Garri skrifaði:Frikkasoft skrifaði:Garri skrifaði:dori skrifaði:Þú gerir þér grein fyrir því að Hilmar var með "tounge in cheek" komment allt í gengnum ræðuna. Þetta flatskjárkomment var eitt slíkt.
Það er virkilega dapurt að byggja svona fyrirlestur á grunni uppstands, gríni og glettni og allt án þess að hafa skilið sjálfur eina einustu staðreynd eða raun forsendu.
Var til dæmis að hlusta á þetta með að borga starfsfólki í Evrum. Þóttist greiða þeim hærra kaup með því að miða við 120kr./Evruna en staðreyndin er auðvitað að hann er að borga þeim mun lægra þar sem Evran er um 160kr
Ohh, þú ert alveg að misskilja, þetta er ákkúrat öfugt.
CCP eru að borga þeim hærri laun í evrum því þeir miða við lágt evru gengi í krónum talið. T.d ef af starfsmaður var með 700.000kr í laun fyrir breytingu þá fær hann aðeins 4375 evrur ef það er miðað við 160k en 5833 ef það er miðað við 120kr. Semsagt þeim lægri gengu sem þeir miða við, þeim betra fyrir starfsmenn
Hef þá misskilið hann.. fannst hann vera að segja að hann borgi í Evrum og sé að borga jafn hátt kaup og menn þar voru með fyrir hrun.
Viðbót: Tekjur CCP eru að langmestu leyti í erlendri mynt og Evru tekjur eru ekki 120kr/evran, heldur 160kr/evran.. þess vegna ætti CCP að greiða sínum starfsmönnum sömu laun í evrun og fyrir hrun, það er, næstum tvöfalt hærri laun í krónum. Þetta gæti CCP gert og það auðveldlega þar sem tekjur þess eru í erlendri mynt að mestu.
Ef hann borgar fólki í evrum þá er mjög einfalt fyrir CCP að vita hvort þeir eru ekki örugglega að borga samkeppnishæf laun.
Ef þeir borga í krónum þá þyrftu þeir að uppfæra launin reglulega til að vera samkeppnishæfir, þar sem það er alls ekki gefið að krónan haldist á sama gengi við evru/dollar út árið einu sinni.