Skriðdreki til sölu
Skriðdreki til sölu
Ég hef til sölu M4 Sherman skriðdreka. Skriðdrekinn var notaður af Bandaríkjamönnum í Túnis frá 1943 - 1944. Síðan þá hefur hann ekki verið notaður í hernaðarlegum tilgangi. Skriðdrekinn var til sýnis á hersafni í Norður Dakóta frá 1965 til 1982. Hann var keyptur til Íslands árið 1982 og hefur verið í einkaeigu síðan.
Mynd af skriðdreka af sömu tegund.
Skriðdrekinn er í góðu ásigkomulagi, það er þó eitthvað að í hægra belti (sennilega er ein lega farin). Það er hægt að keyra skriðdrekann þrátt fyrir þetta. Drekinn er ekki götuskráður og erfitt gæti reynst að fá hann götuskráðan. Hann hefur að mestu staðið óhreyfður í geymslu frá 82.
Það fylgir eitt auka belti með og kennsla á drekann. Enginn skotfæri fylgja með og eru skotfærin ólögleg á Íslandi. Skriðdrekinn er í geymslu í Hafnarfirði. Það er hægt að koma að skoða hann á virkum dögum frá 8 - 16, eða eftir samkomulagi. Hringið bara á undan.
Mynd af skriðdreka af sömu tegund.
Skriðdrekinn er í góðu ásigkomulagi, það er þó eitthvað að í hægra belti (sennilega er ein lega farin). Það er hægt að keyra skriðdrekann þrátt fyrir þetta. Drekinn er ekki götuskráður og erfitt gæti reynst að fá hann götuskráðan. Hann hefur að mestu staðið óhreyfður í geymslu frá 82.
Það fylgir eitt auka belti með og kennsla á drekann. Enginn skotfæri fylgja með og eru skotfærin ólögleg á Íslandi. Skriðdrekinn er í geymslu í Hafnarfirði. Það er hægt að koma að skoða hann á virkum dögum frá 8 - 16, eða eftir samkomulagi. Hringið bara á undan.
Síðast breytt af gullig á Mán 07. Apr 2014 19:06, breytt samtals 1 sinni.
Re: Skriðdreki til sölu
Hægt er að koma og skoða skriðdrekann frá 8-16 á virkum dögum, eða eftir samkomulagi. Hafið bara samband fyrst.
Re: Skriðdreki til sölu
Ég veit ekki hversu mikils virði hann er, þess vegna óska ég eftir tilboðum. Skriðdrekinn er hluti af dánarbúi og hann hafði mikið tilfinningalegt gildi.
Mér þykir sennilegt að hann fari nokkuð ódýrt. Við værum helst til í að selja hann á safn og það hann gæti farið á mjög lítinn pening ef einhvert safn hefur áhuga á drekanum.
Mér þykir sennilegt að hann fari nokkuð ódýrt. Við værum helst til í að selja hann á safn og það hann gæti farið á mjög lítinn pening ef einhvert safn hefur áhuga á drekanum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 635
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Ég þarf að skjótast niðureftir á morgun, ég get tekip myndir þá og sett þær inn á morgun. Drekinn er annars að öllu leiti sambærilegur þessum á myndinni fyrir utan það að það eru ekki málaðar stjörnur á hann og það er ekki vélbyssa á toppnum.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Færð held ég töluvert meiri pening ef þú selur hann úr landi..
Miðað við stutt google eru þeir alveg frá 100-400 þús USD
Miðað við stutt google eru þeir alveg frá 100-400 þús USD
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
gullig skrifaði:...og það er ekki vélbyssa á toppnum.
Fokk! þar fór það.
Var farinn að sjá fyrir mér ákveðið notagildi í þessu
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Það hefur margt sérstakt dottið í sölu hérna á Vaktinni, en þetta toppar allt held ég
-
- /dev/null
- Póstar: 1348
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 101
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
gullig skrifaði:Ég þarf að skjótast niðureftir á morgun, ég get tekip myndir þá og sett þær inn á morgun. Drekinn er annars að öllu leiti sambærilegur þessum á myndinni fyrir utan það að það eru ekki málaðar stjörnur á hann og það er ekki vélbyssa á toppnum.
er hlaupið langt og mjótt á honum eins og á myndinni eða styttra og feitara?
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
Re: Skriðdreki til sölu
MrSparklez skrifaði:Reyklaus ?
fylgir varadekk líka með?
Allur aðgangur leyfður að skoða mitt komment hér fyrir ofan
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Væri þetta fyrir viku.. þá hefði ég stimplað þetta strax sem apríl gabb!
Annars, þá hefði mátt setja auglýsinguna öðruvísi upp.
Dæmi.
Annars, þá hefði mátt setja auglýsinguna öðruvísi upp.
Dæmi.
Eru nágrannarnir eitthvað leiðinlegir við þig?
Ef svo er, ekki gefast upp. Lausnin er innan seilingar. Ég er með tækið fyrir þig.
Tada..
Ef svo er, ekki gefast upp. Lausnin er innan seilingar. Ég er með tækið fyrir þig.
Tada..
Síðast breytt af Garri á Mán 07. Apr 2014 20:57, breytt samtals 1 sinni.
Re: Skriðdreki til sölu
Hlaupið er langt og mjótt, mig minnir að það hafi staðið 70 eða 75mm í bæklingnum sem fylgir með skriðdrekanum. Við viljum helst fá a.m.k. 4 milljónir fyrir hann.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Væri í lagi að ég kæmi að skoða hann þegar þú ert við?, hef ekki efni á að kaupa hann en mér finnst þetta mjög áhugavert og væri til í að sjá skriðdreka með eigin augum.
Annars skal ég láta einn vita af þessu sem hefur áhuga á alls konar hlutum en ég lofa engu um áhuga hjá honum á drekanum.
Annars skal ég láta einn vita af þessu sem hefur áhuga á alls konar hlutum en ég lofa engu um áhuga hjá honum á drekanum.
-
- Græningi
- Póstar: 32
- Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 13:14
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
gæti verið að Víkingasveitinn myndi hafa áhuga, um að gera að hafa samband við þá, ættir þá að geta fengið eitthvað meira fyrir, sem og við gætum mögulega séð hann í Action.
-
- Nörd
- Póstar: 117
- Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
- Reputation: 6
- Staðsetning: Ísland
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Skriðdreki... ég hélt að þetta væri einhver mass turn vél, kom skemmtilega á óvart
i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER
Re: Skriðdreki til sölu
Ég þakka ábendingarnar. Ég veit ekki hvort Víkingasveitin hafi áhuga á að nota 70 ára gamalt stríðstæki, mundi kannski virka á mótmælendur á Austurvelli En endilega ef þið vitið um áhugasama kaupendur, endilega látið þá vita. Það ætla 2 að koma og skoða hann á morgun.
Ég ræddi við bifvélavirkja og lögfræðing í kvöld og það er sennilega lítið mál að fá leyfi til að keyra hann ef steypt er fyrir byssuhlaupið.
Ég ræddi við bifvélavirkja og lögfræðing í kvöld og það er sennilega lítið mál að fá leyfi til að keyra hann ef steypt er fyrir byssuhlaupið.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
gullig skrifaði:Ég þakka ábendingarnar. Ég veit ekki hvort Víkingasveitin hafi áhuga á að nota 70 ára gamalt stríðstæki, mundi kannski virka á mótmælendur á Austurvelli En endilega ef þið vitið um áhugasama kaupendur, endilega látið þá vita. Það ætla 2 að koma og skoða hann á morgun.
Ég ræddi við bifvélavirkja og lögfræðing í kvöld og það er sennilega lítið mál að fá leyfi til að keyra hann ef steypt er fyrir byssuhlaupið.
Hve mikil er eyðslan í innanbæjarsnatti?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
-
- Græningi
- Póstar: 32
- Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 13:14
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Skriðdreki til sölu
Miða við wikipedia, þá á hann að komast 193 km á tankinum, 660 lítrar(svo um 342 lítrar pr 100 km), en tekur aðeins 80 oct eldsteyti, svo gæti reynst erfitt að koma honum í gang.