Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"


Höfundur
HómerZim
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf HómerZim » Lau 29. Mar 2014 21:54



væri alveg til í að heyra álit sumra hérna á þessu veseni.

Þannig var að ég keypti síma á netinu (nokia 800 lumia) um áramótin. Síminn virkaði mjög vel og ég var sáttur.
Svo fór að bera á að það var erfitt að hlaða símann, það þurfti að setja smá þrýsting á usb tengið til að það byrjaði að hlaða og svo fór þetta vandamál hraðversnandi þar til mér tókst ekkert að hlaða símann.
Ég fékk ábendingu um ákveðið verkstæði og hafði samband við það og spurði hvort þeir tæku að sér að skipta um svona usb tengi, fékk svar strax með verði uppá 6000 kr.
Ég fór með símann og fékk svo allnokkru seinna sms um að síminn væri tilbúinn, og ég kætist eðlilega við það og ætlaði að fara sækja símann. En þá kom annað sms og í því stóð að usb tengið virkaði, en snertiskjárinn væri ónýtur (óvirkur) og að hann ætlaði að skoða það betur. Eftir nokkra daga og engin skilaboð þá hringdi ég í verkstæðið og ræddi við þá, og má segja að útkoman úr símtalinu hafi verið sú að þeir skilja ekki afhverju snertiskjárinn virki ekki en fullyrða að það hafi ekkert með þeirra viðgerð að gera og vilja ekkert kannast við að hafa skemmt símann og hann hafi líklega verið skemmdur fyrir. Hann sagðist bara hafa mín orð fyrir því að hann hafi verið í lagi áður !!! Hann bætti því við að ég hefði líklega keypt uppgerðan síma en ekki nýjan miðað við það sem var inní honum (veit ekki hvað hann sá).

En uppgerður eða ekki þá var þetta fyrir mér 2-3 mánaða sími með bilað usb tengi, að öðru leiti í fullkomnu ástandi en er núna líklega ónýtur.
Hvað myndu menn gera í þessari stöðu ?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf AntiTrust » Lau 29. Mar 2014 22:14

Fara í hart. Þeir nenna alveg örugglega ekki að standa í neytendasamtakaveseni, farðu bara ákveðinn á verkstæðið og láttu þá vita hvert stefnir.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf Hargo » Lau 29. Mar 2014 22:24

Keyptirðu símann notaðan? Ef hann var nýr og þú fórst með hann í ábyrgðarviðgerð þá flokkast þetta bæði undir ábyrgð, en ég geri ráð fyrir að síminn sé nú ekki í ábyrgð fyrst þú ætlaðir að greiða fyrir viðgerðina.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf roadwarrior » Lau 29. Mar 2014 23:29

1. Keyptir þú síman hér á landi eða erlendis og ef erlendis hvar þá?
2. Var síminn notaður?
3. Var þetta viðurkennt ábyrgðarverkstæði eða einhverjir njólar útí bæ?

Annars sýnist mér að þetta sé á ábyrgð viðgerðaraðila, þessi vandi var ekki þegar síminn kom til þeirra en þegar þeir seigjast hafa "gert við" síman þá hafa þeir fokkað einhverju upp.
Best case senario er að þeir hafi sett kapalinn fyrir skjáinn vitlaust eða skakt í og það sé það eina að sem er að
Worst case senario er að þeir hafi rústað símanum.
Ef þetta er einhver njóli útí bæ þá good luck að fá eitthvað útúr honum í bætur
Ef þetta er viðurkennst þjónustu verkstæði þá eru góðar líkur á þeir reyni að bæta þér þetta



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf Viktor » Sun 30. Mar 2014 09:19

Hvaða verkstæði er þetta?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
HómerZim
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf HómerZim » Sun 30. Mar 2014 12:28



til að svara nokkrum spurningum:
Síminn er keyptur á netinu. Það er tekið fram þar að síminn sé "refurbished" sem ég held að þýði að hann sé uppgerður/viðgerður að einhverju leiti.
(Tók reyndar ekki eftir því þegar ég keypti, en það kemur svo sem fram undir specs á síðunni)
Þar kemur líka fram ábyrgð í eitt ár, en þar sem ég hélt að ég gæti afgreitt þetta mál fyrir 6000 kall, þá taldi ég það einfaldara og jafnvel ódýrara en hugsanlegur sendingarkostnaður.
http://www.aliexpress.com/snapshot/297223294.html

Verkstæðið heitir unlock.is og er í kringluturninum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fór með síma í viðgerð og hann var "eyðilagður"

Pósturaf Viktor » Sun 30. Mar 2014 13:08

Ég held því miður að það gæti reynst erfitt að fá þá til þess að ábyrgjast þetta þar sem að það er erfitt fyrir þig að sanna það að þeir hafi valdið þessu. Mér finnst líklegt að þetta sé ribbon kapall inni í símanum sem hefur mögulega verið tæpur fyrir, og þess vegna hafi hann verið refurb. Eru þeir ekki tilbúnir að komast eitthvað til móts við þig?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB