Ég missti bílðrófið í 2 ár vegna ölvunaraksturs. Það fer svona að styttast i það að maður klári og geti farið að keyra, en þá fer ég að spá hvernig allt það ferli er?
Hvenær get ég sótt um að fá ökuréttindin aftur? Á þessari [url]ww2.us.is/node/968[/url]síðu segja þeir að ef maður er sviptur ævilangt(5ar) verði maður að vera próflaus allan þann tíma. Ef maður missir prófið minna er þá hægt að sækja um áður en tíminn er liðinn? Eftir því sem ég les þarna, þarf ég að fara í akstursmat, taka skriflega & verklega
Ég hafði aldrei brotið af mér í umferðinni áður en ég missti prófið og hef ekkert keyrt eftir það
Ef einhver Vaktari hér hefur reynslu eða vitneskju um þessa hluti þá væri algjör snilld að fá svör!
Að fá bílpróf aftur
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 95
- Skráði sig: Þri 21. Maí 2013 23:16
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Að fá bílpróf aftur
Hafðu samband við ökukennara þar sem þú þarft hvort sem er að fara í akstursmat, hann getur eflaust leiðbeint þér með rest.
common sense is not so common.
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Að fá bílpróf aftur
Ég missti nú ekki bílprófið en hélt ég væri að fara gera það og brást þar af leiðandi skjótt við. Ég var semsagt tekinn fyrir hraðaakstur í annað skiptið með bráðabirgðaskírteinið og fékk þar fjórða punktinn, sem skv mínum skilning á ökubókinni ætti að svipta mig prófi en svo kom í ljós að þá ætti ég aðeins að fá áminningu en á 7unda punkt yrði það tekið.
Annars fór ég á námskeið hjá 17.is. Fékk uppls um að það væri best að fara á þetta námskeið, ef þú ert ekki búinn að því, og taka svo upp bæði bóklega sem og verklega prófið aftur. Sá sem sér um námskeiðið hjá 17.is er mjög almennilegur maður og talaði aldrei niður til neins sem var á staðnum þó hann lét það vel í ljós að það sem við gerðum allir var rangt. Námskeiðið var frábært í alla staði, eftir námskeiðið fékk ég að heyra að ég hefði ekkert þurft að fara á það en þrátt fyrir ágætan kostnað á því sá ég ekkert eftir námskeiðinu þar sem ég þroskaðist ótrúlega sem ökumaður.
http://17.is/akstursbann/
Einnig skilst mér að það sé líka svona námskeið í ökuskólanum í mjódd en mig minnir að það hafi kostað 60þúsund þegar ég fór.
Gangi þér vel að fá prófið og vonandi hefur þú eitthvað lært af þessu, lofa þér að námskeiðið hjá 17.is verður miklu betra en þú býst við, einnig frábær fyrilestur í seinasta tímanum!
Annars fór ég á námskeið hjá 17.is. Fékk uppls um að það væri best að fara á þetta námskeið, ef þú ert ekki búinn að því, og taka svo upp bæði bóklega sem og verklega prófið aftur. Sá sem sér um námskeiðið hjá 17.is er mjög almennilegur maður og talaði aldrei niður til neins sem var á staðnum þó hann lét það vel í ljós að það sem við gerðum allir var rangt. Námskeiðið var frábært í alla staði, eftir námskeiðið fékk ég að heyra að ég hefði ekkert þurft að fara á það en þrátt fyrir ágætan kostnað á því sá ég ekkert eftir námskeiðinu þar sem ég þroskaðist ótrúlega sem ökumaður.
http://17.is/akstursbann/
Einnig skilst mér að það sé líka svona námskeið í ökuskólanum í mjódd en mig minnir að það hafi kostað 60þúsund þegar ég fór.
Gangi þér vel að fá prófið og vonandi hefur þú eitthvað lært af þessu, lofa þér að námskeiðið hjá 17.is verður miklu betra en þú býst við, einnig frábær fyrilestur í seinasta tímanum!