Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Allt utan efnis

Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Tbot » Lau 01. Mar 2014 08:38

Nöttz
Afsökunarbeiðni, ég hef ekki séð neina slíka koma frá Hildi, bara einhverja froðu um þetta og hitt.
Eins og þetta sé local húmor og að kallinn hennar hafi verið að gera þetta (spurning um hvort hún hafi slíkt hreðjatak á honum að hann eigi að taka skítinn).

Afsökun er einungis gild þegar hún er sett fram á nokkurra refa og af einlægni. Sem henni hefur ekki tekist

Þessi kona hefur sett alls konar athugasemdir við allar afsökunarbeiðnir frá öðrum. Hvers vegna á hún skilið einhverja aðra meðferð.

Það að hún hafi tekið við verðlaunum frá stígamótum sýnir að hún er haldin siðblindu (hversu mikil veit ég ekki). Að taka við verðlaunum fyrir að berjast fyrir einhverju sem þú síðan hefur gert/gerir sjálfur.
Hver getur fullyrt að hún sé ekki enn að? Því miður hafa orð hennar enga vigt lengur þegar hún segist vera hætt.

Til þeirra sem halda því fram að hún hafi komið fram af sjálfsdáðum. Þá fara þeir villur vegar, það hefði verið trúanlegt ef það hefði gerts um leið og hún varð var við að aðgangur hennar væri misnotaður.
Það sem er að hún fann að jörðin var farin að brenna undir henni og ákveður að reyna bjarga því sem bjarga verður.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf lukkuláki » Lau 01. Mar 2014 09:07

Eins og ég hef oft sagt þá er síðunni karlar sem hata konur haldið úti af konu sem hatar karla þetta virðist ekki snúast um neitt jafnrétti.
Ég er alls ekki að kaupa það að maðurinn hennar hafi sett þetta inn ég held að það sé bara ein leið hjá henni til að reyna að bjarga sér úr þessari stöðu sem hún er komin í.
Ótrúlegt viðtal við talskonu feministafélagsins sem er greinilega algjör mella. (orðið er ekki kvenfyrirlitning eða sko það fer eftir því hver segir það :catgotmyballs )
http://visir.is/-eg-ekki-ad-standa-her-og-segja-ad-hildur-lilliendahl-se-med-kvenfyrirlitningu-/article/2014140228691


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Bjosep » Lau 01. Mar 2014 09:29

rapport skrifaði:Afsökunin er reyndar hér - https://www.facebook.com/notes/hildur-l ... 0422843929

Og ekkert verið að afsaka neitt...

Það sem þú hefur talið vera afsökun var svar við fyrirspurnum fréttamans Kastlóss, s.s. hennar fyrstu viðbrögð.

En breytir samt ekki aðalatriðinu, að þetta var hún og algjörlega á skjön við hennar boðskap.

En til að svara titlinum á þræðinum:

Hún var ekki að selja þessi komment til barna og unglinga í sjónvarpi eins og Gillz

Hún hafði ekki af þessu tekjur eins og Gillz

Hún getur auðveldlega gert upp á milli sjálfs síns og karaktersins "NöttZ" sem var að trolla.

Hún axlar strax ábyrgð á gjörðum beggja en tiltekur að þetta hafi átt að vera grín.


Mér finnst hún komast vel frá þessu máli vegna þess að hún höndlaði það vel en var ekki með neina stjörnustæla.

Og að sjálfsögðu þá virðir fólk það að það sé komið heiðarlega fram.

Fólk á erfitt með að finnast það "svikið" ef það er "full disclosure" í stað þess að afsaka út í eitt og reyna að fela hvað gerðist.


Hún hreinlega sýnir hvernig á að takast á við mistök sem þessi á góðan hátt, snýr þessu upp í sinn sigur á nokkurn hátt.

Ef eitthvað er, þá eru kröfurnar á að þeir sem enda í "karlar sem hata konur" orðnar meiri núna en þær voru á miðvikudaginn.

Núna er búið að koma perfect dæmi um hvernig er hægt að komast lifandi frá svona "heimsku" á internetinu...

Ef fólk velur að þræta í stað þess að gera það sem Hildur gerði, þá er það bara að grafa sína eigin gröf...


Var Gillz að höfða til barna og unglinga í sjónvarpi? Síðan hvenær? Eru Mannasiðir barnaefni?

Hildur segist hafa verið að skrifa sem persónan Nöttz og að þetta hafi verið grín. Merkilegt að hún hafi ekki leyft öðrum að njóta þess sama og setji allt sem orkar tvíræðis í albúmið karlar sem hata konur. Hræsni.

Hildur baðst afsökunar en augljóslega ekki fyrr en málið kom upp. Sjálf hefur Hildur ekki tekið mark á afsökunarbeiðnum sem henni hafa borist undir sömu kringumstæðum. Hræsni.

Ég er eiginlega að reyna að hlæja ekki af svarinu þínu enda er það eins mikið dæmi um kjaftæði og verið getur. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta á að vera brandara eða hvort þú ert einn af þessum sem er í jákór Hildar. Harmageddon fjölluðu um þennan kór fyrir stuttu.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24257

Annars neglir Heiða B. Heiðarsdóttir þetta nokkuð vel í svari til Hildar sem ég nenni ekki að finna en þeir ræða það í Harmageddon.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25004




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Tbot » Lau 01. Mar 2014 12:34

Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.

Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína.

Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi.

„Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar.

„Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“

Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta.

„Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“

Tekið af vísi.is


Annað hvort er Guðrún ekki alveg með á hreinu hvað hún er að bulla eða hún er í já-kór Hildar.

Ef verðlaunin skipta engu máli, hvers vegna var verið að veita þau???

Ef þetta er lína stígamóta. Þá setur þetta samtökin mikið niður, því eina rétta er að svipta hana verðlaununum annars eru þau að samþykkja athæfi Hildar á netinu. Þ.e. að leggja fólk í einelti.

Og til að kóróna þetta viðurkennir hún að Hafdís hafi látið samtökin vita strax árið 2012 en ekkert gerðist þá.

Þetta verkur upp ansi áleitnar spurningar.
T.d.
Vonuðust stigamót að þetta mál mundi hverfa.
Er farið í manngreinarálit hjá samtökunum, s.s hvort karl eða kona á í hlut.



Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf gullielli » Lau 01. Mar 2014 12:49

Finnst þetta allt saman vera hrikalega asnalegt og blásið óþarflega mikið upp. Batnandi mönnum er best að lifa, vissulega eru þetta ósmekkleg ummæli en þau eru látin falla í troll stíl þar sem meiningin og alvörugefnin er engin. Ég er enginn aðdáandi Hildar heldur þvert á móti. Það er ótrúlegt að sjá fólk hrauna yfir Hildi og fordæmir þvers og kurs en leggast svo á sama plan og NöttZ gerði. Hildur er auvðelt skotmark enda fáránlega umdeild og "fræg".

That being said, þá sýnir þetta bara enn og aftur að fólk á að gæta orða sinna. Ég hef engann áhuga á að svara fyrir það sem ég kann að hafa sagt fyrir 5 árum enda er ég ekki sami einstaklingur í dag og ég var fyrir 5 árum, það er ekki réttlátt að hengja einhvern fyrir eldgömul ummæli sem engin meining var í til að byrja með.


-Cheng

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf rapport » Lau 01. Mar 2014 13:01

Olafst skrifaði:
rapport skrifaði:Hún gerði sér grein fyrir að hennar ummæli voru særandi og baðst afsökunar á þeim...

Ertu nú alveg viss um það?
Það var ekki fyrren hún var gjörsamlega búin að mála sig útí horn (eftir MARG ítrekaðar tilraunir til að víkja sér undan ábyrgð) að hún nánast neyddist til að æla uppúr sér einhverju sem líkist afsökunarbeiðni.


Þessi æla hennar er hér:

Það er enginn tilneyddur til að taka mark á henni en þar sem hún er skilyrðislaus og algjör, s.s. engum öðrum kennt um og ekki vikist undan neinu, þá má virða það.

Á árunum 2005-2011 stundaði ég spjallborðið á þáverandi Barnalandi, síðar er.is og nú bland.is, af miklum krafti, hin síðari ár undir notandanafninu NöttZ. Undir því nafni lét ég falla svívirðingar og ofbeldishugmyndir gagnvart nafngreindu fólki. Tilvitnanir í þessi orð mín hafa nú ratað í fjölmiðla og vegna þeirra er margt fólk, og hefur verið, í sárum.

Það er erfitt eða kannski ómögulegt að lýsa því hversu mikið ég skammast mín. Það er ekki hægt að svara fyrir þessa framkomu. Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu. Við öll þau sem ég hef valdið vonbrigðum vil ég líka segja fyrirgefðu. Ég vil líka biðja fjölskylduna mína fyrirgefningar og vinnuveitendur mína, vini mína og samstarfsfólk á hinum ýmsu sviðum, stuðningsfólk mitt og samferðafólk.

Ég hef lært og þroskast frá því að þessi orð féllu. Ég tala ekki svona lengur. Sem betur fer. Af reynslu síðastliðinna og komandi daga mun ég líka læra. Það breytir því þó ekki að orðin mín eru óafturkræf, skaðanum olli ég sjálf og ég mun aldrei hætta að skammast mín fyrir það. Fyrirgefiði, enn og aftur. Ég á mér ekki málsbætur.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir



stefhauk skrifaði:Tel hana algjörlega hafa gert uppá bak með þessu og það var ekki eins og hún sé að segja þetta í einhverju gríni þegar hún talar um að fólk eigi að drepa sig eða nauðga því með tjaldhæl í augun hvaða heilbrigða manneskja segjir svona í gríni ? og allir þeir karlar sem er á þessum lista hjá henni ætli þetta hafi nú ekki verið sagt af megninu hjá þeim í gríni og ekkert alvarlegt meint með þessu líkt og hjá henni. Hún er ekkert skárri sjálf og ætti í raun að loka þessari síðu.


Það voru ekki hennar orð að nauiðga einhverjum með tjaldhæl í augntóftina, hún var að forwarda SMS sem hún sjálf fékk. Þannig skil ég það mál.

Rétt eins og hún getur ekki afsakað sína hegðun með neinu móti, heldur bara beðist afsökunar á að hafa sært fólk. Þá ættu hinir sömu hreinlega að taka hana sér til fyrirmyndar og gera það sama.

Eitt vont afsakar ekki eitthvað annað vont. Ef eitthvað er þá ætti hún að búa til nýtt albúm undir heitinu "mín mistök á internetinu" og pósta kommentunum sínum inn þar og setja afsökun undir hvert og eitt.

En rétt eins og með endurskoðendur, þá endurskoða þeir ekki sjálfa sig.


Tbot skrifaði:Nöttz
Afsökunarbeiðni, ég hef ekki séð neina slíka koma frá Hildi, bara einhverja froðu um þetta og hitt.
Eins og þetta sé local húmor og að kallinn hennar hafi verið að gera þetta (spurning um hvort hún hafi slíkt hreðjatak á honum að hann eigi að taka skítinn).

Afsökun er einungis gild þegar hún er sett fram á nokkurra refa og af einlægni. Sem henni hefur ekki tekist

Þessi kona hefur sett alls konar athugasemdir við allar afsökunarbeiðnir frá öðrum. Hvers vegna á hún skilið einhverja aðra meðferð.

Það að hún hafi tekið við verðlaunum frá stígamótum sýnir að hún er haldin siðblindu (hversu mikil veit ég ekki). Að taka við verðlaunum fyrir að berjast fyrir einhverju sem þú síðan hefur gert/gerir sjálfur.
Hver getur fullyrt að hún sé ekki enn að? Því miður hafa orð hennar enga vigt lengur þegar hún segist vera hætt.

Til þeirra sem halda því fram að hún hafi komið fram af sjálfsdáðum. Þá fara þeir villur vegar, það hefði verið trúanlegt ef það hefði gerts um leið og hún varð var við að aðgangur hennar væri misnotaður.
Það sem er að hún fann að jörðin var farin að brenna undir henni og ákveður að reyna bjarga því sem bjarga verður.


Afsökunarbeiðnin er hér að ofan, copy/paste af Facebook hjá henni...

Athugsemdirnar hennar hafa yfirlett snúist um victim blaming og skilyrtar afakanir s.s. afsakanir með "en"...

Ég á von á og vil að hún skili viðurkenningunni til Stigamóta. EN hafa ber í huga að á þessum tíma var hún nobody og ekki byrjuð að berjast fyri einu eða neinu. Hún hafði á þessum tíma líklega aldrei pælt í ofbeldi á netinu... annars hefði hún ekki skrifað þetta og farið svo seinna að berjast gegn því... það er svolítið mikið time lag í þessu...

Ég hef sagt ýmislegt hérna á þessu spjallborði t.d. um kannabis sem mér hefur algjörlega snúist hugur um. Ber mér eitthvað að tilkynna það einhverstaðar?

Það heldur ekki vatni að við hverja breytingu á viðhorfum í nútímanum að maður þurfi að ritskoða, leiðrétta og afsaka alla fortíð sína á internetinu, það meikar engan sens.


lukkuláki skrifaði:Eins og ég hef oft sagt þá er síðunni karlar sem hata konur haldið úti af konu sem hatar karla þetta virðist ekki snúast um neitt jafnrétti.
Ég er alls ekki að kaupa það að maðurinn hennar hafi sett þetta inn ég held að það sé bara ein leið hjá henni til að reyna að bjarga sér úr þessari stöðu sem hún er komin í.
Ótrúlegt viðtal við talskonu feministafélagsins sem er greinilega algjör mella. (orðið er ekki kvenfyrirlitning eða sko það fer eftir því hver segir það :catgotmyballs )
http://visir.is/-eg-ekki-ad-standa-her-og-segja-ad-hildur-lilliendahl-se-med-kvenfyrirlitningu-/article/2014140228691


Karlar sem hata konur er ekki barátta fyrir jafnrétti... hélst þú það?

Fyrir hvað heldur þú að viðurkenning Stigamóta hafi verið fyrir?

Þetta er myndasafn sem ætlað er að draga fram hatursfulla og /eða kynbundna orðræðu gegn konum og réttindum kvenna.

Ég flokka það ekki sem jafnréttismál. Ekkert frekar en að það sé til eitthvað sem heitir neyðarmóttaka nauðgana.


En að kalla konu mellu er akkúrat dæmi um slíka orðræðu EF markmiðið er að gera lítið úr viðkomandi.


Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Afsökunin er reyndar hér - https://www.facebook.com/notes/hildur-l ... 0422843929

Og ekkert verið að afsaka neitt...

Það sem þú hefur talið vera afsökun var svar við fyrirspurnum fréttamans Kastlóss, s.s. hennar fyrstu viðbrögð.

En breytir samt ekki aðalatriðinu, að þetta var hún og algjörlega á skjön við hennar boðskap.

En til að svara titlinum á þræðinum:

Hún var ekki að selja þessi komment til barna og unglinga í sjónvarpi eins og Gillz

Hún hafði ekki af þessu tekjur eins og Gillz

Hún getur auðveldlega gert upp á milli sjálfs síns og karaktersins "NöttZ" sem var að trolla.

Hún axlar strax ábyrgð á gjörðum beggja en tiltekur að þetta hafi átt að vera grín.


Mér finnst hún komast vel frá þessu máli vegna þess að hún höndlaði það vel en var ekki með neina stjörnustæla.

Og að sjálfsögðu þá virðir fólk það að það sé komið heiðarlega fram.

Fólk á erfitt með að finnast það "svikið" ef það er "full disclosure" í stað þess að afsaka út í eitt og reyna að fela hvað gerðist.


Hún hreinlega sýnir hvernig á að takast á við mistök sem þessi á góðan hátt, snýr þessu upp í sinn sigur á nokkurn hátt.

Ef eitthvað er, þá eru kröfurnar á að þeir sem enda í "karlar sem hata konur" orðnar meiri núna en þær voru á miðvikudaginn.

Núna er búið að koma perfect dæmi um hvernig er hægt að komast lifandi frá svona "heimsku" á internetinu...

Ef fólk velur að þræta í stað þess að gera það sem Hildur gerði, þá er það bara að grafa sína eigin gröf...


Var Gillz að höfða til barna og unglinga í sjónvarpi? Síðan hvenær? Eru Mannasiðir barnaefni?

Hildur segist hafa verið að skrifa sem persónan Nöttz og að þetta hafi verið grín. Merkilegt að hún hafi ekki leyft öðrum að njóta þess sama og setji allt sem orkar tvíræðis í albúmið karlar sem hata konur. Hræsni.

Hildur baðst afsökunar en augljóslega ekki fyrr en málið kom upp. Sjálf hefur Hildur ekki tekið mark á afsökunarbeiðnum sem henni hafa borist undir sömu kringumstæðum. Hræsni.

Ég er eiginlega að reyna að hlæja ekki af svarinu þínu enda er það eins mikið dæmi um kjaftæði og verið getur. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta á að vera brandara eða hvort þú ert einn af þessum sem er í jákór Hildar. Harmageddon fjölluðu um þennan kór fyrir stuttu.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24257

Annars neglir Heiða B. Heiðarsdóttir þetta nokkuð vel í svari til Hildar sem ég nenni ekki að finna en þeir ræða það í Harmageddon.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25004



Ekki sá ég fullorðið fólk eltast við Egil í Smáralind eða bíða röð eftir að bækur hans áritaðar.

Ekki var Mercedes Club að krota á fullorðið fólk - http://www.visir.is/aestir-addaendur-a- ... 8583371048

Bækurnar voru sniðnar að unglingum enda ólíklegt að fullorðið fólk heðfi gaman af þeim, þú kæmist ekki langt inn í þær nema bara á viljastyrknum, hef ég heyrt.


Ég hef skelfilega lítið fylgst með þessu albúmi hennar en ef viðkomandi póstar afsökunarbeiðni við myndina, þá getur fólk gert upp hug sinn til viðkomandi, rétt eins og það getur gert upp hug sinn til Hildar.

Er eitthvað óréttlátt við það?

Ekki er hún að eltast við að eyða burt þessum kommentum, hún axlar þessa ábyrgð og kemur með skilyrðislausa og algjöra afsökunarbeiðni til allra viðeigandi.

Ég er jafn mikið í jákór Hildar og hún er í jákórnum mínum - Við erum sammála á mörgum sviðum...

En ég fann ekki þetta svar Heiðu og get ekki kommentað á það en Harmageddon tóku líka á þessu máli ágætlega m.v. hvaða upplysingar lágu fyrir þá, það voru fyrstu viðbrögð Hildar s.s. frá Kastljósi og afsökunin ekki verið skrifuð enda var hún að átta sig á málinu.



Þetta er skelfilega neyðarlegt og ljótt af hennar hálfu að hafa skrifað þetta sama undir hvaða formerkjum það var gert, ekki bætir úr sök að hún og maðurinn hennar voru að þessu saman.

Það er hræsni að taka við verðlaunum um baráttu gegn hatursorðræðu og vera með þetta á bakinu.

Ef ég hefði verið í sporum Hafdísar Huldar þá hefði ég gert nákvæmlega það sama, það má ekki gleyma henni, hún á hrós skilið fyrir að takast á við vandamálið og tilkynna þetta mál þó svo að viðkomandi sé þjóðþekkt perósna.

Það hefur örugglega verið svolítið erfitt fyrir hana.

Það er fullt sem maður lærir um samtímamenn sína á viðbrögðum þeirra og margir virðast hafa kveikt á skynseminni, þroskast og vaxið ... ... og ég geri þá kröfu til Hildar líka.

Annars er á hreinu að við verðum ekki sammála um jafn margt í framtíðinni.


Loads of love

#1 í grátkór Hildar

rapport




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Bjosep » Lau 01. Mar 2014 14:28

rapport skrifaði:Ekki sá ég fullorðið fólk eltast við Egil í Smáralind eða bíða röð eftir að bækur hans áritaðar.

Ekki var Mercedes Club að krota á fullorðið fólk - http://www.visir.is/aestir-addaendur-a- ... 8583371048

Bækurnar voru sniðnar að unglingum enda ólíklegt að fullorðið fólk heðfi gaman af þeim, þú kæmist ekki langt inn í þær nema bara á viljastyrknum, hef ég heyrt.


Ég veit ekki hvernig barnæsku þú áttir en ég efast um að mörg börn og unglingar (nema kannski 17-18 ára) hafi almennt verið að stunda eitthvað af þessu og almennt átt í vandræðum með
- að haga sér í brúðkaupi (ölvunartengt augljóslega)
- fara í utanlandsferð með félögunum
- að hitta tengdaforeldra sína
- að stunda kynmök í bíl
- halda ræður í veislum.

Þetta eru allt hlutir (og fleira til) sem er rætt í bókunum. Eitthvað sem þú veist ekki en þú heldur að þú vitir eitthvað vegna þess að þú "heyrðir" það og ákvaðst að fara með það sem staðreynd án nokkurrar gagnrýninnar hugsunar. Sem er svona um það bil einkenni allra þeirra sem syngja með jákórnum.

rapport skrifaði:Athugsemdirnar hennar hafa yfirlett snúist um victim blaming og skilyrtar afakanir s.s. afsakanir með "en"...


Hildur skrifaði:En svona í örstuttu máli, svo það komi í það minnsta eitthvað smáræði frá mér til einhvers fólks sem mögulega bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en ég hef sagt eitthvað: Ég segi svosem ekki margt. Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt.

Samfélagið sem Barnaland er er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins.

Ef við tökum Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni sem dæmi, þá eru það ummæli þar sem ég er bókstaflega að gera grín að sjálfri mér og brjóstunum á mér - sem skilst þegar ummælin eru lesin á þeim tíma og þeim stað sem þau eru skrifuð, en það er auðvitað vonlaust að ætla að útskýra það fyrir fólki sem þekkir ekki þennan kúltúr. Það er algjörlega vonlaust.


Heiða B. Heiðars skrifaði:Er í alvörunni til fólk sem bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en þú hefur sagt eitthvað? Það þykir mér mjög mjög skrýtið. Varla þarf fólk grænt ljós til segja skoðun sína
En mér sýnist á þessu innleggi þínu að þetta hafi verið einn stór brandari. Það er útskýringin sem Gilz gaf....og ef ég man rétt, útskýring sem þú gafst ekki mikið fyrir.

Jú, trúverðugleiki þinn er farinn út um gluggann. Ég vona að þú getir unnið hann aftur, en það mun taka tíma og miklu, MIKLU betra PR en þú hefur sýnt af þér í kvöld.

Ég er ekki ein af þeim sem sendi þér stuðningskveðju. Ég væri aftur á móti til í að senda Hafdísi Huld stuðningskveðju, manneskjunni sem átti kommentið um krabbameinið, stúlkunni sem var í sjokki yfir kennaranum sínum osfrv.
Það var lokað fjórum sinnum á þig á barnalandi, eða bland..eða hvað sem þetta heirtir núna.

Þér finnst fyndið að tala um að nauðga einhverjum í augntóftirnar með tjaldhælum.

Hver ertu eiginlega?

Ég væri ekki svona hneyksluð og reið nema af því að ég hef dáðst af þér að hafa hugrekki til að fylgja hugsjón. Ekki endilega alltaf sammála öllu sem frá þér kemur en hef dáðst að eljunni og því að hugsjónin þín var sterkari en mótlætið sem þú þurftir að þola.
Svo kemst ég að því að það hafa aðrir þurft að þola slíkt mótlæti frá þér.
Vonbrigðin eru djúp og og ég get ekki verið í þessu klappliði sem gerir lítið úr þessu af því að það er gamalt.
Gilz sagði það líka um sína brandara.

Það að verða staðin að því að vera sjálf það sem þú berst gegn er glatað. Þess vegna er þetta meira en gamall brandari. Þess vegna væri þetta ekki fréttamál nema af því að þetta kom frá þér.

Því spyr ég aftur; hver ertu eiginlega?
Ég veit að þú ert ekki engill, það hefur aldrei hvarflað að mér. En hvað ertu þá?
Hvað ætlar þú að gera gagnvart okkur sem hafa dáðst að þér og höfum orðið fyrir of miklum vonbrigðum til að senda þér hjörtu á facebook?

Þú gætir auðvitað valið að gera ekki neitt. En þá situr þú bara uppi með klappliðið og ekkert annað.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf rapport » Lau 01. Mar 2014 15:01

Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Ekki sá ég fullorðið fólk eltast við Egil í Smáralind eða bíða röð eftir að bækur hans áritaðar.

Ekki var Mercedes Club að krota á fullorðið fólk - http://www.visir.is/aestir-addaendur-a- ... 8583371048

Bækurnar voru sniðnar að unglingum enda ólíklegt að fullorðið fólk heðfi gaman af þeim, þú kæmist ekki langt inn í þær nema bara á viljastyrknum, hef ég heyrt.


Ég veit ekki hvernig barnæsku þú áttir en ég efast um að mörg börn og unglingar (nema kannski 17-18 ára) hafi almennt verið að stunda eitthvað af þessu og almennt átt í vandræðum með
- að haga sér í brúðkaupi (ölvunartengt augljóslega)
- fara í utanlandsferð með félögunum
- að hitta tengdaforeldra sína
- að stunda kynmök í bíl
- halda ræður í veislum.

Innskot: rapport: Þú ert ekki meðvitaður um unglingana í landinu af minni kynslóð '79 eða þeirra sem eftir mér komu ef þú heldur að þessi skilaboð eigi við 17-18 ára en ekki 13-14 ára, því miður.
Auk þess að þetta var lesið af þessu litlu krökkum... efast um að 18 ára mundi láta sj´aþessa bók í hillunni hjá sér.


Þetta eru allt hlutir (og fleira til) sem er rætt í bókunum. Eitthvað sem þú veist ekki en þú heldur að þú vitir eitthvað vegna þess að þú "heyrðir" það og ákvaðst að fara með það sem staðreynd án nokkurrar gagnrýninnar hugsunar. Sem er svona um það bil einkenni allra þeirra sem syngja með jákórnum.

Ég tiltók að um heresay væri að ræða. Ég skal finna betra back up.

rapport skrifaði:Athugsemdirnar hennar hafa yfirlett snúist um victim blaming og skilyrtar afakanir s.s. afsakanir með "en"...


Hildur skrifaði:En svona í örstuttu máli, svo það komi í það minnsta eitthvað smáræði frá mér til einhvers fólks sem mögulega bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en ég hef sagt eitthvað: Ég segi svosem ekki margt. Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt.

Samfélagið sem Barnaland er er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins.

Ef við tökum Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni sem dæmi, þá eru það ummæli þar sem ég er bókstaflega að gera grín að sjálfri mér og brjóstunum á mér - sem skilst þegar ummælin eru lesin á þeim tíma og þeim stað sem þau eru skrifuð, en það er auðvitað vonlaust að ætla að útskýra það fyrir fólki sem þekkir ekki þennan kúltúr. Það er algjörlega vonlaust.


Heiða B. Heiðars skrifaði:Er í alvörunni til fólk sem bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en þú hefur sagt eitthvað? Það þykir mér mjög mjög skrýtið. Varla þarf fólk grænt ljós til segja skoðun sína
En mér sýnist á þessu innleggi þínu að þetta hafi verið einn stór brandari. Það er útskýringin sem Gilz gaf....og ef ég man rétt, útskýring sem þú gafst ekki mikið fyrir.

Jú, trúverðugleiki þinn er farinn út um gluggann. Ég vona að þú getir unnið hann aftur, en það mun taka tíma og miklu, MIKLU betra PR en þú hefur sýnt af þér í kvöld.

Ég er ekki ein af þeim sem sendi þér stuðningskveðju. Ég væri aftur á móti til í að senda Hafdísi Huld stuðningskveðju, manneskjunni sem átti kommentið um krabbameinið, stúlkunni sem var í sjokki yfir kennaranum sínum osfrv.
Það var lokað fjórum sinnum á þig á barnalandi, eða bland..eða hvað sem þetta heirtir núna.

Þér finnst fyndið að tala um að nauðga einhverjum í augntóftirnar með tjaldhælum.

Hver ertu eiginlega?

Ég væri ekki svona hneyksluð og reið nema af því að ég hef dáðst af þér að hafa hugrekki til að fylgja hugsjón. Ekki endilega alltaf sammála öllu sem frá þér kemur en hef dáðst að eljunni og því að hugsjónin þín var sterkari en mótlætið sem þú þurftir að þola.
Svo kemst ég að því að það hafa aðrir þurft að þola slíkt mótlæti frá þér.
Vonbrigðin eru djúp og og ég get ekki verið í þessu klappliði sem gerir lítið úr þessu af því að það er gamalt.
Gilz sagði það líka um sína brandara.

Það að verða staðin að því að vera sjálf það sem þú berst gegn er glatað. Þess vegna er þetta meira en gamall brandari. Þess vegna væri þetta ekki fréttamál nema af því að þetta kom frá þér.

Því spyr ég aftur; hver ertu eiginlega?
Ég veit að þú ert ekki engill, það hefur aldrei hvarflað að mér. En hvað ertu þá?
Hvað ætlar þú að gera gagnvart okkur sem hafa dáðst að þér og höfum orðið fyrir of miklum vonbrigðum til að senda þér hjörtu á facebook?

Þú gætir auðvitað valið að gera ekki neitt. En þá situr þú bara uppi með klappliðið og ekkert annað.



Þarna er verið að fjalla um hennar fyrstu viðbrögð, það er rétt, að þarna er hún ekki að biðjast afsökunar á fullan og skilyrðislausan hátt, enda er hún að lýsa atburðum að baki þessum skrifum, ekki að biðjast formlega afsökunar á þeim.

s.s. þetta er ekki tilkynningin með afsökuninni sem verið er að tala um og vitna í.

Það væri líklega betra að fá athugasemdir frá Heiðu um hana frekar en þetta.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Viktor » Lau 01. Mar 2014 15:09

Hún hefur ekki spilað vel úr þessu í framhaldinu, en batnandi mönnum er best að lifa.
Karlar sem hata konur var flott framtak hjá henni, þó hún sé oft töluvert of róttæk fyrir minn smekk og ég er mjög oft ósammála hennar skoðunum.

Hún meinar vel í sinni jafnréttisbaráttu, en þetta er ljótt mál.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf ManiO » Sun 02. Mar 2014 02:16

http://visir.is/ekki-merki-um-kvenfyrir ... 4140228770

Rapport, þar sem þú ert sjálfskipaður talsmaður þessa hóps á þessu blessaða spjallsvæði okkar, ertu til í að þýða það sem viðmælandinn var að segja?

Hvað er það sem gerir notkun Hildar á þessum orðum frábrugðna frá þeim körlum sem hafa endað á síðu hennar? Margir sem enda þar eru jafn óþekktir samfélaginu og hún var á þeim tíma sem hún var uppi á sitt besta á baranalandi/er.is/bland.is. Af hverju ber okkur ekki skylda að kynna okkur hvort að þessir menn séu ekki bara að djóka? Eða er það bara sjálfsagður hlutur að ef þú notar kvenkyns orð í niðrandi merkingu og ert karlmaður að þá ertu haldinn kvenfyrirlitningu?

Mér sýnist hún Hildur eiga við djúpstæð vandamál að stríða og hefði gott af því að taka sér gott frí frá netheimum og reyna að finna eitthvað jákvætt til að tala um í staðinn fyrir að vera að eltast við vindmyllur.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Lunesta » Sun 02. Mar 2014 04:02

Hvernig hún hefur hagað sér er nákvæmlega ástæðan fyrir því að svo mikið
af fólki segist vera jafnréttissinnað en ekki feministar. Náttúrulega erfitt
að setja nafn sitt á bakvið það þegar mest áberandi bárrátukonur
landsins eru einfaldlega að sýna karlahatur (?) þegar þær telja sig vera
lausa við afleiðingar þess, Auðvitað er það lið yfirleitt femínístar en
feministir verða alveg brjaal þegar...............
Nenni ekki að tjá mig um þetta. Verð bara smá pirraður.

svo +1...




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Garri » Sun 02. Mar 2014 10:45

Sallarólegur skrifaði:Hún hefur ekki spilað vel úr þessu í framhaldinu, en batnandi mönnum er best að lifa.
Karlar sem hata konur var flott framtak hjá henni, þó hún sé oft töluvert of róttæk fyrir minn smekk og ég er mjög oft ósammála hennar skoðunum.

Hún meinar vel í sinni jafnréttisbaráttu, en þetta er ljótt mál.

Er ekki sammála þessu einu sinni. Finnst einmitt femínistar vera sá hópur sem mest hatar kyn ef út í það er farið. Nóg er að horfa á myndbönd um femínista frá Svíþjóð. Jafnvel þar sem konur kyrja saman við varðeld.. drepum kalla, drepum kalla..

Einhver mest sóðalegustu skrif sem til eru um kyn eru eftir öfgafemínista. "Það eigi að skera undan körlum. Það eigi að útrýma körlum. Karla séu gangandi dildóar. Karlar séu skepnur." osfv. osfv. Langur listi yfir viðbjóð og auð-nálganlegt á netinu. Hugsa miðað við mína reynslu þá séu einhverjir þeirra mestu net-sóðar sem til eru, femínistar.

Það að Stígamót hafi búið til verðlaun fyrir þessa níðinga er bara eftir öðru hjá þessum rasistum og það er í raun bara tilviljun að þessi Hildur afhjúpaði sig sem níðing. Ef hún hefði ekki viðurkennt þetta eða ekki getað annað, þá væri þessi umræða ekki hérna, jafnvel þótt dæmi um svona hegðan og níðingshátt séu mun fleiri, samanber jólakortin sem fluttu jólakveðju til karla að þeir hættu að nauðga.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2014 10:58

ManiO skrifaði:http://visir.is/ekki-merki-um-kvenfyrirlitningu-ad-kalla-konur-mellur/article/2014140228770

Rapport, þar sem þú ert sjálfskipaður talsmaður þessa hóps á þessu blessaða spjallsvæði okkar, ertu til í að þýða það sem viðmælandinn var að segja?

Hvað er það sem gerir notkun Hildar á þessum orðum frábrugðna frá þeim körlum sem hafa endað á síðu hennar? Margir sem enda þar eru jafn óþekktir samfélaginu og hún var á þeim tíma sem hún var uppi á sitt besta á baranalandi/er.is/bland.is. Af hverju ber okkur ekki skylda að kynna okkur hvort að þessir menn séu ekki bara að djóka? Eða er það bara sjálfsagður hlutur að ef þú notar kvenkyns orð í niðrandi merkingu og ert karlmaður að þá ertu haldinn kvenfyrirlitningu?

Mér sýnist hún Hildur eiga við djúpstæð vandamál að stríða og hefði gott af því að taka sér gott frí frá netheimum og reyna að finna eitthvað jákvætt til að tala um í staðinn fyrir að vera að eltast við vindmyllur.



Ef ég á að giska á hvað hún sé að meina, þá OK...


Orð Hildar bera einkenni þess að sá sem skirfar þau sé haldinn kvenfyrirlitningu.

Þetta er skrifað fyrir löngu síðan og frá þeim tíma þá hefur Hildur lært ýmislegt.

Steinunn viðist ætla henni það að hafa þróast frá því að nota hatursfulla orðræðu í millitíðinni.


Lunesta skrifaði:Hvernig hún hefur hagað sér er nákvæmlega ástæðan fyrir því að svo mikið
af fólki segist vera jafnréttissinnað en ekki feministar. Náttúrulega erfitt
að setja nafn sitt á bakvið það þegar mest áberandi bárrátukonur
landsins eru einfaldlega að sýna karlahatur (?) þegar þær telja sig vera
lausa við afleiðingar þess, Auðvitað er það lið yfirleitt femínístar en
feministir verða alveg brjaal þegar...............
Nenni ekki að tjá mig um þetta. Verð bara smá pirraður.

svo +1...


Mér finnst svona komment alltaf koma frá einhverjum sem er voðalega hörundssár.

Í samfélaginu eru örfáar konur sem ganga svo langt að snúa kynhlutverkunum við í sýnidæmum eða copy/paste það sem annað fólk hefur skrifað.

No biggie...

Garri skrifaði:Er ekki sammála þessu einu sinni. Finnst einmitt femínistar vera sá hópur sem mest hatar kyn ef út í það er farið. Nóg er að horfa á myndbönd um femínista frá Svíþjóð. Jafnvel þar sem konur kyrja saman við varðeld.. drepum kalla, drepum kalla..

Einhver mest sóðalegustu skrif sem til eru um kyn eru eftir öfgafemínista. "Það eigi að skera undan körlum. Það eigi að útrýma körlum. Karla séu gangandi dildóar. Karlar séu skepnur." osfv. osfv. Langur listi yfir viðbjóð og auð-nálganlegt á netinu. Hugsa miðað við mína reynslu þá séu einhverjir þeirra mestu net-sóðar sem til eru, femínistar.

Það að Stígamót hafi búið til verðlaun fyrir þessa níðinga er bara eftir öðru hjá þessum rasistum og það er í raun bara tilviljun að þessi Hildur afhjúpaði sig sem níðing. Ef hún hefði ekki viðurkennt þetta eða ekki getað annað, þá væri þessi umræða ekki hérna, jafnvel þótt dæmi um svona hegðan og níðingshátt séu mun fleiri, samanber jólakortin sem fluttu jólakveðju til karla að þeir hættu að nauðga.


Ég veit ekki hverju ég á að svara, það kom ekkert málefnalegt fram í þessu innleggi.

Þú gætir hafa verið að horfa á myndband úr einhverjum grínþætti, það eru engir femínistar sem kyrja við eld að það eigi að drepa karla.

Amma mín var engin femínisti en hún sagði við hvert tækifæri, jólum, barnafmælum, jarðarförum "Það á að skjóta þessa helvítis sjálfstæðismenn með hríðskotabyssu í punginn" og hló svo... Hún mundi augljóslega hræða úr þér líftóruna með öfgunum sínum. Ég þorði a.m.k. ekki að segja henni þegar ég var að kjósa þá...

Úff...

Þú ert augljóslega ekki hrifinn af því hvernig þetta fólk hagar sinni baráttu. En þú verður að þola það,rétt eins og alla aðrar skoðanir, öll trúfélögin, alla stjórnmálaflokkana o.s.frv.

Ef ég væri svona pirraður í hvert sinn sem Framsókn sendi mér í pósti loforð sem þeir ætla ekki að standa við, þá yrði ég gráhærður á no time...




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Garri » Sun 02. Mar 2014 11:17

Finnst þetta ekki málefnalegt hjá þér. Hvernig er hægt að afneita því sem er opinberlegt og auð sannanlegt?

Lestu þessi kvót.. ég gafst upp eftir smá tíma að setja saman lista, hann gæti verið miklu lengri. Þegar þú hefur lesið þessi kvót, hvernig getur þú réttlætt þessar baráttuaðferðir?

Hver er munurinn á þessari gerð hatursskrifa og hatursskrifa hverskonar annarar gerðar rasisma?

Nokkur dæmi:

"I feel that 'man-hating' is an honorable and viable political act, that the oppressed have a right to class-hatred against the class that is oppressing them." -- Robin Morgan, Ms. Magazine Editor.

"The proportion of men must be reduced to and maintained at approximately 10% of the human race." -- Sally Miller Gearhart, in The Future - If There Is One - Is Female.

"Men who are unjustly accused of rape can sometimes gain from the experience." - Catherine Comins

"I haven't the faintest notion what possible revolutionary role white hetero- sexual men could fulfill, since they are the very embodiment of reactionary- vested-interest-power. But then, I have great difficulty examining what men in general could possibly do about all this. In addition to doing the shitwork that women have been doing for generations, possibly not exist? No, I really don't mean that. Yes, I really do." -- Robin Morgan

"We can't destroy the inequities between men and women until we destroy marriage." -- Robin Morgan

"All men are rapists and that's all they are" -- Marilyn French, Authoress; (later, advisoress to Al Gore's Presidential Campaign.)

"Probably the only place where a man can feel really secure is in a maximum security prison, except for the imminent threat of release." -- Germaine Greer.

My feelings about men are the result of my experience. I have little sympathy for them. Like a Jew just released from Dachau, I watch the handsome young Nazi soldier fall writhing to the ground with a bullet in his stomach and I look briefly and walk on. I don't even need to shrug. I simply don't care. What he was, as a person, I mean, what his shames and yearnings were, simply don't matter." -- Marilyn French; The Woman's Room.

"I claim that rape exists any time sexual intercourse occurs when it has not been initiated by the woman, out of her own genuine affection and desire." -- Robin Morgan

"As long as some men use physical force to subjugate females, all men need not. The knowledge that some men do suffices to threaten all women. He can beat or kill the woman he claims to love; he can rape women...he can sexually molest his daughters... THE VAST MAJORITY OF MEN IN THE WORLD DO ONE OR MORE OF THE ABOVE." -- Marilyn French (her emphasis)

"Men's sexuality is mean and violent, and men so powerful that they can 'reach WITHIN women to ****/construct us from the inside out.' Satan-like, men possess women, making their wicked fantasies and desires women's own. A woman who has sex with a man, therefore, does so against her will, 'even if she does not feel forced.' -- Judith Levine, (explicating comment profiling prevailing misandry.)

"Man-hating is everywhere, but everywhere it is twisted and transformed, disguised, tranquilized, and qualified. It coexists, never peacefully, with the love, desire, respect, and need women also feel for men. Always man-hating is shadowed by its milder, more diplomatic and doubtful twin, ambivalence." -- Judith Levine; Authoress

"The male is a domestic animal which, if treated with firmness...can be trained to do most things." -- Jilly Cooper, SCUM (Society For Cutting Up Men, started by Valerie Solanas)

"I want to see a man beaten to a bloody pulp with a high-heel shoved in his mouth, like an apple in the mouth of a pig." -- Andrea Dworkin

"Marriage as an institution developed from rape as a practice." -- Andrea Dworkin

"Heterosexual intercourse is the pure, formalized expression of contempt for women's bodies." -- Andrea Dworkin

"Men are rapists, batterers, plunderers, killers; these same men are religious prophets, poets, heroes, figures of romance, adventure, accomplishment, figures ennobled by tragedy and defeat. Men have claimed the earth, called it 'Her'. Men ruin Her. Men have airplanes, guns, bombs, poisonous gases, weapons so perverse and deadly that they defy any authentically human imagination." -- Andrea Dworkin, ***********: Men Possessing Women

"Politically, I call it rape whenever a woman has sex and feels violated." -- Catherine MacKinnon

"In a patriarchal society, all heterosexual intercourse is rape because women, as a group, are not strong enough to give meaningful consent." -- Catharine MacKinnon, quoted in Professing Feminism: Cautionary Tales from the Strange World of Women's Studies.


Og ef þetta er ekki nógu málefnalegt, þá mæli ég sterklega með þessum myndböndum, kynjastríðið.

1 þáttur:



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2014 11:55

Garri skrifaði:Finnst þetta ekki málefnalegt hjá þér. Hvernig er hægt að afneita því sem er opinberlegt og auð sannanlegt?

Lestu þessi kvót.. ég gafst upp eftir smá tíma að setja saman lista, hann gæti verið miklu lengri. Þegar þú hefur lesið þessi kvót, hvernig getur þú réttlætt þessar baráttuaðferðir?

Hver er munurinn á þessari gerð hatursskrifa og hatursskrifa hverskonar annarar gerðar rasisma?

Nokkur dæmi:

...



Sumt þarna finnst mér persónulega bara rétt "Politically, I call it rape whenever a woman has sex and feels violated." -- Catherine MacKinnon

Ég sagði hér fyrr í þræðinum: Í samfélaginu eru örfáar konur sem ganga svo langt að snúa kynhlutverkunum við í sýnidæmum eða copy/paste það sem annað fólk hefur skrifað.

Rétt eins og í íþróttum þá getur fólk tapað sér í hita augnabliksins í sinni baráttu en svo eru allir vinir í lok leiks... nema sumir eru tapsárir.

Aðrir henda sér í jörðina ef einhver kemur nálægt þeim og reyna að fiska víti... ...og það finnst mér þú vera að gera.

En það verður að vera rúm fyrir allar skoðanir og skoðanir annara á skoðunum annara og öll gagnrýni er velkomin.

Það verður einhver að vilja eitthvað annað... annars væri þessi barátta óþörf.



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Lunesta » Sun 02. Mar 2014 12:28

rapport skrifaði:
ManiO skrifaði:
Lunesta skrifaði:Hvernig hún hefur hagað sér er nákvæmlega ástæðan fyrir því að svo mikið
af fólki segist vera jafnréttissinnað en ekki feministar. Náttúrulega erfitt
að setja nafn sitt á bakvið það þegar mest áberandi bárrátukonur
landsins eru einfaldlega að sýna karlahatur (?) þegar þær telja sig vera
lausa við afleiðingar þess, Auðvitað er það lið yfirleitt femínístar en
feministir verða alveg brjaal þegar...............
Nenni ekki að tjá mig um þetta. Verð bara smá pirraður.

svo +1...


Mér finnst svona komment alltaf koma frá einhverjum sem er voðalega hörundssár.

Í samfélaginu eru örfáar konur sem ganga svo langt að snúa kynhlutverkunum við í sýnidæmum eða copy/paste það sem annað fólk hefur skrifað.

No biggie...



Já þetta kemur alveg rosalega mikið þannig út.
Málið er að ég endaði á að lesa helling af svona
fréttum eftir að ég opnaði þennan þráð og sá
sem ég las síðast á undan var þessi.
https://bland.is/messageboard/messagebo ... advtype=52
Mér finnst hún yfirleitt eiga flott framtök, stundum
ekki alveg sammála öllu eða of gróf en það þarf
bara stundum. Ég var eiginlega meira að hugsa
öfga feminista þegar ég var að skrifa þetta. Þetta
átti að verða amk málefnalegra :catgotmyballs




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Garri » Sun 02. Mar 2014 12:32

Finnst þú skippa yfir málefnið ansi hratt. Mæli sterklega með að þú horfir á þessa þætti, Kynjastríðið.

Og því miður virðist það vera rauður þráður í baráttu femínista að hlutgera karlmenn á versta hátt. Jólakortin eru bara dæmi um slíkt, ekki eina dæmið.

Það er eins og að óheiðarleiki loði við femínista eins og lygi loðir við glæpamenn.

Í því ljósi gæti ég alveg trúað Hildi til að stunda það sem kallað er, "flugumann" Það er til dæmis að búa til nikk og nota sem karlmaður sem hatar konur. Þessi hegðan henni á Bland.is er einmitt þess eðlis. Síðan þegar hún er búin að leika þetta hlutverk, þá segir hún þessum alter-egóum stríð á hendur.. hin fullkomna hræsni. Hún sjálf er þannig ekki að fordæma konur, heldur gervi-nikkið sem karlmaður.

Eflaust var svo ip-talan bara rakin til hennar og hún þannig ekki getað neitað nema að hluta og kennt karlinum sínum gólftuskunni um það versta, sér sækjast líkir og allt það.

Óheiðarleikinn enn og aftur það sem mallar þarna undir og virðist vera það afl sem drífur þessar "elskur" áfram meir en flesta.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Klemmi » Sun 02. Mar 2014 13:17

Eins og einhver commentarinn á Vísi sagði, þá get ég fyrirgefið hálfvitum, lygurum og þeim sem eru með sorakjaft á netinu, enda hef ég á einhverjum tíma verið sá aðili. Hins vegar þoli ég ekki hræsni.

Hildur setti menn inn á síðuna Karlar sem hata konur vegna ómerkilegra ummæla sem augljóslega voru grín, samanber:
Mynd

Kannski eru einhverjir ósammála mér, en mér finnst MJÖG gróft að setja menn inn á síðu sem ber slikt nafn, karlar sem HATA konur, vegna ummæla sem þessara. En ekki nóg með það, heldur er það hámark hræsninnar þegar þú hefur sjálfur skellt inn ummælum á borð við þessi:
Mynd

Hver voru hennar fyrstu viðbrögð þegar hennar ummæli um Hafdísi Huld komust upp? Þetta væri ekkert stórmál, einhver Palli út í bæ var hálfviti á netinu. Það væri nú engin frétt.

Það hefur oft komið fram áður, þetta væri ekkert stórmál nema einfaldlega því þetta var Hildur Lilliendahl. Manneskja sem hefur tekið helling af ummælum úr samhengi og titlað þá sem þau settu fram sem karlmenn sem hata konur án þess að hugsa sig um tvisvar. Manneskja sem gerir lítið úr afsökunarbeiðnum annara því þau bárust seint og aðeins eftir fjölmiðlaumfjöllun. Manneskja sem hefur setið upp á sínum háa hesti og dæmt aðra fyrir hluti sem báru einungis brotabrot af þeim grófleika sem hún hafði sjálf gerst sek um, en höfðu ekki komist upp á yfirborðið fyrr en nú.

Ég er alveg sammála því að batnandi mönnum er bezt að lifa og ætla ekki að pæla mikið í þessu. Ég veit sjálfur að ég hef gert fullt af mistökum yfir lífsleiðina sem ég vildi síður að rötuðu í fjölmiðla. Að því leitinu til finnst mér mjög gott að þetta hafi komið í ljós því þetta vekur athygli á því að við eigum ekki að vera svona dugleg við að dæma aðra og láta eins og við séum alsaklaus sjálf. Megi sá syndlausi kasta fyrsta steininum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf urban » Sun 02. Mar 2014 16:08

rapport skrifaði:
Sumt þarna finnst mér persónulega bara rétt "Politically, I call it rape whenever a woman has sex and feels violated." -- Catherine MacKinnon

Ég sagði hér fyrr í þræðinum: Í samfélaginu eru örfáar konur sem ganga svo langt að snúa kynhlutverkunum við í sýnidæmum eða copy/paste það sem annað fólk hefur skrifað.

Rétt eins og í íþróttum þá getur fólk tapað sér í hita augnabliksins í sinni baráttu en svo eru allir vinir í lok leiks... nema sumir eru tapsárir.

Vel gert, þú fannst eitthvað eitt atriði þarna (og þau eru örfá í viðbót) sem að með réttu átti ekki heima þarna og commentaðir á það.
síðan í rauninni ignoraðiru restina.
þú ættir að vera pólitíkus.

Um þetta mál aftur á móti nenni ég ekki að tjá mig um.
alltof þunnur til þess að hugsa rökrétt og hreinlega ekki nennt að spá í því.

Hér um bil allir hafa sagt eitthvað á netinu sem að þeir eru ekki stoltir af.
það er basicly það sem að mér finnst vera aðal línan í þessu öllu saman.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 02. Mar 2014 16:23

Var að heyra af þessari síðu í gær http://konursemhatakarla.tumblr.com/ :sleezyjoe


Just do IT
  √


Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1297
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Ulli » Sun 02. Mar 2014 16:29

Snúið kynhlutverkunum við og seijið mér svo hvernig þessi sama umræða væri :)


I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Garri » Sun 02. Mar 2014 16:47

Þið gætuð ímyndað ykkur hvað yrði sagt í fjölmiðlum og fleirum ef karlmenn hefðu sagt eitthvað svipað og það sem sum þessi kvót innihalda eftir allskonar femínista.

Það eru til mun svæsnari skrif.

Takið nú mjög vel eftir. Þetta eru opinberleg ummæli. Ekki eitthvert kaffibolla snatt. Meðvirknin með þessu hatri er ótrúleg.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf rapport » Sun 02. Mar 2014 23:18

Að kalla þetta stríð gefur til kynna að um a.m.k. tvær stríðandi fylkingar sé að ræða, að femínistar séu að vinna gegn hagsmunum einhvers.


Ef við vitum að ein stríðandi fylkingin er femínísk...

Hvað kallast þá hinar fylkingarnar?

Ég mundi gjarnan vilja fá skynsöm komment, en ekki e-h um að femínismi stríði gegn kommon sense eða e-h álíka.


Barátta femínista snýr að því að breyta samfélaginu t.d. að feðraveldið (e. patriarcy) líði undir lok.

Það gæti verið ein af hinum stríðandi fylkingum, þeir sem vilja að karlmenn séu æðri og ákveði hvernig hlutirnir séu og skuli vera.


Önnur fylking gæti verið íhaldsmenn. Fólk sem vill ekki breyta neinu því hlutirnir eru þægilegir og góðir fyrir það sjálft.

s.s. fólk sem vill ekki rugga bátnum og er sama þó að það hafi forskot á aðra eða að þeira líf sé gott beinlínis vegna þess að líf annara er það ekki.



Þriðja fylkingin gæti verið hver?




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf Garri » Mán 03. Mar 2014 00:35

Hvað segir þú um þá hugmynd að megin fylkingin sé fólk, bæði konur og karlar sem finnst jafnrétti eitthvað sem vert er að ná og þá fyrir bæði kynin, að konur fái full réttindi og karlar líka.

Í dag hallar eitthvað á bæði kynin. Karlar hafa það ekki betra en konur, reyndar tel ég karla hafa það verr en konur. Karlar lifa styttra, fremja oftar sjálfsmorð, fangelsin eru yfirfull af karlmönnum, karlmenn eru aflífaðir margfalt meir en konur, karlmenn vinna mestu ógeðsvinnu sem til er, karlmenn deyja mun oftar af völdum vinnuslysa en konur, karlar uppskera skertan hlut í öllu sem snýr að umgengni við börn sín, sérstaklega eftir skilnað, karlmönnum er att saman í stríð, karlmenn eru mun stærri sneið af heimilislausum, heilsa þeirra er verri, allt sem heitir hjálpar-net í öllum málaflokkum sem snerta karlmenn er mun síðra en kvenna, osfv. osfv. osfv.

Það er nokkuð ljóst að það er ekki réttlátt né sanngjarnt né jafnt á einn eða neinn hátt að mæla fyrir baráttu annars kynsins á kostnað hins þegar málum er svona háttað.

Femínismi er baráttusamtök. Barátta þeirra er fyrir aukin réttindi fyrir konur. Ekki fyrir auknum réttindum fyrir karla. Alveg sama þótt margt sé þar sem er vert að berjast fyrir og samtök sem mundu segjast vera jafnréttissamtök, mundu berjast fyrir til jafns á við mál sem hallar á konur.

Það að femínisminn berst aðeins fyrir auknum réttindum kvenna gerir femínismann að kvenréttindasamtökum. Það er ekki og getur því aldrei verið jafnréttissamtök.

Óheilindi femínista eru m.a. að segjast vera jafnréttissamtök. Þannig ljúga þau sig inn á grandvaralaust fólk. Með lygi.

Kynin eru ólík. Femínismi gengur út frá að kynin séu næstum alveg eins fyrir utan æxlunarfæri. Öll kynjafræði sem kennd er hérlendis og víðast á norðurlöndum lýgur blákalt um þessi "líkindi"

Mæli með að þú horfir á þetta myndband. Eftir það getur þú síðan skoðað hvernig samtök sem kenna sig við jafnrétti og miða allt við jafnstöðu ganga upp.



Þarna kemur bersýnilega fram hvernig "kynjafræðingar" afneita raunvísindum og stunda hyggju sem er á pari við sköpunarkenninguna. Sannindi og raunveruleiki víkur fyrir tilfinningarökum og óskhyggju.

Ath. Búið að íslenska þessa þætti, styðjið á cc



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Persónan "Gillz" vs "NöttZ"

Pósturaf worghal » Mán 03. Mar 2014 01:42

feminisminn sem ég hef orðið var við síðustu árin hafa bara verið öfgafeminismi og nánast hatur á karlmönnum.

hér fyrir neðan er línurit sem sýnir nokkurnveginn hvernig öfgafeministar vilja hafara þetta.

Mynd

og svo í sambandi við þessi ummæli sem Hildur lét frá sér á bland, þá af hverju er þetta ekki sett í sama ferli og með gillz?
(ég er ekki að stiðja við gillz) þetta er út í hött að hann gillz segji slíka hluti og er kærður og nánast hengdur fyrir allri þjóðinni en svo þegar Hildur er gripin við nákvæmlega sama hlutinn þá er það bara í lagi af því að hún er kona og ekki bara það, heldur baráttu kona og sagði sorry.
gillz sagði sorry en samt tekinn og dæmdur.

ef Hildur er svona ólm í það að fá jafnrétti af hverju fær hún þá svona sér meðferð þar sem hún er nánast látin líta út sem fórnarlamb.

það eina sem ég gat hugsað þegar ég heyri af því hvernig hún sleppur allveg með skrekkinn og biðst afsökunar er þetta atriði úr south park.

Mynd


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow