Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 04:07

Sælir.

Ég var að fara yfir spjaldtölvu sem að átta ára systir mín fékk um daginn og hún var svo stútfull af bloatware frá framleiðanda að mér hálfblöskraði. Ég byrjaði svo að henda út því bloatware sem að hún mun aldrei nota og þegar að ég var búinn að henda út svona 30-40% af því bloatware sem var pre-installed á þessari spjaldtölvu þá byrjaði launcherinn að crasha.

Það lýsir sér þannig að villumelding kemur upp á sekúndufresti og er vélin því ónothæf eftir að bloatwareið er fjarlægt. Ef að ég geri factory reset á hana þá byrjar hún auðvitað að virka eðlilega en sama bloatwareið er installað að nýju.

Miðað við þetta er þá greinilegt að eitthvað af þessu bloatware er integrated í þessa OEM útgáfu af Android, sem er með gríðarlegum GUI breytingum frá stock android....á slæman máta.

Ég er þá í þeirri óþægilegu stöðu að ég get valið um tvo valmöguleika.

Að hafa þetta bloatware á spjaldtölvuni og keyra þessa hræðilegu útgáfu af android eða að henda á hana nýju ROM og missa þá alla ábyrgð á spjaldtölvu sem er orðin mánaðagömul.

Ég fór í Tölvulistann í dag og talaði við verslunarstjóra sem að vildi taka tölvuna inn á verkstæði, eftir ítrekaðar tilraunir til að útskýra það fyrir honum að ég vissi nákvæmlega hvað vandamálið væri. Það greinilega skipti engu máli og skildi ég því spjaldtölvuna eftir til að láta þá á verkstæðinu "skoða vélina". Þeir vildu ekki leyfa mér að skila henni þrátt fyrir að vera uþb mánaðagömul og algjörlega lýtalaus.

Ég var að reyna að lýsa þessu vandamáli fyrir pabba systur minnar sem að keypti vélina handa henni á mannamáli og fann eiginlega fullkomna lýsingu á hversu fáránlegt þetta er.

"Þú kaupir hús með innbúi og ert mjög ánægður með kaupin. Þú ákveður svo að flytja inn í húsið og vilt henda stofuborðinu út. Því er skipt út án vandamála. Þú ákveður svo að henda út sófa sem er í húsinu. Sófinn er kominn á sorpu. Þú ákveður svo að henda út þessum stól....Æ, sorry. Þetta er burðarstóll. Hann verður því miður alltaf að vera inni í húsinu því að annars hrynur það."

Fáránlegt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6787
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 939
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Viktor » Fös 21. Mar 2014 04:33

Það er stórundarlegt að sum íslensk fyrirtæki neiti að leyfa fólki að skila vörum sem standast ekki væntingar ef þær eru í upprunalegu ástandi, þar með taldar umbúðir.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


guztiZ87
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Feb 2014 19:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf guztiZ87 » Fös 21. Mar 2014 05:56

Tölvulistinn hefur í gegnum tíðina, að mínu mati, ekki beint verið neitt sem gæti kallast fyrirmyndar fyrirtæki. Tala ég út frá þeirri reynslu sem _fjórir_ einstaklingar í fjölskyldunni hafa orðið fyrir í viðskiptum við þá. Ég veit ekki hvernig þetta er núna, en þegar ég vissi síðast eitthvað af þeirra starfsemi að þá gastu alveg eins átt von á einhverjum bévítans vandræðum ef þú asnaðist til að versla við þá. Það var einnig allt að því gefið að ef þú gekkst inn í verslunina (allavega á sínum tíma), að þá máttirðu búast við því að fá reikning afhentan á leiðinni út (aðeins ýkt kannski, en ég veit að þeir voru að rukka upp í 5-15 þúsund krónur fyrir ÖRfárra mínútna vinnu.. Sem dæmi lenti félagi minn í því að versla tölvu af þeim á rétt um 300.000 kr., en lyklaborðið var eitthvað laskað þannig að takkarnir voru dettandi af - hann fer með það í Tölvulistann, hjálplegi aðstoðarmaðurinn fer með borðið eitthvert á bakvið og kemur innan við 4-5 mín aftur til baka, búinn að afreka það að festa 1-2 takka á borðið - en viti menn, afhendir honum einnig reikning upp á 8.000 kr. fyrir ósköpin. Í mínum huga er það allavega svo, að þeir hafa farið illa með marga viðskiptavini sína og ég forðast þessa verslun sem mest ég má, enn þann dag í dag.

En það er rétt að árétta það að þetta er bara það sem ég hef orðið vitni að, er ekki að slá neinu föstu um ágæti þessa fyrirtækis í dag.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Mar 2014 10:07

Ég veit bú ekki hvort það er við Tölvulistann að sakast þó varan sé svona ílla gerð af hálfu framleiðanda. Þegar þú kaupir iPhone eða iPad þá er fullt af allskonar öppum sem þú hefur engin not fyrir og getur ekki hent út, verður bara að sætta þig við að þetta er þarna.
Þegar ég keypti HP lappann þá lenti ég í svipuðu, þegar ég startaði henni þá var hún stappfull af Shareware og Bloatware drasli, örugglega um tíu forrit sem hægðu svo á að hún var ónothæf.

Það fylgdi ekki með windows diskur en það var backup windows á partition á HDD á tölvunni, ISO image, ég byrjaði á því að formatta því vélin virkaði ekki með öllu þessu drasli, fór í Win Vista uppsetningu af IOS fælnum bara til þess að fá ALLT helvítis Bloatware draslið aftur !!!! Ég endaði með því að sækja Windows á torrent (þrátt fyrir að eiga löglegan lykil) og downloda nothæfu kerfi þaðan.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf gardar » Fös 21. Mar 2014 10:16

Ef launcherinn er að crasha þegar vendor bloatware-ið er komið út, er þá ekki bara nóg að skella inn einhverjum góðum 3rd party launcher?

Þarft ekkert að flasha rom og missir ekki ábyrgð með því að nota annan launcher.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf fannar82 » Fös 21. Mar 2014 10:19

GuðjónR skrifaði:Ég veit bú ekki hvort það er við Tölvulistann að sakast þó varan sé svona ílla gerð af hálfu framleiðanda. Þegar þú kaupir iPhone eða iPad þá er fullt af allskonar öppum sem þú hefur engin not fyrir og getur ekki hent út, verður bara að sætta þig við að þetta er þarna.
Þegar ég keypti HP lappann þá lenti ég í svipuðu, þegar ég startaði henni þá var hún stappfull af Shareware og Bloatware drasli, örugglega um tíu forrit sem hægðu svo á að hún var ónothæf.

Það fylgdi ekki með windows diskur en það var backup windows á partition á HDD á tölvunni, ISO image, ég byrjaði á því að formatta því vélin virkaði ekki með öllu þessu drasli, fór í Win Vista uppsetningu af IOS fælnum bara til þess að fá ALLT helvítis Bloatware draslið aftur !!!! Ég endaði með því að sækja Windows á torrent (þrátt fyrir að eiga löglegan lykil) og downloda nothæfu kerfi þaðan.



uninstall? bloatware.. ?


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 21. Mar 2014 10:22

fannar82 skrifaði:uninstall? bloatware.. ?

Ef þú hrúar inn 10-20 skítaforritum, þar á meðal Norton antivirus og uninstallerar þeim öllum þá er tölvan ekki lengur "clean" ...
Það verða alltaf einhverjar leyfar af þessu drasli, t.d. í registry.
Þegar ég set upp clean tölvu þá vil ég hafa hana clean. ;)



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 21. Mar 2014 10:25

Fyrirgefðu en

1) Þessar vélar hafa pottþétt verið til sýnis og þú vissir alveg hvað þú varst að kaupa.
2) Þú fjarlægðir þennan hugbúnað sjálfur, sem orsakaði óstöðugleika í stýrikerfinu.
2) Tölvan er orðin mánaðargömul og þú búinn að nota hana. Alveg búið að fyrna öllu sem kallast raunsær skilaréttur (á fullu kaupverði amk).
3) Eins og búið er að segja, ef launcherinn var bara að chrasha, þá eru til grilljón aðrir launcherar í Play Store. Ef System UI var hins vegar að krassa þá er sagan önnur.
4) Er þetta Samsung Galaxy tab? Ef svo ertu ekkert endilega að fyrna ábyrgð með því að flasha annað rom.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 11:54

KermitTheFrog skrifaði:Fyrirgefðu en

1) Þessar vélar hafa pottþétt verið til sýnis og þú vissir alveg hvað þú varst að kaupa.
2) Þú fjarlægðir þennan hugbúnað sjálfur, sem orsakaði óstöðugleika í stýrikerfinu.
2) Tölvan er orðin mánaðargömul og þú búinn að nota hana. Alveg búið að fyrna öllu sem kallast raunsær skilaréttur (á fullu kaupverði amk).
3) Eins og búið er að segja, ef launcherinn var bara að chrasha, þá eru til grilljón aðrir launcherar í Play Store. Ef System UI var hins vegar að krassa þá er sagan önnur.
4) Er þetta Samsung Galaxy tab? Ef svo ertu ekkert endilega að fyrna ábyrgð með því að flasha annað rom.


Það er kannski ágætt að lesa upprunalega póstinn áður en að þú ferð að taka saman einhvern lista um hvernig ég hef rangt fyrir mér.

1. Ég keypti ekki vélina.
2. Já. Ég fjarlægði non-essential bloatware. Það olli stöðugleikavandamálum þannig að ég factory reseta hana, hún hættir að vera með vandamál enda öll forritin komin inn.
2?. Ég var að fara yfir þessa tölvu í fyrsta skipti á miðvikudaginn. Hún er mánaðagömul en hún stenst ekki þær kröfur sem að ég geri til hennar. Hún er lýtalaus, upprunalegar pakkningar óskemmdar og er með kvittun. Afföll eru því óveruleg við endursölu á þessari spjaldtölvu og ég er ekki að fara fram á endurgreiðslu, heldur er ætla ég að versla aðra vél sem er á uppsprengu verði hjá þeim í Tölvulistanum og var gefin út fyrir að nálgast ári.
3. Fyrsti valid punktur. Ég gæti gert þetta en þá er ég byrjaður að installa öðru dóti fyrir það sem ég er að henda út.
4. Þetta er Asus vél. Ég gæti flashað hana, notast við annað rom og ef að eitthvað kæmi upp sett upp Asus androidið aftur áður en að ég færi með hana í viðgerð. Held hinsvegar að slíkt myndi líklegast valda meiri hausverk fyrir systur mína þar sem að oft eru slíkar útgáfur helböggaðar.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 11:58

GuðjónR skrifaði:Ég veit bú ekki hvort það er við Tölvulistann að sakast þó varan sé svona ílla gerð af hálfu framleiðanda. Þegar þú kaupir iPhone eða iPad þá er fullt af allskonar öppum sem þú hefur engin not fyrir og getur ekki hent út, verður bara að sætta þig við að þetta er þarna.
Þegar ég keypti HP lappann þá lenti ég í svipuðu, þegar ég startaði henni þá var hún stappfull af Shareware og Bloatware drasli, örugglega um tíu forrit sem hægðu svo á að hún var ónothæf.

Það fylgdi ekki með windows diskur en það var backup windows á partition á HDD á tölvunni, ISO image, ég byrjaði á því að formatta því vélin virkaði ekki með öllu þessu drasli, fór í Win Vista uppsetningu af IOS fælnum bara til þess að fá ALLT helvítis Bloatware draslið aftur !!!! Ég endaði með því að sækja Windows á torrent (þrátt fyrir að eiga löglegan lykil) og downloda nothæfu kerfi þaðan.


Sammála því að það er ekki hægt að sakast við Tölvulistann um það að varan sé seld svona. Þetta er líklegast meira spurning um hvernig þeir höndla þetta vandamál. Mun tala við þá á eftir og sjá hvernig þessum málum lýkur.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf AntiTrust » Fös 21. Mar 2014 12:15

GuðjónR skrifaði:Ég veit bú ekki hvort það er við Tölvulistann að sakast þó varan sé svona ílla gerð af hálfu framleiðanda. Þegar þú kaupir iPhone eða iPad þá er fullt af allskonar öppum sem þú hefur engin not fyrir og getur ekki hent út, verður bara að sætta þig við að þetta er þarna.
Þegar ég keypti HP lappann þá lenti ég í svipuðu, þegar ég startaði henni þá var hún stappfull af Shareware og Bloatware drasli, örugglega um tíu forrit sem hægðu svo á að hún var ónothæf.

Það fylgdi ekki með windows diskur en það var backup windows á partition á HDD á tölvunni, ISO image, ég byrjaði á því að formatta því vélin virkaði ekki með öllu þessu drasli, fór í Win Vista uppsetningu af IOS fælnum bara til þess að fá ALLT helvítis Bloatware draslið aftur !!!! Ég endaði með því að sækja Windows á torrent (þrátt fyrir að eiga löglegan lykil) og downloda nothæfu kerfi þaðan.


Þetta er samt ekki alveg sambærilegt, þar sem þú getur hent hvaða OS sem þér sýnist upp á lappann hjá þér án þess að hafa áhrif á ábyrgð - enda væri slíkt absúrd. Að það gildi ekki sömu lög og reglur þegar kemur að Android/Mobile tækjum er alveg fáránlegt.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 15:11

Yndislegheitin halda áfram. Búinn að aka samtals 60km og er ég enn í veseni með þessa vél.

Fékk þau skilaboð að hún væri komin af verkstæðinu, sem var algjör óþarfi fyrir hana að fara á. Ég fékk tölvuna í hendurnar og gögn um verkstæðisferð hennar.

Ég ætla að endurskrifa "Úrlausn" dálkinn úr verkstæðisgögnunum orðrétt með villum.

"það svokallaða "Bloatware" sem reynt er að fjarlægja er partur af þessu android stýrikerfi, en þetta er sérstök útgafa af því fyrir nákvæmlega þessa spjaldtölvu frá asus. eina leiðin til að vera með "hreint" android stýrikerfi er að Róta vélina og setja upp annað ROM en það myndi fyrna vélbúnaðarábyrgð tölvunnar. Vélbúnaður vélarinnar starfar eðlilega

Ég vissi að þetta væri vandamálið en það er í raun og veru ekkert sem ég get gert til að leiðrétta þetta. Því bað ég einfaldlega um að skila spjaldtölvuni.

Hérna er aðaldjókurinn. Þeir vildu veita mér inneign sem hljómar upp á 80% af andvirði hennar, 8 þúsund krónur í afföll, þar sem að hún væri notuð og orðin mánaðagömul. Þetta þótti mér fullmiklar afskriftir fyrir ekki eldri vél. Meðfylgjandi eru myndir sem að sýna ástand á umbúðum og spjaldtölvuni.

Mynd
Mynd

Ég fór því með hana aftur heim og ákvað að gleyma þessu bara. Byrjaði að downloada nýjum apps (ekki eitt einasta interface-related app, allt einhverjir leikir), uppfæra öpp, meira að segja uppfæra bloatwareið.
Viti menn. Byrjar þá ekki aftur launcherinn að krassa. Núna algjörlega án þess að hafa fjarlægt eitt einasta app af bloatware-i.

Þannig að núna erum við að tala um græju sem að höndlar ekki eðlilega notkun. Ég er ekki að fara að installa nýjum launcher, ég er ekki að fara að factory resetta hana þar sem að ég er nokkuð viss um að vandamálið muni poppa upp strax eftir að ég er búinn að henda inn nokkrum apps.

Þannig að núna er spurningin hvað ég geri í framhaldi af þessu fíaskói.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf mind » Fös 21. Mar 2014 17:26

IceDeV skrifaði:Ég vissi að þetta væri vandamálið en það er í raun og veru ekkert sem ég get gert til að leiðrétta þetta. Því bað ég einfaldlega um að skila spjaldtölvuni.

Hérna er aðaldjókurinn. Þeir vildu veita mér inneign sem hljómar upp á 80% af andvirði hennar, 8 þúsund krónur í afföll, þar sem að hún væri notuð og orðin mánaðagömul. Þetta þótti mér fullmiklar afskriftir fyrir ekki eldri vél. Meðfylgjandi eru myndir sem að sýna ástand á umbúðum og spjaldtölvuni.

Vitað var hvaða hugbúnaður fylgdi vélinni. Eina sem breyttist á þessum mánuði, er að viðskiptavinur skipti um skoðun hvort hann væri sáttur við þennan búnað.
Ef við værum að tala um farsíma, þá þekki ég engann sem myndi láta mig hafa meira en 80% af kaupverði fyrir mánaðar gamalt tæki.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 17:50

mind skrifaði:Vitað var hvaða hugbúnaður fylgdi vélinni. Eina sem breyttist á þessum mánuði, er að viðskiptavinur skipti um skoðun hvort hann væri sáttur við þennan búnað.
Ef við værum að tala um farsíma, þá þekki ég engann sem myndi láta mig hafa meira en 80% af kaupverði fyrir mánaðar gamalt tæki.


Reyndar hefði ég svosem átt að minnast á það að átta ára systir mín og faðir hennar eru bæði hugbúnaðarsérfræðingar frá MIT og að þau framkvæmdu gríðarlegar rannsóknir á þeim hugbúnaði sem að fylgir þessari spjaldtölvu.

Annars skiptir bloatware-ið engu máli lengur þar sem ég er búinn að framkalla þessa villu núna í 4 skipti, 2 af þeim skiptum án þess að eiga við bloatið. Þetta er mögulega bara galli í Asus androidinu sjálfu. Þetta mun því líklegast falla undir ábyrgð.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf upg8 » Fös 21. Mar 2014 18:01

Framleiðendur breyta Android til þess að skapa sér sérstöðu og oft eru forrit látin fylgja með til þess að niðurgreiða vöruverð til neytenda.

Annars eru Google sjálfir líklega sjálfir valdir af því hversu mikið Bloatware er á Android.
http://www.zdnet.com/android-oem-requirements-unveiled-7000026290/

Vonandi að ASUS gefi út official firmware update uppí 4.3 og vona að það lagi sitthvað í leiðinni því skilaréttur þinn virðist vera nákvæmlega enginn úr þessu nema þú getir endurkallað þessa galla strax eftir að gera factory reset.

http://www.tl.is/page/um-tolvulistann
http://www.neytendastofa.is/fyrirtaeki/orettmaetir-vidskiptahaettir/skilarettur/

Hér eru annars góðar upplýsingar
http://www.island.is/neytendamal/radgjof-rettaradstod/kvortun-og-abyrgd


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 96
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Stuffz » Fös 21. Mar 2014 22:30

Spurning hvað eru raunhæfar væntingar og hvað ekki.

"bloatware" er kannski ekki eitthvað sem þeir eru sammála um skilgreiningu á.

Og að skila vörum eftir að maður er búinn að prófa þær er náttúrulega heimboð á misnotkun, hver vill fá notaða vöru jafnvel þótt ekkert sjáist á henni.

Maður sjálfu er búinn að brenna sig nógu oft til að skoða nóg af græjurýnum reviews áður en maður festir kaup á hlutum, sem því miður er ekki alltaf nóg en samt mjög gagnlegt enda er maður oftar fróðari um vöruna en sölumaðurinn fyrir vikið.

P.S. hvað eru nöfnin á þessum bloatwares fyrir forvitni sakir?


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1267
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Minuz1 » Fös 21. Mar 2014 23:02

Eina sem ég sé að við þetta er að þú missir ekki neytendaábyrgð á íslandi nema þú gerir eitthvað sem veldur skaða.
Það verður að sannast af framleiðanda með rökstuðningi.

Þú mátt skipta um olíu á bíl án þess að missa ábyrgð.
Ef þú notar matarolíu og vélin skemmist, þá er auðvelt fyrir þá að sanna að sökin fyrir skemmdum er þín.

Ef þú rootar android tölvu eða annað eins, þá tel ég það vera "fair use" svo lengi sem þú overclockar ekki cpu/gpu/memory.
Það að þeir láta þig skrifa undir eitthvað sem segir ábyrgðina vera þína eða það standi á ábyrgðarskírteini frá þeim eða framleiðanda þá stenst það ekki íslensk lög.

Það er 2 ára neytendaábyrgð á þessu, rootaðu bara.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 830
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 140
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Hrotti » Fös 21. Mar 2014 23:40

ég myndi "glaður" tapa 8.000 kalli á þessu, hvað heldurðu að þú verðir með í tímakaup við allt þetta helvítis vesen?


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Fös 21. Mar 2014 23:49

Hrotti skrifaði:ég myndi "glaður" tapa 8.000 kalli á þessu, hvað heldurðu að þú verðir með í tímakaup við allt þetta helvítis vesen?


Þetta er spurning um prinsipp. Ég hef farið með prinsipp mál fyrir dóm og tapað 600 þúsund krónum á slíkri æfingu.

Þegar að ég versla hluti fyrir sjálfan mig þá rannsaka ég hluti áður löngu áður en að þeir eru verslaðir enda hafa seinustu kaup mín í Android bransanum verið Nexus 7 og Moto G. Bæði eru þetta græjur með vanilla android eða eins nálægt því og það gerist.

Raunhæfar væntingar er að vera með græju sem að hrynur ekki í sífellu og lausnin við þeim vanda er að factory resetta græjuna eða delete-a launcher data/cache og öll homescreens endurraðast í factory stillingu.

Í fyrstu hélt ég að það sem að væri að valda þessu var sú ákvörðun mín til að fjarlægja þetta bloatware. Ég var ekki ánægður við að geta ekki fjarlægt það en þurfti svo að bíta í það súra og sætta mig við það. Það skipti kannski ekki öllu máli þótt að bloatið væri inn á spjaldtölvuni þar sem að systir mín notar þessa vél mestmegnis í tölvuleiki.

Ég tek hana svo að lokum heim, byrja á því að uppfæra vélina og öppin, hendi inn nokkrum leikjum og á meðan að ég er að prófa hitt og þetta þá hrynur hún aftur. Mér þykir þetta frekar skrítið þar sem að ég var ekki búinn að fjarlægja eitt einasta app og það eina sem að ég var búinn að gera myndi flokkast undir eðlilega notkun. Ég factory resetta hana aftur, uppfæri þau öpp sem eru pre-installed og prófa hana aftur. Eftir klukkutíma notkun þá hrynur launcherinn aftur. Núna veit ég fyrir víst að vandamálið tengist ekkert þessu bloatware heldur er þetta líklegast QA galli í þessari útgáfu af Android frá Asus.

Núna er helsta vandamálið að þetta er ekki galli sem er auðframkallanlegur. Því má búast við því að þetta getur hent hvenær sem er, hvar sem er.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 41
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Tengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf gRIMwORLD » Lau 22. Mar 2014 11:13

Prinsippið fellur um sjálft sig hjá þér.

Keypt er ASUS græja sem er EKKI með vanilla Android og þú reynir að breyta henni þannig að hún verði sem næst því. Það gengur ekki. Vilt því skila græjunni. Reynir svo að láta söluaðilann líta illa út því sá sem keypti græjuna "vissi ekki" hvað hann var að kaupa??? ](*,)

Eins og komið hefur fram þá ertu ekki að fá samúð eða meðbyr fyrir þessu röfli hérna enda marklaust með öllu.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf gardar » Lau 22. Mar 2014 14:39

Það er fullt af android tækjum sem koma með vonlausum launcher frá vélbúnaðarframleiðandanum.

Prófaðu einhvern vinsælan 3rd party launcher og athugaðu hvort það verði ekki allt annað líf




Ark
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 05. Jan 2010 01:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Ark » Lau 22. Mar 2014 14:47

Stórefa að fyrirtæki geti fyrrað sig ábyrgð á vöru þó þú setjir nýjan hugbúnað á hana. Fyrirtækið yrði að geta sannað að hugbúnaðurinn sem þú settir á tölvuna hafi valdið skemmdum á vélbúnaði. Einnig hefðu þeir þurft að gera þér kunnugt um það að vélbúnaðurinn gæti orðið fyrir skemmdum vegna hugbúnaðareiginleika. Ábyrgðarskilmálar framleiðenda hafa ekkert vægi hér á landi ef hluturinn er seldur af íslensku fyrirtæki til neytenda.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Lau 22. Mar 2014 15:26

gRIMwORLD skrifaði:Prinsippið fellur um sjálft sig hjá þér.

Keypt er ASUS græja sem er EKKI með vanilla Android og þú reynir að breyta henni þannig að hún verði sem næst því. Það gengur ekki. Vilt því skila græjunni. Reynir svo að láta söluaðilann líta illa út því sá sem keypti græjuna "vissi ekki" hvað hann var að kaupa??? ](*,)

Eins og komið hefur fram þá ertu ekki að fá samúð eða meðbyr fyrir þessu röfli hérna enda marklaust með öllu.


Samúð og meðbyr er ekki eitthvað sem ég er að fiska eftir. Ég verð ekki fyrir tjóni ef að þessi tölva safnar ryki í skúffu einhversstaðar og þeir litlu hagsmunir sem ég hef að gæta í þessu máli er að minnka það litla tech-support sem að ég myndi þurfa að veita þessari android spjaldtölvu.

Hefðir þú lesið eitthvað annað en fyrsta póstinn þá hefðir þú mögulega tekið eftir því að þetta er framkallanlegur galli, án þess að eiga við pre-installed dót, við venjulega notkun.

Þessi þráður er líklegast meira tilraun til að fá innsýn inn í neytendavernd og skilarétt hér á landi frekar en eitthvað annað. Sérstakleg í ljósi þess að það er hending að ég þurfi sjálfur að díla við svona brask þar sem að ég versla mínar vörur mest megnis erlendis eftir að ég hafi kynnt mér vöruna vel. Ég mun greinilega halda því áfram því að það er sorglegt að segja það en ég sem neytandi fæ mun betri vörn erlendis og betra verð þrátt fyrir að vera ekki með ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Mesta vesenið er að þurfa að senda vörur erlendis ef að upp kemur ábyrgðarmál en það hefur gengið vel hingað til.



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Olafst » Lau 22. Mar 2014 15:36

IceDeV skrifaði:Þessi þráður er líklegast meira tilraun til að fá innsýn inn í neytendavernd og skilarétt hér á landi frekar en eitthvað annað.

Var ekki búið að bjóða þér að skila vörunni? Sé ekki hvað er vandamálið hérna nema það að þú vilt fá meira en það sem þú átt rétt á.



Skjámynd

Höfundur
Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Bloatware í Android spjaldtölvu og Tölvulistinn

Pósturaf Sultukrukka » Lau 22. Mar 2014 15:42

Olafst skrifaði:
IceDeV skrifaði:Þessi þráður er líklegast meira tilraun til að fá innsýn inn í neytendavernd og skilarétt hér á landi frekar en eitthvað annað.

Var ekki búið að bjóða þér að skila vörunni? Sé ekki hvað er vandamálið hérna nema það að þú vilt fá meira en það sem þú átt rétt á.


Ég býst nú sterklega við að þetta mál verði leyst á farsælan máta næstu viku.