biturk skrifaði:Stutturdreki skrifaði:Biturk, mér er alveg sama hvort það kallast 'samningur'/'aðlögun' eða 'innlimun'.
Ég vill fá að sjá þetta plagg og kjósa um það, ekki taka annara orð um hvernig það mun hugsanlega líta út.
Þú ert semsagt til í að eiða gríðarlegum fjármunum bara til að sjá plagg sem allir vita hvernig verður
Æi ansans
Þú ert rosalega þrjóskur við þetta. Þú segist bæði vita hvernig þetta verður en viðurkennir samt að það eru einhvers konar sérlausnir til í þessu (ert væntanlega bara búinn að gefast upp fyrirfram að það sé hægt að semja um það á þeim sviðum sem okkur hentar).
Þetta er vissulega aðlögunarferli og í því felst að við erum allan tímann að innleiða reglugerðir ESB en þetta er líka samningaferli því að það er verið að semja um hvað það er sem við innleiðum og það sem við semjum um fer í regluverkið hjá ESB sem sérlausnir og verður ekki breytt fyrr en við ákveðum það sjálf.
Fyrir utan að við fáum slatta af peningum í styrki (þessir sem ESB dró til baka því að við settum hlutina á ís og Gunnar Bragi var allt í einu rosa undrandi yfir að múturnar voru farnar) en ég veit ekkert hvernig uppgjörið er, hugsanlega kostar það okkur eitthvað en það er samt pening vel varið held ég þar sem mest af því fer í uppbyggingu á innviðum hérna heima sem eru alveg þörf verkefni.