400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Eru e-r fyrirtæki að bjóða uppá 400Mbit prófíla f. utan Hringiðuna?
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Reputation: 16
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Það ku vera þannig að þriðju kynslóðar tæki dugar í 400Mbit/s. Einhverjir gætu því viljað spara sér pening á uppfærslunni í fjórðu kynslóð.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
izelord skrifaði:Það ku vera þannig að þriðju kynslóðar tæki dugar í 400Mbit/s. Einhverjir gætu því viljað spara sér pening á uppfærslunni í fjórðu kynslóð.
Þetta er rangt - aðeins þeir sem eru með 4. kynslóðar netaðgangstæki (Genexis) eru tilbúnir í 200/400 - aðrir þurfa að uppfæra - sjá nánar á http://www.gagnaveita.is/Heimili/200400Mbshradi/
Kv, Einar.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Halli25 skrifaði:Sá að gagnaveitan ætlar að klára ljósleiðaravæðingu í Hveragerði í sumar, hvaða hraða ætliði að byrja á þar? Beint í 400?
Sæll.
Nei reikna með að það verði 100Mb í fyrstu - líklega opnum við fyrir 200/400 þar í næsta fasa.
Kv, Einar.
Síðast breytt af einarth á Fim 03. Apr 2014 13:22, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
AntiTrust skrifaði:Eru e-r fyrirtæki að bjóða uppá 400Mbit prófíla f. utan Hringiðuna?
Hringiðan er eina þjónustuveitan sem býður uppá þetta í dag - en von er á fleirum fljótlega.
Kv, Einar.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Reputation: 16
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
einarth skrifaði:izelord skrifaði:Það ku vera þannig að þriðju kynslóðar tæki dugar í 400Mbit/s. Einhverjir gætu því viljað spara sér pening á uppfærslunni í fjórðu kynslóð.
Þetta er rangt - aðeins þeir sem eru með 4. kynslóðar netaðgangstæki (Genexis) eru tilbúnir í 200/400 - aðrir þurfa að uppfæra - sjá nánar á http://www.gagnaveita.is/Heimili/200400Mbshradi/
Kv, Einar.
Mátt dobbeltjékka þetta því nú hef ég það beint frá starfsmönnum GV, þjónustuver og rafverktaki á þeirra vegum, að þriðja kynslóð dugi. Hafir þú rétt fyrir þér, sem mér finnst nú allt eins líklegt, þá er Gagnaveitan að kúka upp á bak þjónustulega séð.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1700
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
izelord skrifaði:..
Mátt dobbeltjékka þetta því nú hef ég það beint frá starfsmönnum GV, þjónustuver og rafverktaki á þeirra vegum, að þriðja kynslóð dugi. Hafir þú rétt fyrir þér, sem mér finnst nú allt eins líklegt, þá er Gagnaveitan að kúka upp á bak þjónustulega séð.
Psst.. lestu undirskriftina hans Einars
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Reputation: 16
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Stutturdreki skrifaði:izelord skrifaði:..
Mátt dobbeltjékka þetta því nú hef ég það beint frá starfsmönnum GV, þjónustuver og rafverktaki á þeirra vegum, að þriðja kynslóð dugi. Hafir þú rétt fyrir þér, sem mér finnst nú allt eins líklegt, þá er Gagnaveitan að kúka upp á bak þjónustulega séð.
Psst.. lestu undirskriftina hans Einars
Enda bað ég hann um að dobbeltjékka.
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Genesix 4 kynslóð eru einu tækin sem bjóða upp á allt að 1Gb hraða gegnum snúrur(Gigabit Ethernet).
Nokkuð viss um að Einar sé tæknimaður hjá GR og ætti að hafa þetta á hreinu þannig það þarf eflaust ekki að double checka neitt.
Nokkuð viss um að Einar sé tæknimaður hjá GR og ætti að hafa þetta á hreinu þannig það þarf eflaust ekki að double checka neitt.
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Vaktari skrifaði:Genesix 4 kynslóð eru einu tækin sem bjóða upp á allt að 1Gb hraða gegnum snúrur(Gigabit Ethernet).
Nokkuð viss um að Einar sé tæknimaður hjá GR og ætti að hafa þetta á hreinu þannig það þarf eflaust ekki að double checka neitt.
Ég er reyndar nokkuð viss um að 3Gen tækin séu með GbE tengjum, hvort það er bara WAN tengið eða LAN líka man ég ekki.
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
AntiTrust skrifaði:Vaktari skrifaði:Genesix 4 kynslóð eru einu tækin sem bjóða upp á allt að 1Gb hraða gegnum snúrur(Gigabit Ethernet).
Nokkuð viss um að Einar sé tæknimaður hjá GR og ætti að hafa þetta á hreinu þannig það þarf eflaust ekki að double checka neitt.
Ég er reyndar nokkuð viss um að 3Gen tækin séu með GbE tengjum, hvort það er bara WAN tengið eða LAN líka man ég ekki.
Þau eru með það og ættu þá væntanlega að bjóða upp á það líka? Annars er ég bara ekki viss ég tók þetta bara af netinu og þar stóð þetta.
Væntanlega ætti þá einar að geta svarað því betur.
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Sælir.
Þakka ábendinguna með að við séum að gefa misvísandi skilaboð til viðskiptavina - ég kem því áleiðis og leiðrétti.
En varðandi 3. kynslóðina þá skal ég skýra aðeins betur:
3. kynslóðin (Telsey CPL7) er með 100/1G WAN porti og 1x 1Gb og 4x 100Mb LAN portum. WAN portið er með lausum fiber módúl svo það þarf að skipta 100Mb módúl út fyrir 1G módúl til að það tengist á 1G.
Hinsvegar þá eru aðrir hlutar tækisins ekki nógu góðir til að skila þjónustum yfir 100Mb - og af þeim ástæðum bjóðum við ekki uppá að nota þau fyrir >100Mb þjónustu.
Vona að þetta skýri málið betur.
Kv, Einar.
Þakka ábendinguna með að við séum að gefa misvísandi skilaboð til viðskiptavina - ég kem því áleiðis og leiðrétti.
En varðandi 3. kynslóðina þá skal ég skýra aðeins betur:
3. kynslóðin (Telsey CPL7) er með 100/1G WAN porti og 1x 1Gb og 4x 100Mb LAN portum. WAN portið er með lausum fiber módúl svo það þarf að skipta 100Mb módúl út fyrir 1G módúl til að það tengist á 1G.
Hinsvegar þá eru aðrir hlutar tækisins ekki nógu góðir til að skila þjónustum yfir 100Mb - og af þeim ástæðum bjóðum við ekki uppá að nota þau fyrir >100Mb þjónustu.
Vona að þetta skýri málið betur.
Kv, Einar.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
- Reputation: 16
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
einarth skrifaði:Sælir.
Þakka ábendinguna með að við séum að gefa misvísandi skilaboð til viðskiptavina - ég kem því áleiðis og leiðrétti.
En varðandi 3. kynslóðina þá skal ég skýra aðeins betur:
3. kynslóðin (Telsey CPL7) er með 100/1G WAN porti og 1x 1Gb og 4x 100Mb LAN portum. WAN portið er með lausum fiber módúl svo það þarf að skipta 100Mb módúl út fyrir 1G módúl til að það tengist á 1G.
Hinsvegar þá eru aðrir hlutar tækisins ekki nógu góðir til að skila þjónustum yfir 100Mb - og af þeim ástæðum bjóðum við ekki uppá að nota þau fyrir >100Mb þjónustu.
Vona að þetta skýri málið betur.
Kv, Einar.
Takk, gott að fá svar sem er ekki "nokkuð viss um... eða væntanlega...".
Þá er ég helvíti óhress með "þjónustuna" sem ég hef þá verið að fá hjá Gagnaveitunni.
Í mjög stuttu máli var ég að flytja og endaði með ótengt CPL7 á nýja staðnum. Sá fram á að þurfa að greiða uppsetningargjald en uppgötvaði síðan að ég gæti fengið Genesix í staðinn fyrir sama verð - enda nákvæmlega sama framkvæmd, einfaldlega verið að tengja box upp á nýtt og skiptir því engu hvort það sé CPL7 eða Genesix. Þar sem póstnúmerið er ekki komið á 200-400Mbita listann var aftur á móti "computer says no" viðmót sett upp og ekkert hægt að gera, þrátt fyrir að sé verið að setja upp 4th gen hjá öðrum nýjum viðskiptavinum sem hafi ekki aðgang að 200-400Mbita þjónustunni. En þar sem ég er ekki nýr viðskiptavinur þá er tryggingafélagaleiðin farin og ég látinn bíða. Svo þegar póstnúmerið mitt dettur inn í rétta excel skjalið, sem gæti verið eftir fáeina mánuði - þá loksins verður mér gert kleyft að uppfæra tækið og þarf þá auðvitað að borga aftur sama pening. Eftir að hafa útskýrt nokkrum sinnum að GR myndi spara mér tæpan 20þ kall með því að fara aðeins út fyrir rammann var svo reynt að friða mig með því að segja mér að CPL7 réði við Gigabit tengingu. En greinilega ekki á ljóstenglinum og Gigabit tengið því alfarið gagnslaust. Mjög erfitt fyrir mig að malda í móinn enda einokun til staðar. Mjög lélegt.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Sæll Izelord.
Getur hent á mig kt í PM og ég skal kanna þetta nánar.
Kv, Einar.
Getur hent á mig kt í PM og ég skal kanna þetta nánar.
Kv, Einar.
-
- Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 08:08
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Ég er sömuleiðis mjög óánægður með Gagnaveituna. Ég verslaði mér fasteign fyrir skömmu og eitt af frumskilyrðunum fyrir kaup á nýrri fasteign var að ljósleiðari væri til staðar. Ég geng frá kaupsamning og panta ljósleiðara hjá Gagnaveitunni í gegnum Vodafone. Svo líða nokkrar vikur og ekkert heyrist frá þeim fyrr en ég sendi tölvupóst. Þá er mér tjáð að ekki sé hægt að tengja ljósleiðarann vegna þess að rörið út í götu er stíflað. Ábyrgðin liggur hjá Orkuveitunni þannig að ég hafði samband við þá. Orkuveitan snýr þessu til baka og segir mér að það sé hlutverk Gagnaveitunnar að óska eftir viðgerðarbeiðni á að blása úr rörinu. Orkuveitan segir ennfremur að þar sem það sé "mjög kostnaðarsöm" aðgerð að þá er ólíklegt að Gagnaveitan sendi beiðnina þar sem ég er "aðeins einn viðskiptavinur" og að þeir "gefi vanalega skít" í einn viðskiptavin ef svo er að skipta.
Nú er ég formaður húsfélagsins og þarna eru sex mögulegir viðskiptavinir sem Gagnaveitan ætlar sér að "gefa skít" í. Ég óskaði eftir því að beiðni yrði send í dag en engin svör bárust en ég hef verið í reglulegum sambandi við (GK) starfsmann Gagnaveitunnar. Næsta skref er að sjálfsögðu að fara með málið í fjölmiðlana því það er ótækt að fyrirtæki "gefi skít" í viðskiptavini sína og lagi ekki galla í framkvæmdum sem það er ábyrgt fyrir. Hef rætt þetta við aðra eigendur í húsinu í dag og allir eru mjög hissa yfir þessum vinnubrögðum, sérstaklega í ljósi þess að stíflan sem um ræðir er ekki innan byggingar heldur er hún undir gangstétt við lóðarmörkin á Drekavöllum í Hafnarfirði.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Örvar.
Nú er ég formaður húsfélagsins og þarna eru sex mögulegir viðskiptavinir sem Gagnaveitan ætlar sér að "gefa skít" í. Ég óskaði eftir því að beiðni yrði send í dag en engin svör bárust en ég hef verið í reglulegum sambandi við (GK) starfsmann Gagnaveitunnar. Næsta skref er að sjálfsögðu að fara með málið í fjölmiðlana því það er ótækt að fyrirtæki "gefi skít" í viðskiptavini sína og lagi ekki galla í framkvæmdum sem það er ábyrgt fyrir. Hef rætt þetta við aðra eigendur í húsinu í dag og allir eru mjög hissa yfir þessum vinnubrögðum, sérstaklega í ljósi þess að stíflan sem um ræðir er ekki innan byggingar heldur er hún undir gangstétt við lóðarmörkin á Drekavöllum í Hafnarfirði.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Örvar.
Kveðja, DCOM.
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Reputation: 3
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
DCOM skrifaði:Hvað finnst ykkur um þetta?
Þeir höfðu þó samband við þig, Prufaðu að búa í félagslegu húsnæði, Þá sérðu hvernig GR gefur skít í fólk
-
- Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 08:08
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 400 Mb/s hraði hjá Gagnaveitunni
Ég hef reyndar þurft að hafa frumkvæðið í öllum samskiptum.
Kveðja, DCOM.