíddarhákarnir, og innan tíðar varð netið hjá þeim ónothæft.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf roadwarrior » Mið 04. Jún 2014 23:21

Ég er enginn stórnotandi og klára aldrei þann erlenda kvóta sem ég hef en ef af þessum breytingum verður hjá Símanum mun ég flytja mig.
Ég hef verið dyggur viðskiptavinur í yfir 20 ár, bæði í GSM og interneti og hef jafnvel varið Símann þegar maður hefur heyrt hallað á hann í umræðunni en núna gengu þeir of langt.
Þessar breytingar munu trúlega ekki hafa svo mikil áhrif á mig en ég lýt á þetta sem prinsíp mál.
Ég lít á þetta sem afturhvarf til fortíðar þegar upphringimodemin voru og hétu og allir borguðu mínútu gjald/skrefa gjald til Landsímans.
Átti svo sem von á að einhver af þeim sem selja internetaðgang myndu reyna þetta einn daginn, átti eiginlega von á Vodafone myndu byrja á þessu eftir síðustu gloríur þeirra varðandi gagnamælingar en trúlega hafa þeir ekki þorað að verða fyrstir eftir að þeir voru teknir í bólinu með lekandan.
Í nútíma þjóðfélagi þar sem netið skiftir orðið gríðalegu máli er þetta eins og að fara 20 ár aftur í tímann þegar maður sat á kvöldin fyrir framan tölvuna og tengdist BBS kerfum og taldi mínúturnar svo maður væri ekki of lengi og símareikningurinn hjá þeim gömlu riki ekki uppúr öllu valdi.
Hvenær stoppar þetta?
Verður næst farið að telja netnotkun á IPTV netinu??
Verður ódýrara að fara á netið á kvöldin/nóttuni / um helgar? Þannig var það í denn, kvöldtaxti og helgartaxti á landlínununum!
Tala ekki um mismununa sem var á milli landshluta!
Ég ólst upp norður í landi þar og það var dýrara fyrir mig/foreldra mína þegar ég tengdist BBS í Rvk heldur en innan míns svæðis
Hvað dettur símanum næst í hug?
"Já heyrðu, þú býrð á Hvamstanga/Höfn í Hornafirði/Djúpavogi og svo frv og því ætlum við að rukka þig meira, já sko það kostar svo mikið að senda gögnin þín frá þínu sveitarfélagi til Rvk og svo eru svo fáir notendur í þínu sveitarfélagi og búnaðurinn svooooooo dýr"
Er þetta næst????
Og margt fleira sem ég er nokkuð viss um að þeir munu reyna í krafti stærðar
I AM REALLY FUCKING PISSED!!!
Ég mun flytja mig þann 31 ágúst ef síminn dregur þetta ekki til baka
Ég mun líka flytja mig 31. ágúst þótt að allir aðrir endursöluaðilar munu taka þetta líka upp BARA TIL AÐ HEGNA SÍMANUM FYRIR AÐ VERA FYRSTIR!!!!
Fnæs
Varð að blása :p



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf roadwarrior » Mið 04. Jún 2014 23:25

og fyrir þá sem eru svo ungir að þeir vita ekki hva BBS er þá var það forveri netsins eins og við þekkjum það í dag
http://en.wikipedia.org/wiki/Bulletin_board_system




hfinity
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 23:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf hfinity » Fim 05. Jún 2014 00:03

Er hjá símanum og þar sem ég er power user og streama líka þá munu gjöld mín margfaldast. Á 15 dögum er stream magn mitt um 50GB
Ef þetta verður að veruleika þá mun ég færa mig og aldrei eiga viðskipti við Símann aftur



Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Xberg » Fim 05. Jún 2014 01:51

Mér fynnst bara voða skrítið að fyrirtæki geti í raun rukkað mann 2x fyrir nánast sömu netumferð.
T.d: Ert með 2x tengingar hjá Simanum og ert að senda frá Stað.1 "Up" til Stað.2 "Dl" ftp'a backup á milli þeirra, þá er maður s.s að borga fyrir DL & Upload-ið á ljósmyndasafninu sínu.

Nú er ég ekki lögfræðingur svo ég spyr, stenst það lög að rukka 2x fyrir svoleiðis netumferð.


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Gúrú » Fim 05. Jún 2014 03:46

Xberg skrifaði:Nú er ég ekki lögfræðingur svo ég spyr, stenst það lög að rukka 2x fyrir svoleiðis netumferð.


Þú ert að kaupa aðgang að internetinu. Þú ert með tvo aðganga að internetinu. Af hverju ættirðu að borga einu sinni?

Það er ekkert fáránlegra við það að þú borgir Símanum tvisvar fyrir aðganginn en núverandi staða þar sem þú
borgar Símanum einu sinni og vinur þinn í Bombay borgar Indialink einu sinni. Tvær greiðslur, tveir aðgangar.

Það er einnig fáránlega ólíklegt að það sé nokkur slík löggjöf á bókunum. Get ekki ímyndað mér hvaða lagagrein væri orðuð á þann máta að það væri ólöglegt
að rukka tvisvar fyrir tvo aðganga.


Modus ponens

Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Xberg » Fim 05. Jún 2014 04:21

Gúrú skrifaði:
Xberg skrifaði:Nú er ég ekki lögfræðingur svo ég spyr, stenst það lög að rukka 2x fyrir svoleiðis netumferð.


Þú ert að kaupa aðgang að internetinu. Þú ert með tvo aðganga að internetinu. Af hverju ættirðu að borga einu sinni?

Það er ekkert fáránlegra við það að þú borgir Símanum tvisvar fyrir aðganginn en núverandi staða þar sem þú
borgar Símanum einu sinni og vinur þinn í Bombay borgar Indialink einu sinni. Tvær greiðslur, tveir aðgangar.

Það er einnig fáránlega ólíklegt að það sé nokkur slík löggjöf á bókunum. Get ekki ímyndað mér hvaða lagagrein væri orðuð á þann máta að það væri ólöglegt
að rukka tvisvar fyrir tvo aðganga.


Fyrstalagi þá er mikill munur á þvi, þá væri ég að uploda yfir sæstreng enn ekki landlínu. Ég var að tala um að "ég" sé með 2x netáskriftir hjá Símanum og væri að dl-a og up-la á milli þeirra tenginga.

Dæmi: WAN IP: 111.222.3.1 Uplodar 200.Mb fæl til WAN IP: 111.222.3.2 sem Downlodar 200.Mb fælnum <- ég er áskrifandi á báðum Ip. = kostar mig að senda 200.Mb fæl 400.Mb í heildina.


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Gúrú » Fim 05. Jún 2014 04:47

Xberg skrifaði:Fyrstalagi þá er mikill munur á þvi, þá væri ég að uploda yfir sæstreng enn ekki landlínu. Ég var að tala um að "ég" sé með 2x netáskriftir hjá Símanum og væri að dl-a og up-la á milli þeirra tenginga.
Dæmi: WAN IP: 111.222.3.1 Uplodar 200.Mb fæl til WAN IP: 111.222.3.2 sem Downlodar 200.Mb fælnum <- ég er áskrifandi á báðum Ip. = kostar mig að senda 200.Mb fæl 400.Mb í heildina.


Þú ert að leigja tvo aðganga af símanum á tveim stöðum. Af hverju ættirðu að greiða fyrir einn aðgang?

Kemstu ekki á netið á báðum þessum aðgöngum? Ertu ekki að nota netið á báðum þessum aðgöngum?


Modus ponens


division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf division » Fim 05. Jún 2014 09:32

Butcer skrifaði:
division skrifaði:Verð hjá Snerpu munu haldast óbreytt, hægt er að fá tengingu um nánast land allt.

http://bb.is/Pages/26?NewsID=188527

styður snerpa reykjavík?



Já, hafðu bara samband - S: 520-4000 eða snerpa@snerpa.is




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Fim 05. Jún 2014 10:40

Gúrú skrifaði:
Xberg skrifaði:Fyrstalagi þá er mikill munur á þvi, þá væri ég að uploda yfir sæstreng enn ekki landlínu. Ég var að tala um að "ég" sé með 2x netáskriftir hjá Símanum og væri að dl-a og up-la á milli þeirra tenginga.
Dæmi: WAN IP: 111.222.3.1 Uplodar 200.Mb fæl til WAN IP: 111.222.3.2 sem Downlodar 200.Mb fælnum <- ég er áskrifandi á báðum Ip. = kostar mig að senda 200.Mb fæl 400.Mb í heildina.


Þú ert að leigja tvo aðganga af símanum á tveim stöðum. Af hverju ættirðu að greiða fyrir einn aðgang?

Kemstu ekki á netið á báðum þessum aðgöngum? Ertu ekki að nota netið á báðum þessum aðgöngum?



Jú vissulega. Það var einhver hér í þessum þræði sem kom með ögn betra dæmi en xberg er að koma með.

Þetta er eins og ef að síminn myndi rukka mig fyrir að hringja í heimasímann þinn, og rukka þig svo fyrir að taka á móti sama símtali í heimasímann. Þetta eru sömu gögn og hringjandi (dl) er búinn að borga gjaldið fyrir það að flytja símtalið yfir, því er gífurlega óeðlilegt að rukka þig fyrir að taka á móti símtalinu (ul).



Skjámynd

Karmine
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 04. Jún 2014 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Karmine » Fim 05. Jún 2014 12:07

Gúrú skrifaði:
Xberg skrifaði:Fyrstalagi þá er mikill munur á þvi, þá væri ég að uploda yfir sæstreng enn ekki landlínu. Ég var að tala um að "ég" sé með 2x netáskriftir hjá Símanum og væri að dl-a og up-la á milli þeirra tenginga.
Dæmi: WAN IP: 111.222.3.1 Uplodar 200.Mb fæl til WAN IP: 111.222.3.2 sem Downlodar 200.Mb fælnum <- ég er áskrifandi á báðum Ip. = kostar mig að senda 200.Mb fæl 400.Mb í heildina.


Þú ert að leigja tvo aðganga af símanum á tveim stöðum. Af hverju ættirðu að greiða fyrir einn aðgang?

Kemstu ekki á netið á báðum þessum aðgöngum? Ertu ekki að nota netið á báðum þessum aðgöngum?


Hann borgar auðvitað fyrir aðganginn að þjónustunni.... en svo þarf hann borga auka fyrir Gagnaflutning. Ef hann er að flytha gögn í eina áttina, ætti hann þurfa borga tvöfalt fyrir þau gögn.

Ætti pósturinn að byrja að rukka þig mánaðarlega miða við hversu mikinn póst þú færð heim til þín ?



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf tlord » Fim 05. Jún 2014 13:31

þetta er ekki alslæmt.

flækjan við að greina á milli erlends og innlends niðurhals hverfur

margir sem eru með næstminnsta pakkann geta farið í þann minnsta (15G)

btw. siminn segir að 2% notenda myndi 25% af netumferð...




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Tbot » Fim 05. Jún 2014 13:42

En hvað ætli þeirra eigin starfsmenn eigi mikið af dl?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf chaplin » Fim 05. Jún 2014 16:24

tlord skrifaði:þetta er ekki alslæmt.

flækjan við að greina á milli erlends og innlends niðurhals hverfur

margir sem eru með næstminnsta pakkann geta farið í þann minnsta (15G)

btw. siminn segir að 2% notenda myndi 25% af netumferð...

Er það ekki rétt hjá mér að ef ég myndi fullnýta 100Mb ljósleiðarann minn að þá gæti ég sótt rúmlega 30Tb á mánuði? Segjum sem svo að ég sé að sækja 500GB að þá er ég að nýta tæplega 2% af tengingunni sem ég er að borga fyrir en alveg örugglega partur af þessum 2% sem eru að nýta 25% af netumferð.


    - Það sem ég skil ekki, mv. að þetta sé rétt útreiknað, hvað er vandamálið ef ég er að sækja svona mikið af gögnum, erum við ekki að nýta nema rétt um brot af þeirri umferð sem sæstrengurinn ræður við?

    - Ber einhver aukinn kostnað ef allir með netáskrift myndu byrja að sækja 500GB á mánuði?

    - Þessi 2% sem nýta 25% af netumferð, er þetta ekki mest megnis nýja kynslóðin? Ég veit það allavega að gömlu hjónin sækja um 100-200MB á mánuði, tops og því fáranlegt að hafa þau sem einhvað viðmið um netumferð einstaklinga.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf odinnn » Fim 05. Jún 2014 16:28

Djöfull er ég feginn að búa í Noregi núna, held ég muni aldrei geta vanist því aftur að hafa einhverjar takmarkanir á traffíkinni minni.

Ég er svo algjörlega á móti þessari takmörkun á magni, fyrir mér er þetta bara falin bremsa á notendur svo þeir geti auglýst hraðari tenginar án þess að stækka "backbónið" sitt. Ég gæti alveg eins trúað því að innanlands traffíkin hjá þeim hafi verið við það að metta stóru stofn tenginarnar þeirra og bregði því á þetta ráð til að losa sig við "öfganotendurna" gegn hugsanlega hærri Farice reikningi. En sá reikningur mun líklega ekki hækka mikið þar sem hinn almenni notandi mun ekki fara að breyta net neyslu sinni neitt að ráði þó hann geti allt í einu náð í meira að utan, flestir voru með áskrift fyrir þá notkun. Þannig að í staðinn fyrir að uppfæra stofnbrautirnar sínar þá losa þeir sig við "öfganotendurna" og geta í staðinn selt fleiri tengingar inn á þessar stofnbrautir sem þeir eru búnir að létta á. Þannig eru þeir í rauninni að selja margfallt meiri fluttningsgetur en þeir geta í raun borið og treysta á það að gagnatakmarkanir og það að allir séu ekki að nota fulla bandvídd á sama tíma fæli ekki frá sér of mikið af kúnum þegar stofnarnir mettast. komi í veg fyrir að metta stofnana.

Sem notandi þá vill ég geta notað tenguna mína eins og ég vill á þeim hraða sem ég keypti og núna er verið endanlega að fara að banna mér það með takmörkunum á gagnamagni (tala nú ekki um ef að línan sé eitthvað léleg og styður ekki hraðann þá færðu engann afslátt). Og þetta er bara útaf því að Síminn getur ekki ýmindað sér að uppfæra stofninn sinn því dreifibúnaðurinn til neytandans er til staðar, allar línurnar eru nú þegar tengdar inná switcha og rekstrarkostnaðurinn á þeim hækkar ekkert hvort sem þeir séu á 10% keyrslu eða 100% (gúggul segjir 4-5% meiri rafmagnsnotkun). Þannig að hvernig væri að Síminn myndi bara hysja upp um sig brækurnar og kaupa nokkur auka spjöld í fiber switchana sína og dusta rykið af einhverjum þessara stofnljósleiðara sem eru hugsanlega ekki í notknun eða leggja vel svera kapla svo þeir þurfi ekki að leggja fleiri í bráð... notkun er hvort sem er ekki að fara að staðna núna, hvað þá minnka. Þá þurfa þeir ekkert að spá í traffík, sparnaður þar...

Djöfull yrði ég brjálaður ef ég myndi kaupa mér hlaupaskó sem ég gæti sprettað all svakalega á en bara 600m á mánuði, ef ég myndi hlaupa meira þá verð ég að borga framleiðendanum því hann er í rauninni búinn að selja 12 öðrum þetta sama par og ætlaðist bara til með að við myndum skiptast á eða jafnvel nota einn og einn skó ef við þyrftum að hlaupa samtímis...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fim 05. Jún 2014 17:09

2% notenda skapi 25% af netumferð?

Í stað þess að bjóða upp á einhverja betri leið fyrir þessi 2% þá er þessi ákvöðrun Símans látin bitna á öllum og þessi skelfilega ákvörðun tekin, að rukka skal fyrir alla internetnotkun OG aðgang að internetinu.

Auk þess þá er ekki rukkað fyrir IPTV notkun og fyrir vikið eru þeir að mismuna fjölmiðlum.

Þetta skapar ástand þar sem fólk blokkar allar auglýsingar þ.m.t. á netmiðlum innanlands og auglýsingatekjur þeirra verða litlar sem engar.

En IPTV auglýsingar verða ókeypis fyrir notendur og fólk fer að horfa á sjónvarp meira en á internetið því að það er "ókeypis".


Í raun þá er þetta líka uber stupid.

Stærri aðilar hafa greitt fyrir að allt helsta efni sé hýst innanlands svo að hraði o.þ.h. sé ekki að setja strik í reikninginn.

Þá töpuðu þessir aðilar tekjum sem þeir eru nú að reyna að endurheimta.

Þessi fyrirtæki verða að átta sig á að netið er að þróast og alltaf að verða ódýrara.

Það á ekki að bitna á neytendum að þessi fyrirtæki séu búin að skuldbinda sig of mikið og eigi ekki fyrir reikningunum sínum.

Neytendur eiga að fá að njóta þess að tækninni sé að fara fram, að þetta efni sé hýst á íslandi í dag og það að gera þetta að féþúfu er siðlaust og ljótt.


Var það ekki skilyrði fyrir því að ríkið mundi standa undir kostnaði við uppbyggingu ADSL/ljóss um allt land að innanlandstraffík yrði frí?

Síminn er að reyna að fá allt fyrir ekki neitt.

Þetta er skíta fyrirtæki og ég mun aldrei versla við þá aftur, shit hvað þeim tókst að gera mig pirraðann.


|Síminn| :fly <- Viðskiptavinir



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Steini B » Fim 05. Jún 2014 17:37

Ég er alls enginn power user. Dl ekkert innanlands og er að nota 50-80gb erlent.
En mér finnst þetta svo fáránleg þróun að ég ætla að flytja mig annað. Síminn er gjörsamlega að skjóta sig í fótinn...

Og líka það að líkja þessu við þjónustuna hjá Nova?? Þegar annað er landlína en hitt farsímakerfi...




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Fim 05. Jún 2014 21:28

tlord skrifaði:þetta er ekki alslæmt.

flækjan við að greina á milli erlends og innlends niðurhals hverfur

margir sem eru með næstminnsta pakkann geta farið í þann minnsta (15G)

btw. siminn segir að 2% notenda myndi 25% af netumferð...



Ég er ekki endilega ósammála varðandi erlent og innlent, en að telja upphal líka er hrein og bein tvírukkun á sömu vörunni.

btw. Síminn segir það sem það hentar Símanum að segja, myndi taka þessu með fyrirvara...




e332
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 18:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf e332 » Fim 05. Jún 2014 22:24

Er það ekki rétt hjá mér að ef ég myndi fullnýta 100Mb ljósleiðarann minn að þá gæti ég sótt rúmlega 30Tb á mánuði? Segjum sem svo að ég sé að sækja 500GB að þá er ég að nýta tæplega 2% af tengingunni sem ég er að borga fyrir en alveg örugglega partur af þessum 2% sem eru að nýta 25% af netumferð.


    - Það sem ég skil ekki, mv. að þetta sé rétt útreiknað, hvað er vandamálið ef ég er að sækja svona mikið af gögnum, erum við ekki að nýta nema rétt um brot af þeirri umferð sem sæstrengurinn ræður við?

    - Ber einhver aukinn kostnað ef allir með netáskrift myndu byrja að sækja 500GB á mánuði?

    - Þessi 2% sem nýta 25% af netumferð, er þetta ekki mest megnis nýja kynslóðin? Ég veit það allavega að gömlu hjónin sækja um 100-200MB á mánuði, tops og því fáranlegt að hafa þau sem einhvað viðmið um netumferð einstaklinga.


Núna ætla ég ekki að verja þessa ákvörðun hjá Símanum, bara að reyna að útskýra hvernig Internetþjónustuaðilar og netkerfi virka.

Vandamálið við að sækja svona mikil að gögnum er að það fylgir því mikill kostnaður fyrir ISP. Hann þarf að kaupa stærri tengingar innanlands sem til útlanda. Þessar tengingar kosta mikla peninga.

Núna spyr ég: Er sanngjart að notandi t.d. "gömlu hjónin" sem sækja 100-200mb/mán borgi jafn mikil fyrir netið og þeir sem sækja 500GB/mán?
Það er 100% klárt mál að þessir notendur kosta ISP mis mikið.

Business model allra ISP í heiminum gengur út á samnýtingu. Þeas kostnaður ISP sem er með 1000 stórnotendur sem fullnýta sýna 100mb tengingu allan daginn, verður margfalt meiri heldur en ISP sem er með 1000 "ömmur". Þar að leiðir, geta þeir ekki boðið sömu verð til lengdar.

Rétt er að benda á að HIVE sem á sínum tíma kom inn á markaðinn með "ótakmarkað niðurhal" fór náttúrulega bara á hausinn. Það model gengur mjög sjaldan upp. Lang flestir ISP eru með einhverskonar "Fair use" klausur í smáa letrinu sem að gerir þeim kleypt að cappa stórnotendur. Svo er bara mismunandi hvort að þeir framfylgi því eða ekki.

Þetta er bara nákvæmlega eins og 0 kr. NOVA í NOVA gildir fyrir 1000mín/mán. Það er einfaldlega "Fair use" klausa.

Markaðurinn á íslandi hefur þróast þannig það það er ekki verið að selja hraða, það eru bara lang flestir með 50/25 eða 100/100 og svo er gagnamagn selt.
Erlendis er oftast verið að selja hraða t.d.
TDC.dk selur 25/2, 30/5 40/10.
Telenor.no selur 2/0,4 5/0,5 16/0,8 25/5 40/10
Það er augljóst mál að sá sem er með minni og ódýrari tengingu getur sótt og sent mikið minna af gögnum en sá sem er með stóra tengingu.

Hérna eru upload margfalt minna en download, þannig að notendur geta send mikil minna gagnamagn frá þér.
Það kostar ISP líka töluverða peninga þegar fólk skilur torrent seed eftir í gangi dag og nótt. Síminn er einfaldlega að koma þessum kostnaði inn í verðið til notandans svo hann hegði sér öðruvísi á netinu.

En það verður gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu, verður auglýstum plönum eitthvað breytt eða halda þeir sínu striki.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rattlehead » Fim 05. Jún 2014 22:46

Er þetta ekki svarið til að ná böndum á deildu? Miðað við mína notkun á netinu mundi ég stórgræða niðurhal á þessu. Þar sem ég renni einungis yfir fréttasíður og örfáar aðrar íslenskar síður. btw er ekki hjá símanum



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fim 05. Jún 2014 22:56

@e332

Mikill kostnaður ISP?

Hver er breytilegur kostnaður við aukið gagnamagn?

Ég held að hann sé nánast enginn.

Þegar allir innviðir netkerfis eru komnir og kerfið er "up and running" þá er rekstrarkostnaðurinn nær eingöngu rafmagn, viðhald og endurnýjun á búnaði.

Það eru allt breytur sem hægt er að áætla nokkuð nákvæmlega langt fram í tímann.

Að standa undir þeirri fjárfestingu þarf bara fastar afborganir = aðgangsgjald að netinu.

Að tengjast netinu kallar á smá vinnu og fjárfestingu = tengigjald og leiga á beini.

Breytilegur kostnaður er hver?

Hver er auka kostnaður Símans við að ég noti netið 1Gb eða 1000Gb hér innanlands?

Ég held að hann sé hverfandi ef einhver.

Fyrir vikið er þetta gjaldamódel ekkert nema peningaplokk.

Þetta er í raun bara spurning um hvað innviðirnir kosta nær algjörlega óháð notkun.

Það eina sem kallar á meiri fjárfestingu er fjölgun notenda en það jafngildir einnig auknum tekjum

Þessi framkoma gagnvart neytendum er óafsakanleg.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf natti » Fim 05. Jún 2014 23:05

suxxass° skrifaði:Ég er ekki endilega ósammála varðandi erlent og innlent, en að telja upphal líka er hrein og bein tvírukkun á sömu vörunni.

Það virðist vera einhver ódrepandi mýta að "upphal" sé ekki umferð og hafi ekki áhrif á neitt...

Það sem þú sendir frá þér er bara "traffík" og hefur auðvitað áhrif á tengingar bæði innan kerfis þjónustuaðila sem og tengingar þjónustuaðila við aðra, eftir því "hvert" umferðin þín fer.
Segjum sem svo að þú sért að seeda bittorrent(eða annað P2P), og að einhver hjá öðrum þjónustuaðila sé að ná í frá þér, þá ert þú sannarlega að taka þátt í að nýta tengingar þíns þjónustuaðila, sem rukkar þig bara einusinni fyrir.

rapport skrifaði:Auk þess þá er ekki rukkað fyrir IPTV notkun og fyrir vikið eru þeir að mismuna fjölmiðlum.

Er það ekkert langsótt að bera saman sjónvarpsáhorf við mbl.is eða aðrar netfréttaveitur? Eða er ég að misskilja þig?

Insert staðhæfing um afhverju innanlandstraffík eigi að vera ókeypis.

Það hefur þegar verið minnst á að notendur eru að nota innlendar VPN þjónustur í auknum mæli til að komast framhjá "erlendu gagnamagni".
Ok, en ef þið horfið á þetta frá augum þjónustuaðila:
Ef að innanlandstenging milli tveggja tengipunkta (t.d. bara innan kerfis þjónustuaðila, eða milli þjónustuaðila) er að fyllast (fullnýtast), þá þarf eðlilega að stækka tenginguna eða bæta við tengingu. Eða í einhverjum tilfellum að fjárfesta í betri búnaði.
Hvaðan á að koma peningur til að bera aukinn kostnað við stækkunina?
Á að hækka áskriftargjaldið á alla? Þ.m.t. einstaklinga sem nota netið nánast ekki neitt nema til að skoða mbl.is (og á góðum mánuði ná ekki einusinni 10% af minnsta pakkanum fyrir stækkun, eins og t.d. amma mín.)
Eftir því sem fleiri færa sig yfir í VPN þjónustur, þá fyllist "nýja" tengingin líka, og aftur þarf að stækka. En þar sem notendahópurinn er sá sami, og þar af leiðandi engar auknar tekjur, þá er aukin innanlandstraffík bara kostnaður/tap fyrir þjónustuaðila.
Auðvitað má velta því fyrir sér að innlend umferð kosti ekki það sama og erlend umferð, annað kostnaðarmódel, og það mætti færa rök fyrir því að kannski mætti þetta business-model vera öðruvísi uppbyggt/sanngjarnara, en það er ekkert óeðlilegt að líta svo á að þeir sem noti mest borgi mest í staðinn fyrir að hækka bara áskriftargjaldið á alla.

Insert staðhæfing um að ísland sé eina landið í heiminum sem mælir bandvídd.

Hvað með að googla bara usaged-based billing og bandwidth cap og önnur related keywords?
Þróunin virðist vera í þessa átt, og pakkar sem bjóða upp á "ótakmarkað niðurhal" fer fækkandi.
Meiraðsegja í USA þar sem allt var nú "frítt" og "ótakmarkað" hafa ISPar verið að prófa sig áfram með með slíkt.
(Við, eins og gefur að skilja, mjög dræmar undirtektir notenda...)
Það er mun meira áhyggjuefni ef að þjónustuveitendur fá tækifæri til að mismuna netumferð, eins og t.d. Telia í Svíþjóð ætlaði að blocka skype og aðrar VoIP þjónustur svo fólk gæti nú ekki "hringt frítt".


Ég er alls ekki að segja að þetta fyrirkomulag sé sanngjarnt, og ég er alveg sammála því að pakkarnir séu alltof litlir og alltof dýrir.
En einhvernstaðar þarf að koma til móts við aukinn kostnað vegna þess að netumferð er að aukast gífurlega, BÆÐI innanlands og erlendis.

Ég er ekki power-user, og í síðasta mánuði var netið ekki notað neitt sérstaklega mikið, nánast ekkert download, smá netflix/hulu, og basically facebook t.d. vegna þess að ég var í útlöndum rúma viku og nóg að gera í vinnunni.
Heildarumferðin mín í síðasta mánuði, upload+download, innlent+erlent, var rúm 170GB
Ég er í 100GB pakkanum, sem þýðir að ég enda í 300GB pakkanum. En að sama skapi, þá er ég nokkuð viss um að síðasti mánuður hafi verið undir meðaltali. Þannig að mér þykir afskaplega líklegt að ég þurfi að kaupa stærri pakka, með tilheyrandi kostnaði sem ég hef engann áhuga á.
En ég er ekkert of viss um að aðrir þjónustuaðilar stökkvi ekki á þetta, þó þeir geri það kannski ekki strax.

//Fyrirvari: Ég vinn hjá dótturfyrirtæki, ég hef þó ekki baun í bala með þessi mál að gera og engra hagsmuna að gæta í þessu samhengi.


Mkay.

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 05. Jún 2014 23:26

Þetta gagnamagn sem að ömmurnar nota 10% af tengingunni og ég sem nota ca 50 gb á mánuði en er að borga fyrir 100gb ef ég skyldi nú þurfa meira. Það gagnamagn sem fólk notar ekki hlýtur samt að koma til móts við þessa fáu stórnotendur. Held að það séu mikið fleiri GB sem verða eftir hjá fólki sem notar ekki allt gagnamagnið sitt heldur en tapast við þessa fáu stórnotendur. Þetta er ekkert annað en græðgi og lélegir viðskiptahættir, enda er ég búinn að segja upp tengingu minni hjá símanum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf rapport » Fim 05. Jún 2014 23:33

Varðandi VPN notkun til að komast hjá erlendu DL

Ef fólk notar VPN til þess, þá er það ekki að nota bandvídd viðkomandi ISP á sæstrengnum heldur þess sem útvegar VPN þjónustuna, er það ekki?

= Veldur viðkomandi ISP engum auka kostnaði.

Ég hef verið með internetáskrift með nokkrum hléum síðan 1996 og borgað allt frá 3990 upp í 28000 á mánuði (þegar módemin voru).

Þetta eru 18 ár og ef við segjum að 15 ár hafi ég borgað, þá eru þetta c.a. 15x12x8000kr. (án VSK) = 1.440.000 kr. (seinasti reikningur frá Símanum var í heild 15þ. hjá mér fyrir net, heimaśima og afruglara sem ég nota ekki og hef ekki haft tengdann í 2,5 ár)

Ef Síminn er með 20.000 heimili þá eru þetta 28,8 milljarðar. Ég er þó nokkuð viss um að upphæðirnar séu töluvert hærri og fjöldinn meiri.

Ef meðal líftími á miðlægum netbúnaði er 3 ár, þá hefðu þeir geta eytt 4,8 milljörðum í hvert skipti í endurnýjun búnaðar.

Hvað eru það margir skiptar? (um 4800 ef hver er á milljón) = 1600 á ári (hver var þörfin)

Hvað eru það margir beinar? (um 48.000.000 ef hver er á 10.000kr = 16.000.000 á ári (hver var þörfin)

Ef við segjum að þetta séu 20.000 heimili x 6 útskipti á beinum = 120.000 x 10.000 kr = 1,2 milljarðar í endabúnað.

Miðlægir innviðir = 48 porta switch (segum að bara 25 port séu nýtileg = 20.000/25x6x1.000.000kr. = 4,8 milljarðar.

Þetta eru 6 milljarðar í það heila og 22,8 milljarðar eftir í kostnað við þjónustu, erlend gagnasambönd o.þ.h.

22,8 milljarðar eru c.a. það sem LSH greiðir í laun á ári fyrir alla sína starsfemi allan sólarhringinn.

3500/18 = full árslaun fyrir 200 starfsmenn í 18 ár (6,5 milljónir í árslaun að meðaltali öll árin)

Ef það þarf 50 starfsmenn í þetta, þá eru 17,1 milljarður eftir í erlend gagnasambönd og annað breytilegt.


Ef þetta fyrirtæki er ekki að ná að reka sig, þá eru þetta hreinlega fíflin sem þeir virðast vera...