Tölvuhlutir - X-Ray


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf Swanmark » Fim 22. Maí 2014 19:22

Hæ!
Er að fara út, og ætla að taka tölvuna með mér. Ég er frekar hræddur um að láta X-Ray'a hana. Ekki getur það verið hollt fyrir hana eða hvað? Ætlaði allavega að taka með mér skjákort og HDD í handfarangri, hefur einhver farið með turn í flug? Öll tips vel þegin :)


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf upg8 » Fim 22. Maí 2014 19:35

Það er algjör óþarfi að taka þessa hluti úr, þeir þola vel X-Ray :)

Ef þú ferð að taka HDD með þér í handfarangri þá eru meiri líkur á að hann skemmist þar sem það eru meiri líkur á að þú gleymir því að þú sért með þetta á þér... og þar með skannaður í málmleitartæki sem gæti frekar skemmt tækin þín...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf Swanmark » Fim 22. Maí 2014 20:56

upg8 skrifaði:Það er algjör óþarfi að taka þessa hluti úr, þeir þola vel X-Ray :)

Ef þú ferð að taka HDD með þér í handfarangri þá eru meiri líkur á að hann skemmist þar sem það eru meiri líkur á að þú gleymir því að þú sért með þetta á þér... og þar með skannaður í málmleitartæki sem gæti frekar skemmt tækin þín...

Ætlaði að taka skjákort og HDD úr vegna þess hvernig er farið með farangur í flugstöðinni, þessu er fleygt til og frá.
En má alveg X-Ray'a allt? HDD even?


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf SteiniP » Fim 22. Maí 2014 21:39

Þetta er ekkert öðruvísi en að setja fartölvu í gegnum xray.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf upg8 » Fim 22. Maí 2014 21:48

það er rétt að þessu er fleygt til og frá, sérstaklega ef þetta er stórt skjákort þá getur það verið óæskilegt ef það er ekki vel skorðað við tölvuna. Hinsvegar þá eiga HDD í dag að parkera hausnum sjálfkrafa þegar það er slökkt á þeim og því ættu þeir að þola eitthvað af höggum þó það sé vissulega ekki æskilegt að vera að fleygja viðkvæmum hlutum til og frá. Ég væri þá hræddari við að þessu yrði stolið.

Og já það má x-raya nánast allt, t.d. eru tannlæknar stöðugt að taka x-ray myndir og tölvurnar þeirra verða fyrir mikilli geislun og þeir hafa ekki einusinni slökkt á þeim á meðan. Fólk sem er á viðskiptaferðum er að taka með sér fartölvur og láta gegnumlýsa þær oft í mánuði og ég hef ekki heyrt af neinni sem hefur gefið sig útaf því.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhlutir - X-Ray

Pósturaf Squinchy » Fös 23. Maí 2014 02:42

Einnig taka CPU kælinguna af ef þú ert með einhvern risa hlunk


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS