Fréttir af Verðvaktinni - 12. maí 2003

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fréttir af Verðvaktinni - 12. maí 2003

Pósturaf kiddi » Þri 13. Maí 2003 00:08

KKTölvur voru að bætast við hópinn. Smávægilegar lækkanir á nýjustu Intel & AMD örgjörvum, meðan margir af eldri örgjörvum frá þeim standa í stað eða hækka um nokkrar krónur, harðir diskar hafa lækkað og skjákortin hafa ekkert færst í verðum frekar en fyrri daginn. Fréttum lýkur.

Vegna fjölda ábendinga sem við höfum fengið varðandi það að setja upp samanburð á móðurborðum, skjáum, heilum tölvum og þessháttar, þá vil ég minna á að við gerum það ekki vegna þess að það er ekki hægt að gera sanngjarnan verðsamanburð á þessum hlutum, flestar verslanirnar eru með ólík merki og hvert merki hefur sína kosti og galla.

Það stendur þó til að setja inn fleiri vörur, svosem algengustu geisladrifin (DVD+skrifarar) sem flestar verslanir selja, algengustu tölvumýsnar o.s.frv. Við höfum bara eitt að segja um framtíðaráætlanir Vaktarinnar í augnablikinu, allt sem gerist hægt gerist vel. ;-) Það stendur mikið til og viljum við þakka áhugann sem þið hafið sýnt okkur undanfarna 10 mánuði og vonum að þið haldið áfram að heimsækja okkur (komnir yfir 10.000 heimsóknir á mánuði!) og sýna okkur þolinmæði svo við getum gert betri hluti. :)

Kveðjum í bili,
Vaktin




dados
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 02. Apr 2003 17:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Örgjörvar

Pósturaf dados » Þri 13. Maí 2003 09:15

Af hverju setjið þið ekki inn P4 2.8 GHz örgjörvann með 800FSB sem til eru hjá TB og Computer.is

Eini örgjörvinn með 800FSB er hjá Task.is og hann er 3.0GHz



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Þri 13. Maí 2003 10:34

Því eftir minni bestu vitund þá er hann ekki til, tekið af Intel.com:

Available speeds:
800 MHz system bus: 3 GHz

533 MHz system bus: 3.06 GHz, 2.80 GHz, 2.66 GHz, 2.53 GHz, 2.40B GHz, 2.26 GHz

400 MHz system bus: 2.60 GHz, 2.50 GHz, 2.40 GHz, 2.20 GHz, 2A GHz




dados
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 02. Apr 2003 17:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Allt rétt hjá þér ;-)

Pósturaf dados » Þri 13. Maí 2003 11:44

Ég hringdi í TB og benti þeim á þetta



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 13. Maí 2003 12:16

hmm, hörðudiskarnir lækkuðu nú ekkert af viti, mestalagi 1 þús kall minnir mig