Halda batteríin ekki hleðslu?
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3836
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Halda batteríin ekki hleðslu?
Ég var að spjalla við tæknimann útaf nýju "fínu" fartölvunni minni og hann vildi halda því fram að það væri fullkomlega eðlilegt að hleðslan á fartölvubatteríi minnkaði um 1% ef hún væri ekki í sambandi í ca 6 klukkutíma (og slökkt á tölvunni augljóslega). Ég kannast ekki við að þetta hafi komið fyrir með öðrum fartölvum sem ég hef notað, en kannast einhver hérna á vaktinni við þetta?
-
- Nýliði
- Póstar: 13
- Skráði sig: Lau 11. Okt 2003 17:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
hef ekki heyrt þetta - en það kæmi mér ekki á óvart
þið verðið að átta ykkur á því að ef tölvan endist í 5 klst á batteríum og hleðslan minnkar um 1%, þá erum við að tala um alveg 3 heilar mínútur
þið verðið að átta ykkur á því að ef tölvan endist í 5 klst á batteríum og hleðslan minnkar um 1%, þá erum við að tala um alveg 3 heilar mínútur
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3836
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Ég er s.s. að tala um að tölvan er aldrei látin keyra á batteríum en tapar samt hleðslu. Og ef það er smámunasemi að tölvan endurhlaði sig á 2-3 daga fresti ÞEGAR HÚN ER ALDREI LÁTIN NOTA BATTERÍIN þá er ég herra ofur smámunasemi
Og ég meina að tölvan droppar úr 100 - 99, svo úr 99 - 98 98-97 (og fer þá að hlaða sig aftur), án þess að hún sé nokkurntíman í gangi án rafmagnssnúru.
Mér þykir þetta nefnilega mjög skrítið því að eins og ég sagði áður, þær tölvur sem ég hef notað hingað til að hafa aldrei gert þetta.
Batteríin þola bara ákveðið margar hleðslur, svo að augljóslega styttir þetta líftíma batterísins miðað við hvað ég er vanur.
Og ég meina að tölvan droppar úr 100 - 99, svo úr 99 - 98 98-97 (og fer þá að hlaða sig aftur), án þess að hún sé nokkurntíman í gangi án rafmagnssnúru.
Mér þykir þetta nefnilega mjög skrítið því að eins og ég sagði áður, þær tölvur sem ég hef notað hingað til að hafa aldrei gert þetta.
Batteríin þola bara ákveðið margar hleðslur, svo að augljóslega styttir þetta líftíma batterísins miðað við hvað ég er vanur.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3836
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Því ég set hana í samband og kveiki á henni. Svo slekk ég á henni aftur og tek hana úr sambandi, kveiki svo aftur seinna (set í samband fyrst augljósleg) og þá er batteríið komið niður í 98%, slekk aftur, kveiki (alltaf með smá tíma á milli samt) og þá er batteríið komið í 97% og þá hleður það sig upp á nýtt. Og byrjar svo aftur.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1796
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
ef þú hefur miklar áhygjur af þessu og ert lítið að nota batterýið, notar hana að mestu með tengda í rafmagn þá myndi ég taka batterýið úr.
færð betri endingu á batterýið þitt þannig.
gamla mitac ferðatölvan mín gerði alveg eins og þú lýsir.
það varð ónýtt eftir 12 mánuði. ég er heppinn ef ég næ að starta henni upp með fullri hleðslu
færð betri endingu á batterýið þitt þannig.
gamla mitac ferðatölvan mín gerði alveg eins og þú lýsir.
það varð ónýtt eftir 12 mánuði. ég er heppinn ef ég næ að starta henni upp með fullri hleðslu
Þið vitið það að batterýin í laptopunum ykkar eyðileggjast (missa smá getu til að halda orku) við notkun. Enn meira ef þið notið þau aldrei.
Þetta er í rauninni bara eins með öll batterý. Ef þið eruð ekki að nota hleðslubatterý þá er best að tæma þau... ég hef þetta þannig að ég læt laptopinn minn tæmast öðru hverju.
Þetta er í rauninni bara eins með öll batterý. Ef þið eruð ekki að nota hleðslubatterý þá er best að tæma þau... ég hef þetta þannig að ég læt laptopinn minn tæmast öðru hverju.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3836
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
axyne skrifaði:ef þú hefur miklar áhygjur af þessu og ert lítið að nota batterýið, notar hana að mestu með tengda í rafmagn þá myndi ég taka batterýið úr.
færð betri endingu á batterýið þitt þannig.
gamla mitac ferðatölvan mín gerði alveg eins og þú lýsir.
það varð ónýtt eftir 12 mánuði. ég er heppinn ef ég næ að starta henni upp með fullri hleðslu
Ég er búinn að fara og kvarta, sé svo til hvort mér tekst að fá einhverjar "skaðabætur" eða þarf að sitja uppi með þetta.
Það sem mér finnst vera aðalmálið (og það sem ég var að reyna að fá svar við hér), er þetta eðlilegt. MSI og Mitac tölvur (af þessum 2 dæmum sem komin eru) þjást af þessu, IBM og HP virðast ekki þjást af þessu.