Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Hrotti » Mán 17. Feb 2014 22:41

Konan mín er bókari og er að opna bókunarþjónustu. Ég sé fyrir mér að ný ferðavél sé algjört must en er ekki viss um hvað er gáfulegast að gera. Vélin þarf augljóslega að vera með talnapad og svo er nauðsynlegt að geta tengt hana við annan skjá, hvort sem að það er bara skjátengi á henni eða hvort að maður þurfi að splæsa í dokku. Hún þarf heldur ekkert að vera neit sérstaklega nett þar sem að 99% af tímanum verður hún á skrifstofunni hérna heima, hún gæti einstaka sinnum þurft að fara í fyrirtækin en það er í algerum undantekninga tilfellum.

Hún er aðallega að vinna með bókhaldsforrit þannig að vélin þarf ekki að vera neitt öflug en ssd er eiginlega must árið 2014 :)

Verð: því minna því betra. Ég var búinn að sjá fyrir mér að eyða 120-150k í þetta en get alveg farið hærra ef að það nýtist eitthvað af viti. Ég hefði heldur svo sem ekkert á móti notaðri vél en ég þyrfti þá að fá nótu fyrir kaupunum þar sem að fyrirtækið borgar þetta.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Icarus » Mán 17. Feb 2014 22:44

Ég myndi mæla með borðvél, það er allaveganna það sem ég er að taka persónulega.

Þegar ég er að vinna við bókhald/excel eða hvað sem inniheldur mikið af tölum leiðist mér fartölvur.

Dual monitor pc vél með lyklaborð og mús. Ekki flókið.



Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Hrotti » Mán 17. Feb 2014 22:49

Icarus skrifaði:Ég myndi mæla með borðvél, það er allaveganna það sem ég er að taka persónulega.

Þegar ég er að vinna við bókhald/excel eða hvað sem inniheldur mikið af tölum leiðist mér fartölvur.

Dual monitor pc vél með lyklaborð og mús. Ekki flókið.


Þar er ég alveg sammála þér en ég ræð því ekki :) Laptop skal það vera segir frúin


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf hagur » Mán 17. Feb 2014 22:54

Þessi er nokkuð flott. Full size keyboard með numpad.

Soldið Makkaleg í útliti.

https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... iron-(7537)-15-fartolva---i5/

Aðeins yfir budgeti samt.



Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Hrotti » Mán 17. Feb 2014 23:51

hagur skrifaði:Þessi er nokkuð flott. Full size keyboard með numpad.

Soldið Makkaleg í útliti.

https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... iron-(7537)-15-fartolva---i5/

Aðeins yfir budgeti samt.



Þessi er þrælflott, mér sýnist maður samt vera að borga talsvert fyrir hluti sem að ég þarf ekki.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Tbot » Þri 18. Feb 2014 10:27

Þetta með SSD diskinn er hættulegt, því þegar þeir klikka er mjög erfitt að ná gögnum til baka.

Bókhald => afrit nauðsynlegt.

Minnir að dokkur leyfi 2 auka skjái.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 18. Feb 2014 10:38

Mæli með að þú skoðir ASUS Zenbook vélarnar, þær eru guðdómlegar.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Daz » Þri 18. Feb 2014 10:54

Icarus skrifaði:Ég myndi mæla með borðvél, það er allaveganna það sem ég er að taka persónulega.

Þegar ég er að vinna við bókhald/excel eða hvað sem inniheldur mikið af tölum leiðist mér fartölvur.

Dual monitor pc vél með lyklaborð og mús. Ekki flókið.


Þessvegna notarðu dokku með skjá, lyklaborði og mús.

OP: Getur líka fengið utanáliggjandi talnaborð til að tengja við fartölvuna í þeim tilfellum þar sem hún er á ferðinni, það mögulega fjölgar þeim kostum sem eru í boði.



Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf Hrotti » Þri 18. Feb 2014 12:05

Tbot skrifaði:Þetta með SSD diskinn er hættulegt, því þegar þeir klikka er mjög erfitt að ná gögnum til baka.

Bókhald => afrit nauðsynlegt.

Minnir að dokkur leyfi 2 auka skjái.



Ég hef engar áhyggjur af disknum, er með live afritun af þeim möppum sem að skipta máli, í gangi allann sólarhringinn.

I-JohnMatrix-I skrifaði:Mæli með að þú skoðir ASUS Zenbook vélarnar, þær eru guðdómlegar.


þær eru mjög flottar en óþarflega dýrar.

Daz skrifaði:
OP: Getur líka fengið utanáliggjandi talnaborð til að tengja við fartölvuna í þeim tilfellum þar sem hún er á ferðinni, það mögulega fjölgar þeim kostum sem eru í boði.


Það er góður punktur, ég var ekki búinn að fatta það.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 18. Feb 2014 12:33

Annars er þetta hrikalega flott vél á frábæru verði. viewtopic.php?f=11&t=58288



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf depill » Þri 18. Feb 2014 13:02

Ég vona að þetta sé transaction logging en ekki verið að afrita database filana i sífellu. Ég færi bókhaldið fyrir foreldra mína og hef lengi séð um tölvukerfið fyrir þau. Ég vill meina að það hafi sparast mikill peningur við það að fara i dkVistun, þar sem þeir fá að sjá um allt það leiðinlega :) ( er þá bara að tala um að svona kerfisvistun getur verið sniðug ). Þau geta unnið í kerfinu hvar sem er og ef tölvunar eyðileggjast þá er það bara allt i lagi. Afritunin er gerð af þeim sem gerðu kerfið svo mér lýst vel á þá með það :)

Annars varðandi vélina, ég er sjálfur með Elitebook 840 G1 með 16 GB minni og SSD og er þrælánægður með hana. Nota hana reyndar svona 90% i dokku, en get ekki kvartað, nota alltaf reyndar lyklaborðið mitt þegar ég er að vesenast að bóka ( Microsoft Ergonomic 4000 ). Ef ég væri hins vegar sjálfur að kaupa vél núna myndi ég alveg pæla í http://www.heimkaup.is/Toshiba-Satellite-L50-fartolva.

Gallar eru
Ekki SSD
Ekki nóg RAM
Upplausnin er ekki spes

Annað er ég frekar hrifinn af í þessari vél og fyrir bara fínan pening.




elfaralfreds
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 19:19
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf elfaralfreds » Þri 18. Feb 2014 15:42

Bara finna einhvern solid lappa og græja svo USB skjá fyrir hana.

Er með 2 svona með mér þegar ég er á ferðini.. 3x skjá vinnuaðstaða.. mega næs.
Mynd
http://support.lenovo.com/en_US/product-and-parts/detail.page?&DocID=PD015702

Fínt fyrir bókara að vera með smá auka skjápláss.


/E

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ferðavél fyrir bókara, hverju mæliði með?

Pósturaf SolidFeather » Þri 18. Feb 2014 16:13

viewtopic.php?f=11&t=58288

Kaupa svo dokku fyrir hana til að tengja fleiri skjái við og þá er auðvelt að kippa henni með útúr húsi.