Tiger skrifaði:Þessi "afsökun/ástæða" er eiginlega ekki að virka lengur þegar það er kominn 15. janúar og líklega allir löngu komnir úr jólafríi...... Afhverju ekki bara að segja hlutina eins og þeir eru, það er ekkert verra PR fyrir fyrirtækið að lofa uppí ermina á sér og svíkja það sem sagt er.
Í staðin fyrir að koma með afsökun um að starfsmenn fái nú gott jólafrí og eigi bara eftir að ýta á ON takkann, þá segja bara að þetta eigi enn töluvert í land en komi vonandi á 1. ársfjörðungi eða hvert sem raunhæft markmið sé.
Þetta var ástæðan þá, afsökun var þetta ekki enda ekkert að afsaka svo sem. Kerfið fer í loftið þegar okkar tæknimenn eru ánægðir,það er ekki venja hjá okkur að setja hlutina í loftið nema að þeir hafi verið prófaðir og það oft og þeir ánægðir með allt saman. En ég skal klárlega biðjast afsökunar á að hafa ekki tekið þennan þráð upp aftur og uppfært menn um stöðuna eftir því sem hún breyttist.
Það var alltaf planið að setja kerfið í loftið fyrir jól en fyrrgreind ástæða gerði það að verkum að það var ákveðið að bíða með það og kannski sem betur fer. Allir starfsmenn sem hafa viljað og hafa 4G tæki hafa verið með aðgang að kerfinu og Nexus 5 sem dæmi hagaði sér eitthvað furðulega og því þurfti að debugga það með framleiðendum og laga það. Það er tæknilega flókið að setja upp svona kerfi, nýja senda og tryggja fallback yfir í 2G/3G ásamt því að flytja voice yfir 4G líka. Svo þarf að tryggja að öll bakendakerfin tali saman rétt, gögin flæði rétt yfir í reikningakerfi og fullt annað. Bara svo að fólk átti sig á flækjustiginu
Planið núna er að fara í loftið á næstu vikum. Áhugasamir geta sent tölvupóst með símanúmeri og tegund símtækis á
nethjalp@siminn.is og ég mun reyna að koma viðkomandi inn í prufuhópinn.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Edit - leiðrétti innsláttarvillu.