Síminn telur allt gagnamagn

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf brain » Mið 04. Jún 2014 16:34

Þessi tvö prósent viðskiptavina sem gætu fundið aukningu eftir breytinguna eru stórnotendur og standa undir 25% allrar notkunar á netinu. Þeir verða því að aðlagast nýju kerfi.


Hverjir ætli séu þessir stórnotendur ? Eru það allir sem eru með 200 GB pakkann í dag ? Það er jú stærsti pakkinn..




robakri
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Þri 27. Ágú 2013 13:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf robakri » Mið 04. Jún 2014 16:43

brain skrifaði:
Þessi tvö prósent viðskiptavina sem gætu fundið aukningu eftir breytinguna eru stórnotendur og standa undir 25% allrar notkunar á netinu. Þeir verða því að aðlagast nýju kerfi.


Hverjir ætli séu þessir stórnotendur ? Eru það allir sem eru með 200 GB pakkann í dag ? Það er jú stærsti pakkinn..


Þeir geta verið með 1gb pakka, eða 200gb pakka... þeir eru að tala um íslenska sem og erlenda notkun upp og niður þegar þeir segja þetta.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf tdog » Mið 04. Jún 2014 17:00

Ætla þeir þá ekki líka að rukka þann sem svarar í símann?




division
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf division » Mið 04. Jún 2014 17:09

Verð hjá Snerpu munu haldast óbreytt, hægt er að fá tengingu um nánast land allt.

http://bb.is/Pages/26?NewsID=188527



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Revenant » Mið 04. Jún 2014 17:13

tdog skrifaði:Ætla þeir þá ekki líka að rukka þann sem svarar í símann?


Það var lengi vel þannig að símfyrirtæki X rukkaði símfyrirtæki Y lúkningargjald fyrir að Y væri að hringja í X.



Skjámynd

Butcer
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Sun 08. Okt 2006 18:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Butcer » Mið 04. Jún 2014 17:32

division skrifaði:Verð hjá Snerpu munu haldast óbreytt, hægt er að fá tengingu um nánast land allt.

http://bb.is/Pages/26?NewsID=188527

styður snerpa reykjavík?



Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Xberg » Mið 04. Jún 2014 17:53

Ljósleiðara/Ljósnetakerfið er ekkert annað en samskipta / afþreifinga fluttningskerfi 21.aldarinnar, nánast búið að taka við af sjónvarps/útvarps útsendingum s.s gervihnöttum, FM, UHF, VHF, Coax, örbylgju og koparlínum og þessi þróun er ekkert að fara minnka í framtíðinni.

Það er góð ástæða fyrir því að það sé búið að stórminnka eða jafnvél hætta að senda upp sjónvarpsgervihnetti og alltaf verið auka sæstrengjum, því að netið er framtíðinn í öllum þessum málum.

Þetta er stórt skref afturá að fara rukka fyrir U/N innanland.
Þeir eru sennilega bara hræddir við Hulu og Netflix þvi það er 100.sinnum betra en VOD-ið þeirra og það er sennilega ágætis gróði hjá þeim að hafa það + Allt tapið vegna notkunnar á Skype í stað síma.

En aftur á móti getur þetta líka reynst mörgum vel eins og t.d fólki sem notar netið lítið t.d netvarf og póst, minni svartími á neti þvi allir poweruserar og tölvuleikjaspilarar fara eflaust í aðara netveitu.


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Mið 04. Jún 2014 17:57

Haldiði að Síminn myndi lækka gjaldskránna ef allir "poweruserar" myndu einn daginn hætta á netinu og það yrðu bara "venjulegir" notendur eftir?
Ekki séns!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf AntiTrust » Mið 04. Jún 2014 18:22

Xberg skrifaði:Þeir eru sennilega bara hræddir við Hulu og Netflix þvi það er 100.sinnum betra en VOD-ið þeirra og það er sennilega ágætis gróði hjá þeim að hafa það + Allt tapið vegna notkunnar á Skype í stað síma.


Tjah, er það? Þeir sem nota erlendar streymisþjónustur eru mikið betur settir núna. Líklega sá hópur sem kemur best útúr þessum breytingum.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Mið 04. Jún 2014 18:48

AntiTrust skrifaði:
Xberg skrifaði:Þeir eru sennilega bara hræddir við Hulu og Netflix þvi það er 100.sinnum betra en VOD-ið þeirra og það er sennilega ágætis gróði hjá þeim að hafa það + Allt tapið vegna notkunnar á Skype í stað síma.


Tjah, er það? Þeir sem nota erlendar streymisþjónustur eru mikið betur settir núna. Líklega sá hópur sem kemur best útúr þessum breytingum.


x2. Einmitt innlendir content providers koma ef eithvað er verr út úr þessu og erlendir koma betur út. Í stað þess að nota 100 GB af Netflix og unlimited af Sarpinum/Filma/SkjáFrelsi/OZ, þá nota ég bara 300 GB af Netflix.

Þeir sem halda því fram að þau séu allir að nota VPN fyrir Netflix ( sem ég hef séð sumstaðar haldið fram, HMA, Lokun o.s.frv ) eru stórlega að misreikna svona 90 - 95% af Netflix notendum sem eru bara að nota SmartDNS.

Þeir sem hins vegar hafa t.d. hætt með Sjónvarp Símans ( sem núna kostar 1.690 kr, 200 kr hækkun sem fer samt alveg framhjá fólki út af þessari breytingu ) og notað OZ í staðinn koma verr út úr þessu. Og það verður erfiðara fyrir innlenda OTT aðila að koma sér á framfæri.



Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Xberg » Mið 04. Jún 2014 18:51

AntiTrust skrifaði:
Xberg skrifaði:Þeir eru sennilega bara hræddir við Hulu og Netflix þvi það er 100.sinnum betra en VOD-ið þeirra og það er sennilega ágætis gróði hjá þeim að hafa það + Allt tapið vegna notkunnar á Skype í stað síma.


Tjah, er það? Þeir sem nota erlendar streymisþjónustur eru mikið betur settir núna. Líklega sá hópur sem kemur best útúr þessum breytingum.


Hvernig geta þeir verið að fara koma betur útúr þessu þegar það á að fara rukka fyrir alla innanlands umferð ?

Hvaða hag hef ég á þvi að kaupa VPN þjónustu til að auka erlenda umferð og fara svo að borga fyrir alla umferð þegar hún kemur frá íslenskum VPN til mín ? :-k


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans

Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf depill » Mið 04. Jún 2014 18:54

Xberg skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
Xberg skrifaði:Þeir eru sennilega bara hræddir við Hulu og Netflix þvi það er 100.sinnum betra en VOD-ið þeirra og það er sennilega ágætis gróði hjá þeim að hafa það + Allt tapið vegna notkunnar á Skype í stað síma.


Tjah, er það? Þeir sem nota erlendar streymisþjónustur eru mikið betur settir núna. Líklega sá hópur sem kemur best útúr þessum breytingum.


Hvernig geta þeir verið að fara koma betur útúr þessu þegar það á að fara rukka fyrir alla innanlands umferð ?

Hvaða hag hef ég á þvi að kaupa VPN þjónustu til að auka erlenda umferð og fara svo að borga fyrir alla umferð þegar hún kemur frá íslenskum VPN til mín ? :-k


Aftur flest allir sem nota Netflix nota ekki VPN þjónustur. Nota bara SmartDNS. Hinir munu geta notað meira Netflix, þú minna ...



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf beatmaster » Mið 04. Jún 2014 18:56

Verður gagnamagnið sem IPTV notar vera inní mælingunni hjá þeim, er það vitað?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Revenant » Mið 04. Jún 2014 19:04

Annað sem er eflaust líka factor í þessu er að "talningin" á gagnamagni einfaldast til muna.
Með nýja kerfinu þá dugar einföld talning á tengingunni (pakkar inn/út) en núna þá þarf að fara í flóknari útreikninga hvað er innlend/erlent (hvað er á innlendum/erlendum CDN o.fl).

Það kæmi mér ekki á óvart að núverandi aðferð sé frekar flókin í rekstri/viðhaldi og það megi ekki mikið breytast svo að miklar skekkjur komi fram.




Hellfire
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Hellfire » Mið 04. Jún 2014 20:11

Getur einhver sagt mér hvernig ping hjá hringdu er í leikjum? (T.d. Lol, bf3, world of tanks, heroes and generals) og hver download og uppload hraði er að mælast á ljósneti?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Mið 04. Jún 2014 20:18

Hellfire skrifaði:Getur einhver sagt mér hvernig ping hjá hringdu er í leikjum? (T.d. Lol, bf3, world of tanks, heroes and generals) og hver download og uppload hraði er að mælast á ljósneti?

Veit ekki með pingið þar sem ég spila ekki þessa leiki en svona er ljósnetshraðinn:


Mynd
Mynd



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf CendenZ » Mið 04. Jún 2014 20:26

Mig langar alveg rosalega að vita hvernig þið(og forsvarsmenn símans) fáið út að 2 % notenda símans noti einn fjórða af netnotkun símans.
Ég á mjög bágt með að trúa því, nema það sé fólk sem geri ekkert nema horfa á 4K og Blueray efni allan liðlangan daginn. Alla daga, alla vikuna og alla mánuði ársins.

Mér finnst mikið líklegra að tekjumódelið sé á þann veg að minnsti pakkinn verði á þann veg að flestir taki hann, en noti annað hvort mikið minna og eða mikið meira. Því verði þeir sem noti meira látnir borga aukalega og því kominn tekjuöflun á tveimur aukalegum stöðum til viðbótar grunn mánaðargjald. Gagnamagn selt til notanda en ónotað annarsvegar og gagnamagn selt aukalega til þeirra sem rjúfa múrinn hinsvegar. Hagnaðurinn kemur ekki frá stórnotendum, heldur venjulega almúganum. Hvaða tekjumódel haldiði að gangi upp sem notast ekki við 98% prósent notenda ?

Svo verður ódýrari búnaður hjá símanum notaður, eða bara sleppt því ekki þarf að flokka hvaðan efnið kemur, heldur bara heildarsumman, hægt að segja upp starfsfólki vegna skipulagsbreytinga og spara þannig enn "betur" í rekstri símans og til viðbótar verður gjaldskráin hækkuð. Núna sjáiði að samkeppnisaðilarnir reyna að freista þess að fá fólk í viðskipti við þá, verst bara hvað íslendingar eru íhaldssamir.




robakri
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Þri 27. Ágú 2013 13:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf robakri » Mið 04. Jún 2014 21:09

Þetta gengur ekki endilega út á að okra á öllum eins og þú vilt svo mikið meina, þetta gengur út á tapaðan hagnað. Dæmi um stórnotanda eru notendur sem mælast með 6 terabæti á mánuði í notkun í nýja kerfinu, það er glataður hagnaður fyrir símann að geta ekki rukka þessa notendur ekki fyrir ákveðinn hluta af þeirra notkun og það er fullt af kostnaði í því að hafa þá sem myndast ekki hjá þessum 98%. Ef allir færa sig, þá er allt gott og gilt fyrir símann, brúttó tejur fara niður, en á móti þá ættu útgjöld að fera því neðar.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mið 04. Jún 2014 21:18

robakri skrifaði:Þetta gengur ekki endilega út á að okra á öllum eins og þú vilt svo mikið meina, þetta gengur út á tapaðan hagnað. Dæmi um stórnotanda eru notendur sem mælast með 6 terabæti á mánuði í notkun í nýja kerfinu, það er glataður hagnaður fyrir símann að geta ekki rukka þessa notendur ekki fyrir ákveðinn hluta af þeirra notkun og það er fullt af kostnaði í því að hafa þá sem myndast ekki hjá þessum 98%. Ef allir færa sig, þá er allt gott og gilt fyrir símann, brúttó tejur fara niður, en á móti þá ættu útgjöld að fera því neðar.


Hvað með allt erlenda niðurhalið sem fólk er að borga fyrir og notar ekki ? Ætti það ekki að koma til móts við þessi 2%. Ég veit að ég er með 100 gb tengingu en nota sjaldan meira en 50 gb. Hvað ætli það séu margir sem nota ekki allt erlenda gagnamagnið sitt ?

Segjum að siminn sé með 50.000 viðskiptavini(skot út í loftið) og hver viðskiptavinur á að meðaltali 10 gb eftir af ónýttu gagnamagni. Það gera 500.000gb sem síminn fær í vasan(tæknilega séð). Ætli það sé ekki nóg til að sporna við þessi 2% af poweruserum ?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Mið 04. Jún 2014 21:19

robakri skrifaði:Þetta gengur ekki endilega út á að okra á öllum eins og þú vilt svo mikið meina, þetta gengur út á tapaðan hagnað. Dæmi um stórnotanda eru notendur sem mælast með 6 terabæti á mánuði í notkun í nýja kerfinu, það er glataður hagnaður fyrir símann að geta ekki rukka þessa notendur ekki fyrir ákveðinn hluta af þeirra notkun og það er fullt af kostnaði í því að hafa þá sem myndast ekki hjá þessum 98%. Ef allir færa sig, þá er allt gott og gilt fyrir símann, brúttó tejur fara niður, en á móti þá ættu útgjöld að fera því neðar.


Talar þú fyrir hönd Símans?




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Bjosep » Mið 04. Jún 2014 21:34

Hellfire skrifaði:Getur einhver sagt mér hvernig ping hjá hringdu er í leikjum? (T.d. Lol, bf3, world of tanks, heroes and generals) og hver download og uppload hraði er að mælast á ljósneti?


Eins langt og það nær og úrelt og þessar upplýsingar eru þá var ég með nettengingu hjá Hringdu síðasta vetur (12-13) og á ljósneti líklegast (var í Þingholtunum og við vorum með dýrasta pakkann). Ég gæti ekki vitnað í hraðann en pingið var alveg vonlaust. Var að spila Mass Effect 3 eða ... gerði heiðarlega tilraun til þess reglulega yfirleitt náði maður ekki einu sinni að tengjast leik og þegar maður komst í leik var það laggfest dauðans.



Skjámynd

Karmine
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 04. Jún 2014 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf Karmine » Mið 04. Jún 2014 22:17

GuðjónR skrifaði:
Hellfire skrifaði:Getur einhver sagt mér hvernig ping hjá hringdu er í leikjum? (T.d. Lol, bf3, world of tanks, heroes and generals) og hver download og uppload hraði er að mælast á ljósneti?

Veit ekki með pingið þar sem ég spila ekki þessa leiki en svona er ljósnetshraðinn:


Mynd
Mynd


Vonandi er Ping-ið svona slæmt vegna Ljósnet en ekki Hringdu.

Annars finnst mér Síminn bara vera skjóta sig í fótinn... Hver vill borga Gagnamagn fyrir að sjá Landsbanka Auglýsingar á Mbl.

Heimskulegasti parturinn af þessu er að rukka fyrir bæði Upload og Download..... Gögninn fara bara í eina eitt.
Pósturinn mun núna vigta póstkassa þinn á hverjum degi og rukka þig 1000kr fyrir hvert Kiló sem þú ferð yfir þinn 20Kg leyfilegu póstmagni á mánuði.




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf suxxass » Mið 04. Jún 2014 22:22

Revenant skrifaði:Annað sem er eflaust líka factor í þessu er að "talningin" á gagnamagni einfaldast til muna.
Með nýja kerfinu þá dugar einföld talning á tengingunni (pakkar inn/út) en núna þá þarf að fara í flóknari útreikninga hvað er innlend/erlent (hvað er á innlendum/erlendum CDN o.fl).

Það kæmi mér ekki á óvart að núverandi aðferð sé frekar flókin í rekstri/viðhaldi og það megi ekki mikið breytast svo að miklar skekkjur komi fram.



Greinilega ekki svo flókin/dýr í rekstri að Vodafone, Tal, 365, Hringdu, Hringiðan og Símafélagið sjá öll fram á að geta lifað með því að þurfa að gera þetta svona áfram.

Og það er ekki eins og Síminn sé að lækka mánaðarverð út af þessu, þvert á móti, allir pakkar eru að hækka um einhverja hundrað kalla...




robakri
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Þri 27. Ágú 2013 13:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf robakri » Mið 04. Jún 2014 22:45

GuðjónR skrifaði:
robakri skrifaði:Þetta gengur ekki endilega út á að okra á öllum eins og þú vilt svo mikið meina, þetta gengur út á tapaðan hagnað. Dæmi um stórnotanda eru notendur sem mælast með 6 terabæti á mánuði í notkun í nýja kerfinu, það er glataður hagnaður fyrir símann að geta ekki rukka þessa notendur ekki fyrir ákveðinn hluta af þeirra notkun og það er fullt af kostnaði í því að hafa þá sem myndast ekki hjá þessum 98%. Ef allir færa sig, þá er allt gott og gilt fyrir símann, brúttó tejur fara niður, en á móti þá ættu útgjöld að fera því neðar.


Talar þú fyrir hönd Símans?


Það geri ég ekki, nei. Greinilega fáránlegt að vera hlynntur breytingum sem munu koma sér betur fyrir 98% notenda. Höfum það bara þannig.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Síminn telur allt gagnamagn

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 04. Jún 2014 22:51

robakri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
robakri skrifaði:Þetta gengur ekki endilega út á að okra á öllum eins og þú vilt svo mikið meina, þetta gengur út á tapaðan hagnað. Dæmi um stórnotanda eru notendur sem mælast með 6 terabæti á mánuði í notkun í nýja kerfinu, það er glataður hagnaður fyrir símann að geta ekki rukka þessa notendur ekki fyrir ákveðinn hluta af þeirra notkun og það er fullt af kostnaði í því að hafa þá sem myndast ekki hjá þessum 98%. Ef allir færa sig, þá er allt gott og gilt fyrir símann, brúttó tejur fara niður, en á móti þá ættu útgjöld að fera því neðar.


Talar þú fyrir hönd Símans?


Það geri ég ekki, nei. Greinilega fáránlegt að vera hlynntur breytingum sem munu koma sér betur fyrir 98% notenda. Höfum það bara þannig.


Ekki sé ég að þetta komi sér betur fyrir einn né neinn, nema kannski Símann. Þetta mun koma sér verr fyrir þessi 2% og rest mun ekki taka eftir miklum mun.