urban skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:halldorjonz skrifaði:Þetta myndi bara vera hægt ef það yrði gerður sér kassi fyrir VÍN og það er bara vesen... vera kaupa í matinn og 1 flösku með því og þurfa borga á sitthvorustaðnum..
ástæðan er jú, hversu oft eru bara 14-16 ára krakkar á kassanum í þessum búðum? þeir hafa ekki leyfi til að afgreiða þetta,
og það væri mjög auðvelt fyrir 16 ára krakka að bjalla bara í vini sína þarna á kassanum og þeir redda þessu
PS. hættið að væla! þetta er spjallborð, og koníakstofan þar sem menn tala um allt milli himins og jarðar.
Tóbak er aðeins selt við þjónustuborð. Þar þarf að vera 18+ ára manneskja að afgreiða. Afhverju er ekki hægt að gera það sama með bjór og léttvín?
það er mjög mismunandi eftir búðum.
Samkvæmt reglum frá Heilbrigðiseftirlitinu þá meiga yngri en 18 ára ekki afgreiða tóbak þetta er skoðað af og til en þess á milli er þetta þverbrotið í mörgum búðum.
Léttvín og bjór verður aldrei selt í matvöruverslunum nema þessi skilyrði verði uppfylt, þá erum við að tala um afgreiðslufólk ekki 18ára+ heldur 20 ára+ líklegast.
Það kemur auðvitað í veg fyrir að það sé hægt að fara á hvaða kassa sem er með þessar vörur eða það þyrfti að vera afmarkað svæði í versluninni fyrir áfengið og kannski sér afreiðsla.
Sé það ekki fyrir mér að þeir breyti lögunum þannig að yngri en 20 ára meigi afgreiða áfengi en þó salan verði leyfð í verslunum þá er reglan ennþá að aðeins 20 ára og eldri meiga kaupa þetta og verða að framvísa persónuskilríkjum ef óskað er eftir því.
Svarið við spurningunni "Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?" held ég að sé, nei ekkert frekar því ef unglingar ætla að fá sér, þá gera þeir það.
Ég efast um að þetta breyti neinu þar um.
Á sínum tíma var því spáð að allt færi bókstaflega til andskotans á Íslandi ef BJÓR væri leyfður
Svartsýnustu menn virðast alltaf hafa hæst og þess vegna er svo erfitt að breyta öllu.
Mér finnst að það ætti að leyfa sölu léttvíns og bjórs upp að ~15% styrkleika í matvöruverslunum og láta reyna á þetta, þeir sem vilja prófa myndu standa straum af öllum kostaðinum sjálfir.
Algjörlega óþolandi á þessum klaka að mála alltaf grýluna á vegg og sjá allt mistakast fyrirfram við vitum þetta ekki nema prófa.