Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Segjum að það yrði löglegt selja vín í búðum. Þá meina ég rauðvín, hvítvín og annað svipað sem er oft borðað með mat. Ekki áfengi eins og vodka eða neitt þannig.
Haldið þið að unglingar myndu nokkuð sína því eitthvern áhuga? Held nefnilega að að það væri alveg hægt að leyfa þetta án þess unglingadrykkja myndi aukast þar sem að flestir unglingar drekka bara vodka eða landa út í gos eða safa. Sumir drekka líka bjór. Held samt að mjög fáir myndu drekka vín.
Eða eruð þið á annari skoðun? Væri hægt að selja vín í búðum án þess að auka unglingadrykkju?
Haldið þið að unglingar myndu nokkuð sína því eitthvern áhuga? Held nefnilega að að það væri alveg hægt að leyfa þetta án þess unglingadrykkja myndi aukast þar sem að flestir unglingar drekka bara vodka eða landa út í gos eða safa. Sumir drekka líka bjór. Held samt að mjög fáir myndu drekka vín.
Eða eruð þið á annari skoðun? Væri hægt að selja vín í búðum án þess að auka unglingadrykkju?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
hagur skrifaði:Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
Eins og talað frá mínu hjarta..
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
hagur skrifaði:Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
Finnst þetta ekki bara vera spurning um spjallborð heldur líka fólk. Mér finnst fólkið hérna bara einfaldlega vera skemmtilegra.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Klaufi skrifaði:hagur skrifaði:Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
Eins og talað frá mínu hjarta..
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1863
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Reputation: 85
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Heyrðu strákar.. koníakstofan er umræða utan vélbúnaðs.. bara minna ykkur á það !
Og já unglingar myndur drekka meira.. það er ástæða fyrir því að áfengi er selt í sértakri búð þar sem allir undir 20 ára koamast ekki að þessu.. því að 20 ára fólk á að vera komið með þroska til að takast á við vímuna sem fylgir..
Og já unglingar myndur drekka meira.. það er ástæða fyrir því að áfengi er selt í sértakri búð þar sem allir undir 20 ára koamast ekki að þessu.. því að 20 ára fólk á að vera komið með þroska til að takast á við vímuna sem fylgir..
Síðast breytt af Hnykill á Fim 20. Mar 2014 23:11, breytt samtals 1 sinni.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
hakkarin skrifaði:Segjum að það yrði löglegt selja vín í búðum. Þá meina ég rauðvín, hvítvín og annað svipað sem er oft borðað með mat. Ekki áfengi eins og vodka eða neitt þannig.
Haldið þið að unglingar myndu nokkuð sína því eitthvern áhuga? Held nefnilega að að það væri alveg hægt að leyfa þetta án þess unglingadrykkja myndi aukast þar sem að flestir unglingar drekka bara vodka eða landa út í gos eða safa. Sumir drekka líka bjór. Held samt að mjög fáir myndu drekka vín.
Eða eruð þið á annari skoðun? Væri hægt að selja vín í búðum án þess að auka unglingadrykkju?
Sammála hag.
Annars þá myndi ég segja að þetta sé ekkert debate lengur, það þarf bara að skoða hvernig þetta fúnkerar í þeim löndum þar sem sala léttvíns og bjórs er leyfð í matvöruverslunum.
Persónulega finnst mér fáranlegt að banna bjór og léttvín í sölu í matvöruverslunum.
common sense is not so common.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1863
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Reputation: 85
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Ég er persónulega fylgjandi því að selja áfengi í matvöruverslunum.. þó svo að það auki aðgengi unglinga að því... bara gera eins og starfsmenn ÁTVR.. biðja fólk um skilríki og neita þeim sem eru undir 20 um sölu áfengis.. ekkert flóknara mál en það
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
-
- Vaktari
- Póstar: 2348
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 60
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
mjög mikið af stelpum drekka hvítvín t.d. og sá hópur myndi líklegast aukast ef það yrði selt í verslunum.
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Þessir þræðir eru bara skemmtilegir, ef þið viljið ekki lesa þá eða taka þátt sleppið bara að lesa þá ... Þetta er í konjakstofunni maar
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Klaufi skrifaði:hagur skrifaði:Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
Eins og talað frá mínu hjarta..
+1 á þetta
Hef ekki ýtt á þræði eftir op því mér finnst koníakstofan vera góð fyrir svona umræður en þetta er bara að flæða yfir hana
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 951
- Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
- Reputation: 0
- Staðsetning: Vesturbær
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Hnykill skrifaði:Heyrðu strákar.. koníakstofan er umræða utan vélbúnaðs.. bara minna ykkur á það !
Og já unglingar myndur drekka meira.. það er ástæða fyrir því að áfengi er selt í sértakri búð þar sem allir undir 20 ára koamast ekki að þessu.. því að 20 ára fólk á að vera komið með þroska til að takast á við vímuna sem fylgir..
Minnsta mál í heiminum að finna e-h sem er kominn með aldur til að fara fyrir þig í ríkið (systkyni, frændfólk, eldri vinir) og fá þá skilríki hjá þeim lánað til að fara sjálf í ríkið eða niðrí bæ.
|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 364
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Mér fannst það gríðarlega auðvelt að nálgast áfengi á sínum tíma án þess að hafa aldur, að hafa þetta í átvr breytti engu fyrir mig og vini mína allavega.. Og held ég að ef þetta væri selt í búðum með ágætu eftirliti myndi það ekki breyta neinu nema auknum þægindum.
Og þetta með að 20 ára fólk eigi að hafa þroska til að höndla vímuna sem fylgir, íslendingar kunna ekki að drekka áfengi. Staðreynd. Í Danmörku til dæmis er aldurinn lægri, og fólkið kann að höndla þetta ó svo mun betur! Unga fólkið þar er töluvert þroskaðra þegar kemur að neyslu áfengis.
Og þetta með að 20 ára fólk eigi að hafa þroska til að höndla vímuna sem fylgir, íslendingar kunna ekki að drekka áfengi. Staðreynd. Í Danmörku til dæmis er aldurinn lægri, og fólkið kann að höndla þetta ó svo mun betur! Unga fólkið þar er töluvert þroskaðra þegar kemur að neyslu áfengis.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 364
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Eitt í viðbót: mér finnst eins og fólk hérna taki meira þátt í ó-tölvutengdri umræðu.. Kanski er það bara ég
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
hagur skrifaði:Hefurðu einhvern áhuga á tölvum og tækni? Bara að spá hvort að þessir þræðir þínir ættu ekki betur heima á bland.is eða malefnin.com. Veit að þetta er Koníakstofan, en samt.
https://bland.is/messageboard/messagebo ... tiseType=0
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Allt sem er bannað er svo skemmtilegt og spennandi.
Það væri ekki eins spennandi og að fara í gegnum unglingsárin vitandi að þú hefur leyfi til að kaupa bjór þegar þú vilt. Líklegt að það verði lítið keypt af 16 ára ungmönnum sem eiga lítinn pening, kaupa frekar minna og venja sig á þetta frekar en að verða hauslaus.
Man eftir því þegar ég fór til Þýskalands í rúmlega 3 vikna ferð og ég var nýorðin 17 ára. Vorum í litlum bæ og í honum var lítil búð, svipuð og Nóatún. Hægt að kaupa allar gerðir af bjór og sterku áfengi. Gat keypt bjórinn sjálfur en fékk annan ferðafélaga til að kaupa vodka og jäger. Það var sko spennandi, dauðadrukkinn sama kvöld. Ef ég færi aftur til Þýskalands myndi ég örugglega kaupa mér áfengi, en þá bara til að smakka og prófa því það að kaupa áfengi bara til þess að vera fullur er ekki eins spennandi eins og það var fyrst þegar ég gerði það.
Já aldurinn er lægri í Danmörku. Svipað og með rasisma kannski, þá fæðast Danir ekki með þann eiginleika frekar en Íslendingar að "höndla" áfengi betur en aðrir. Þeir alast upp við að mun betra aðgengi að áfenginu og hafa ekkert svona "taboo" eða neitt bannað í kringum það. Þeir læra eflaust að njóta áfengis í stað þess að misnotka.
Það væri ekki eins spennandi og að fara í gegnum unglingsárin vitandi að þú hefur leyfi til að kaupa bjór þegar þú vilt. Líklegt að það verði lítið keypt af 16 ára ungmönnum sem eiga lítinn pening, kaupa frekar minna og venja sig á þetta frekar en að verða hauslaus.
Man eftir því þegar ég fór til Þýskalands í rúmlega 3 vikna ferð og ég var nýorðin 17 ára. Vorum í litlum bæ og í honum var lítil búð, svipuð og Nóatún. Hægt að kaupa allar gerðir af bjór og sterku áfengi. Gat keypt bjórinn sjálfur en fékk annan ferðafélaga til að kaupa vodka og jäger. Það var sko spennandi, dauðadrukkinn sama kvöld. Ef ég færi aftur til Þýskalands myndi ég örugglega kaupa mér áfengi, en þá bara til að smakka og prófa því það að kaupa áfengi bara til þess að vera fullur er ekki eins spennandi eins og það var fyrst þegar ég gerði það.
Já aldurinn er lægri í Danmörku. Svipað og með rasisma kannski, þá fæðast Danir ekki með þann eiginleika frekar en Íslendingar að "höndla" áfengi betur en aðrir. Þeir alast upp við að mun betra aðgengi að áfenginu og hafa ekkert svona "taboo" eða neitt bannað í kringum það. Þeir læra eflaust að njóta áfengis í stað þess að misnotka.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1863
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Reputation: 85
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
vikingbay skrifaði:Eitt í viðbót: mér finnst eins og fólk hérna taki meira þátt í ó-tölvutengdri umræðu.. Kanski er það bara ég
Við erum enginn Cyborg sko.. við lifum alveg í hinum raunverulega heimi og höfum skoðanir á flestu tengdu honum líka.. hehehe hvað annað maður.. við erum margir yfir 30 ára.. eigum eigin fjölskyldur, börn, bíla.. vini ...borgum skatta, spilum keilu og annað eins... við erum ekki bara sveittir gaurar heima sem hugsa ekki um annað en vélbúnað :Þ
Til þess var Koníaksstofan stofnuð meira að segja.. til að tala um eitthvað annað en vélbúnað... svo ég get ekki annað séð en að þetta eigi bara vel heima hérna... þið eruð kannski eitthvað að misskilja til hvers hún er ? :Þ
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 364
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Einmitt!
Einnig er ég viss um að myrkrið og skammdegisþunglyndið spili einhvern þátt í þessu öllu saman
En ég var nú ekkert að setja útá blessuðu koníaksstofuna, ég hrósa veru hennar
Einnig er ég viss um að myrkrið og skammdegisþunglyndið spili einhvern þátt í þessu öllu saman
En ég var nú ekkert að setja útá blessuðu koníaksstofuna, ég hrósa veru hennar
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Þá smá ábending.
18 ára ertu orðinn fullur þegn þessa lands, skattar og skildur ásamt kosningarétti.
Þ.e. mátt kjósa einhvern af þessum 63 bjöllusauðum sem ætla svo að hafa vit fyrir okkur en mátt ekki kaupa áfengi til eigin brúks.
Þannig að það er einfaldara nálgast dóp en áfengi.
18 ára ertu orðinn fullur þegn þessa lands, skattar og skildur ásamt kosningarétti.
Þ.e. mátt kjósa einhvern af þessum 63 bjöllusauðum sem ætla svo að hafa vit fyrir okkur en mátt ekki kaupa áfengi til eigin brúks.
Þannig að það er einfaldara nálgast dóp en áfengi.
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Þessar pælingar og þessi þræðir hjá Hakkarin fara svakalega í taugarnar á mér, get ekki að því gert hehe
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1006
- Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
- Reputation: 19
- Staðsetning: Heima
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Þetta myndi bara vera hægt ef það yrði gerður sér kassi fyrir VÍN og það er bara vesen... vera kaupa í matinn og 1 flösku með því og þurfa borga á sitthvorustaðnum..
ástæðan er jú, hversu oft eru bara 14-16 ára krakkar á kassanum í þessum búðum? þeir hafa ekki leyfi til að afgreiða þetta,
og það væri mjög auðvelt fyrir 16 ára krakka að bjalla bara í vini sína þarna á kassanum og þeir redda þessu
PS. hættið að væla! þetta er spjallborð, og koníakstofan þar sem menn tala um allt milli himins og jarðar.
ástæðan er jú, hversu oft eru bara 14-16 ára krakkar á kassanum í þessum búðum? þeir hafa ekki leyfi til að afgreiða þetta,
og það væri mjög auðvelt fyrir 16 ára krakka að bjalla bara í vini sína þarna á kassanum og þeir redda þessu
PS. hættið að væla! þetta er spjallborð, og koníakstofan þar sem menn tala um allt milli himins og jarðar.
Síðast breytt af halldorjonz á Fös 21. Mar 2014 20:18, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Ég myndi allavega drekka meiri bjór ef hann væri seldur í búðum, nenni örsjaldan spes ferð í ríkið,En ef ég gæti keypt bjórinn á sama stað og matinn þá hugsa ég að maður myndi lauma einum með
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
halldorjonz skrifaði:Þetta myndi bara vera hægt ef það yrði gerður sér kassi fyrir VÍN og það er bara vesen... *snip*
Afhverju gengur þetta þá upp annars staðar á einum og sama kassanum? Þegar ég bjó erlendis var tesco búð rétt hjá þar sem ég bjó, þar var hægt að kaupa bjór og léttvín en það var engin sér kassi fyrir það. Það var meira að segja sjálfsafgreiðslukassi þar sem þú gast skannað sjálfur inn vörurnar og þar var ekkert mál að skanna bjórinn inn, um leið og bjórinn var skannaður kom melding á skjáinn um að starfsmaður kæmi innan skamms og myndi athuga með skilríki hjá þér.
Ef 16 ára krakkar á kassa væru raunverulega ástæða þess að banna sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum þá væri það algerlega fáranlegt.
common sense is not so common.
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
Menn virðast gleyma því að rök ríkisins eru þau að áfengi geti haft skaðleg líkamleg og áhrif a þroska fram að 20. ára aldri. Annars var þetta aldrei vandamál hjá mér þar sem föður mínum fannst betra að fara i ríkið fyrir mig en að eg keypti vafasaman landa út í bæ. En að færa létt áfengi i matvöruverslanir er ekkert nema jákvætt að mínu mati
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Reputation: 3
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Myndu unglingar drekka vín ef það yrði selt í búðum?
svanur08 skrifaði:Þessar pælingar og þessi þræðir hjá Hakkarin fara svakalega í taugarnar á mér, get ekki að því gert hehe
ég legg til að stofnað verði sérstakt subforum undir koniakstofuni kölluð "hakkarastofan" handa hakkaranum
eða hakkarahornið