Sjá til dæmis þetta:
8. gr.
Ítarleg sundurliðun reikninga.
Áskrifendur að fjarskiptaþjónustu eiga rétt á að fá reikninga fyrir fjarskiptaþjónustu ítarlega sundurliðaða gegn hæfilegu gjaldi óski þeir eftir því. Skulu áskrifendur alþjónustu þó eiga rétt á slíkri sundurliðun reikninga án þess að greiðsla komi fyrir. Í ítarlegri sundurliðun reikninga felst að áskrifandi getur fengið nákvæmari upplýsingar en þær er birtast á almennum reikningi hans um fjarskiptaþjónustu sína. Kröfur um sundurliðun samkvæmt ákvæði þessu má uppfylla með rafrænum hætti, t.d. með tölvupósti eða sérstökum aðgangi notanda að þjónustuvefsíðu.