Elko í fríhöfninni


Höfundur
guztiZ87
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Feb 2014 19:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Elko í fríhöfninni

Pósturaf guztiZ87 » Mán 24. Mar 2014 04:54

Komið þið sæl öll(/allir?)!

Mig langaði að forvitnast um hvort einhver vissi hvort það væri hægt að sjá vöruúrvalið í Elko í fríhöfninni einhvers staðar? Hef hvergi getað fundið það þrátt fyrir mikla leit, og þær upplýsingar sem ég fékk þegar ég hringdi í þjónustuborðið hjá Elko var að þær væru ekki alveg með þetta á hreinu, en myndu hringja til baka eftir að kanna þetta... sem þær síðan gerðu aldrei blessaðar :thumbsd

E'ða er mögulega einhver hérna inni sem hefur farið erlendis nýlega gegnum Leifsstöð og leit þar við? Vefsíðan hjá þeim segir voðalega lítið finnst mér - en langar að vita hvort þeir selji t.d. harða diska þar eða þvíumlíka íhluti. Hefur einhver hérna einhverja hugmynd um hvernig það er?

(Og já, ég setti þetta undir "þjónustu" þar sem að mér fannst skorta verulega á hana hjá þeim í sambandi við þetta [-( )

Kkv.,
Ágúst




BO55
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf BO55 » Mán 24. Mar 2014 06:55




Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 24. Mar 2014 08:15

Þeir selja enga harða diska eða íhluti frekar en hinar elko verslanirnar. Þar eru heyrnartól, símar, tónlist, kaplar og ýmis (heimilis) tæki minnir mig.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf lukkuláki » Mán 24. Mar 2014 09:00

Prófaðu bara að hringja í þá beint ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt spyrja um annars kemur það fram á heimasíðunni sem þeir eru að selja. ELKO Leifsstöð s: 425-0720
Þeir eru ekki með neina íhluti eftir því sem ég best veit, ég var að vinna þarna fyrir nokkrum vikum og sá ekkert slíkt bara MP3 spilara, GSM, myndavélar, flakkara, iPad, CD/DVD/BLU-RAY, allskonar leiki og leikjatölvur, headset og eitthvað af hljómtækjum.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf Tbot » Mán 24. Mar 2014 09:26

Fríhöfnin er dýr sjoppa.

dæmi.
http://www.elkofrihofn.is/frihofn/tolvu ... eikir/gran turismo

11.699

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Playst ... etail=true
12.999

Ef vsk er tekinn af 12.999 (þ.e. 12999*0,8) þá ætti verðið að vera um 10.400-. Man ekki hvort það eru vörugjöld á leikjum, ef svo er ætti verðið að vera enn lægra.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf lukkuláki » Mán 24. Mar 2014 09:34

Já það hefur alveg sýnt sig að það er oft ódýrara að versla hlutina bara í bænum (Nema áfengi og tóbak)

Hérna er 2 ára frétt um þetta en þetta hefur ekkert breyst.
http://www.visir.is/frihofnin-dyrari-en ... 2120318849


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf dori » Mán 24. Mar 2014 09:42

Basically bara þegar það er "3 fyrir 2" eða eitthvað rosa afsláttur (eins og er reglulega í fríhöfninni) sem það er ódýrara að kaupa eitthvað þarna frekar en í sambærilegum búðum í bænum. Elko er eitthvað skárra en þú ert klárlega ekki að fá jafn ódýrar vörur og margir virðast halda.

Eins og lukkuláki bendir á. Bara áfengi og tóbak sem þú græðir eitthvað á. Ef þú ert hvort eð er að fara erlendis ættirðu bara að láta senda þér þetta meðan þú ert úti eða kaupa á ódýrari stöðum þar sem þú verður.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 24. Mar 2014 11:00

dori skrifaði:Basically bara þegar það er "3 fyrir 2" eða eitthvað rosa afsláttur (eins og er reglulega í fríhöfninni) sem það er ódýrara að kaupa eitthvað þarna frekar en í sambærilegum búðum í bænum. Elko er eitthvað skárra en þú ert klárlega ekki að fá jafn ódýrar vörur og margir virðast halda.

Eins og lukkuláki bendir á. Bara áfengi og tóbak sem þú græðir eitthvað á. Ef þú ert hvort eð er að fara erlendis ættirðu bara að láta senda þér þetta meðan þú ert úti eða kaupa á ódýrari stöðum þar sem þú verður.


Og 3 fyrir 2 er ekki einu sinni það gott tilboð. ca 30% aflsláttur.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Elko í fríhöfninni

Pósturaf stefhauk » Mán 24. Mar 2014 11:34

Frekar slapt úrval þarna finnst mér alltof lítið í boði. Ætlaði að kaupa mér go pro vél þarna tók áfengis tollinn minn þannig ég gat ekki keypt vélina án þess að borga tolla af henni svo ég sleppti henni eru að vísu búnir að hækka tollinn eitthvað síðan þá.