Tók eftir að það verður keppt í "tölvuleik" á Unglingalandsmóti UMFÍ. Veit einhver hvaða leikur þetta er?
Annars hvað finnst ykkur um þetta?
http://umfi.is/unglingalandsmot-2014
Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
Ég hef oft sagt þetta og segi það enn - Það er vissulega hægt að keppa í tölvuleikjum, en þetta verður seint íþróttagrein.
Finnst vægast sagt kjánalegt að hafa þetta með á UMFÍ. Sama má segja um skák, stafsetningu og upplestur sem er í listanum þarna.
Finnst vægast sagt kjánalegt að hafa þetta með á UMFÍ. Sama má segja um skák, stafsetningu og upplestur sem er í listanum þarna.
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
unglingalandsmót skorðar sig ekki eingöngu við íþróttir, þannig þú getur bara sleppt því að kalla þetta íþrótt og lifað hamingjusamur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
robakri skrifaði:unglingalandsmót skorðar sig ekki eingöngu við íþróttir, þannig þú getur bara sleppt því að kalla þetta íþrótt og lifað hamingjusamur
UMFÍ er "íþrótta- og heilsuhátíð". Það er ekkert heilsusamlegt við tölvuleiki, og lítið íþróttalegt. Með því að setja tölvuleiki, stafsetningu og upplestur með eru þeir að bregða sér vel út fyrir það svið.
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
AntiTrust skrifaði:robakri skrifaði:unglingalandsmót skorðar sig ekki eingöngu við íþróttir, þannig þú getur bara sleppt því að kalla þetta íþrótt og lifað hamingjusamur
UMFÍ er "íþrótta- og heilsuhátíð". Það er ekkert heilsusamlegt við tölvuleiki, og lítið íþróttalegt. Með því að setja tölvuleiki, stafsetningu og upplestur með eru þeir að bregða sér vel út fyrir það svið.
UMFÍ er reyndar Ungmannafélag Íslands og hátíðin sem þetta félag er íþrótta- og heilsuhátíð. Mér finnst amk flott að það sé verið að bjóða uppá sem flest og það hefur verið að sýna sig að tölvuleikir er eitthvað sem hægt er að keppa í.
Svona til að finna eitthvað skemmtilegt, þá er opnumyndin á síðunni hjá þeim alveg frekar mikið fyndin. Svona eins og flestar íþróttamyndir þá eru alltaf skemmtilegir svipir á fólki
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
AntiTrust skrifaði:UMFÍ er "íþrótta- og heilsuhátíð". Það er ekkert heilsusamlegt við tölvuleiki, og lítið íþróttalegt. Með því að setja tölvuleiki, stafsetningu og upplestur með eru þeir að bregða sér vel út fyrir það svið.
Hvað meinar þú? Ertu að segja að pönnukökubakstur og jurtagreining séu ekki íþróttir.
common sense is not so common.
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
Mín skoðun er að það er frábært að það sé verið að reyna koma til móts við krakkana með þessu.
En að pósta þessu á vaktinni sem ég áætla að séu margir hverjir hlynntir tölvuleikjum þá var það fyrsta sem mér datt í hug
En að pósta þessu á vaktinni sem ég áætla að séu margir hverjir hlynntir tölvuleikjum þá var það fyrsta sem mér datt í hug
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
Perks skrifaði:Mín skoðun er að það er frábært að það sé verið að reyna koma til móts við krakkana með þessu.
En að pósta þessu á vaktinni sem ég áætla að séu margir hverjir hlynntir tölvuleikjum þá var það fyrsta sem mér datt í hug
Ég er nefnilega ekki sammála um að það sé sniðugt að vera að koma á móts við þá með þetta. Við eigum að vera að ýta undir hreyfingu, ekki þessa leti-rafvespumenningu sem er að myndast.
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
Ég myndi halda að fleiri krakkar myndu mæta (óneyddir) ef það er boðið uppá eitthvað svona. Væntanlega verða þeir svo virkjaðir í fleiri activities um helgina.
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
AntiTrust Það eru fullt af sjónarmiðum í þessu, og það eru alveg til rök sem styðja þína skoðun og margt rétt í því. Mér finnst þetta jákvætt í heildina, þrátt fyrir að hafa eitthvað neikvætt í fari sér.
T.d. má segja að með því að koma til móts við "nördana" eða hvað við viljum kalla þá, þá er mögulega búið að smala hópi ungmenna, sem annars hefði verið heima hjá sér, á athöfn, þar sem íþróttir eru fyrirrúmi (allavega ennþá) og mikið af leikjum og uppákomum eru í gangi, sem bjóða upp á hreyfingu. Hver veit nema það að sýna aðeins áhugamálum þessa hóps jákvætt viðhorf og bjóða þeim að vera með vekji áhuga / hvetji til hreyfingar.
Mér finnst þetta allavega afar jákvætt, þetta eru ekki beinlínis ólympíuleikar og tilgangur mótsins sennilega að efla félagslíf ungmenna, og þetta eru að mínu mati góð skref í áttina að því.
T.d. má segja að með því að koma til móts við "nördana" eða hvað við viljum kalla þá, þá er mögulega búið að smala hópi ungmenna, sem annars hefði verið heima hjá sér, á athöfn, þar sem íþróttir eru fyrirrúmi (allavega ennþá) og mikið af leikjum og uppákomum eru í gangi, sem bjóða upp á hreyfingu. Hver veit nema það að sýna aðeins áhugamálum þessa hóps jákvætt viðhorf og bjóða þeim að vera með vekji áhuga / hvetji til hreyfingar.
Mér finnst þetta allavega afar jákvætt, þetta eru ekki beinlínis ólympíuleikar og tilgangur mótsins sennilega að efla félagslíf ungmenna, og þetta eru að mínu mati góð skref í áttina að því.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
En veit einhver hvaða leik verður keppt í?
No bullshit hljóðkall
Re: Tölvuleikur á Unglingalandsmóti?
AntiTrust skrifaði:Perks skrifaði:Mín skoðun er að það er frábært að það sé verið að reyna koma til móts við krakkana með þessu.
En að pósta þessu á vaktinni sem ég áætla að séu margir hverjir hlynntir tölvuleikjum þá var það fyrsta sem mér datt í hug
Ég er nefnilega ekki sammála um að það sé sniðugt að vera að koma á móts við þá með þetta. Við eigum að vera að ýta undir hreyfingu, ekki þessa leti-rafvespumenningu sem er að myndast.
Tölvuleikir og íþróttaiðkun er ekki eitthvað sem er ósamrýmanlegt (e: mutually exclusive). Ekki frekar en margt annað þarna sem krefst ekki mikillar hreyfingar.